Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 40

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Góðan daginn unga mær! Góðan daginn gamli maður! Svona heilsuðumst við alltaf á hverjum morgni frá því að ég var 13 ára gömul og mætti í vinnuna á morgn- ana með pabba. Í upphafi var þetta einhver fíflagangur í þér og ég vildi ekki vera „unga mær“ svo þú varðst „gamli maður“, en svo varð þetta hefð hjá okkur, sem gerði alla daga sérstaka. Þú leigðir pláss af pabba og seldir þinn lax í Kolaportinu. Í átta sumur mættumst við og heils- uðumst með kveðjunni okkar. Þó að það væru tæp 70 ár á milli okkar þá kynntumst við vel. Þú sast í stólnum þínum við skrifborðið, reyktir sígaretturnar þínar og fíflaðist alveg jafnmikið og við hin, varst alltaf til í að taka þátt í fjörinu með okkur. Þú komst manni í gott SKARPHÉÐINN ÖSSURARSON ✝ SkarphéðinnÖssurarson fæddist í Bolungar- vík 30. júlí 1916. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 5. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 14. apríl. skap á slæmum dögum og varst alltaf til í að tala um daginn og veg- inn og segja frá þessu langa lífi sem þú hafðir lifað. Ég man sérstaklega eftir einu afmælinu þínu. Þá mætum við, Jón Geir, Guðmundur Magnús, Ari og ég á limmósínu og sóttum þig, krýndum þig af- mælisbarn dagsins og gáfum þér veldis- sprota úr áldósum. Kvöldið endaði í dýr- indis mat hjá pabba. Þetta var líka eitthvað sem þú mundir eftir og hlóst að. Þú varst mjög sérstakur „gamall maður“, lítill, nettur og alltaf með hatt. Þú varst hluti af uppvaxtarár- um mínum, fagnaðir útskriftinni minni og gafst mér viskuuglu. Þú varst ekki eins og einhver gamall maður, heldur varstu miklu, miklu meira. Þú varst góður vinur, vinur af bestu gerð. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, fyrir lífsspekina og hláturinn. Vertu sæll „gamli maður“ og hvíldu í friði. Eva María Sigurbjörnsdóttir. Elsku hjartans amma Obba. Það eru svo ótalmargar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Þú varst alltaf til staðar og þegar við systkinin vor- um í skóla á Akureyri gátum við ætíð treyst á að geta komið og fengið góðan mat, sérstaklega þeg- ar próf stóðu yfir. Þá kom líka oftar en ekki fyrir að við fengum hjá þér heimsins bestu pönnukökur. Það versta er að uppskriftin er ekki til, hún var bara í höfðinu á þér. Eitt það besta við að koma og keppa á Andrésarleikunum á skíðum var að koma við hjá ykkur og fá heitt kakó og nýbakað brauð. Þá komum við vinirnir og þú varst svo ánægð að ég skyldi ekki koma ein, því þú vildir gera allt fyrir alla. Þegar ég var yngri var ég mun meira hjá ykkur en síðustu ár. Ég held að þú hafir kennt mér alla spilakapla sem ég kann og þeir gengu alltaf upp hjá okkur, því að við fengum alltaf „lánað“. Hver ein- ustu jól kom ég og hjálpaði þér og afa að skreyta og var jólatréð mín eign þar til systir mín tók við. Svo einkennilega vildi til að Sveinki gaf mér alltaf mest í skóinn hjá þér, amma. Við áttum reyndar annað jólatré, jólatréð við búðina þína, sem þú sagðir að væri þitt. Auðvit- að trúði ég því og var ótrúlega stolt af því að amma mín ætti svona stórt tré. Á sumrin gátum við dundað okk- ur uppi í fjalli við að tína blóm, segja sögur og skoða fuglana. Og ekki gleymi ég páskaliljuhafinu í garðinum ykkar í Vanabyggðinni. Ekki þótti okkur slæmt að vita af ísnum í frystinum og namminu í stofunni. Þér var umhugað um alla og allir áttu að hafa það gott. Við áttum frekar að liggja uppi í sófa og hvíla okkur en að hjálpa til í eldhúsinu, þótt ekki væri nema að leggja á borð. Ég mat það mikils hvað þú og afi studduð alltaf vel við bakið á ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þorbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Raufar- höfn 10. október 1923. