Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 205.000 TONNA KVÓTI Þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verður 205 þúsund tonn, 4 þúsund tonnum minni en á yfirstandandi fiskveiðiári, samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla á næsta ári. Skerðingin helgast fyrst og fremst af því að þorskurinn fær minna af loðnu en áður. Ýsustofninn braggast hinsvegar sem aldrei fyrr og ufsa- stofninn er á hraðri uppleið. Þjóðaratkvæði rætt Rætt verður um fyrirkomulag og undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlafrumvarpsins á ríkis- stjórnarfundi og á fundi forystu- manna stjórnarflokkanna með for- mönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Þá má gera ráð fyrir að nefnd lögfróðra manna, sem mun undirbúa framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar, verði skipuð í dag. Hóta flugfélögum Í yfirlýsingu, sem birt var á vef- síðu í nafni al-Qaeda í gær, er boðað að vestræn flugfélög verði aðal- skotmark hryðjuverkasamtakanna á næstunni. Í yfirlýsingunni, sem er undirrituð „al-Qaeda á Arabíuskag- anum“, er sagt að vestræn flugfélög verði næstu skotmörk í „heilögu stríði“ gegn „krossförum“. Haukur verðlaunaður Haukur Tómasson tónskáld hlýt- ur tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir óperuna „Fjórði söngur Guðrúnar“. Haukur er fjórði Íslend- ingurinn sem hlýtur verðlaunin, en þau nema um fjórum milljónum kr. Skattrannsókn Gaums lokið Skattrannsóknarstjóri hefur skil- að Fjárfestingafélaginu Gaumi frumskýrslu vegna skattrannsóknar á tímabilinu 1998–2003 og hefur fé- lagið þrjár vikur til að koma and- mælum sínum á framfæri. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12 Umræðan 26/27 Erlent 14/16 Minningar 32/37 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 18/20 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Kvikmyndir 48 Landið 22 Fólk 48/53 Neytendur 23 Bíó 50/53 Listir 24 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir „Sumar- blaðið”. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÖLÞJÓÐLEG æfing sprengju- eyðingarsveita undir heitinu „Nort- hern Challenge“ verður haldin hér- lendis frá 30. ágúst til 3. september. Þetta er í þriðja skipti sem slík æfing er haldin en Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár skipulagt æfingarn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni mun æfingin að þessu sinni snúast um viðbrögð við hryðju- verkasprengingum og skemmdar- verkum. Þegar hafa sjö sveitir sprengjusérfræðinga frá Atlantshafs- bandalaginu tilkynnt þátttöku og hafa meðferðis nýjustu tæki til sprengju- eyðingar, þ.á m. eina nýjustu gerð vélmenna sem notuð eru í þessum til- gangi. Æfingin verður haldin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Sérstök áhersla verður lögð á það verkefni að tryggja hafnarsvæði gegn hugsan- legri vá sem stafar af sprengjum og hryðjuverkum. Yfirmennn sprengju- deilda danska og norska sjóhersins munu sjá um þann þátt æfingarinnar. Viðbrögð æfð við sprengingum hryðjuverkamanna Í HAUST verður efnt til íslenskrar menningarkynningar í París og víð- ar í Frakklandi. Þetta mun vera um- fangsmesta menningarkynning sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlend- is. Kynningin verður tvíþætt. Annars vegar verður vísindakynning þar sem árangri Íslendinga á sviði eld- fjallafræði, haffræði, jarðhitafræði, erfðafræði, orku- og vetnisfram- leiðslu verður lýst. Hins vegar verð- ur efnt til margs konar viðburða á listasviðinu; í myndlist, tónlist, bók- menntum, leiklist og kvikmyndum. Gert er ráð fyrir að á annað hundrað íslenskra listamanna komi fram og að vísindakynningin verði sú vegleg- asta sem Íslendingar hafa efnt til. Áætlaður kostnaður um 80 milljónir Að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra hefur undirbúningur kynning- arinnar staðið lengi. „Þessi ákvörð- un var í raun innsigluð