Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 16.05.2004, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 69 bara tekið upp fljótt og vel og allt svo- lítið hrátt, sem var kannski svolítil breyting fyrir mig því ég hef und- anfarin misseri starfað með félögum mínum í Sálinni að stórum lagasmíð- um, söngleiknum Sól og Mána og þess háttar. Ég tala nú ekki um þegar maður er kominn með sinfóníu- hljómsveitina líka. Þarna langaði mig að fara í hina áttina og vera svolítið innvortis og njóta þess að spila á gít- ar, taka löng gítarsóló og láta vaða. Það er skemmtileg tilbreyting. Fyrst og fremst er ég samt laga- smiður og maður verður bara að koma einhverju frá sér. Þetta var í raun ein leiðin í þetta skiptið. Það er einhver þörf sem maður er búinn að vera með síðan maður var unglingur, að semja lög og gefa út.“ Hvernig var að vinna með þeim drengjunum Birgi og Jakobi Smára? „Það myndaðist mjög góð liðsheild þegar við vorum svona fáir að vinna þetta svona náið, en ég var þó með þetta allt saman útsett í kollinum. Jakob er aðalrokkbassaleikari þjóð- arinnar, fyrir utan að hann er rosa- lega góður músíkant og bassaleikari þá er hann frábær strákur og gott að vinna með honum. Ég fíla það líka að hann er svona stílisti, það heyrist að hann er að spila. Það er ekki oft sem hljóðfæraleikarar ná að þróa með sér sérstakan stíl. Margir hljóma bara eins og ná ekki að temja sér stíl, en Jakob hefur flottan stíl. Birgi er ég búinn að þekkja lengi, frábær og já- kvæður að vinna með, skemmtilega líflegur trommari og fátt sem honum vex yfir höfuð. Við þrír náðum vel saman og síðan bætti ég við söng, hljómborði og röddum og málið dautt.“ Vinátta Nú kemur Helgi Björnsson inn sem gestasöngvari og syngur með þér lagið „Vinur í raun“. Hvernig er ykkar vináttu háttað? „Við erum búnir að þekkjast síðan Sólin og Sálin voru að berjast á sveitaböllunum í gamla daga. Þessi bransi hér á Íslandi er ekki svo stór svo að menn kynnast fljótt í honum. Lagið sem hann syngur með mér fjallar um vináttuna og hvað hún er mikilvæg. Helgi hefur þann kost að hann getur sungið einlæga og tilfinn- ingaríka texta og gert þá töff. Hann gerði þetta líka alveg listavel. Röddin í honum batnar líka bara og batnar með ári hverju.“ Má telja til einhverja sérstaka áhrifavalda á Japl? „Ég hef alltaf hlustað á mikið af melódískum gítarpopprokk hljóm- sveitum, bæði innlendum og erlend- um, en annars er maður ekkert sér- staklega að sækja í neitt sérstakt. Maður fer af stað og vonar það besta. Það að gera þessa plötu er búið að vera rosalega lærdómsríkt. Að koma sér úr farinu og prófa eitthvað nýtt. Það er nauðsynlegt fyrir alla að stíga út úr því sem er þægilegt. Þegar hlut- irnir fara að verða of þægilegir og kósý, þá er eitthvað að. Ég hef alltaf mikla þörf fyrir að klífa fjallið. Ef lífið er of þægilegt, þá er það ekki spenn- andi. Þess vegna er það ein mesta ögrun sem ég hef tekist á við lengi að gera þessa plötu. Svo er líka eitt sem mig langaði svo að gera með þessu dæmi, að geta leyft mér að djamma meira svona „læf“. Þegar maður sér bæði um sönginn og gítarinn getur maður slakað á og leyft sér að taka lögin af- slappaðar og leika sér með þau. Mað- ur er kominn með grunn að lögum og svo fer maður að spila og það kemur í ljós hvað kemur út.“ Já, minni hljómsveit þýðir vænt- anlega að maður geti leyft sér meira svigrúm og notað augnsambandið til að stýra henni. „Einmitt, og það hlýtur að vera hægt að koma upp sterkari tónleika- menningu á Íslandi þar sem bönd geta spilað sitt „stöff“ í einn, tvo tíma undir miðnætti í stað þess að byrja klukkan tvö um nóttina og þreyja þorrann til fimm til sex um morg- uninn. En það er allt önnur Ella, eins og maður segir. En ég er að taka þetta allt í smáskrefum og verð bara að spila eftir eyranu hvernig málin þróast.“ Á næstunni má eiga von á að sjá Gumma leika ásamt félögum sínum á tónleikum á Grand rokk og Gauknum. ÍSLANDSVINURINN Pablo Francisco treður upp í aðalsal Hótels Nordica í kvöld ásamt grín- istunum Cory Holcomb og Mike Loftus. Lögð verður áhersla á að íslenskir áhorfendur geti upplifað svipaða stemmningu og á alvöru grín- klúbbum erlendis. Áhorfendur sitja við borð og mögulegt verður að panta léttar veitingar. Ein- ungis 500 miðar eru seldir á hverja sýningu. Pablo kom tvisvar fram í Háskólabíó haustið 2003 og gerði allt vitlaust. Viðbrögðin voru slík þegar Pablo kom síðast að hægt hefði verið að halda tvær sýningar í viðbót, segir í frétta- tilkynningu. Ákveðið var að hann skyldi koma aftur og nú með aðra toppgrínista með sér. Alls verða haldnar þrjár sýningar, allar á Hótel Nordica. Fyrsta sýningin á Hótel Nordica í kvöld Pablo Francisco snýr aftur Pablo Francisco og vinir verða með þrjár uppistandssýningar á Hótel Nordica. Pablo og vinir verða á Hótel Nordica í kvöld, 18. og 20. maí. Miðaverð er 3.000 kr. KEFLAVÍK Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 4, 5.20, 8 og 10.40. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.30 og 6.30. Ísl tal. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. Fyrsta stórmyndsumarsins. Með L i ndsay Lohan úr Freaky Friday Það eru 4 leiðir inn í Drekafjöll, en það er ekki allt sem sýnist! Frábær fjölskyldu og ævintýramynd Með íslen sku tali EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.20, 8 OG 10.40. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl.12, 2, 4 og 6. Ísl tal. Fyrsta stórmyndsumarsins. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn.  Tvíhöfði  DV  Tvíhöfði  DV VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! VINSÆL ASTA MYNDIN Á ÍSLAN DI! KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“  Roger Ebert Chicago Sun Tribune  Roger Ebert Chicago Sun Tribune FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ÁLFABAKKI Kl. 4. Enskt tal kl. 2, 4 og 6. ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 2. Ísl tal. Ekki eiga við hattinn hans ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. texti. Kötturinn með hattinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.