Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 50

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 50
SKOÐUN 50 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hlutverk og sérstaða fjölmiðla Sagt er að James Madison, einn af höfundum bandarísku stjórn- arskrárinnar, hafi ekki áttað sig á hvað tján- ingarfrelsisákvæðið, sem hann sjálfur samdi, var mikilvægt fyrr en áratug síðar, þegar hann beitti sér gegn lögum sem John Adams forseti beindi gegn blaðaútgáfu Jeffersons á síðustu valdadögum sínum. Þá sá hann þýðingu þess að geta beitt þessu stjórnarskrárákvæði sem vopni gegn ein- ræðistilburðum minnihlutans. Frá þeim tíma hafa ótal dómar verið kveðnir upp í bandarískum hæsta- rétti til staðfestingar á mikilvægi fjórða valdsins – fjölmiðlanna. Nið- urstaðan í hnotskurn er með orðum dómarans Blacks að lög til verndar fjölmiðlum hafi verið sett til að af- nema ritskoðun stjórnvalda svo að pressan væri þaðan í frá frjáls til að ritskoða stjórnvöld. Í túlkun á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi hefur hæstiréttur Bandaríkjanna líkt hlutverki press- unnar við trúnaðarskyldu við al- menning. Fjölmiðlar höndla með lýðræðið með mótun almennings- álits sem síðan ræður úrslitum um hverjir eru við völd í þjóðfélaginu. Samkvæmt orðum bandarísks hæstaréttardómara eru fjölmiðlar einu fyrirtækin sem njóta stjórn- skipulegrar verndar með beinum hætti. Pressan er „varðhundur al- mennings“ segir Mannréttinda- dómstóll Evrópu – hún gegnir lyk- ilhlutverki í samfélaginu. Meiri kröfur eru gerðar til fjölmiðla sem fyrirtækja heldur en annarra fyr- irtækja á markaði og blaðamenn mega ekki, ólíkt öðru fólki, þegja yfir mikilvægum málum. Þeim ber skylda til að segja frá þeim. Af þeim sökum eiga þeir, að mati dóm- stólsins, að njóta verndar í að þurfa ekki að ljóstra upp um heimild- armenn sína og það má ekki beita þá of þungum viðurlögum þótt þeir fari yfir strikið því þá er hætta á því að pressan fari að ritskoða sjálfa sig af ótta við afleiðingarnar. Tjáning- arfrelsisákvæði – hin nú fræga 10. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem er lögfest á Íslandi, vernd- ar ekki síst pólitíska tjáningu. Fyrir aðeins nokkrum vikum kom yfirlýs- ing frá ráðherranefnd Evrópuráðs- ins um mikilvægi þess að blaða- menn gætu verið óhræddir í gagnrýni sinni á valdhafa. Þessar áherslur á mikilvægi póli- tískrar umræðu eru staðfesting á rétti fólks í lýðræðisríkjum að fá upplýsingar og hugmyndir um alla þætti sem varða almannahagsmuni. Þennan sjálfstæða rétt annarra staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu í tímamótadómsmáli Sunday Times gegn Bretlandi árið 1979. Á þessum tíma kvað dóma- framkvæmdin upp úr með það að 10. greinin verndaði ekki við- skiptalega hagsmuni fjölmiðla. Það átti eftir að breytast. Með nýfrjálshyggjustraumum 9. áratugar komu einkareknar sjón- varpsstöðvar til sögunnar. Við- skiptasjónarmið áttu auðveldar upp á pallborðið og Mannréttinda- dómstóllinn viðurkenndi mikilvægi þeirra í rekstrarumhverfi fjölmiðla. En leyfisveitingar til útvarps áttu samt ekki aðeins að taka mið af tæknilegum þáttum eins og tak- mörkuðum tíðnisviðum heldur einn- ig á mati á samfélagslegum sjón- armiðum. Samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði óx – dagblöð áttu erfiðara uppdráttar. Samningar um samræmingu á sjónvarpi yfir landa- mæri urðu til bæði á vettvangi Evr- ópusambands sem Evrópuráðs. Fyrrnefndi samningurinn tekur til