á fundi menningarmálaráðherra landanna árið 2001 en endanlega var það for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, og forseti Frakklands, Jacques Chirac, sem ákváðu að efna til þessarar stórbrotnu og metnaðarfullu menn- ingarkynningar á fundi sínum í Frakklandi í apríl 2001,“ segir Þor- gerður Katrín. Ýmsir aðilar koma að undirbún- ingi kynningarinnar en áætlað er að kostnaður hér á landi verði í kring- um 80 milljónir og þar af eru 50 milljónir á fjárlögum. Þar að auki koma ótal fyrirtæki, samtök og stofnanir að undirbúningi, bæði hér heima og í Frakklandi. Sveinn Einarsson verkefnisstjóri segir það mikinn heiður fyrir Íslend- inga að fá að vera með slíka kynn- ingu í París. „Kynningin er byggð á samkomulagi milli þjóðanna tveggja. Það eru frönsk fyrirtæki, stofnanir eða félög sem taka í fóstur þá atburði sem við bjóðum upp á,“ segir Sveinn og bætir við að þá hafi þeir aðilar í raun valið verkefni sem þeir telja að eigi erindi til Parísar- búa. Sveinn segir jafnframt að við- burðirnir verði á góðum og virtum stöðum í París. T.d. verður vísinda- sýningin í vísindasafninu í París og lokatónleikar hátíðarinnar í Moga- dor-tónleikahöllinni. „Það var okkar markmið að ekki liði dagur án þess að einn viðburður prýddi þann dag en suma daga eru jafnvel tveir eða þrír viðburðir svo að þetta er fjöl- breytt og umfangsmikið,“ segir Sveinn. Sýningin hefst 27. septem- ber og lýkur 10. október. Efnt verður til kynningar á íslenskri menningu í Frakklandi Umfangsmesta menn- ingarkynningin til þessa Morgunblaðið/Jim Smart Sveinn Einarsson verkefnisstjóri, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Sigríður Á. Snævarr sendiherra kynntu fréttamönnum dagskrá menningarkynningarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. TIL stendur að flytja ísjaka frá Íslandi til Parísar í tengslum við hina viðamiklu íslensku menning- arkynningu sem haldin verður þar í haust. Að sögn Sigríðar Á. Snævarr, sendiherra í Frakklandi, líst hlut- aðeigandi Frökkum vel á hug- myndina. „Þetta yrði náttúrlega ekta ísjaki en ekki eitthvað sem hefur verið fryst í frystihúsi. Menn á Höfn í Hornafirði eru til- búnir í slaginn og Jöklaferðir að- stoða okkur við undirbúninginn. Ístak er tilbúið að taka jakann til Reykjavíkur og Samskip til í að flytja hann til Parísar,“ segir Sig- ríður og bætir við að ekki sé enn hægt að fullyrða um hvort jakinn rati alla leið til Parísar en að Íslendingar séu í það minnsta tilbúnir að taka þátt í flutn- ingnum. Ef allt gengur að óskum verður ísjakanum komið fyrir við vís- indasafnið í París en þar verður viðamikil kynning á árangri Ís- lendinga í ýmsum vísindagrein- um, s.s. eldfjallafræði og erfða- fræði. Ísjaki fluttur héðan til Parísar? BANASLYS varð á Þingvallavegi við Skálafellsaf- leggjara skömmu eftir miðnætti að- faranótt mánu- dags, þegar öku- maður bifhjóls féll af hjóli sínu og lést samstundis. Tildrög slyss- ins eru í rannsókn lögreglunnar og munu hafa orðið með þeim hætti að ökumaðurinn ók aftastur í hópi átta bifhjólamanna þegar hann féll af hjóli sínu á annað bifhjól og þaðan á veginn með fyrrgreindum afleiðingum. Hinn látni hét Guðmundur Karl Gíslason, til heimilis á Aflagranda 27 í Reykjavík. Hann var fæddur 27. júní árið 1979 og var ókvæntur og barnlaus. Lést í bifhjólaslysi á Þingvallavegi tjaldi og boðið upp á grillaðar pylsur og ís handa öllum. Benedikt búálfur kom í heimsókn og búið var að setja upp hoppukastala. Tjaldað var í fal- legri náttúru og gestirnir nutu ýmist fegurðarinnar í skóginum eða skemmtu inni í tjaldinu. EINSTÖK börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, hélt sína árlegu sum- arhátíð í Hjalladal í Heiðmörk um nýliðna helgi. Með hátíðinni var botninn sleginn í formlegt vetr- arstarf félagsins. Slegið var upp Morgunblaðið/Golli Gaman á sumarhátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.