Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 58

Morgunblaðið - 16.05.2004, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk Svínið mitt © DARGAUD SEGÐU MÉR ODDI... ER HUNDAMATUR BÚINN TIL ÚR HUNDUM? SLURP! NEI. HANN BRAGÐAST EKKI NÓGU HEIMSKULEGA! ODDI! VIÐ ÞURFUM AÐ TALA SVOLÍTIÐ SAMAN ÞÚ VEIST AÐ ÞÚ GETUR LIFAÐ GÓÐU, TILGANGSLAUSU LÍF ÁN ÞESS AÐ VERA ALLTAF HLAUPANDI UM EINS OG FÍFL NÚ DÁMAR MÉR! NÚ DÁMAR MÉR! SJÁÐU ÞETTA... NÚ DÁMAR MÉR! HVERN ANNAN ÞEKKIR ÞÚ SEM Á HUND SEM ER ORÐINN AÐ YFIRHUNDI? SUÐUR-AFRÍKA... ADDA VERÐUR ÁNÆGÐ ELSA SKRIFAÐI OKKUR JIBBÍ! SVALT! GROIN! ÞAÐ ER EINS OG ELSA SKIPTI MEIRA MÁLI EN FORLEDRAR ÞÍNIR AUGLJÓST! GROIN! GÓÐAR FRÉTTIR? MEIRI HÁTTAR! LÁTTU MIG SJÁ HVAÐ SEGIR HÚN SVONA SNIÐUGT? MAGDAG MABAB DUGÍ MINBANABADANGA TUKÚKÍDÚK BINAMBA BÚDUNUKUN DAM DIMIBAMBA DIMIBAMBA ER ÞORPIÐ HENNAR! OG SÍÐAN ENDAR HÚN Á ÞVÍ AÐ SEGJA... DIMABAND DUNIM RIGAMDIMBADA OBUNDUM SIMBADANDA FRÁBÆRT! ER ÞAÐ EKKI? HVAÐ ERTU AÐ GERA? SKRÁ MIG Á AFRÍSKU-NÁMSKEIÐ ÉG VERÐ AÐ VITA HVAÐ BARNIÐ ER AÐ LESA TRALALA LALA GROIN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMKVÆMT baksíðugrein sem birtist í Morgunblaðinu 12. maí sl. stendur fyrir dyrum að fremja ógn- vekjandi sjón- og menningarmengun á Melatorgi við gatnamót Hring- brautar og Suðurgötu með því að reisa eftirlíkingu af „þjóðlegu“ tákni, hallandi sverði í grund. Þjóðminjasafnið hefur verið lokað lengur en menn muna og nú á allt að gerast í hendingskasti fyrir endur- opnun safnsins í haust. Hugmyndin er að stinga fallísku risasverði í hið friðsæla Melatorg, mikilvæg gatna- mót í gamalgrónu umhverfi. Síðan á að fara fram söfnun eða betliherferð fyrir gripnum og senda svo eftirlík- inguna á hinn endann á hnettinum (Kína) til þess að fá ódýrari eftirlík- ingu af stolti einnar þjóðar! Nærtæk- ara væri að stinga upprunalegu sverðinu í hringtorgið og setja gler- kassa í kringum það og sjónauka í safnið svo hægt verði að kíkja á grip- inn fyrir gjald, kannski horfa á um- ferðarslys í leiðinni eða muna að hér átti að rísa menningarslys! Vonandi, vonandi, vonandi hallast sverðið ekki heldur vísar beint niður og beint upp svo vegfarendur þurfi ekki að þjást af menningarsjónskekkju. Sök sér að sverð verði fyrir valinu sem tákn Þjóðminjasafnsins, en þarf það að vera svona ógnvekjandi stórt að það minni á stríðstíma, eða á það að minna á það að Ísland er nú skriflegur þátttakandi í heimsveldabaráttu? Ef til vill er þjóðin að skapa sér fallískt kennileiti með sverðseftirlíking- unni … Eftirlíking til hvers? Státar þjóð- minjasafnið af þjóðmenningargarði eða stendur til að gera eftirlíkingar af þjóðminjum í framtíðinni svo við get- um verið stolt af að vera gervimenn- ingarþjóð? Hvers vegna þurfum við að upp- hefja stríðstákn til þess að skilja eigin menningararf? Er okkar handverk eða þeir munir sem til eru frá okkar forfeðrum svo fáir eða veikburða að þeir geti ekki staðið af sér veður og vinda í nútíma samfélagi? Þessu of- urtákni, gervisverðinu, má líkja við nauðgun við hringtorgið sem er loks- ins að fá á sig þroskaða mynd, form með klassa, byggingar og gróður sem tilheyra sínum tíma. Í fyrsta lagi ligg- ur Suðurgatan beint til suðurs og norðurs með Keili fyrir miðju vegar sem vísar til suðurs og svo Hring- brautin austur og vestur. Það er ótrú- lega mikill menningararfur sem trón- ir allt í kring um þetta nú látlausa