Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 45
njóta lífsins í botn (eins og hún hefði orðað það forðum). Fríða var litríkur þráður í mín- um lífsvef. Á margan hátt. Lífs- gleðina sem hún fékk gnótt af í vöggugjöf og deildi með mér og öðrum samferðamönnum sínum ber þar hæst. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Kristjáns eiginmanns hennar, Sveins Hólmars sonar hennar, Jóns Páls og annarra ástvina. Steinunn Ólafsdóttir. Minningarnar hrannast upp þeg- ar við kveðjum Fríðu, kæra vin- konu og bekkjarsystur. Leiðir okkar lágu fyrst saman í sjö ára bekk Breiðagerðisskóla. Allt frá þeim tíma munum við eftir Fríðu, eða Hófí eins og við köll- uðum hana, kotroskinni, kátri og geislandi af gleði og sjálfstrausti. Fríða var góð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Sérstaklega er okkur þó minnisstæð enskukunn- átta hennar og alvöru ameríski hreimurinn. Fríða var einnig mjög virk í félagslífinu og lagði iðulega fram krafta sína ef eitthvað var að gerast. Leiklistarhæfileikar hennar komu snemma í ljós og lék hún í flestum leikritum Breiðagerðis- skóla á þessum árum. Í Réttó fylgdumst við áfram að og þar liðu árin við uppátæki og prakkara- strik, í þeim efnum lá Fríða ekki á liði sínu. Í kennslustundum átti Fríða auðvelt með að ná kenn- urunum út fyrir efnið og fannst okkur hún þá óskaplega fyndin og skemmtileg. Á síðasta árinu í Réttó stofnuðum við saumaklúbbinn okk- ar. Við hittumst reglulega og átt- um skemmtilegar stundir saman. Þá var oft mikið kjaftað, hlegið og djammað fram á nótt. Svo kom að því að við eign- uðumst börn og buru – Fríða líka. Á meðgöngunni geislaði hún af hamingju og deildi henni með okk- ur. Eftir að Svenni fæddist var öll- um ljóst hversu stolt hún var af fallega drengnum sínum. Síðustu ár höfum við ekki verið eins duglegar að hittast en mikið rætt að úr því þyrfti að bæta. Við vissum þó að Fríða var hamingju- söm enda hafði hún kynnst honum Stjána sínum. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í saumaklúbbinn en minningin um Fríðu lifir í hjörtum okkar. Við vottum syni, eiginmanni og öðrum aðstandendum Fríðu samúð okkar. Hvíl í friði, kæra vinkona. Helga Hanna, Bryndís, Júlíana, Helga Jörgens og Elín Garðarsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 45 EINS og þjóðinni er kunnugt um hef ég undangengna áratugi átt því láni að fagna að hafa getað orðið, af mannúðar- og kærleiksástæðum, mjög sterkur áhrifa- valdur hvatningar, verndar og skilnings í lífi samborgara minna sem hafa í örvæntingu og vanlíðan snúið sér til mín af ýmsum ástæðum hlekkja eða fjötra fortíðar eða nú- tíðar í von um stuðn- ing og skjól í mínu farteski bæna, reynsluþekkingar og dulargáfna. Stundum hefur tekist að opna augu fólks og létta því lífsgönguna og er það vel. En í ákveðnum tilvikum, þar sem kemur að leyndarmálum sem liggja í skjóli friðhelgi heimilanna, eru þraut, pína, misskilningur og skammar- og sektaráþján þess sem ásjár leit- ar vegna óréttlætanlegs athæfis ná- inna svo kvalafull að viðkomandi notar ekki bara mjög undarlegar og annarlegar leiðir til að leita stuðnings heldur getur tæplega, jafnvel eftir ávinninga sér í stað, horfst í augu við að slíkt hafi í raun gerst. Svo rosaleg