Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 43 Ástkær eiginmaður minn, PÉTUR STEFÁNSSON, Kjarrhólma 30, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 18. maí kl. 10.30. Ólafía Guðrún Ásgeirsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN EINARSSON, Hlíðarhúsum 5, Reykjavík, sem lést mánudaginn 10. maí, verður jarð- sunginn frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudag- inn 18. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Þórdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón R. Ágústsson, Einar Guðjónsson, Helga Guðmundsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gylfi Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur, barnabarn og tengdasonur, VIÐAR BIRGISSON, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 17. maí kl. 13:30. Unnur Jónsdóttir, Birgir Viðarsson, Björt Ólafsdóttir, Axel Viðarsson, Ari Viðarsson, Már Viðarsson, Helga Brynjólfsdóttir, Birgir Lúðvíksson, Lúðvík Birgisson, Ásdís Anna Sverrisdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Brynjar Gauti Sveinsson, Guðríður Birgisdóttir, Steingrímur Gautur Pétursson, Sigríður Erlendsdóttir, Jakobína Þórðardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓHANNESSON, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Laugavegi 85, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 6. maí, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík, njóta þess. Guðbjörg Björnsdóttir, Arndís H. Björnsdóttir, Jóhanna G. Björnsdóttir, Tryggvi Eyvindsson, Hildur Björnsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Magnús Kristmannsson, Arinbjörn Björnsson, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, ÓSK GUÐRÚN GESTSDÓTTIR, Sólvallagötu 46, Keflavík, lést á dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, fimmtudaginn 13. maí. Jarðarförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju (Innri- Njarðvík) föstudaginn 21. maí kl. 14.00. Bjarni Cal Houn Þórðarson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og vinar, NÍELSAR BRIMARS JÓNSSONAR, Fossheiði 16, Selfossi. Hanna Þórey Níelsdóttir, Sveinbjörn Orri Jóhannsson, Steinunn Elsa Níelsdóttir, Arnar Árnason, Jón Viðar Níelsson, Hulda Waage, Inga Hrefna og Hildur Karen, Nína og Orri, Níels Brimar og Arnar Ingi, Magdalena Ingimundardóttir. Nýlega var kvaddur hinstu kveðju sam- starfsmaður minn sem gott er að minnast við ævilok. Báð- ir áttum við samleið hjá Rafmagns- veitunni sálugu í tugi ára. Sigurður var einn þeirra manna sem virtist síungur þótt árin færðust yfir hann. Þess vegna kom andlát hans á óvart þegar fregnin barst mér, því svo stutt var um liðið frá því við áttum tal saman. Rafmagnsveitan átti því láni að fagna að til hennar réðust jafnan frábærir starfsmenn sem unnu fyrirtækinu vel. Sigurð- ur hóf störf í véladeild fyrirtæk- isins sem Þórarinn Pjeturs byggði upp og stjórnaði af miklum dugn- aði, en hún var ein stærsta og um- svifamesta deild fyrirtækisins til fjölda ára. Þessi véladeild annaðist m.a. þungaflutninga í seinni virkjanir við Sogsfossa og tækja- og olíu- SIGURÐUR EGGERT SIGURÐSSON ✝ Sigurður EggertSigurðsson fæddist á Skeggja- stöðum í Mosfells- sveit hinn 27. októ- ber 1924. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 1. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 10. maí. flutninga fyrir vara- stöðina við Elliðaár. Véladeildin, sem Sig- urður starfaði í, flutti línuefni í þessar virkj- anir og spenna í úti- virki fyrir austan og vélbúnað. Þá annaðist véladeildin þunga- flutninga á spennum og tækjabúnaði í spennustöðvar og að- veitustöðvar í bænum þar sem undirritaður starfaði. Við Sigurður áttum þar gott sam- starf. Þá flutti véla- deildin oft fyrir Reykjavíkurborg og fleiri aðila eftir því sem með þurfti, m.a. tæki í Sementsverk- smiðjuna á Akranesi, en á þessum árum voru ekki til nein tæki í land- inu sem gátu flutt verulega þung stykki. Véladeildin réð yfir krana- bílum, dráttarbílum og aftanívögn- um sem báru allt að fimmtíu tonn. Það hefur stundum verið haft á orði að ekki hefði verið mögulegt að flytja allan þennan þunga búnað í virkjanirnar við Sogsfossa án þessara öflugu dráttarbíla og vagna sem segir sitt um mikilvægi þessara tækja fyrir Rafmagnsveit- una. Á þessum árum hafði fyrirtækið komist yfir tvo stóra birgðaskála í Fossvogi sem herinn hafði yfirgef- ið