Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 52

Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 52
FRÉTTIR 52 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 5-6 herb. góð 145 fm íbúð á 1. hæð og á jarðhæð í fallegu húsi, byggðu 1920 og teiknað af Guðjóni Samúels- syni. Á 1. hæð (2. hæð) eru 3 saml. stofur, hol, eldhús og 2 herbergi. Mikil lofthæð er á hæðinni. Á jarðhæð er hol, baðherb. og 2 herbergi. Sólstofa er út af öðru herb. Mögulegt er að gera séríbúð á jarðhæðinni. V. 23 m. 4008. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR´ OPIÐ HÚS MILLI 14.00 OG 17.00 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) Á MILLI 14 OG 16. Glæsileg húseign með sex stúdíóíbúðum (fjórar samþykktar) sem hefur nánast allt verið endurnýjað frá grunni, s.s. rafmagn, lagnir, ofnar, gluggar, járn, gólfefni, innréttingar og hurðir. Útsýni. Fimm einkabílastæði á lóð. Eignin hentar sérlega vel til útleigu, en hún er staðsett fyrir ofan upplýsingamiðstöð ferðamanna. Til greina kemur að selja eignina í hlutum. Óskað er eftir tilboðum. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) Á FRÁ KL. 14-16. 4167 OPIÐ HÚS SKÓLASTRÆTI 1 EINSTAKT TÆKIFÆRI Burknavellir 17 - Hafnarfirði - lyftuhús Frábær staðsetning við hraunjaðarinn og gott útsýni. Íbúðir frá 72-133 fm með sérinngangi af svölum. Hús klætt að utan, viðhaldslítið. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, en með flísalögðu baðherbergi, þvottahúsi og anddyri. Vandaðar innréttingar og tæki. Val á innréttingum. Hús teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni. Verktakar: Fjarðarmót. Verð á 2ja herbergja íbúðum er frá 11,1 millj. Verð á 3ja herbergja íbúðum með stæði í bílskýli er frá 14,2 millj. Verð á 4ra herbergja íbúðum með stæði í bílskýli er frá 15,1 millj. Verð á 5 herbergja íbúðum með stæði í bílskýli er frá 17,3 millj. Vorum að fá í sölu glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í glæsilegu lyftuhúsi við Burknavelli 17. Upplýsingar á skrifstofu eða á hraunhamar.is AÐALFUNDUR Bandalags há- skólamanna (BHM) andmælir þeirri aðför að starfsöryggi ríkisstarfs- manna sem frumvarp um breyting- ar á starfsmannalögum felur í sér. Segir í ályktun fundarins að áminn- ing til ríkisstarfsmanns sé í sumum tilvikum eina vörnin gegn fyrirvara- lausum geðþóttauppsögnum. „Áminningarferlið tryggir að rík- isstarfmenn fá tækifæri til að bæta ráð sitt, uppfylli þeir ekki starfs- skyldur, og þar með má í flestum tilvikum komast hjá uppsögnum. Einkum er þessi breyting á starfs- mannalögunum ankannaleg í ljósi þess að starfsmannaskrifstofa fjár- málaráðuneytisins hefur á undan- förnum misserum boðið forstöðu- mönnum upp á vandaða fræðslu um ráðningar- og starfslokareglur,“ segir í ályktun fundarins. „Minnt er á að fulltrúar heildarsamtaka op- inberra starfsmanna hafa lýst sig reiðubúna til viðræðna um að minnka formkröfur til áminninga. Aðalfundur BHM ítrekar ályktun formannafundar BHM 13. nóvem- ber 2003 um að unnið verði gegn af- námi áminningarskyldu á öllum víg- stöðvum – til dæmis með vinnustaðafundum nú á næstu dög- um og við endurnýjun kjarasamn- inga í haust.“ Fundurinn minnti á stjórnar- skrárvarinn rétt launafólks til þess að semja um réttindi tengd vinnu, og segir að ef ríkisstjórnarmeiri- hlutinn falli ekki frá því að afnema áminningarskyldu varanlega úr lög- um verði starfsöryggi sett á oddinn í kjarasamningum í haust. BHM um frumvarp um ríkisstarfsmenn Frumvarpið aðför að starfsöryggi Ráðstefna um samgöngumál í litlum og miðlungsstórum borg- um Á vegum ACCESS-samtakanna verður á morgun, mánudaginnn 17. og þriðjudaginn 18. maí haldin ráð- stefna í Ráðhúsi Reykjavíkur, um samgöngumál í litlum og miðlungs- stórum borgum. Áhersla verður lögð á umfjöllun um sjálfbæra umferð og orkunotkun undir yfirskriftinni „Sustainable Mobility and Energy Use in Small- and Medium-Sized Cities“. ACCESS er samstarfsvettvangur rúmlega 140 borga og sveitarfélaga í Evrópu um samgöngumál og er markmið ACCESS að stuðla að bættri umferðarmenningu til að sporna við auknu umferðarálagi, loftmengun, gróðurhúsaáhrifum og hávaðamengun. Samtökin voru stofnuð 2001 á grunni eldri sam- starfsverkefna um umferðarmál í Evrópu. Dagskrána og nánari upplýsingar má finna á http://www.reykjavik.is/ access Á MORGUN BHM átelur að stíga skuli eiga skref aftur á bak í löggjöf sem stuðla á að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og á heimili með því að setja þak á greiðslur í fæðingar- orlofi, segir í ályktun. Kemur fram að slíkt þak dragi óhjákvæmilega úr líkum á því að ung börn fái notið samvistum við báða foreldra „og því muni konur áfram að mestu axla ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum því karlar eru enn í miklum meirihluta hátekjumanna á Íslandi.“ BHM segist áskilja sér rétt til að ná fyrri kjörum sem skerðast með lengingu viðmiðunartímabils fæðingarorlofsgreiðslna. Lögin skref aftur á bak NÝLEGA var dregið í sumar- getraun sumarbúðanna Ævintýra- lands. Apríl Helgudóttir, sjö ára, dró út eftirtalda vinningshafa: Vikudvöl í sumarbúðunum: Elínrós Birta Jónsdóttir, 7 ára, Reykjavík. 2. Reiðhjól frá versluninni Hvelli: Hafþór I.G. Sigurðsson, tólf ára, Keflavík. 3. 10.000 króna gjafabréf frá Tískuversluninni Brimi: Gunnar Karl Hansson, 11 ára, Kópavogi. 4. 10.000 króna gjafabréf frá Smára- lind: Andrea Hrund Bjarnadóttir, níu ára, Hellu. 5. 5.000 króna gjafa- bréf frá Smáralind: Páll Jónsson, níu ára, Neskaupstað. 6. Grillveisla frá Goða: Einar Kristinn Hilm- arsson, 12 ára, Flateyri. 7. Bíóferð fyrir fjóra í Sambíóin: Thelma Ýr Guðjónsdóttir, 10 ára, Reykjavík. Apríl Helgudóttir sá um að draga út vinningshafa. Unnu í get- raun Ævin- týralands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.