Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 49
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 49
„á einhvern hátt“. Hann hefur
staðið við þetta og boðar meira af
slíku nú. Erfitt er að koma við
andmælum þegar slíkri aðferð er
beitt. Læknum deildarinnar hefur
hins vegar þótt með ólíkindum
málflutningur í nokkrum fjöl-
miðlum um þetta mál. Út yfir tók
þegar Dagblaðið birti nýverið um-
fjöllun sem var byggð á frásögn
Helga af atburðunum. Þar voru
ósannindi viðhöfð, m.a. um nýlega
fæðingu annars sonar þeirra
hjóna. Þau ósannindi voru ekki
leiðrétt af hans hálfu. Þess vegna,
meðal annars, vildu læknar deild-
arinnar lýsa stuðningi við sam-
starfsmann sem unnið hefur gott
starf á kvennadeild Landspítalans
í yfir tvo áratugi og greina alþjóð
frá því að starfið þar við umönnun
þungaðra og fæðandi kvenna
gengur vel, þótt aldrei sé hægt að
koma með öllu í veg fyrir að
óhöpp eða slys verði. Helgi mis-
túlkar og reynir að tortryggja
þetta. Læknar deildarinnar vilja
að málið sé rannsakað með eðli-
legum og hlutlausum hætti en
andmæla málflutningi eins og
þeim sem hann velur að viðhafa.
Öllum ætti að vera gleðiefni að
á einum áratug hefur tekist að
fækka dauðsföllum barna í með-
göngu og fæðingu um helming,
niður í hlutfall sem margir erlend-
ir kunnáttumenn töldu ekki hægt
að ná.
Ég og samstarfsfólk mitt höfum
fullan skilning á og samkennd með
harmi Helga Hermannssonar og
fjölskyldu hans vegna barnsmissis
þeirra í nóvember 2002. Enginn
ætti að þurfa að efast um að svona
atburðir ganga nærri okkur líka
og að við förum vandlega yfir mál-
ið með tilliti til að gera þær ráð-
stafanir sem þarf til að lágmarka
hættu á að svona slys eða önnur
ámóta endurtaki sig, eins og
læknalög kveða á um. Við efumst
heldur ekki um að það er vilji
Helga Hermannssonar. En til að
koma þeirri skoðun sinni á fram-
færi meðan beðið er niðurstöðu
ríkissaksóknara er of langt gengið
að varpa fram ósannindum og
órökstuddum fullyrðingum, eins
og sjá má í skrifum hans og í ein-
hliða umfjöllun í fjölmiðli sem
varð tilefni yfirlýsingar frá öllum
læknum deildarinnar.
Höfundur er prófessor og yfirlæknir
á kvennadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Kvenfatnaður
í úrvali
í stærðum 34-56
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HRAUNTEIGUR
Fimm herbergja 125 fm neðri sérhæð í reisu-
legu húsi við Hraunteig í Reykjavík, auk 41 fm
bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, þrjú
herbergi, baðherbergi, eldhús og tvær sam-
liggjandi góðar stofur. Í kjallara er sameigin-
legt þvottahús með einni annarri íbúð og sér-
geymslu. V. 18,9 m. 4163
JÖKLAFOLD
Gott 175 fm pallaraðhús við Jöklafold í Graf-
arvogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús,
stofu, fjögur herbergi, tvö baðherbergi, sjón-
varpshol og þvottahús/búr. Fullbúinn bílskúr.
Tvær timburverandir. Húsið er ekki alveg full-
búið. V. 22,5 m. 4180
HEIÐARHJALLI - EINSTAKT ÚTSÝNI
Glæsileg 124,7 fm neðri hæð á þessum eftir-
sótta stað ásamt 41,1 fm innbyggðum bíl-
skúr. Hæðin skiptist í forstofu, hol, stofu,
borðstofu, sjónvarpshol, þrjú herbergi, eld-
hús, þvottahús og baðherbergi. Íbúðin er öll í
sérflokki og með sérsmíðuðum kirsuberjainn-
réttingu frá Brúnási, merbau parketi og flís-
um. Íbúðinni fylgja tvennar flísalagðar svalir,
samtals um 50 fm. Verðtilb. 3878
HÆÐARGARÐUR - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ M. BÍLSKÚR
Vorum að fá í einksölu 4ra 109 fm endaíbúð
á 3. hæð auk 33 fm bílskúrs. Íbúðin skiptist í
2 rúmgóð herb., stóra stofu, sjónvarpstofu,
rúmgott eldhús og bað. Út af stofu eru stórar
suðursalir. Fallegt útsýni. Vönduð og snyrtileg
sameign er í húsinu. Reykjavíkurborg rekur
þjónustumiðstöð við hlið hússins. V. 25,9 m.
