Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 2

Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 205.000 TONNA KVÓTI Þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verður 205 þúsund tonn, 4 þúsund tonnum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári, samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla á næsta ári. Skerðingin helgast fyrst og fremst af því að þorskurinn fær minna af loðnu en áður. Ýsustofninn braggast hinsvegar sem aldrei fyrr og ufsa- stofninn er á hraðri uppleið. Þjóðaratkvæði rætt Rætt verður um fyrirkomulag og undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlafrumvarpsins á ríkis- stjórnarfundi og á fundi forystu- manna stjórnarflokkanna með for- mönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Þá má gera ráð fyrir að nefnd lögfróðra manna, sem mun undirbúa framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar, verði skipuð í dag. Hóta flugfélögum Í yfirlýsingu, sem birt var á vef- síðu í nafni al-Qaeda í gær, er boðað að vestræn flugfélög verði aðal- skotmark hryðjuverkasamtakanna á næstunni. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð „al-Qaeda á Arabíuskag- anum“, er sagt að vestræn flugfélög verði næstu skotmörk í „heilögu stríði“ gegn „krossförum“. Haukur verðlaunaður Haukur Tómasson tónskáld hlýt- ur tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir óperuna „Fjórði söngur Guðrúnar“. Haukur er fjórði Íslend- ingurinn sem hlýtur verðlaunin, en þau nema um fjórum milljónum kr. Skattrannsókn Gaums lokið Skattrannsóknarstjóri hefur skil- að Fjárfestingafélaginu Gaumi frumskýrslu vegna skattrannsóknar á tímabilinu 1998–2003 og hefur fé- lagið þrjár vikur til að koma and- mælum sínum á framfæri. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Umræðan 26/27 Erlent 14/16 Minningar 32/37 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 18/20 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Kvikmyndir 48 Landið 22 Fólk 48/53 Neytendur 23 Bíó 50/53 Listir 24 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir „Sumar- blaðið”. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÖLÞJÓÐLEG æfing sprengju- eyðingarsveita undir heitinu „Nort- hern Challenge“ verður haldin hér- lendis frá 30. ágúst til 3. september. Þetta er í þriðja skipti sem slík æfing er haldin en Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár skipulagt æfingarn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni mun æfingin að þessu sinni snúast um viðbrögð við hryðju- verkasprengingum og skemmdar- verkum. Þegar hafa sjö sveitir sprengjusérfræðinga frá Atlantshafs- bandalaginu tilkynnt þátttöku og hafa meðferðis nýjustu tæki til sprengju- eyðingar, þ.á m. eina nýjustu gerð vélmenna sem notuð eru í þessum til- gangi. Æfingin verður haldin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Sérstök áhersla verður lögð á það verkefni að tryggja hafnarsvæði gegn hugsan- legri vá sem stafar af sprengjum og hryðjuverkum. Yfirmennn sprengju- deilda danska og norska sjóhersins munu sjá um þann þátt æfingarinnar. Viðbrögð æfð við sprengingum hryðjuverkamanna Í HAUST verður efnt til íslenskrar menningarkynningar í París og víð- ar í Frakklandi. Þetta mun vera um- fangsmesta menningarkynning sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlend- is. Kynningin verður tvíþætt. Annars vegar verður vísindakynning þar sem árangri Íslendinga á sviði eld- fjallafræði, haffræði, jarðhitafræði, erfðafræði, orku- og vetnisfram- leiðslu verður lýst. Hins vegar verð- ur efnt til margs konar viðburða á listasviðinu; í myndlist, tónlist, bók- menntum, leiklist og kvikmyndum. Gert er ráð fyrir að á annað hundrað íslenskra listamanna komi fram og að vísindakynningin verði sú vegleg- asta sem Íslendingar hafa efnt til. Áætlaður kostnaður um 80 milljónir Að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra hefur undirbúningur kynning- arinnar staðið lengi. „Þessi