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 28. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 6. maí. mér í íþróttinni minni, sérstaklega þegar all- ar utanlandsferðirnar bættust við. Ég gat alltaf treyst á þig hvort sem það var bara að sitja og spjalla eða ef eitthvað bjátaði á. Elsku amma, ég var svo lánsöm að geta tal- að smávegis við þig á afmælisdaginn minn. Erfiðast var að geta ekki faðmað þig og kysst, þar sem ég hef ekki verið á landinu síðustu mánuði. Ég veit að þér líður vel núna, en söknuðurinn er mikill. Elsku amma Obba, takk fyrir allt Þín Guðrún Soffía. Obba er dáin, hún Obba sem allt- af hefur verið til. Hún háði snarpa en stutta orustu við þann illvíga sjúkdóm sem fellir svo marga og gerði það af miklu æðruleysi. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við minnumst Obbu. Hún var hlý og tók öllum með opinn faðminn og tilbúinn að hlúa að og gleðja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við vitum að hann Kristján „litli“ vinur þinn hefur tekið vel á móti þér, ánægður með að fá nú loksins að njóta samvista við þig á ný. Hann leiðir þig áfram í nýjum heimkynnum þínum. Við þökkum af heilum hug sam- fylgd Obbu og órofna tryggð og vináttu. Við sendum Mumma, börnum hennar, tengdabörnum og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Gunnar, Margrét og fjölskylda. Obba, þú varst svo góð við allt og alla, að missa þig frá jörðu er mjög leitt. Eftir að þú fórst fóru tár að falla, við elskum þig öll svo heitt. Í minningunni muntu hvíla sem hress og góð kona. Við söknum þín öll. En lífið er bara stundum svona. Vonandi líður þér núna betur því nú ertu í himnaríki, ég vildi að þú hefðir verið hér kyrr um setur hjá okkur á jarðríki. Elsku Obba, hafðu þökk fyrir allt, ég mun sakna þín. Þinn Brynjar Þór. Elsku amma. Þú varst ein af þessum einstöku hlýju góðu ömm- um sem vilja allt fyrir mann gera og hvetja mann áfram í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Öll framhaldsskólaárin eldaðir þú ofan í mig svo ég héldi út í lærdómnum. Það var svo notalegt að koma til ykkar afa í Vanabyggðina og síðar Tjarnarlundinn og fá eitthvað gott að borða og svo bara til að spjalla. Hringingar ykkar afa til okkar Guðnýjar þegar við vorum í námi erlendis glöddu okkur alltaf jafn mikið og passaðir þú alltaf að heyra í okkur reglulega þótt langar vega- lengdir skildu að. Þegar við Guðný fluttum aftur norður gladdist þú mikið yfir því að við gætum hist oftar og kom ég við nánast daglega síðan við fluttum þó ekki væri nema bara til að líta inn í smá kaffi og spjall. Á jólunum síðustu áttum við góð- ar stundir saman og samveru- stundin á jóladag heima á Hauga- nesi gleymist aldrei. Það var sama hvar við áttum saman stund, þær munu alltaf verða ógleymanlegar. Það var svo gott að vera í nálægð þinni, amma. Ein stund verður okk- ur Guðnýju þó minnisstæðust og það var þegar við færðum ykkur þær fréttir að von væri á fjölgun í litlu fjölskyldunni okkar. Þá var sko tilefni til að fá sér köku og heimabakaða randalín. Við vitum að þú munt fylgjast með okkur og leiðbeina þegar fjölskyldan stækk- ar í haust. En fljótlega upp úr áramótum bankaði óvinurinn upp á hjá þér. En með þínu einstaka jafnaðargeði tókst þú á við hann og aldrei heyrði maður í þér uppgjafartón. Það orð var ekki til í þinni orðabók. Ein af síðustu stundum okkar saman var þegar við fórum út að borða ég, Guðný, þú og afi. Sú stund verður okkur ógleymanleg og við reynum að gleðjast yfir henni í sorg okkar. Elsku afi, góður guð styrki þig í sorginni. