Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 42

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Elsku Magga Svana. Því miður gat ég ekki fylgt þér síðustu sporin en lífið er bara stundum svona. Þegar Bragi hringdi og sagði okkur frá veikindum þínum átti maður erfitt með að trúa þessu, og svo fengum við fréttirnar á laugardeginum að þetta væri búið hjá þér, að þú værir dáin. Þá átti maður varla til orð. Síðast þegar við sáumst var það í fermingarveislu hjá Braga og Möggu sem var haldin úti í Viðey. En þegar svona staða kemur upp er maður varnarlaus og máttlaus. Ég man eftir þér frá því að við vorum smástelpur og hittumst í jólaboðinu hjá ömmu og afa á Bræðraborgarstíg og renndum okkur niður stífbónaða stigana hennar ömmu, sem var þér al- veg einstaklega góð og þér þótti svo vænt um. Þið bjugguð uppi á Vatns- enda þegar þú varst yngri og var gaman að fara þangað í heimsókn. Langt upp í sveit fannst okkur krökk- unum þá, en núna er Vatnsendinn næstum því í miðri borginni. Oft kom- uð þið í heimsókn til okkar í Löngu- brekkuna, og einhvern tímann þegar foreldrar þínir fóru til Þýskalands, voru tveir yngstu bræður þínir, Ari og Árni, í pössun hjá mömmu og pabba. MAGDALENA S. GISSURARDÓTTIR ✝ Magdalena Svan-hildur Gissurar- dóttir fæddist í Reykjavík 7. desem- ber 1952. Hún lést á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 19. apríl. Svo fluttuð þið til Ástr- alíu og mikið var gaman að eiga þar skyldfólk. En þú undir þér ekki þar og komst heim og settist að hjá ömmu á Bræðraborgarstíg. Ykkur kom mjög vel saman og létti þetta áhyggjur föðursystkina þinna, sem höfðu áhyggjur af gömlu kon- unni sem var farin að eldast. En svo hittir þú Ragga þinn og þið fóruð að búa og eignast börn. Fyrst kom Birgir svo Óskar og svo að lokum Berglind. Þú komst hingað til Akureyrar um versl- unarmannahelgina 1995 með Óskar og Berglindi en það hittist svo á að við hjónin vorum í Hornstrandaferð. En þú varst að heimsækja hana Kristínu systur þína sem var nýflutt til lands- ins frá Þýskalandi. Trúlega hafa þetta verið góðir dagar hjá ykkur systrun- um en þú varst farin þegar við kom- um heim, svo við hittumst ekkert í það skiptið. En þú komst alltaf öðru hverju í Löngubrekkuna að hitta Hjössa frænda þinn sem þér þótti svo vænt um. Svona líður tíminn, alltaf svo mikið að gera hjá öllum og enginn gefur sér tíma til að hittast. Að lokum vil ég senda mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Ragga og barnanna og líka til aldraðrar móður þinnar og allra annarra sem eiga um sárt að binda. Hvíl þú í friði, elsku Magga Svana, og takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þín frænka, Gunnhildur Hjartardóttir. ✝ Kristinn Jó-hannsson, Vita- stíg 9a í Reykjavík, fæddist á Jaðri í Þykkvabæ hinn 16. júlí 1917. Hann lést á heimili sínu 26. apríl síðastliðinn. Foreldar hans voru hjónin Jóhann Þórð- arson, f. 1883, d. 1968, og Anna María Guðmundsdóttir, f. 1879, d. 1965. Bræð- ur Kristins voru Jón, f. 1910, Sigurð- ur, f. 1913, og Ár- mann, f. 1915. Þeir eru allir látn- ir. Eiginkona Kristins var Sigríð- ur Jóhannesdóttir og fæddist hún á Syðri-Brennihóli í Eyja- firði hinn 22. desember 1907. Hún lést á Borgarspítalanum hinn 23. maí 1993. Foreldrar Sigríðar voru Jóhannes Júl- íusson, f. 1874, d. 1948, og Þor- gerður Elísdóttir, f. 1872, d. 1952. Eftirlifandi synir þeirra hjóna eru Kjartan og Þórður. Kjartan kvæntist Ólöfu Guð- mundsdóttur, f. 1946, og eign- uðust þau fjögur börn: 1) Sigríði Kjartansdóttur, f. 1966, 2) Guðmund