er annars vegar reiði viðkomandi og hins vegar sú gríðarlega skömm og vandlæting á að hans eigið hold og blóð skuli geta beitt sér gegn einstaklingnum varnarlausum og gert hann að kyn- lífsþræli fyrir ástvini. Hér er ég að tala um sifjaspell. Það vill þannig til, að á und- angengnum tveimur árum hef ég í miðjum afleiðingum vinnuslyss, sem hefur reynst mér þrautinni þyngra, flækst inn í, eins og fyrir tilviljun, þrjú mjög erfið tilvik hrottafenginnar kynferðislegrar misnotkunar barna í heimahúsum af hendi náinna. Í dag eru þessi börn fullorðnir einstaklingar og áratugir liðnir frá atburðum fortíð- arinnar. Um er að ræða þrjá stór- vel gefna og athafnasama ein- staklinga og viljasterka, sem virðast í fljótu bragði færir í flest- an sjó. Einn þessara þriggja stend- ur þó upp úr vegna afburðavits, sérgáfna og alls sem prýða má þann sem er meira virði en við hin- ir vegna mannkosta og framskar- andi upplags. Allir eiga það sam- eiginlegt að hafa náð umtalsverðum starfsárangri og vera sérlega vel settir í samfélaginu bæði hvað varðar virðingu, áhuga annarra á þeim og ekki síst vegna augljósra mannkosta. En hvers virði er slík mannleg höll þegar grunnurinn er veiklaðri en ekkert vegna stórfelldra glæpa sem framdir voru á viðkomandi fórnarlömbum áratugum áður, í skjóli ástar og trausts þeirra á for- eldrum sem síðan reyndust þeirra hættulegustu óvinir, hreinir saka- menn, níðingar og nauðgarar? Ást og traust nýtt til svika Þar sem ég hef eins og fyrir til- viljun eða fyrir ásetning æðri mátt- arvalda gerst áhrifavaldur í lífi þessara fórnarlamba og málin hafa verið misflókin og erfið til úrlausn- ar og léttis fyrir fórnarlömb tel ég það siðferðilega skyldu mína, ekki síst sem aðila sem aldrei hefur orð- ið fórnarlamb viðlíka viðbjóðs og sem móðir og amma væntanlegra barna sem munu þurfa að geta treyst fullorðnum, ekki síst for- eldrum, að upplýsa þjóðina um hvað mikill stórglæpur er samfara þeim níðingshætti sem liggur í hvers kyns nauðgunum, þar sem gerandi er ekki látinn taka afleið- ingum gerða sinna, heldur getur ótruflaður í skjóli friðhelgi heimilis- ins, haldið áfram að valda sínu eig- in holdi og blóði slíkri kvöl og þján- ingu sem slíkt athæfi felur í sér sem framið er af grimmd, sam- viskuleysi og hrottaskap þess sem barnið elskar, treystir og dáir um- fram aðra. Það segir sig sjálft að viðlíka stórglæpir eru miklu flókn- ari og varhugaverðari og leyndari en afleið- ingar þeirra ófyrirgef- anlegu nauðgana sem fara fram á öðrum vettvangi og eru þjóð- inni ljósari og rétt- arkerfið tekur á. Uppeldishlutverk foreldris hlýtur að liggja að stórum hluta í skynsamlegri og rétt- látri forræðishyggju sem vegvísi að framtíð sem hlýtur að fela í sér þjálfun til sam- skipta við hvort kynið sem er, sem eru heilbrigð og sönn og kær- leiksrík. Heilbrigt samband for- eldris og barns á ekki að liggja í svikum, vanhelgun, lygum, óheið- arleika, feluleikjum og leynd- armálum sem innifela í eðli sínu skjól fyrir ódæðisverk, framin á barni af foreldri. Heilbrigt sam- band á heldur ekki að liggja í því að búa um í sálarlífi barns sjálfs- útskúfun, stórfelldan ótta og kyn- ferðislegan undirlægjuhátt og óeðli- lega þræls- og þjónustulund. Það sem ég á