Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 39

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 39 Auglýst er eftir umsóknum í þátttökustyrki til Jazzhátíðar Reykjavíkur 2004 sem verður haldin 29. september til 3. október nk. Umsóknir skulu sendar á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27 og á vefsíðu hátíðarinnar www.reykjavikjazz.com og skulu sendast með tölvupósti til Festival@Reykjavikjazz.com eða í almennum pósti fyrir 31. maí nk. merktar: „Jazzhátíð 2004 - Pósthólf 8955, 128 Reykjavík“ eða aðeins verða teknar til greina umsóknir með fullum, umbeðnum upplýsingum. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 15. júní nk. Jazzhátíð Reykjavíkur 2004 FRÆÐSLUFUNDUR FYRIR VÉLHJÓLAFÓLK Á dagskrá fundarins verður m.a. kynning á Umhverfisnefnd VÍK og þeim umhverfismarkmiðum sem vélhjólamenn stefna á að setja sér. Auk þess mun verða fræðsla um umhverfisvænan akstursmáta. Lögmaður upplýsir félagsmenn um réttindi og skyldur hjólafólks og Íslandsmeistarinn í Enduro gefur fundarmönnum góð ráð um keppnisakstur. Allt vélhjóla- og áhugafólk velkomið! Staður: Grand Hótel við Sigtún Stund: Mánudagur 17. maí Tími: 19.30 stundvíslega Umhverfisnefnd VÍK MÁLARINN býr í Kaupmanna- höfn, nánar tiltekið úti á Amákri, eins og úthverfið austan hafnarkan- alsins sem sker borgina hefur verið íslenzkað. Á tveggja ára fresti eða svo, kemur hann til ættlandsins með ferskar akríl og/eða olíumyndir í farteskinu og slær upp veislu í ein- hverju listhúsi höfuðborgarsvæðis- ins en þó oftast því sem ber nafnið Fold, hvað má vera táknræns eðlis. Hann er íslenzkur eins og austan- tórurnar, rofglæta í austri þegar annars er alskýjað, minnir landann þó jafnaðarlega á flest það sem er upphafnara í fari fyrrum herraþjóð- ar. Einkum það sem mjúkt er undir tönn og fer vel í maga, vermir hverja taug; Gammel Dansk, og skenkir á upphafsreit. Málarinn ekki kominn til að slá um sig með látum og umsnúningi í meðhöndlun lita og tilfallandi verk- færa sem hann handfjallar flesta daga, er þó annars vel róttækur á al- mennum vettvangi, kannski einn af síðustu ósviknu móhíkönunum. Aft- ur á móti vel minnugur orða heims- listamannsins; „maður þarf ekki að mála stríð til að gera byltingu í mál- verkinu, eitt epli er nóg“. Var ann- ars lengi í framvarðsveit SÚM, með- an listhópurinn var og hét og þá um skeið vel pólitískur í myndmáli sínu, en hvarf frá öllum slíkum vangavelt- um til hags fyrir átökin við hinn hreina tvívíða flöt, með litinn í for- grunninum. Peinture pure, hið hreina málverk, nefna menn vinnu- ferlið og framgangsháttinn í Frans. Þó ekki svo að hann hafi yfirgefið hina hlutlægu verund, hún jafnaðar- lega einhvers staðar merkjanleg, helst sem táknræn tilvist, hér skorða markaðar útlínur aðskiljan- leg fyrirbæri; verur, umheim, him- inn haf og jörð á grunnflöt. Málarinn veit líka, að ekki þarf djúpa pólitíska sannfæringu til að gera gilda áróðurslist frekar en trúarhita til að frambera úrskerandi list í guðshús, verklagið og tjákraft- urinn gera jafnaðarlega útslagið, hafa síðasta orðið. Löngu vitað að flest helstu meistaraverk sem til að mynda hafa ratað í guðshús eru gerð af listamönnum sem létu sig trúarbrögð litlu varða, sumir jafnvel hundheiðnir. Litur, lína og form hér guðdómur í sjálfu sér, skipta öllu. Inntakið í aðföngum málarans Tryggva Ólafssonar hefur lengi að meginhluta verið minni heimahaga á Íslandi ásamt lifunum á ferðalögum. Einnig vinnan í sjálfri sér, veigurinn að ganga til vinnunnar dag hvern og rækta sinn garð, fága og slípa skynj- anir sínar frammi fyrir formum og línum, þó einkum litunum, hverjum og einum, ásamt innbyrðis samræmi þeirra. Þetta er verðugt verkefni hverjum hugumstórum manni sem sýslar með málaragræjurnar, og ekki dugðu þeim andans jöfri, sjálf- um Goethe, minna en 40 ár að glíma við skynrænt eðli lita og færa til bókar. Listamaðurinn hér með á nótunum sem kemur klárlega fram í hans heillegustu verkum á þessari frísklegu sýningu, vísa helst til myndarinnar Gríma (3), þar sem allt gengur upp, skot í bláhornið eins og menn segja stundum. Ljósmyndir Í Ljósafold, eins konar innskoti í hliðarrými listhússins, sýnir Friðrik Tryggvason sex ljósmyndir af stærri gerðinni. Friðrik, sem er son- ur eigendanna, stundaði nám í ljós- myndum og fjölmiðlafræði bæði hér á landi og við Lorenzo di Medici skólann í Flórenz. Þannig á ferð ljósmyndari með traustan menntun- argrunn, en minna þekki ég til vinnubragðanna í þessu lærdóms- setri í Flórenz. Mig grunar þó að nemendum hafi verið sett verkefni þar sem fyrst og fremst eða í og með skyldi stílað á kjarnann, hið hrjúfa í tilverunni en forðast yfir- borð og léttfengnar lausnir. Auð- sætt má vera af þeim tveim sýn- ishornum vinnubragða sinna sem Friðrik hefur kynnt borgarbúum með stuttu millibili, hið fyrra var á Mokka, að hann leitar ekki auðveld myndefni uppi. Er öllu meira í mun að kljást við einhver afmörkuð við- föng, sem reyna mjög á getu og hæfni hverju sinni, þetta heitir að finna og höndla, ganga óhikað á vit ögrandi áskorana, en gerir um leið miklar kröfur til njótandans. Að sjálfsögðu eru allar myndirnar í svart-hvítu sem er sannasta eðli ljósmyndatækninnar, viðfangið svo nærmyndir afmarkaðra hluta af búk nakins karlmanns. Gefur auga leið að líkami karlmannsins er lista- manni meiri áskorun en konunnar, hann er formrænt séð mun erfiðari viðfangs, jafnt málurum teiknurum sem ljósmyndurum. Skortir þá mýkt, ávölu línur, eðlisbundna þokka og útgeislan sem er helsta prýði konulíkamans. Myndirnar ei heldur konfekt fyrir viðkvæm augu í sinni hráu og raunsæju mynd og fyrir sumt bera þær keim af föngum í grafíska hönnun. Vinnuferlið ber þó vott um að hér sé á ferð maður sem tekur hlutina alvarlega og óhætt sé að gera miklar kröfur til í framtíðinni. Fágun lita og forma Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Ein af ljósmyndunum á sýningu Friðriks Tryggvasonar. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Tryggvi Ólafsson: Gríma, akríl á léreft, 66 x 53 cm, 2004. MYNDLIST Listhúsið Fold MÁLVERK TRYGGVI ÓLAFSSON Opið virka daga frá 10–18, laugardaga 11–17. Sunnudaga 14–17. Til 23. maí. Aðgangur er ókeypis. Ljósafold – ljósmyndir FRIÐRIK TRYGGVASON SÖGUR ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.