innri markaðar Evrópusambandsins og þjónar þar af leiðandi fremur viðskiptalegum hagsmunum en því markmiði að standa vörð um pólitísk og borgaraleg réttindi, eins og tjáningarfrelsi. Samþjöppun á markaði leiddi þó til þess að þeim röddum óx ás- megin á vettvangi Evr- ópusambandsins, sem vildu stemma stigu við þeirri þróun. Tilraun til samræmingar á lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum beið ósigur um miðbik tíunda ára- tugarins í baráttunni við öfluga viðskiptajöfra álfunnar sem beittu pólitískum þrýstingi. Síðan þá hefur þróunin orðið í átt til slökunar á reglum um eignarhald. Virtir fræðimenn fullyrða að Tony Blair hefði aldrei unnið kosning- arnar í Bretlandi 1996 ef Murdoch hefði ekki heitið honum stuðningi The Sun gegn því að ekki yrðu sett- ar reglur um eignarhald fjömiðla. Tíunda greinin og áhrif hennar Á grundvelli dómaframkvæmdar Mannréttindadómstólsins á 10. greininni hafa stofnanir Evr- ópuráðsins smátt og smátt komið sér upp stefnu um fjölmiðla, sem á að vera grundvöllur frekari laga- setningar í aðildarríkjum. Kjarni þeirrar stefnu er að tryggja það að fjölræði ríki á fjölmiðlamarkaði, sem á að skila almenningi flóru af fjölbreyttum skoðunum og hug- myndum en ekki síst upplýsingum af öllum þeim málum sem hann varða. Af þessum sökum hafa blaða- menn farið með mál sín til dóm- stólsins þegar þeir hafa verið sak- felldir heima fyrir óvægna umfjöllum um stjórnmálamenn, saksóknara, dómara eða við- skiptajöfra og fyrir að hafa ögrað fólki með því efni sem þeir miðla. Dómaframkvæmdin er því miður ekki eins og vel ritað skáldverk í nokkrum bindum með stígandi, söguþræði og markvissum endalok- um. Frekar má segja að hún sé á köflum misvísandi og er það ekki einsdæmi. Hæstiréttur Bandaríkj- anna, en dómaframkvæmd hans á sviði tjáningarfrelsis, sem oft er fyrirmynd annarra dómstóla, hefur með sama hætti verið lýst sem geð- klofa af þekktum lögspekingum í ljósi þess að dómstóllinn tíundar oft í rökstuðningi þá ógn sem lýðræð- inu stafar af samþjöppun eign- arhalds og hvernig risar á fjölmiðla- markaði móta almenningsálitið á grundvelli sérhagsmuna en kemst síðan að þeirri niðurstöðu að ekki megi hrófla við ritstjórnarlegu sjálf- stæði fjölmiðla. Nýlega rökstuddi Mannréttinda- dómstóll Evrópu ákvörðun sína um að það væri ekki brot á tjáning- arfrelsisákvæðinu að láta eign- arréttinn sæta forgangi – en oft er þá gripið til þeirra röksemda að aðrar leiðir séu færar til að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri en þær að setja skorður á vald fjöl- miðla, sem vilja útiloka andóf. Dóm- stóllinn bendir síðan á að ef sú staða kæmi upp að ein fyrirtækja- samstæða yrði ráðandi og sam- félagið væri orðið „eins-fyrirtækis- bær“ þá væri raunveruleg ástæða til að grípa í taumana. Engu að síð- ur hefur dómstóllinn staðfest það sjónarmið, sem er ríkjandi á vett- vangi Evrópuráðsins, að stjórnvöld séu endanlega ábyrg fyrir því að fjölræði ríki á markaði. Í framhaldi hafa aðrar stofnanir á vettvangi Evrópuráðsins sent frá sér álykt- anir og tilmæli um að aðildarríki tryggi sjálfstæði og gegnsæi eft- irlitsstofnana með útvarps- og sjón- varpsrekstri, gegnsæi í eignarhaldi, sjálfstæði ríkisútvarps, sjálfstæði ritstjórna, vernd heimildarmanna en alltaf með vísan í sjálfs-stjórn fjölmiðlanna, þar sem þeir reiði sig á innri siðareglur – sem eru ef til vill álíka sterkt haldreipi gagnvart utanaðkomandi þrýstingi og boð- orðin tíu undir öðrum