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Reimar og Guðný Rut. Nú er hún Guðrún mín komin til nýrra heimkynna, heim til englanna, þar sem verð- ur tekið vel á móti henni. Hún var trú- uð kona að eðlisfari, hún átti margar góðar stundir með sínu safnaðarfólki og sínum góða presti í Neskirkju. Hún trúði á mátt bænarinnar, bænin er sterkt afl þegar maður þarf á henni að halda. Hún hafði yndi af því að fara í ferðalög, bæði utanlands og innan. Hún átti góð samskipti við fólk og átti auðvelt með að laða fólk að sér, og henni þótti gaman að spjalla um hitt og þetta. Það voru oft góðar stundir sem undirrituð átti með henni á heim- ili hennar við Melhagann sem bar vott um hlýleika, greiðsemi, og gestrisni, maður fór alltaf saddur frá henni en hún bauð manni ætíð meira þótt mað- ur væri búinn að fá meira en nóg. Hún kom alltaf vel klædd til dyranna, sem GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu 14. maí 1913. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 28. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 6. apríl. sýndi að hún var mikil smekkmanneskja á fal- leg föt. Hún bjó manni sínum og syni fallegt og notalegt heimili við Mel- hagann. Eftir að heilsu henn- ar fór að hraka þá átti hún ekki afturkvæmt heim. Hún dvaldist á dvalarheimilinu Grund, en hugur hennar sótti alltaf sterkt heim á Mel- hagann. Ég átti oft stundir með henni á Grund og hún talaði oft um hvað væri nú mikill hraði í þjóðfélaginu. Það var vel hlúð að henni á Grund. Hún sagði stundum að það væri gaman að vera ungur í dag og njóta lífsins. Hún minntist stundum á það við mig að við mættum þakka drottni okkar fyrir góða heilsu í lífinu. Ég vil að lokum þakka Guðrúnu fyrir allt gott og allar þær stundir sem við áttum saman og ég og fjöl- skylda mín sendum Sigtryggi og Jó- hönnu innilegustu samúðarkveðjur okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jóhanna Hauksdóttir. Elsku Janet mín er farin. Svona ung. Hún var alltaf glaðvær. Ég kynntist Janet fyrst þegar ég var rekstrarstjóri á veit- ingahúsi í miðborg Reykjavíkur. Um það leyti var ég að spá í að ráða kvendyravörð og réð hana og sá ekki eftir því. Hún stóð sig eins og hetja. Þetta var að mér best vitandi fyrsti kvendyravörður á Íslandi. Og við á staðnum kölluðum hana yfir- JANET EGE GRANT ✝ Janet Ege Grantfæddist 20. júlí 1967. Hún lést 10. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 22. mars. leitt dyraverjuna. Svo sá ég hana ekki í mörg ár því hún fór til Spán- ar og ílentist þar. Svo var ég einu sinni á Spáni og hitti hana, þá var hún komin með mann og tvö yndisleg kríli. Ég leyfði þeim að gista á hótelinu sem var yndislegur tími. Svo liðu nokkur ár, þá kom hún til Íslands alltaf jafnglaðvær. Svo skyggði það á að móðir hennar fór og stuttu seinna fór hún. Ég votta Ingva bróður hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð veri með þér, Janet mín. Theódór Á. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.