Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, átöldu við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær ummæli Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, um forseta Íslands, í Sjónvarpinu kvöldið áður. Forsætisráðherra var ekki í þingsalnum til andsvara þegar þessar um- ræður fóru fram. Össur sagði að Davíð hefði talað með slíkum hætti að það væri til vansa fyrir þingið. Sagði hann að Davíð væri sæmst að biðja forsetann af- sökunar. Guðjón sagði ummæli Davíðs óviður- kvæmileg og beindi því til forystumanna ríkis- stjórnarinnar að gæta hófsemi í því sem þeir létu sér um munn fara. Össur sagði að það hefði verið með ólíkindum að hlýða á orðbragð forsætisráðherra. „Ég tel að hann hafi talað með þeim hætti að það er til vansa fyrir þingið. Ég tel að það sé ekki hægt af nokkrum alþingismanni að ráðast með þessum hætti á forseta lýðveldisins eins og hæst- virtur forsætisráðherra gerði í gær. Og ég tel að til þess að stilla þetta mál og lægja þessar öldur, væri hæstvirtum forsætisráðherra sæmst að biðja þjóðhöfðingjann afsökunar.“ Síðan sagði Össur: „Við alþingismenn lendum oft í pólitísku skaki, en eitt er það sem við höfum aldrei gert og aldrei farið yfir þau mörk: Fjölskyldur okkar eru friðhelgar. Börn okkar eru friðhelg. Menn tala ekki um börn alþingismanna og stjórnmála- manna og draga þau inn í umræður eins og hæst- virtur forsætisráðherra gerði í gær.“ Össur sagði að það væri eins og forsætisráð- herra skyldi ekki grundvallarreglur í okkar stjórnskipan. „Má ég rifja það upp sem Ólafur Jóhannesson hefur sagt: Forseti er aldrei van- hæfur, hann er hluti af lagasetningarvaldinu.“ Guðjón A. Kristjánsson sagði að hann hefði staðið í þeirri meiningu að verið væri að ræða al- menn lög. Því hefði sérstaklega verið haldið fram af stjórnarliðum. „Ég átta mig því ekki á því hvers vegna hæstvirtur forsætisráðherra fer að tala um þetta mál á þessum nótum. Ég furða mig á því. Ég ætla ekki að hafa mikið fleiri orð um þetta, herra forseti, en tel að þetta hafi verið óviðurkvæmilegt af hæstvirtum forsætisráð- herra.“ Davíð væri sæmst að biðja forsetann afsökunar Morgunblaðið/Árni Torfason Hjálmar Árnason og Magnús Þór Hafsteinsson bera saman bækur sínar á Alþingi í gær. Formenn Samfylkingar og Frjálslynda flokks gagnrýna forsætisráðherra GABRÍELA Friðriksdóttir myndlistar- maður hefur gert samning við Spielhaus Morrison-galleríið í Berlín í Þýskalandi og i8-gallerí í Reykjavík, til að kynna, sýna og selja verk sín í þessum löndum og á alþjóð- legum vettvangi. Gabríela opnaði í gær, á Listahátíð í Reykjavík, sýninguna Karþarsis í i8-gall- eríi á Klapparstíg. Þar sýnir hún tvö myndbandsverk, ljósmyndir, málverk, teikningar og skúlptúrverk. Gabríela á margar sýningar að baki og hefur notið vaxandi velgengni. Á þessu ári sýnir hún á samsýningum í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og í Bandaríkjunum; New York. Edda Jónsdóttir eigandi i8 segir að í samningum milli gallería og listamanna felist gagnkvæm samskipti, kynning á verkum, þjónusta og umboð á Íslandi og sýningum sem galleríið taki þátt í erlend- is. „Gabríela er einbeittur listamaður, hún trúir á sig og ég á hana,“ segir Edda. Gabríela verður fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum 2005 og segir í samtali við Tímarit Morgunblaðsins að stundum hafi verið gagnrýnt að þjóðir sendi út lið til að vera með þjóðarskála. „En það er aftur á móti feikilegur metnaður í þessu og viðburðurinn er mikilvægur fyrir alla menningu í sérhverju landi sem tekur þátt,“ segir hún.  