kring- umstæðum. Íhlutun: Aðgerðir eða aðgerðaleysi Allt frá því að Milton barðist fyrir prentfrelsi á 17. öld og Mill gegn skoðanakúgun á 19. öldinni hefur verið tekist á um þetta grundvall- arfrelsi. En frelsið er ekki bara sjálfræði til að gera hvað sem er. Ýmsir segja að tjáningarfrelsið sé ekki síst réttur auðmanna til að beita fjármagni sínu til að móta samfélagið eftir sínu höfði, hvort sem er í gegnum fjölmiðla eða stjórnmálaflokka. Mega viðskiptaöfl hafa löggjafarsamkunduna á laun- um og ráða eingöngu blaðamenn til starfa sem eru hlýðnir og kafa ekki ofan í óþægilega hluti? Ef sterkrík fyrirtæki hafa það í hendi sér hverj- ir verði ráðherrar og hverjir myndi ríkisstjórn missa þau rök marks að kosningar eigi að endurspegla vilja almennings mótaðan með frjálsum skoðanaskiptum (sbr. 3 gr. 1. við- auka Mannréttindasáttmálans). Er það liður af tjáningarfrelsinu að auðmagnið dæli fé til stjórnmála- manna og skuldbindi þá til að standa vörð um hagsmuni stórfyr- irtækja, þegar tekist er á um grundvallarhluti á þinginu? Stjórn- arskráin segir að þingmenn eigi að vera bundnir samvisku sinni. Er það tilviljun, spyr einn fremsti lög- spekingur samtímans, Ronald Dworkin, lagaprófessor við New York-háskóla að á tímum Thatch- erstjórnarinnar í Bretlandi var slegið met í því að ákæra fólk með öðruvísi skoðanir? Í einni frægustu ræðu sem flutt hefur verið til varnar tjáning- arfrelsinu, árið 1644, talaði John Milton um nauðsyn þess að leyfa kennisetningum úr ólíkum vind- áttum að blása frjálst um jörðina. Í okkar skilningi þýðir það að á sviði þjóðfélagsmála eigi einstaklingar að geta hafið upp raust sína og tekist á um ólíka hugmyndafræði. Skoð- anaskipti snúa ekki aðeins að mis- munandi smekk á yfirborðslegum hlutum – ekki fjölbreytni í vöruúr- vali á markaði heldur að svigrúmi fyrir andóf. Hugrekki er kjarni frelsisins sagði hæstaréttardóm- arinn Louis Brandeis í máli sósíal- istans Anitu Whitney fyrir hæsta- rétti Bandaríkjanna árið 1927. Skuggi ótta og undirlægju getur aldrei verið það andrúm sem tján- ingarfrelsið þrífst í, sagði annar bandarískur hæstaréttardómari 1964. Tíundu grein Mannréttinda- sáttmálans hefur dómstóllinn í Strasbourg lýst sem réttinum til að ögra ríkjandi gildismati. Það eiga ekki allir að beygja sig undir það að sá ríkasti eða valdamesti hafi alltaf rétt fyrir sér og framtíðin velti á því að taka afstöðu með ólíkum fyr- irtækjum eða flokkum. John Stuart Mill varaði við slíkri skoðanakúgun þar sem viðhorf meirihlutans kúgi einstaklinga. Í einu mikilvægasta tjáning- arfrelsismáli 20. aldarinnar – máli lögreglustjórans Sullivan gegn New York Times var það hin „óhefta, kraftmikla og galopna umræða á opinberum vettvangi“, sem hæsti- réttur Bandaríkjanna taldi þörf á að vernda en ekki sú umræða sem verður til á vettvangi markaðs- væddra skoðana. Ef einstaklingar vilja selja sig í ánauð er það ekki frelsi þeirra, segir þekktur lagapró- fessor við Yale, Owen Fiss. Það er langt síðan sérfræðingar á sviði stjórnskipunarréttar fóru að setja spurningarmerki við það að stórfyr- irtæki mættu móta almennings- álitið, eins og segir í áliti hæsta- réttar Bandaríkjanna í frægu dómsmáli. Mannréttindadómstóll Evrópu segir að ef sú verði raunin að eignarhald komi í veg fyrir að tjáningarfrelsið skili takmarki sínu í lýðræðinu eða kjarni þess sé eyði- lagður, þá sé vel hugsanlegt að það sé á ábyrgð ríkisins að grípa inn í með lagasetningu um eignarhald til verndar grundvallarréttindum. