Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 63

Morgunblaðið - 16.05.2004, Side 63
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 63 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarás Bisk. Hjörtur Freyr Sæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Ég er morðingi. Uppgötv-aði það fyrir löngu, enreyndi að bægja þeirrihugsun og ísköldu stað-reynd frá eins og ég mögulega gat, því hún var meira en lítið óþægileg. Ég sem allt fram að þessu hafði reynt að fylgja orð- um Jesú Krists um að bera elsku til náunga míns – óvinar eða vinar, það gilti einu. Boðið var skilyrð- islaust. Í byrjun Fjallræðunnar, í upphafi 5. kafla Matteusarguð- spjalls, sagði hann einnig berum orðum, að sælir væru friðflytj- endur; þeir myndu Guðs börn kall- aðir verða. Og að sælir væru mis- kunnsamir. Og annars staðar í guðspjallinu, í 26. kafla, sagði hann beinlínis: „Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.“ Löngu áður en það var mælt, hafði verið letrað á steintöflu ein- hvers staðar fyrir botni Miðjarð- arhafs, að ég skyldi aldrei mann deyða. Og ég í einfeldni minni hafði snemma einsett mér að taka mark á því, fannst vit og skynsemi liggja á bak við þá setningu og meiningu, og vildi jafnframt gjarnan haga lífi mínu í samræmi við önnur svipuð orð í helgri bók. En allt í einu vakna ég svo upp við það, að ég er stimplaður og hat- aður af fjölda manns. Nánar til- tekið heilli þjóð. Ég var reyndar víðs fjarri, þegar umrætt ódæði var framið, sem upp á mig var klagað, en slepp ekki fyrir það. Al- þjóðasamfélagið veit nefnilega um þennan glæp minn. Og ég má horfa upp á kæran fána lands míns brenndan á torgi fyrir augum allr- ar heimsbyggðarinnar, án þess að geta komið réttum skilaboðum áleiðis til þeirra, sem trylltir af gremju og reiði út í mig kveiktu það bál. Þú ert líka sekur, rétt eins og ég, lesandi minn góður. Og allir aðrir, sem í kringum þig eru. Nær eða fjær. Án þess að hafa nokkuð um það að segja. Það er bara svona. Þetta gerðist í einni svipan, við það eitt að ríkisstjórn Íslands samþykkti að leggja blessun sína yfir árásarstríð gegn Írak og fólk- inu sem þar býr. Og þótt ég hafi ekki einu sinni kosið umrædda flokka til valda 10. maí 2003, verð ég að gjöra svo vel og þegja og hlýða og meðtaka þessa byrði og skömm. Ég veit eiginlega ekki hvort það er mér einhver huggun, að fleiri en ég standi að þessum verknaði. Held ekki. Það gerir hann töluvert verri, ef eitthvað er. Þá er hann nefnilega skipulagður. Ég á nógu erfitt með að kyngja þessu, að ég skuli verða morðingi; hvað þá aðr- ar tæpar 300 þúsund kristnar sálir; bræður mínir og systur. Og ekki bara það, heldur pyntari, kúgari, nauðgari og alls kyns meiðari í of- análag. Í einu orði sagt hrotti, al- gjör drullusokkur, ómenni. Sam- sekur um þetta allt og margt fleira sem búið er og á eftir að gerast, á vígvellinum sjálfum eða í fang- elsum bandamanna í Írak. Hvað er til ráða? Ég hreinlega veit það ekki. Það er ekki hlustað á almenning í þessu landi okkar, nema e.t.v. rétt fyrir kosningar, ráðamenn leita ekki eft- ir að fá að skoða hug almúgans í þessu máli eða öðrum, áður en ákvörðun er tekin, sem brenni- merkir þjóðina alla í einu vetfangi, og því fátt sem hægt er að gera til mótvægis úr því sem komið er. Illu vopnin hafa betur eins og stendur, hin góðu virðast bitlaus. Og skyldi maður þó ekki vanmeta kraft bæn- arinnar, sem þúsundir og milljónir hafa stöðugt og lengi verið í um gjörvallan heim, eigandi þá heit- ustu ósk að andi friðar mætti leggjast yfir hið stríðshrjáða land í austri og önnur fleiri. Það mun gerast, en hvenær er erfiðara að segja til um. Sjálfur vil ég nota þetta tæki- færi og biðja fórnarlömbin og að- standendur þeirra afsökunar, þótt ekki verði það tekið aftur sem liðið er, því miður. En vonin er sú, að einhvern daginn verði hinir raun- verulegu gerendur látnir sæta ábyrgð. Kannski fæst þá opinber sýkna í málum þeirra, sem glæpina frömdu óafvitandi. Hér, sem og annars staðar víða. Og þó hlýtur alltaf að verða eftir smánarblett- urinn, annars vegar á ytra borði, á landi okkar, sem aldrei í 1.100 ára sögu hafði farið með ófriði á hend- ur annarri þjóð, og hins vegar innra, á sálum þeim og hjörtum sem dregin voru áfram til þessara misgjörða, án þess að fá ráðrúm til að spyrna við fótum. Lokaorð mín að þessu sinni eru fengin úr hugvekju Kristínar Þór- unnar Tómasdóttur, héraðsprests