við er að þau óeðlilegu og óheilbrigðu samskipti sem barn lærir sem bundið er í viðjum sifja- spella eiga það til að færast yfir á önnur sambönd seinna meir í lífi fórnarlambsins. Við eigum ekki, eins og gerist í tilvikum sifjaspella, að þjálfa upp viljalausar und- irlægjur í höndum allra þeirra óprúttnu einstaklinga sem barnið getur hitt síðar á lífsleiðinni, sem geta viljað endurtaka leik fortíðar af því að fórnarlambið er nið- urbrotið vegna fortíðarreynslu sinnar og ber ekki hönd fyrir höfuð sér. Á fyrstu stigum fullorðinsára eru fórnarlömb sifjaspella sér- staklega berskjölduð fyrir deyfandi áhrifum vímuefna, sem tímabundið geta breitt yfir þá óbærilegu sorg og þjáningu sem nagar þau að ósekju, þar sem þau ekki bara út- skúfa sjálfum sér vegna synda ann- arra og glæpa heldur líka vegna þess að þau finna og verða þess áskynja að notagildisviðhorf ann- arra virðist vera altækt undir viss- um kringumstæðum og því heldur kynlífsþrælkunin oft áfram í gegn- um aðra. Einstaklinga sem eru óprúttnir og velja frekar að mis- nota varnarlausa en að styðja þá til sjálfshjálpar og aukinnar sjálfsvirð- ingar. Við sem köllum okkur krist- in vitum að við misnotum ekki náungann heldur reynum að hjálpa honum eftir bestu getu. Öll börn elska foreldra sína. Líka þau sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima fyrir. Samband for- eldris og barns er byggt á algjöru trúnaðartrausti og kærleika sem gerir það að verkum að sjúkir for- eldrar geta auðveldlega nýtt sér sakleysi barnsins til þess að fremja ólýsanlega glæpi sem aldrei verða teknir aftur. Þegar barn er misnot- að kynferðislega eru afleiðingarnar skelfilegar. En þegar níðingurinn er foreldri barnsins eru þær ólýs- anlega skelfilegar. Stærra trún- aðarbrot og meiri svik er ekki hægt að ímynda sér og afleiðing- arnar eru margflóknari en margur getur, jafnvel með skáldaleyfi, skil- ið. Það er ekki nóg með að barn sé látið taka þátt í algjörlega óviðeig- andi kynferðislegu athæfi, heldur er barnið í flestum tilvikum látið standa í þeirri trú að það sé á ein- hvern hátt sjálft ábyrgt fyrir því sem gerst hefur. Ólíkt því athæfi sem á sér stað þegar ókunnugir kippa varnarlausum börnum upp í bíla og nauðga þeim og myrða með ofsafengunum hætti fer kynferð- islegt ofbeldi í heimahúsum sjaldan fram með offorsi eða barsmíðum. Mun algengara er að gerandinn hafi hvort eð er sem foreldri það mikil sálfræðileg tök á barni sínu að auðvelt sé að tala það til og tæla til athæfis sem það hefur ekki skilning á að er óviðeigandi og rangt. Þegar barnið smám saman eldist og skilningur þess á sjúk- leika þess sem hefur gerst hellist yfir það fyllist það yfirþyrmandi sektarkennd yfir því að hafa ekki mótmælt eða stöðvað athæfið, krafa sem í raun er ómannúðleg og engan veginn hægt að leggja á sak- laust barn sem treystir foreldri sínu fullkomlega án nokkurra efa- semda. Því eru afleiðingar sifja- spella margflókið sálfræðilegt fyr- irbæri sektarkenndar, skammar, viðbjóðs, sjálfsafneitunar og sjálfs- ásakana. Niðurstaðan er að fórn- arlambið er algjörlega vanmáttugt og getur engar bjargir veitt sér við aðstæður sem framkalla vegna viljaleysis afturhvarf til tilfinninga- legrar og sálrænnar reynslu þeirr- ar