ÓDEIG/Tímaritið Verkin kynnt víða um Evrópu Gabríela Friðriksdóttir Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson MENNTASKÓLINN við Sund og Verzlunar- skóli Íslands munu bjóða nýnemum upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs í haust sam- hliða hinu hefðbundna fjögurra ára námi. Til að byrja með verður boðið upp á þriggja ára nám á einni námsbraut í MS, á líffræðikjörsviði nátt- úrufræðibrautar, og á tveimur námssviðum í VÍ, á lífræðisviði innan náttúrufræðibrautar og á hagfræðisviði viðskiptabrautar. Námið er ætlað góðum nemendum og þarf að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði til þess að vera tekinn inn í það í MS, en samkvæmt upp- lýsingum VÍ hafa ekki verið sett ákveðin töluleg inntökuskilyrði vegna námsins. Það segi sig hins vegar sjálft að þetta nám sé fyrst og fremst fyrir góða nemendur. Námið verður í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla, en skipulag námsins og kennslan verður með nokkuð öðrum hætti en í hefðbundnu stúdentsprófsnámi. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð Í frétt frá MS kemur fram að meiri áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð og verkefna- vinnu og námið verði skipulagt þannig að nem- endur einbeiti sér að fáum námsgreinum í senn. Már Vilhjálmsson, rektor MS, segir að þetta sé tilraun til að auka sveigjanleika í námi við skól- ann og koma til móts við nemendur sem vilji ljúka stúdentsprófi á styttri tíma en fjórum ár- um. Ingi Ólafsson, aðstoðarskólameistari VÍ, sagði að aðalnámskrá lægi til grundvallar nám- inu. Hverri önn fyrir sig væri skipt niður í tvær lotur og nemendur tækju þrjár til fjórar greinar í einu og kláruðu þær á hálfri önn eða einni lotu og tækju síðan næstu þrjár til fjórar greinar. Færri greinar væru þannig undir í einu, en tím- inn styttri í staðinn. Námið í MS verður kynnt á opnu húsi í Menntaskólanum við Sund í dag milli klukkan 14 og 16 samhliða hefðbundnu námi til stúdents- prófs. Boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs ERLENDUM ferðamönnum sem sækja Ísland heim fer smám saman fjölgandi þessa dagana og setja þeir svip sinn á borgarlífið. Þessir er- lendu ferðamenn leituðu skjóls undan rigning- unni undir skyggni við Hótel Borg og notuðu tímann til að kynna sér hvað væri helst á döf- inni í höfuðborginni. Veðurstofan gerir ráð fyr- ir að næstu daga verði fremur svalt verði í veðri og hætt er við næturfrosti um miðja vikuna. Morgunblaðið/Ásdís Í skjóli undir skyggninu VERKFRÆÐINGAR telja mögulegt að leggja hljóðfráa lest á milli New York-borg- ar í Bandaríkjunum og Lundúna, höfuð- borgar Bretlands. Lestin þyrfti að sjálf- sögðu að ferðast um lönd og höf, en verkfræðingarnir reikna með að hún fari yf- ir á 6.400 kílómetra hraða á klukkustund, sem er þrefaldur sá hraði sem Concorde- þotan flaug á og tvöfaldur hraði hraðskreið- ustu herþotu sem smíðuð hefur verið. Þor- steinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, segir hugmyndina ekki út í hött og aldrei sé að vita hvað verði eftir markvissa tækniþró- un í nokkra áratugi. Verkfræðingarnir; fyrrverandi starfs- menn MIT-háskólans í Bandaríkjunum, gera ráð fyrir að lestin bruni í norður frá New York, um norðausturhluta Kanada, stingi sér svo í hafið, nái aftur föstu landi á Grænlandi, hverfi aftur í sjó, komi upp á Ís- landi og haldi þaðan sjóleiðina til Bretlands. Þeir segja að engin sérstök vandkvæði séu á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, ef frá er talinn kostnaðurinn. Hann er áætl- aður allt að 175 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 13.000 milljarðar íslenskra króna. Frá New York til London á klukkustund?  Hljóðfrá lest/12 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.