4158
BREKKUBÆR - ENDARAÐHÚS
Fallegt og vel skipulagt raðhús á mjög eftirsóttum stað syðst í Brekkubæ niður við Fylkis-
völl. Alls 242,5 fm með bílskúr sem stendur sér í lengju. Á miðhæð er forstofa, hol, snyrt-
ing, eldhús, borðstofa og stofa. Á efri hæðinni eru 4 svefnherb. (eru þrjú í dag), hol og
baðherb. Í kjallara er sjónvarpsherbergi, gufubað, þvottahús og geymsla. Mikil lofthæð í
stofu. Útg. úr stofu á skjólgóða timburverönd. V. 28 m. 4170
OPIÐ HÚS - FUNALIND 5 - ÍB. 04.01
Glæsileg og rúmgóð 3ja herb. 95 fm íbúð á 4. hæð í fallegu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í
hol, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi auk sér þvottahúss innaf eldhúsi. Parket
og flísar á gólfum. Aukin lofthæð er í íbúðinni sem gerir hana mjög bjarta og skemmtilega.
ÍBÚÐIN ER TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 17-18. V. 15,6 m. 4078
Glæsileg 147,6 fm sérhæð ( nánast einbýli) í fallegu og velstaðsettu tvíbýlishúsi ásamt tvö-
földum 55 fm bílskúr. Heildarstærð 202,9 fm Um er að ræða alla efri hæð ( götuðhæð)
hússins ásamt sér garði og bílastæðum, hin íbúðin í húsinu er neðri hæð hússins norðan-
megin og algjörlega aðskilin þessari íbúð. Hæðin skiptist þannig: Forstofa, stofa, borð-
stofa, stofu með arinn, eldhús, þrjú svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi,
þvottahús. Innbyggður tvöfaldur bílskúr. Vandaðar innréttingar, arinn í stofu, parket og flís-
ar á gólfum. V. 27,9 m. 4168
ÁLFATÚN - NEÐST Í FOSSVOGSDALNUM
Fallegt og vel viðhaldið ca 90 fm einbýli
ásamt 37,5 fm bílskúr, samt. 124 fm, á góð-
um stað í miðbænum. Húsið skiptist í and-
dyri, baðherbergi, hol, eldhús, þvottahús,
stofur og borðstofu. Á efri hæð eru tvö
svefnherbergi og hol. Húsið er tölvert endur-
nýjað. Góðar suðursvalir. Húsið er laust fljót-
lega. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG
(SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-17. Lækkað
verð. V. 16,9 m. 4129
OPIÐ HÚS - NJÁLSGATA 18 - RVÍK - EINBÝLI
VÖRÐUBERG - HF. - RAÐH.
Nýkomið í einkasölu mjög gott 141,2
fm raðhús á tveimur hæðum með
innb. 26,9 fm bílskúr, samtals um 168
fm, vel staðsett á barnvænum stað í
Setbergslandi í Hafnarfirði. Eignin
skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu,
þvottahús, stofu, borðstofu, eldhús og
bílskúr. Á efri hæð eru 4 góð herbergi,
baðherb. ásamt sjónvarpsholi. Falleg-
ar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 22,5 millj.
NORÐURVANGUR - HF. - EINB.
Nýkomið í einkasölu snyrtilegt 140
fermetra einbýli ásamt 55,8 fm bíl-
skúr, samtals um 195,8 fm, vel stað-
sett á frábærum stað innst í botn-
langa við hraunjaðarinn í norðurbæ
Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í for-
stofu, gestasnyrtingu, forstofuher-
bergi, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, gang, tvö barnaherbergi,
hjónaherbergi, baðherbergi og góðan bílskúr. Gólfefni eru parket og flísar.
Útsýni. Frábær staðsetning. Verð 26,5 millj.
BREIÐVANGUR - HF. - MEÐ BÍLSKÚR
Nýkomin í einkas. á þessum barn-
væna stað mjög góð 4ra herb. íbúð
með bílskúr, samtals um 116 fm, á
þriðju hæð í góðu fjölb. S-svalir.
Þvottah. í íbúð. 3 svefnherb. Mjög
góður bílskúr. Verð 13,6 millj.
Burknavellir 9 - Hf. - Einbýli
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Stórglæsilegt einlyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals 201 fm. Staðsetning er
frábær, við hraunjaðarinn, óbyggt svæði í suður. Húsið afhendist fljótlega fullbúið að
utan, steinað með sedrusviði. Að innan tilbúið undir málningu með hitalögn í gólfi,
steypt loftplata (sjónsteypa). Glæsilegar teikningar á skrifstofu. Arkitekt Gunnar Páll
Kristinsson.
Gunnar tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag.
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
Um er að ræða glæsilega 52,5 fm íbúð á frábærum stað. Íbúðin er á 1. hæð í fallegu
3ja íbúða húsi á besta stað á Skólavörðuholtinu. Íbúðin er mjög vel skipulögð og allir
fermetrar nýttir til fulls. Stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými. Í stofu og borðstofu
eru góðir gluggar sem gera stofurnar bjartar. Fallegt ljóst parket á gólfum. Eldhús er
stórt með góðri eldhúsinnréttingu og mjög gott rými fyrir eldhúskrók. Baðherbergi er
flísalagt hólf í gólf, góður sturtuklefi. Íbúðin er nýlega tekin í gegn á afar smekklegan
hátt. Verð 11,5 millj.
Anna Margrét tekur vel á móti
væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15.00-17.00.
Kárastígur 9 - 101 Reykjavík
Opið hús í dag frá kl. 15.00-17.00