valdníðslu sem sifjaspellin þjálf- uðu þau í. Þau eru því tilvalin fórnarlömb hvers kyns níðings- háttar þeirra sem af samviskuleysi og forherðingu í skjóli valds, afl- smuna eða fagurgala níðast á við- komandi fórnarlambi bjargarlausu. Liggur líkn og lausn hjá okkur? Hvernig getum við verndað börnin okkar fyrir vanhelgun og vanvirð- ingu sifjaspella? Við getum ekki sæst á það að í friðhelgi heimilanna þrífist stórskaðlegir verknaðir framdir af glæpamönnum og að landslög verndi slíka hegðun með því að rjúfa ekki friðhelgina þannig að refsa megi slíkum gerendum án þess að ætlast til að barnið beri persónulega ábyrgð á þeim fram- kvæmdum. Það sem mér dettur í hug til ráða er að það séu sett landslög til verndar börnum sem liggja í því að þau séu uppfrædd í leikskólum og barnaskóla um góða snertingu og slæma snertingu. Jafnvel væri hægt að koma á fót innan menntakerfisins eins konar samskiptakennslu fyrir börn, þar sem farið væri yfir helstu þætti heilbrigðra samskipta við aðra. Leggja þyrfti áherslu á að við eig- um að vera góð hvert við annað og alltaf að virða skoðanir og vilja hvert annars. Hluta þessarar kennslu yrði þá beint sérstaklega að óviðeigandi samskiptum og hægt væri að kenna börnum hvaða hluta líkama þeirra sé óviðeigandi að leyfa öðrum að snerta og öfugt. En fyrst og fremst yrði að leggja áherslu á að hvetja börn til þess að segja einhverjum fullorðnum frá því ef þau grunar að eitthvað sé ekki með felldu í samskiptum þeirra við aðra, hvort sem það eru skólafélagar, ókunnugir, kunningjar eða foreldrar. Ef ekki er á þau hlustað á fyrsta stað sem leitað er til þarf að kenna þeim að gefast ekki upp heldur leita til einhvers annars. Fólk sem vinnur með börn- um, eins og kennarar, þarf auk kennslufræðinnar að læra að taka eftir hegðun barna þannig að hægt sé að greina þau börn úr sem sýna einkenni þess að eitthvað sé stór- lega að heima fyrir sem mögulega mætti tengja misnotkun eða viðlíka valdníðslu. Ef grunur lægi fyrir um að eitthvað væri að væri fyrsta skref að kalla foreldra á fund vegna þessa og meta viðbrögð þeirra út frá þeim fundi. Þá mætti spyrja foreldra hvort þeir hefðu orðið varir við breytingar á hegðun barnsins heima fyrir og færi allt slíkt fram án ásakana. Í kjölfarið yrði útskýrt fyrir foreldrum að ástæða þætti til að rannsaka mál barnsins nánar þar sem alla hegð- un sem benti til kynferðismisnotk- unar bæri að skoða nánar og kom- ast að rót vandans hvar sem svo hún gæti legið. Það þarf að útskýra fyrir fólki að óeðlileg kynferð- ishegðun barna (umfram eðlilega forvitni og læknisleiki) sé ekki meðfætt eða eðlilegt athæfi heldur lært fyrirbæri og því verði að beita öllum ráðum til að finna „kenn- arann“. Ef í ljós kemur að barnið hefir lært slíkt af öðru barni, þá væri eðlilegast að rannsaka hagi þess barns örlítið nánar og fá for- ráðamenn þess til liðs við þá rann- sókn til að finna út hvar upphaf slíkrar þjálfunar liggur. Í allri baráttu gegn kynferðis- misnotkun barna af hendi foreldra, má segja að um sé að ræða Davíðs- og Golíatsbardaga, þar sem hlutur Davíðs virðist heldur vondapur og vart líklegur til sigurs sem þó reyndist verða eins og þeir vita sem þekkja Biblíuna. Þessi mál eru vandmeðfarin og viðkvæm