í stríðslok og fékk véladeildin annan þeirra til afnota fyrir starf- semina en spennistöðvardeildin hinn skálann. Þarna var aðstaða til bílaviðgerða og þangað voru bílar, aftanívagnar og bílhræ flutt sem fyrirtækið hafði keypt á Keflavík- urflugvelli og síðar af Sölunefnd varnarliðseigna þegar það fyrir- tæki varð til. Á þessum árum hafði Þórarinn, yfirmaður deildarinnar, afburða- góða viðgerðarmenn og bílasmiði, en sumir menn störfuðu einnig við þungaflutninga milli þess sem þeir sinntu viðhaldi og endurbyggingu bílaflotans. Auk Sigurðar störfuðu í véla- deildinni þeir Sigurður Jóhanns- son, Björn Steindórsson, Ísleifur Ólafsson, Oddgeir Ólafsson, Björn Hjartarson, Jón Sigurjónsson, Kjartan Þórarinsson og Júlíus Þórðarson. Allir þessir menn hafa nú safnast til feðra sinna. Þegar Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar var stofnuð 1964 fluttistöll vélamiðlun fyrirtækja borgarinnar niður í Skúlatún þar sem einnig var rekin viðgerðarþjónusta. Nokkrir starfsmenn Véladeildar RR gerðust þá starfsmenn Véla- miðstöðvarinnar en aðrir fluttust til í starfi innan fyrirtækisins. Sigurður tók við verkstjórn í raflínudeild og starfaði þar til fjölda ára við góðan orðstír. Síðast starfaði hann í Smiðjunni, þar sem málningardeild fyrirtækisins var einnig til húsa, uns starfstíma hans lauk árið 1994. Þessa góða drengs minnumst við vinnufélagar hjá Rafmagnsveit- unni með þakklæti og virðingu, vottum börnum hans og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Guðmundur K. Egilsson. Elsku Helga. Ég verð að senda þér kveðjubréf, svo ég trúi, að þú sért farin frá okkur. Ég trúi ekki enn, að hressa og glaðværa konan komi ekki og bjóði mér í kaffisopa, er ég kem norður næst. Við kynntumst er Ninna dóttir þín fór að búa með syni mín- um, Gumma. Og ég man er við komum á Dalvík fyrst og vorum boðin í kaffi til tengdaforeldra drengsins. Við vorum svolítið kvíð- in, en það hvarf fljótt er þú, kæra Helga, komst svo hlý og brosmild á móti okkur. Var eins og við hefðum þekkt ykkur alla ævi. Og urðum við bestu vinir. Alltaf var gaman að koma við hjá ykkur, hvort sem var heima eða í HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Helga KristínSigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 4. desember 2003 og var útför hennar gerð frá Dalvíkur- kirkju 13. desem- ber. sumarbústöðum, jafn- vel hestakofum uppi á heiði, alltaf var jafn gaman að hittast. Maður á eftir að sakna svona gleðistunda, en gleðst við minningarn- ar frá góðum stund- um. Börnin hafa misst mikið, að missa þig. Þú varst þeim ekki bara móðir, heldur mikill vinur og félagi. Kæra Helga, það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért horfin okkur svona snögglega, þú sem varst svo ung, alltaf hress og glöð. Og hefðir átt að eiga mörg ár eftir enn, en við vitum ekki hvenær kall- ið kemur, og trúlega hefur þér ver- ið falið mikilvægt starf þarna hin- um megin, því trúi ég. Ég kveð þig nú, kæra Helga, og vona, að þér líði vel á nýjum stað. Ég veit að þú fylgist með okkur öll- um. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þér og eiga skemmtilegar minn- ingar. Góður Guð styrki Karl, börnin þín, barnabörn og vini. Kveðja. Guðrún Áka. Langri vegferð þinni er lokið og ég trúi því að sálin, sem bundin var í fjötrum líkamans, sé nú í félagsskap áður látinna ástvina í húsi drottins. Mig langar til að þakka þér að skilnaði fyrir hlýju þína og um- hyggju alla tíð. Ein af mínum dýr- mætustu bernskuminningum snýst um köku, sem þú færðir mér á fjórða afmælisdeginum mínum. Þegar ég stálpaðist voru sterk tengsl milli heimila okkar, þú varst mér kær- leiksrík frænka, sem ég virti mikils. Sem betur fer hélst sambandið alltaf, enda þótt heimsóknir mínar yrðu alltof fáar, eftir því sem ár og áratugir liðu. Að spjalla við þig var hlýtt og gefandi, fortíðin varð lifandi og skemmtileg í frásögn þinni og ekki vafðist fyrir þér heldur að fjalla um atburði líðandi stundar, minnið var trútt og hugsunin skýr. Með innilegu þakklæti kveð ég og fjöl- skylda mín þig og við vottum að- standendum þínum samúð. Hvíl þú í friði. Guðmundur Kristjánsson. DAGNÝ GUÐ- MUNDS- DÓTTIR ✝ Dagný Guðmundsdóttir fædd-ist í Krókseli í Skagahreppi í A-Hún. 24. júlí 1907. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 1. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.