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðsins og þess vegna er orðalag 10. greinarinnar flókið og inntakið sveipað dulúð. Það þarf ekki dul- kóðun til að nota það en það þarf yf- irgripsmikinn skilning til að ákvarða takmörk þess eða tak- markaleysi. Tjáningarfrelsið í lýð- ræðislegu samhengi er verndað í þeim tilgangi að ná fram ákveðnu markmiði. Því er ætlað í samspili við önnur mikilvæg réttindi að við- halda kraftmiklu pólitísku lýðræði og vernda reisn hvers einstaklings. Tjáningarfrelsið er vopn til að berj- ast fyrir því að mannréttindi verði virt í raun. Ekki má gleyma því að önnur ákvæði Mannréttinda- sáttmálans staðfesta nauðsyn íhlut- unar í þetta frelsi sé því ógnað. Sautjánda grein Sáttmálans bannar einkaaðilum að nota frelsið í þeim tilgangi að ganga á rétt annarra. Fyrsta grein Sáttmálans skyldar ríkið til að vernda tjáningarfrelsi allra innan sinnar lögsögu, þar með talinn rétt almennings til frjálsrar skoðanamótunar en ekki skilyrtrar af annarlegum viðskiptalegum eða pólitískum sjónarmiðum. Aðgerða- leysi stjórnvalda andspænis mis- notkun einkaaðila á tjáningarfrels- inu er brot á Sáttmálanum. Íhlutun stjórnvalda í tjáningarfrelsi einka- aðila er einnig brot á Sáttmálanum nema slíkt sé gert í lögmætu mark- miði, ekki sé gengið lengra en þörf krefur og brýna lýðræðislega nauð- syn beri til. Nú þegar eru fjöl- miðlum settar skorður með laga- setningu. Lagaramminn verður að vera sanngjarn og gagnsær og þjóna almennum markmiðum. Evrópusambandsáherslur Evrópusambandið hefur á stefnu- skrá sinni markmiðið um tvískiptan ljósvakamarkað, þar sem við- urkennt er aukið eftirlit á grund- velli samkeppnislaga og hins vegar mikilvægi útvarps í almannaþágu með sérstakri reglu um ríkisstuðn- ing og 86. grein ESB-samningsins og samsvarandi ákvæðis EES- samnings eða 53. grein. Megin- markmið fjölmiðlastefnu Evrópu- sambandsins er fjölræði, menning- arleg fjölbreytni til verndar þjóðarbrotum og val neytenda. Þarna er ákveðinn og áberandi áherslumunur frá Evrópuráðinu og réttarframkvæmd Mannréttinda- dómstóls, sem leggur áherslu á gagnsemi („instrumental“) og mik- ilvægi pólitískrar umræðu. Áherslur Evrópusambandsins eru á við- skiptaleg sjónarmið neytenda frem- ur en borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Markmið Evrópusam- bandsins er markaðsfrelsi og við- skipti á innri markaðinum innan ákveðins lagaramma. Hin síðari ár hefur áherslan á að hafa mannrétt- indi til hliðsjónar í stefnumótun og lagasetningu aukist, eins og staðfest var með Maastricht-samningnum og síðar Amsterdam-samningi með sérstökum viðauka um útvarp í al- mannaþágu. Dómstóll Evrópusam- bandsins í Brussel hefur lýst því yf- ir að krafan um fjölbreytni í fjölmiðlum gæti verið næg ástæða til að réttlæta takmarkanir á frjáls- um flutningum með vöru. Slík fjöl- breytni sé í samræmi við tjáning- arfrelsið eins og það er verndað með 10. grein Mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem er grundvall- arréttur sem lagarammi Evrópu- sambandins á einnig að tryggja. Aðildarríki hafa í ljósi nálægð- arreglunnar svigrúm til að móta löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum eins og þau telja heppilegast í lög- mætum tilgangi, svo fremi að frelsið til að veita þjónustu og flytja fjár- magn sé ekki skert. Ef ágreiningur er um það að núverandi stjórnvöld hafi ekki heimild á grundvelli EES- samningsins til að hlutast til um eignarhald á fjölmiðlum þá