Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 62

Morgunblaðið - 16.05.2004, Page 62
AUÐLESIÐ EFNI 62 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is FRIÐRIK krónprins Dana og Mary Donaldsson voru gefin saman í hjónaband á föstudag. Athöfnin fór fram í Vorrar frúarkirkju í Kaupmannahöfn að viðstöddum fjölda gesta víða að úr heiminum. Að lokinni hjónavígslunni héldu brúðhjónin í hestvagni að Amalíuborgarhöll. Þaðan veifuðu þau til fólksins sem hafði safnast saman við höllina til að fagna þeim. Eftir að Friðrik og Mary, sem nú hefur fengið titilinn krónprinsessa Danmerkur, höfðu staldrað við í Amalíuborgarhöll fóru þau á nýja heimilið sitt í Fredensborgarkastala, en þar fór fram konungleg brúðkaupsveisla um kvöldið. Dorrit Moussaieff, forsetafrú, Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og Stefán Stefánsson forsetaritari voru fulltrúar Íslendinga við brúðkaupið. Konunglegt brúðkaup Reuters Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins stíga hér brúðarvalsinn. Morgunblaðið/ÞÖK Guðbjörg Guðmannsdóttir leikmaður ÍBV og Elísa Sig- urðardóttir fyrirliði ÍBV fagna Íslandsmeistaratitlinum. HAUKAR eru Íslandsmeistarar í handknattleik karla árið 2004 en liðið lagði Val í þriðja leik liðanna í úrslitum 33:31, og unnu Haukar alla þrjá leiki liðanna í úrslitum. Þetta er í fjórða sinn á fimm árum sem Haukar verða Íslandsmeistarar, en þetta er í fyrsta sinn sem úrslitarimma stendur aðeins yfir í þrjá leiki. Haukar unnu einnig Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, en 53 ára bið liðsins eftir Íslandsmeistaratitli lauk árið 1999. „Við lögðum einfaldlega bara upp með að vinna leikinn,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka eftir leikinn en hann tók við af Viggó Sigurðssyni í vetur sem sagði starfi sínu lausu. Páll mun ekki þjálfa Hauka á næstu leiktíð og eru Haukar að leita að þjálfara í hans stað. Á mánudag tryggði ÍBV sér sigur í 1. deild kvenna í handknattleik en þar mætti liðið Val í úrslitum. ÍBV vann þrjá leiki en Valur einn. Þetta er annað árið í röð sem ÍBV verður Íslandsmeistari en liðið vann einnig bikarkeppnina, varð deildarmeistari og komst í undanúrslit áskorendakeppni EHF í Evrópu. Leikir ÍBV og Vals voru spennandi og réðust úrslit í þeim eftir framlengingu. Haukar og ÍBV fögnuðu Íslandsmeistaratitlum BÚIÐ er að tilkynna að hljómsveitin Mínus verði ein þeirra sveita sem hiti upp fyrir Metallica á stórtónleikum í Egilshöll. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 4. júlí og tekur húsið 12.000 gesti. Strákarnir í Mínus eru búnir að vera í tónleikaferðalagi um Bretland og Írland að undanförnu. Ferðalagið heldur áfram hjá þeim því í næstu viku fara þeir af stað til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu. Miðasala á tónleikana hófst í gær og var fólk strax á föstudag farið að safnast saman fyrir utan sölustað í Reykjavík. Reuters Hljómsveitin Metallica á sviði í New York. Mínus hitar upp fyrir Metallica ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefur áhuga á að koma fyrir 7,5 metra háu sverði úr steini á Melatorgi. Þjóðminjasafnið stendur við Melatorg og verður það opnað eftir miklar breytingar 1. september. Verður sverðið eins og víkingasverð frá 10. öld sem fannst við Kaldárhöfða í Grímsnesi árið 1946. Það sverð er mjög merkilegur gripur. Snorri Már Skúlason, talsmaður Þjóðminjasafnsins, segir að sverðið gæti orðið skemmtilegt tákn fyrir safnið. Hugmyndin um sverðið á Melatorgi er nú í skoðun hjá Reykjavíkurborg. Þjóðminjasafnið hefur beðið listamanninn Stefán Geir Karlsson að sjá um smíði sverðsins. Að sögn Snorra Más verður sverðið höggvið í stein í Kína, flutt til Íslands og sett saman á Melatorginu. Líklega mun sverðið kosta um 5–6 milljónir króna. Margir þurfa að vinna við að búa það til og koma því fyrir. Um tvo mánuði tekur að smíða sverðið og flytja það hingað til lands. Víkinga- sverð á Melatorgi TALIÐ er líklegt að Sonia Gandhi verði næsti forsætis- ráðherra Indlands. Flokkur hennar, Kongress- flokkurinn, vann óvæntan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í landinu. Atal Behari Vajpayee, sem verið hefur forsætisráðherra, baðst á fimmtudaginn lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Þá var orðið ljóst að flokkur hans, BJP, hafði beðið ósigur í kosningunum. Sonia Gandhi er 57 ára. Hún er ítölsk að uppruna. Maður hennar, Rajiv Gandhi, var á sínum tíma forsætisráðherra Indlands, en missti völdin 1989. Tveim árum síðar var hann myrtur. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki í heimi. Kosningarnar þar stóðu í þrjár vikur og næstum því 380 milljónir manna greiddu atkvæði. Sonia Gandhi Flokkur Soniu Gandhi sigraði á Indlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.