Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 1
Jafngildir
löngu námi
Valdís klippir myndina Eilíft
sólskin hvítþvegins hugar | Fólk
Föt fyrir
þá stóru
Stórir strákar eiga oft erfitt með
að fá á sig föt | Daglegt líf
Nýr
methafi
Birkir slær leikjamet í efstu
deild í knattspyrnu | Íþróttir
TVEIR selkópar litu dagsins ljós í gær og
fyrradag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal. Mjög sjaldgæft er að selir komi í
heiminn í dýragörðum en það hefur þó gerst
á hverju ári síðustu 6–7 ár í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum.
Að morgni sunnudags kæpti urtan Særún.
Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti erindi
í garðinn um 11 í gærmorgun til að festa kóp-
inn á mynd kom annar kópur í heiminn, í
þetta sinn undan urtunni Kobbu. Kópurinn
var hinn sprækasti, hnusaði af mömmu sinni,
og stakk sér síðan til sunds. Hópur barna var
við selalaugina þegar atvikið átti sér stað en
kæping tekur alla jafna mjög fljótt af og ekki
margir sem ná að sjá hana með eigin augum.
Að sögn Unnar Sigþórsdóttur, deildarstjóra
fræðsludeildar í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum, er illmögulegt að greina kyn kópanna
fyrstu vikurnar þar eð urturnar verja af-
kvæmi sín af mikill hörku. Til marks um það
veittist Kobba að einum dýrahirðinum þegar
hann hugðist fjarlægja fylgjuna úr lauginni.
Selurinn Snorri er faðir beggja afkvæma.
Kobba, Særún og Snorri voru fönguð á
Rauðasandi árið 1991 og hafa dvalið í sela-
lauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
síðan.
Sjaldgæft andartak fangað á filmu
Morgunblaðið/Jim Smart
Urtan Kobba kæpti þegar ljósmynda átti annan selkóp
Urta kæpir/28–29
ÞORSKKVÓTI næsta fiskveiðiárs verður 205
þúsund tonn, 4 þúsund tonnum minni en á yf-
istandandi fiskveiðiári, samkvæmt tillögum
Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan
heildarafla á næsta ári. Skerðingin helgast
fyrst og fremst af því að þorskurinn fær
minna af loðnu að borða en áður. Ýsustofninn
braggast hinsvegar sem aldrei fyrr og ufsa-
stofninn er á hraðri uppleið.
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir að
meðalþyngd þorsks árið 2003 hafi minnkað
verulega frá árinu 2002 og sé mun minni en
gert hafi verið ráð fyrir. Líklegt er að lækkun
meðalþyngdar megi rekja til minna magns
loðnu á útbreiðslusvæði þorsks. Vegna
breyttra umhverfisskilyrða í hafinu í kringum
landið hafi atferli loðnu breyst til muna og
misheppnaðar mælingar á loðnustofninum
undanfarin misseri skapi verulega óvissu um
framtíð þorskstofnsins.
Breytt umhverfisskilyrði eru aftur á móti
talin koma stofnum ýsu og ufsa mjög til góða,
Hafrannsóknastofnunin leggur til að ýsukvóti
næsta fiskveiðiárs verði aukinn um 15 þúsund
tonn eða í 90 þúsund tonn og ufsakvótinn
verði 70 þúsund tonn sem er 20 þúsund tonn-
um meira en á yfirstandandi fiskveiðiári.
Stofnunin segir hins vegar ástand grálúðu-
stofnsins mjög slæmt og hann sé í sögulegu
lágmarki. Hún leggur því til að dregið verði úr
sókn í stofninn og kvóti næsta árs verði 15
þúsund tonn, að afla útlendinga meðtöldum.
Þá leggur stofnunin til að dregið verði úr veiði
á steinbít um 3 þúsund tonn.
Ekki áhrif á útflutningstekjur
Greiningardeild Landsbankans segir að til-
lögur Hafrannsóknastofnunar um aflamark í
þorski, ýsu, ufsa og grálúðu á næsta fiskveiði-
ári feli í sér aukningu um rúm 7 þúsund þorsk-
ígildistonn, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að
þorskaflamark verði 4 þúsund tonnum minna
en á yfirstandandi ári. Greiningardeild KB
banka segir að í heild sé líklegt að áhrif á út-
flutningstekjur sjávarútvegsins í heild verði
ekki veruleg en breytingar á kvótaúthlutun
eftir tegundum muni koma misjafnlega við
einstök sjávarútvegsfyrirtæki og skerðingin
muni hafa nokkur áhrif á arðsemi þeirra fyr-
irtækja sem eru háð þorskveiðum.