í Kjalarnessprófastsdæmi, frá 2. apríl 2003, og sem hægt er að finna á www.kirkjan.is. Þar segir hún m.a.: Það er mikilvægt að halda í lífið og friðinn og muna að Kristur situr núna hjá þeim sem hafa verið hraktir burt af heimilum sínum vegna stríðsins. Hann situr meðal barnanna í Írak sem gráta af skelfingu yfir því sem dyn- ur yfir þau – alsaklaus. Hann er með kon- unum í Írak sem reyna að útvega eitthvað smávatn til að gefa börnunum sínum að drekka. Og hann situr hjá ástvinum sem horfa á eftir unga fólkinu sem stjórnvöld senda í stríð, óvissir hvort það kemur nokk- urn tíma til baka en alveg vissir um að það snýr aldrei óskemmt heim eftir hörmungar stríðsins. Kross Krists er okkur stöðug áminning um að vonska mannanna vill sækja fram og tek- ur á sig ýmsar myndir. Krossinn er líka tákn um það að Kristur tekur sér stöðu með þeim sem líða og þjást vegna þessarar vonsku… Vér morðingjar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Á bænadegi er hugurinn með því vesalings fólki sem þarf að lifa við hörmungar og brjálæði stríðs um heim allan. Sig- urður Ægisson lítur í austurveg og biður fyrir sitt leyti írösku þjóð- ina afsökunar á þeim gæpum sem hann á þátt í, ver- andi Íslendingur. FRÉTTIR ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti á föstudagskvöld slasað- an sjómann um borð í norskan tog- ara, Nordstar, sem var á karfaveið- um á Reykjaneshrygg. Beiðni um aðstoð barst á föstu- dagsmorguninn en talið var að skip- verjinn hefði handarbrotnað. Skip- stjórinn var beðinn um að halda í átt til Reykjavíkur og þegar skipið var komið í 150 sjómílna fjarlægð frá landi fór TF-SIF af stað um kvöldið, með viðkomu í Keflavík til að taka eldsneyti. Þyrlan kom að skipinu um ellefuleytið og kom til Reykjavíkur á fyrsta tímanum um nóttina. Stærri þyrlan, TF-LÍF, er í viðgerð. Þyrla sótti norskan sjómann HARÐUR árekstur tveggja bíla varð í Sandgerði síðdegis á föstudag, á mótum Túngötu og Suðurgötu. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en fékk að fara heim að því loknu. Hinn bíll- inn valt eftir skellinn og mikil mildi þykir að þeir tveir menn sem voru í honum skyldu ekki slasast. Harður árekstur í Sandgerði HEKLA á Austurlandi var stofnuð árið 2001 og hefur verið með starf- semi á Reyðarfirði hjá Verkstæði Helga. Hekla hf. hefur nú keypt hlut umboðsmannsins, Helga Magn- ússonar og breytt nafni fyrirtæk- isins í Hekla á Austurlandi ehf. Við starfsemina sem fyrir var, sölu á nýjum og notuðum bílum og verk- stæðis- og hjólbarðaþjónustu, bæt- ist nú þáttur Vélasviðs Heklu, sem byggist á þjónustu við atvinnutæki til lands og sjávar. Aðrir eigendur að félaginu eru Eignarhaldsfélag Austurlands, Sparisjóður Norð- fjarðar og Olís, með 40% hlutdeild. Tvöfalda reksturinn Tryggvi Jónsson forstjóri Heklu sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri m.a. nýbúið að gera samning við Síldarvinnsluna um þjónustu á þeirra tækjum og fyrir- tækið veitti mikla þjónustu á virkj- unarsvæðinu við Kárahnjúka. „Núna erum við komin með form- legum hætti að starfsemi á Aust- fjörðum og erum bjartsýnir á að vel takist til. Við erum að tvöfalda reksturinn eystra og verðum með átta manns í vinnu til að byrja með. Við höfum einnig verið að stækka mikið við okkur í Reykjavík, m.a. að opna stóra þjónustumiðstöð í Klettagörð- um.“ Hekla velti í fyrra tæpum tíu milljörðum króna og Tryggvi telur að veltan fari í 11,5 milljarða á þessu ári. Einingin á Austurlandi gæti verið að velta einhvers staðar á milli 60 og 70 milljónum á ári. Líta til álversins „Við erum að byggja til fram- tíðar og ætlum okkur að vera með alvörustarfsemi hér,“ sagði Ás- mundur Jónsson, framkvæmda- stjóri vélasviðs Heklu og nýr fram- kvæmdastjóri Heklu á Austurlandi ehf. „Það er mikil framvinda á svæðinu og við erum að sjálfsögðu vongóðir um að geta tekið þátt í umsvifunum í kringum álverið, ná- kvæmlega eins og okkur hefur tek- ist vel með aðkomu okkar að virkj- unarframkvæmdunum við Kára- hnjúka. Við höfum þó lagt mikinn kostnað í Kárahnjúkaverkefnið og ómögulegt að segja hverju það skil- ar okkur þegar upp er staðið.“ Tvöfalda reksturinn og hasla sér frekari völl Reyðarfirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hressir með Heklu á Austurlandi: Þeir Heklumenn Ásmundur Jónsson, Geir Valur Ágústsson, Guðni K. Þorvaldsson og Tryggvi Jónsson forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.