hringtorg sem vonandi verður aldrei rutt úr vegi. Þjóðminjasafnið, Háskól- inn, Þjóðskjalasafnið, gömlu fúnkis- blokkirnar með skeljasandinum, Bændahöllin, Keilir beint í suðri, gamli kirkjugarðurinn bein slagæð í gamla miðbæinn svo eitthvað sé nefnt … Umhverfið er fallegt, það hefur sögu og stíl. Ef Þjóðminjasafnið þarf á auglýsingaskilti að halda eða áttavísi fyrir tilgang sínum má benda á að oft hefur verið efnt til samkeppni fyrir minni framkvæmdir en þessa. Benda má á að í nágrannabæ okkar Hafnarfirði eru umferðareyjur til fyr- irmyndar, t.d. rekaviðurinn og stein- arnir sem samræmast umhverfi sínu við höfnina og trufla ekki sjónlínu ökumanna sem leið eiga um hring- torgið. Hluti af hrundum torfbæ væri betri auglýsing fyrir Þjóðminjasafnið, bygging safnsins með opnar dyr er allt sem þjóðin þarf til að njóta menn- ingararfleifðar. Á meðan við bíðum eftir opnun safnsins er heil kynslóð af börnum að alast upp í landinu á nýöld tölvuleikja og gæti kannski misskilið táknið fyrir báknið og kallað þetta nýja Hálshöggvunarsafnið. SIGÞRÚÐUR PÁLSDÓTTIR, myndlistarmaður og hönnuður. Hálshöggvunarsafnið Frá Sigþrúði Pálsdóttur: ÁSTÆÐA þess að ég settist niður og skrifaði þessa grein er sú að í Morg- unblaðinu 11. maí 2004 birtist grein eftir Valdimar Másson. Þar talar hann um Íraksstríðið og reynir að tengja saman stríðið og hinar hræðilegu pynt- ingar sem Bandaríkjamenn hafa orðið uppvísir að. Hann segir m.a.: „Ríkis- stjórn Íslands vill að við, Íslendingar, séum þjóð sem pyntar fólk.“ Þessar hræðilegu uppýsingar um pyntingar koma þessu máli bara ekkert við. Þess- ar pyntingar eru ekki á vegum Íslend- inga heldur einungis Bandaríkjanna og Breta og hafa ekkert að gera með réttlætingu stríðsins. Þó svo að við höf- um verið á listanum yfir hinar stað- föstu þjóðir þá gátum við ekki vitað að upp um þessar pyntingar kæmi. Þetta er nokkuð sem enginn gat vitað af enda hafa íslensk stjórnvöld fordæmt þetta og er það jákvætt. Að mínu mati var Íraksstríðið nauð- synlegt til að losna við einn versta harðstjóra samtímans, Saddam Huss- ein, hvort heldur hann var í sambandi við al-Qaeda eða ekki. Ef ekki hefði verið farið inn í Írak og hann stopp- aður af þá spyr maður sig, hversu margir Írkar hefðu þurft að þjást í höndum hans? Ábyggilega fleiri en hafa þjáðst vegna þessa stríðs. Þetta var eina færa leiðin til að koma í veg fyrir að maðurinn yrði áfram við völd og hefðum við ekki stutt Breta og Bandaríkjamenn hefðum við alveg eins getað skrifað undir það að hafa stutt Saddam. Þá má líka spyrja sig að því, hefðum ekki verið ein af hinum staðföstu þjóðum hefðum við þá ekki verið ábyrg fyrir pyntingum sem Saddam beitti þjóð sína? Það hlýtur bara að vera, a.m.k samkvæmt útskýr- ingum Valdimars á því hvers vegna við erum ábyrg fyrir pyntingum Breta og Bandaríkjamanna. Það skal tekið fram að ég er með þessum skrifum EKKI að verja þau hræðilegu grimmdarverk sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa framið á íröskum föngum. Ég er einungis að benda á að ekki er hægt að setja sama- semmerki á milli pyntinganna og stuðnings við stríðið. Að lokum segi ég: Ég styð íslensk stjórnvöld í staðfestu sinni af öllum lífs og sálar kröftum. ÞÓRÐUR VILBERG GUÐMUNDSSON, nemi í Verkmenntaskóla Austur- lands, Fjarðabyggð. Svar við bréfi Valdimars Mássonar Frá Þórði Vilberg Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.