og hjúp- uð leyndardómshulu sem gerir það að verkum að erfitt er að ráða bót á þeim. En við verðum að berjast gegn þessu, ekki síst sökum þess að um er að ræða óbærilegt víti fyrir fórnarlambið vegna þess djúpa ástar- og trúnaðarbrots sem það verður fyrir. Dæmin sýna því miður að fullorðnir einstaklingar sem eiga þennan sársaukafulla bak- grunn taka ekki bara út óbærilegar þjáningar meðan framferðið á sér stað heldur jafnvel áratugum sam- an eftir að því lýkur, sem liggja ekki síst í sektar- og skamm- arkennd sem náttúrulega er alröng því fórnarlamb verður aldrei ábyrgt fyrir syndum gerandans þótt það sé neytt til þátttöku í slíku athæfi. Ég sem foreldri og kristinn ein- staklingur neita að trúa því að börnin okkar, sem Faðirinn gefur okkur til að hlúa að og hvetja á kærleiksríkan og jákvæðan hátt, séu skikkuð, í framhjáhlaupi alls sem er heilbrigt og kærleikshvetj- andi, inn í þann hremmingarheim mannfyrirlitningar þar sem réttur friðhelginnar er svo mikils virtur að jafnvel nauðgun foreldris fær líf og þróast sem sannleikur í sálarlífi þess barns sem fyrir slíkri sorg og þjáningu verður. Hinir verða að vera tiltækir í lífi ekki bara sinna barna heldur annarra líka, gruni þá að eitthvað í lífi viðkomandi sé hon- um ofraun og falli undir einhvers konar valdníðslu eða vanhelgun sem við getum ekki varist sem börn vegna umkomu- og þekking- arleysis okkar á eðli ódæðanna. Allra síst ef versti óvinur okkar og sá hættulegasti reynist vera þeir sem við elskum og treystum best, þ.e. foreldrar okkar eða þeir sem ganga okkur í foreldrastað. Nauðganir í skjóli friðhelgi heimilanna Eftir Jónu Rúnu Kvaran ’Hvernig getum viðverndað börnin okkar fyrir vanhelgun og van- virðingu sifjaspella?‘ Jóna Rúna Kvaran Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. SKOÐUN Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 báðum, Línu og Lóló. Tyllti ég mér niður á stól í eldhúsinu á meðan Lína hellti upp á könnuna. Aldrei skorti okkur umræðuefni. Afla- brögð voru rædd og fiskvinnsla sjónvarpsefni og bækur, enda las Lína mikið. Þarna var allt svo tandurhreint hvenær sem komið var. Eins og það hefði verið málað í gær. Enda hvorki drukkið né reykt í því húsi. Umræðunum var oft haldið áfram þegar hún fylgdi mér til dyra og ef veðrið var gott, út á grasi gróinn blettinn. Þar var nóg af grasi. Hún sýndi mér orfið sitt sem hún notaði við að slá blettinn. Hún sýndi mér kartöflugarðinn og naglana, þar sem hún hengdi upp þann fisk sem hún lét síga. Þarna við litla húsið er ekki amalegt að standa í kvöldsólinni á vorin og virða fyrir sér útsýnið. Skammt undan gnæfir Garðskagaviti og stutt fyrir sunnan stendur Útskála- kirkja, á sínu fallega kirkjustæði. Ekki er langt í Garðsjóinn sem alltaf var fullur af fiski á uppvaxt- arárum Línu, og kannski er eitt- hvað af fiski í honum enn. Skip af öllum stærðum og gerðum sigla með ströndinni. Akrafjall, Skarðs- heiði og Esja blasa við hinu megin við Faxaflóann. Í norðvestri glitrar Snæfellsjökull í allri sinni dýrð. Í þessu umhverfi undi Lína sér vel. Við kveðjum þessa sómakonu með þakklæti. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Elísabet og Sigurgeir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.