ákvörð- un var í raun innsigluð á fundi menningarmálaráðherra landanna árið 2001 en endanlega var það for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, og forseti Frakklands, Jacques Chirac, sem ákváðu að efna til þessarar stórbrotnu og metnaðarfullu menn- ingarkynningar á fundi sínum í Frakklandi í apríl 2001,“ segir Þor- gerður Katrín. Ýmsir aðilar koma að undirbún- ingi kynningarinnar en áætlað er að kostnaður hér á landi verði í kring- um 80 milljónir og þar af eru 50 milljónir á fjárlögum. Þar að auki koma ótal fyrirtæki, samtök og stofnanir að undirbúningi, bæði hér heima og í Frakklandi. Sveinn Einarsson verkefnisstjóri segir það mikinn heiður fyrir Íslend- inga að fá að vera með slíka kynn- ingu í París. „Kynningin er byggð á samkomulagi milli þjóðanna tveggja. Það eru frönsk fyrirtæki, stofnanir eða félög sem taka í fóstur þá atburði sem við bjóðum upp á,“ segir Sveinn og bætir við að þá hafi þeir aðilar í raun valið verkefni sem þeir telja að eigi erindi til Parísar- búa. Sveinn segir jafnframt að við- burðirnir verði á góðum og virtum stöðum í París. T.d. verður vísinda- sýningin í vísindasafninu í París og lokatónleikar hátíðarinnar í Moga- dor-tónleikahöllinni. „Það var okkar markmið að ekki liði dagur án þess að einn viðburður prýddi þann dag en suma daga eru jafnvel tveir eða þrír viðburðir svo að þetta er fjöl- breytt og umfangsmikið,“ segir Sveinn. Sýningin hefst 27. septem- ber og lýkur 10. október. Efnt verður til kynningar á íslenskri menningu í Frakklandi Umfangsmesta menn- ingarkynningin til þessa Morgunblaðið/Jim Smart Sveinn Einarsson verkefnisstjóri, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Sigríður Á. Snævarr sendiherra kynntu fréttamönnum dagskrá menningarkynningarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. TIL stendur að flytja ísjaka frá Íslandi til Parísar í tengslum við hina viðamiklu íslensku menning- arkynningu sem haldin verður þar í haust. Að sögn Sigríðar Á. Snævarr, sendiherra í Frakklandi, líst hlut- aðeigandi Frökkum vel á hug- myndina. „Þetta yrði náttúrlega ekta ísjaki en ekki eitthvað sem hefur verið fryst í frystihúsi. Menn á Höfn í Hornafirði eru til- búnir í slaginn og Jöklaferðir að- stoða okkur við undirbúninginn. Ístak er tilbúið að taka jakann til Reykjavíkur og Samskip til í að flytja hann til Parísar,“ segir Sig- ríður og bætir við að ekki sé enn hægt að fullyrða um hvort jakinn rati alla leið til Parísar en að Íslendingar séu í það minnsta tilbúnir að taka þátt í flutn- ingnum. Ef allt gengur að óskum verður ísjakanum komið fyrir við vís- indasafnið í París en þar verður viðamikil kynning á árangri Ís- lendinga í ýmsum vísindagrein- um, s.s. eldfjallafræði og erfða- fræði. Ísjaki fluttur héðan til Parísar? BANASLYS varð á Þingvallavegi við Skálafellsaf- leggjara skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánu- dags, þegar öku- maður bifhjóls féll af hjóli sínu og lést samstundis. Tildrög slyss- ins eru í rannsókn lögreglunnar og munu hafa orðið með þeim hætti að ökumaðurinn ók aftastur í hópi átta bifhjólamanna þegar hann féll af hjóli sínu á annað bifhjól og þaðan á veginn með fyrrgreindum afleiðingum. Hinn látni hét Guðmundur Karl Gíslason, til heimilis á Aflagranda 27 í Reykjavík. Hann var fæddur 27. júní árið 1979 og var ókvæntur og barnlaus. Lést í bifhjólaslysi á Þingvallavegi tjaldi og boðið upp á grillaðar pylsur og ís handa öllum. Benedikt búálfur kom í heimsókn og búið var að setja upp hoppukastala. Tjaldað var í fal- legri náttúru og gestirnir nutu ýmist fegurðarinnar í skóginum eða skemmtu inni í tjaldinu. EINSTÖK börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, hélt sína árlegu sum- arhátíð í Hjalladal í Heiðmörk um nýliðna helgi. Með hátíðinni var botninn sleginn í formlegt vetr- arstarf félagsins. Slegið var upp Morgunblaðið/Golli Gaman á sumarhátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.