Helga, f. 1969, 3) Vilberg Kristin, f. 1973, og 4) Ólaf Vigni, f. 1984. Þórð- ur giftist Eddu Sig- urgeirsdóttur, f. 1947, og eignuðust þau einnig fjögur börn: 1) Kristin, f. 1966, 2) Guðfinnu Helgu, f. 1968, 3) Sigurgeir, f. 1973, og 4) Eddu Björgu, f. 1981. Karl Jóns- son, f. 1937, átti at- hvarf á heimili þeirra Kristins og Sigríðar frá sextán ára aldri og allt þar til hann hóf eigin bú- skap. Hann kvæntist Arndísi Hólmsteinsdóttur, f. 1931, og eignuðust þau tvo börn: 1) Önnu, f. 1968, og Hólmstein, f. 1971. Kristinn vann almenn verka- mannastörf allt sitt líf, s.s. við byggingu Sogsvirkjunar, í Sænsk-íslenska frystihúsinu, einnig sjómannsstörf og hjá Eimskipafélagi Íslands þar sem hann starfaði til starfsloka. Útför Kristins fór fram frá Fossvogskirkju 7. maí. Þó svo hann afi okkar hafi verið orðinn 86 ára gamall og fætur hans orðnar ansi lúnir, kom það samt mjög á óvart þegar okkur bárust þær fréttir að hann væri dáinn. Hann var ennþá í góðu formi og hafði meira að segja sést fyrr um daginn á ferð um miðbæinn á reið- hjóli sínu, nokkuð sem hann gerði alltaf þegar vel viðraði. En engan grunaði þó að þetta yrði hans hinsta hjólreiðaferð. Fyrstu minningarnar um afa eru trúlega öryggið og hlýjan sem geisluðu frá honum. Hann var handlaginn, með stórar hendur eft- ir ýmiss konar erfiðisvinnu, sem okkur ung að árum þótti mikið ör- yggi í, sérstaklega þegar við geng- um niður Laugaveginn með honum. Svo var alltaf ævintýri að fara með ömmu um helgar niðrí Faxaskála við Reykjavíkurhöfn og færa afa hádegisverð þegar hann vann þar. Við fengum að skoða skálann á meðan hann sinnti eftirlitsferðum sínum og í hvert sinn bar alltaf eitthvað nýtt fyrir sjónir okkar, enda fór megnið af innflutningi landsins á þeim tíma í gegnum Faxaskála. Enn betra var þó að skilja reið- hjólin okkar eftir næturlangt hjá afa þegar þannig lá við. Næsta dag, þegar við sóttum hjólin, þá var afi búinn að yfirfara allt, rétta gjarðirnar og stilla af það sem þurfti. Hjólin voru betri en ný enda viðgerðin unnin með hans tryggu höndum. Heimili afa á Vitastígnum var án efa einn af okkar föstu punktum í tilverunni. Hann og amma heitin keyptu húsið árið 1943 og þar bjuggu þau bæði allt til dauðadags. Húsið þeirra var alla tíð okkar annað heimili og í raun tákngerv- ingur öryggis því heimili þeirra var alltaf fullt af hlýju og þar var alltaf yndislegt að dvelja. Eftir að amma féll frá, bjó afi einsamall í húsinu og hjá honum hélst sama hlýja og áður. Með fráfalli hans kveðjum við ekki aðeins afa í hinsta sinn, því um leið segjum við skilið við þetta annað æskuheimili okkar, þennan fasta tilverupunkt í lífinu sem bæði afi og amma veittu okkur. Afi var af kynslóð sem senn hverfur sjónum okkar. Hann naut ekki nema fjögurra ára náms við Austurbæjarskólann áður en hann hóf störf sem verkamaður, þá að- eins fjórtán ára gamall. Hann var með eindæmum duglegur, hafði alltaf atvinnu og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann var partur af metnaðarfullri kynslóð Íslendinga, sem upplifði sjálfstæði þjóðar, varð vitni gífurlegra breytinga síðast- liðna öld og lagði grunninn af því velmegunarríki sem við lifum við í dag. Líf hans er fyrirmynd okkar, dugnaður hans hvatning, og traust hans og samviska markmið okkar allra. Afi kvaddi alltaf Kristin nafna sinn og sonarson, sem búið hefur erlendis undanfarin ár, með þeim orðum að ef Guð og gæfan leyfðu, þá myndu þeir hittast aftur þegar Kristinn kæmi næst til landsins. Í þetta skiptið leyfðu Guð og gæfan ekki annan