Lagt til að þorskkvótinn verði minnkaður um 4 þúsund tonn milli ára
Minna framboði fæðu
í sjónum um að kenna
Mikil óvissa/10
„AUÐVITAÐ væri
skemmtilegra að fá að
veiða meira af þorski. En
við verðum víst að trúa
fiskifræðingunum og ef
þorskurinn fær of lítið að
éta er skynsamlegt að
veiða ekki meira af hon-
um,“ segir Eiríkur Jóns-
son, skipstjóri á ísfisktogaranum Sturlaugi Haraldssyni AK.
Eiríkur segir það hinsvegar ánægjulegt að leyfð sé meiri
veiði á ýsu og ufsa. „Það var löngu tímabært. Menn hafa ver-
ið í stökustu vandræðum vegna þess að þeir hafa ekki nægi-
legan kvóta í þessum tegundum. Aftur á móti hefði ég viljað
sjá verulegan niðurskurð á gullkarfakvótanum. Við höfum
verið mikið á karfaveiðum og það hefði mátt skerða karfa-
kvótann fyrir löngu. Djúpkarfastofninn er sömuleiðis mjög
lélegur. Ég man ekki eftir eins slæmu ástandi á þessum
stofnum og sennilega er gullkarfastofninn, ásamt kannski
grálúðustofninum, sá stofn á Íslandsmiðum sem er kominn
nálægt hættumörkum. Ég skil ekki hvers vegna Hafrann-
sóknastofnunin grípur ekki inn, við höfum bent fiskifræðing-
unum á þetta í mörg ár en það er ekkert gert,“ segir Eiríkur.
Of mikill karfakvóti
Í YFIRLÝSINGU sem birt var á
vefsíðu í nafni al-Qaeda í gær er boð-
að að vestræn flugfélög verði aðal-
skotmark samtakanna á næstunni.
Yfirlýsingin birtist á vefsíðu ísl-
amista sem er þekkt fyrir að birta
slík skilaboð. Undir hana er ritað „al-
Qaeda á Arabíuskaganum“.
Í yfirlýsingunni er ítrekað vísað til
„krossfara“, sem á máli herskárra
múslima stendur fyrir allt vestrænt
fólk. Varað er við því að „allt sem
tengist þessum krossförum – svo
sem byggingar, herstöðvar og sam-
göngutæki, einkum og sér í lagi vest-
ræn og bandarísk flugfélög – verða
bein skotmörk næstu aðgerða í hinu
heilaga stríði sem, með Guðs hjálp,
ekkert mun aftra okkur frá að heyja,
sérstaklega ekki í nánustu framtíð.“
Hryðjuverkamenn úr röðum her-
skárra múslima hafa staðið að öldu
árása í Sádi-Arabíu að undanförnu.
Al-Qaeda
hótar flug-
félögum
Kaíró. AP.
NORSK yfirvöld hyggjast brátt
bjóða dæmdum kynferðisafbrota-
mönnum upp á þann kost að und-
irgangast hormónameðferð sem
bælir kynhvöt þeirra, í þeim tilgangi
að minnka líkur á að þeir gerist aftur
brotlegir eftir að afplánun lýkur. Í
Danmörku hefur slík meðferð verið í
boði síðan árið 1989 og mun enginn
þeirra 25 dæmdu nauðgara og
barnaníðinga sem þar hafa hlotið
meðferðina gerzt brotlegir á ný.
Dagsavisen greinir frá því í gær að
fjórir dæmdir kynferðisafbrotamenn
í Noregi hafi þegar lýst sig reiðu-
búna að gangast undir meðferðina.
Níðingar
í hormóna-
meðferð
ERINDREKAR í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna sögðust í gærkvöld
eiga von á því að samkomulag næðist
í dag um nýja ályktun ráðsins um
Íraksmál eftir að
fulltrúar Banda-
ríkjanna og Bret-
lands féllust á
málamiðlun um
breytingar á álykt-
unardrögunum.
Áður hafði litið
út fyrir að átaka-
fundur væri framundan, þar sem í
þeirri uppfærðu mynd ályktunar-
draganna sem Bandaríkjamenn og
Bretar lögðu fram í gær var ekki
gert ráð fyrir því að íraska stjórnin
hefði vald til að hindra vissar aðgerð-
ir setuliðsins eins og Frakkar höfðu
lagt til, en þeir hafa neitunarvald í
ráðinu. Lakhdar Brahimi, fulltrúi SÞ
í Írak, tjáði ráðinu í gær að trúverð-
ugar kosningar yrðu ekki haldnar
þar fyrr en í fyrsta lagi vorið 2005.
Sátt um
Íraksályktun
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Lakhdar Brahimi
♦♦♦
♦♦♦
STOFNAÐ 1913 155. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is