er það ekki rétt. Það er á valdsviði aðild- arríkjanna að setja reglur um eign- arhald sem og kross-eignarhald, þ.e. að sami aðili eigi bæði í ljós- vakamiðli og prentmiðli. Ýmis aðild- arríki hafa sett reglur um eign- arhald, markaðshlutdeild í áhorfi (til að tryggja það lögmæta mark- mið að skoðanamótun sé ekki á hendi eins fyrirtækis); og leyfisveit- ingar. Samkeppnisreglur Evrópu- sambandsins veita heimild til að- gerða af þessu tagi, reglur um samruna og eftirlit með sam- þjöppun; ákvæði gegn hringamynd- un og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Ákvæði um opinber fyrirtæki og ríkisstyrki verður að skoða í ljósi samkeppnisreglnanna enda útvarp og sjónvarp í almannaþágu fjár- magnað að miklu leyti með afnota- gjöldum og í tilfelli RÚV með aug- lýsingatekjum í samkeppni við einkastöðvar. Í drögum að stjórnarskrá Evr- ópusambandsins og Réttinda- skránni sem hefur ekki lagagildi er meginreglan um fjölræði staðfest. Evrópusambandssamningurinn um Sjónvarp án landamæra frá 1989 er h.v. kjarni fjölmiðlastefnu Evrópu- sambandsins, en hann gengur út á það að samræma stefnu og skil- greiningu aðildarríkja á útvarpi og sjónvarpi. Samningurinn inniheldur reglur um auglýsingar, kostun á efni (má ekki koma nálægt fréttum né fréttatengdu efni) og reglur um skaðlegt efni þegar börn eiga í hlut. Með breytingum 1997 hafa hins vegar verið gerðar miklar tilslakan- ir á kostun t.d. lyfjaframleiðenda sem vekur spurningar um lögmæti þeirrar reglu með hliðsjón af mark- miðinu að hafa 10. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu að leiðarljósi, því þarna eru augljóslega afar sterk viðskiptasjónarmið sem ráða för. Með breytingum á samningum 1997 var sett inn ákvæði sem trygg- ir aðgang almennings að sjónvarps- efni um mikilvæga atburði og er sú breyting til samræmis við túlkun á 10. grein Mannréttindasáttmálans um skýlausan rétt almennings á vitneskju um þjóðfélagsmál. Kjarni málsins er þó sá að Evr- ópusambandið er í grunninn efna- hagslegt bandalag. Íhlutun stjórn- valda aðildarríkja á markaði má því undir engum kringumstæðum raska tvíeðlinu, þ.e. að koma í veg fyrir að einkaðilar geti þrifist við hlið þess opinbera. Rök stjórnvalda og máttur óheftrar markaðshyggju Einn af höfundum Mannréttinda- sáttmála, Pierrre-Henri Teitgen, varaði við því þegar Sáttmálinn tók gildi að baráttan fyrir þeim rétt- indum sem hann innihéldi væri ekki unnin í eitt skipti fyrir öll – hún tæki aldrei enda. Ef hins vegar ætti að koma í veg fyrir að endurtekn- ingu á hörmungum seinni heims- styrjaldarinnar, sem urðu til þess að Evrópuríkin tóku sig saman um að koma upp yfirþjóðlegum samn- ingi til verndar grundvallarrétt- indum, yrði að hafa tvennt í huga: Látlausa réttlætingaráráttu rík- isvaldsins og óhefta markaðs- hyggju. Það er þetta sem við stönd- um frammi fyrir nú þegar ný öld gengur í garð. Þing Evrópusam- bandsins hreinlega æpir á aðgerðir stjórnvalda í aðildarríkjum nú þeg- ar baráttan við auðvaldið er töpuð í álfunni. Það er ekki aðeins á Ítalíu Berlusconis þar sem martröðin er alger – samþjöppun er gífurleg í Markmið og meginatriði – „heimsyfirráð eða dauði?“ Eftir Herdísi Þorgeirsdóttur ’Hér hefði þurft lögsem raunverulega ná fram því markmiði sem að er stefnt – eða stefna í þá veru. Vandinn verð- ur ekki leystur í eitt skipti fyrir öll. Baráttan um völd heldur áfram – henni linnir ekki fyrr en við dauða.‘ Herdís Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.