fund, en eftir situr fal- leg minning um afa okkar sem við erum afar þakklát fyrir. Að lokum viljum við færa föður okkar Þórði, ásamt frændum okkar Kjartani og Karli, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristinn, Guðfinna, Sigurgeir og Edda Björg. KRISTINN JÓHANNSSON Elsku Huginn minn. Mikið fannst mér sárt og erfitt að heyra að þú værir farinn. Ég er svo glöð yfir tímanum sem ég fékk með þér sum- arið ’94, sem var yndislegt sumar, sól og blíða. Ég heillaðist af þér um leið og ég sá þig, þú varst svo töfrandi og geislandi. Minningar um þetta sumar geymi ég í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuði. Þín Pála. HUGINN SVAN ÞOR- BJÖRNS- SON ✝ Huginn Svan Þorbjörnssonfæddist í Reykjavík 2. júlí 1969. Hann lést 9. mars síðastlið- inn og var útför hans gerð í kyrr- þey frá Hvalsneskirkju 19. mars. Sunnudaginn 25. apríl lögðum við af stað frá Óðinsvéum til Sommersted á Jótlandi til að heimsækja Maddý. Við vorum rétt sest inn hjá henni þeg- ar síminn hringdi og við fengum fréttirnar um að Þóður frændi væri dáinn. Þvílík harma- fregn, á örskotstundu vorum við minnt á hverfulleika lífsins. En á þessari sorgarstundu vorum við sem eigum heima í Danmörku saman og það var okkur mikill styrkur þar sem við vorum svo langt frá ykkur heima. Þórður var alltaf svo góður og í banka minninganna eru aðeins góðar og bjartar myndir af yndislegum dreng. Við komum ekki til þeirra Tótu án þess að fá stórt og gott faðmlag frá Þórði og hann hafði allt- af tíma til að sinna litlum frænd- systkinum sínum. Það er svo gaman þegar strákar á þessum aldri eru svona miklar barnagælur og svona ófeimnir að sýna væntumþykju eins og hann Þórður okkar. Það var líka svo ótrúlega náið samband milli Þórðar og mömmu hans, svo eftir var tekið. Þau voru ekki bara bestu vinir heldur áttu þau líka mörg sam- eiginleg áhugamál og voru mikið saman. Minningarnar eru líka frá góðum stundum eins og á Nesi, en þar undi hann sér einstaklega vel enda mikið náttúrubarn og Þórður var líka ekta Nesmaður eins og við segjum svo oft. Það hvarflaði ekki að okkur þegar við fluttum til Danmerkur í janúar sl. en þá var Þórður okkur afar hjálp- legur við ýmsa snúninga og flutn- inga, að það væru síðustu stundinar sem við ættum saman. Í síðasta ÞÓRÐUR WILLARDSSON ✝ Þórður Willards-son fæddist á Ak- ureyri 27. október 1986. Hann lést á Dalvík 25. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 5. maí. skipti sáum við svo Þórð þegar við komum á Kárastíginn til að kveðja þau mæðgin. Þá fékk maður almenni- lega „klemmu“ og það geymum við í hjarta okkar. Elsku Tóta, Willi, Birna og Daddi, Össur og Halldóra, Calum Bjarmi og Viktor Smári. Ykkar missir er mestur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl þú í friði, elsku frændi. Jónas, Sigrún Harpa, Þorbjörg Arna og Marvin. Góða nótt ungi maður frá landi víkinga, er Guð leiðir þig til himna með útréttri hendi. Hér á jörðu í blóma lífsins, of snemma varstu tekinn frá okkur. Ósjálfrátt leiðum við hugann að því, hví þú varðst að yfirgefa okkur svo ungur. Hver voru þau verk sem Guð ætlaði þér og ekki gátu beðið. Með brostin hjörtu og tárvot augu, horfum við spyrjandi til himins. Guð minn hvers vegna þurfti hann að fara? Upplýstu mig Herra. Hann var góður, gerði engum illt, hvernig getur þú, Herra, skilið okkur eftir svo döpur. Þegar ég grét, fullur sjálfsvorkunnar, sagði almættið við mig: Grát ei lengur, vinur þinn dvelur sæll hjá mér. All my love, big guy. Mal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.