Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
-ráð dagsins
Hægt er að ná ryki úr gítar með því að setja
þurr hrísgrjón inn í kassann og gegnum opið. Hristið
varlega, snúið gítarnum við og hellið grjónunum úr.
Rannsóknarleiðangur
Jöklarannsóknafélagsins
Mæla hæsta
tind Íslands
að nýju
FÉLAGAR í Jöklarannsóknafélagi
Íslands eru þessa dagana í árlegum
rannsóknarleiðangri á Vatnajökli.
Meðal verkefna rannsóknarmanna
er að mæla nákvæma hæð Hvanna-
dalshnúks, en nú eru 100 ár liðin
frá því J. P. Koch og félagar mældu
hæð hans í fyrsta sinn, og sögðu
hann 2.119 metra háan.
Umhverfisráðherra, Siv Friðleifs-
dóttir, er með í för, og munu fé-
lagsmenn í Jöklarannsóknafélaginu
sýna ráðherranum jökulinn, meðal
annars í kjölfar hugmynda um
stofnun þjóðgarðs á Vatnajökli. Að
sögn Magnúsar Tuma Guðmunds-
sonar, formanns Jöklarannsókna-
félagsins, eru í hópnum bæði sjálf-
boðaliðar og vísindamenn á þessu
sviði. Hópurinn dvelur í bækistöð
félagsins á Grímsfjalli. „Við höfum
til dæmis farið í Grímsvötn og
kannað aðstæður þar, og einnig
mælt ísskrið á nokkrum stöðum,“
sagði Magnús Tumi í samtali við
Morgunblaðið.
Farið á hnúkinn
til mælinga
Í gærdag fór hópurinn, ásamt
umhverfisráðherra, á Hvannadals-
hnúk og mældi hæð hans með GPS-
tækni. Veður hefur leikið við rann-
sóknarhópinn, og segir Magnús
Tumi það ekki nema á nokkurra
ára fresti sem svo vel vilji til með
veður þegar farið er á Hvannadals-
hnúk.
„Fyrir hundrað árum, þegar
Koch og félagar hans mældu hnúk-
inn, fengu þeir töluna 2.119 metrar,
og sú tala hefur komist í allar
kennslubækur. Nú eru mælingar
mun nákvæmari, og okkur langaði
að sjá hver hæð hnúksins væri
núna,“ sagði Magnús Tumi. Hann
segir niðurstöðu mælinganna að
vænta innan tveggja vikna.
Magnús segir að hafa beri í huga
að hæð hnúksins sé breytileg, enda
toppurinn hjarnfönn sem breytist
ár frá ári. „Hæðina er því ekki
hægt að mæla endanlega, heldur
breytist hún um nokkra metra milli
ára. Við gerum þó mælinguna nú á
sama árstíma og gert var fyrir 100
árum.“
ÓPERAN „Fjórði söngur Guðrún-
ar“ var frumflutt í Kaupmannahöfn
árið 1996, en borgin var þá menn-
ingarhöfuðborg Evrópu. Danski
leikmyndahöfundurinn Louise
Beck átti frumkvæði að samningu
óperunnar. Beck var viðstödd þeg-
ar tilkynnt var um verðlaunaveit-
inguna í Kaupmannahöfn í gær og
lýsti því hvernig hún hefði fengið
hugmyndina að óperunni þegar
hún kom inn í gamla, friðlýsta
skipakví við Holmen í Kaupmanna-
höfn fyrir rúmum tíu árum. Skipa-
kvíin hafði legið ónotuð í um hálfa
öld, en Beck heillaðist af mosa-
grónu granítinu sem skipin höfðu
legið á og krafti vatnsins fyrir ut-
an.
Beck fannst að þetta svið kallaði
á tónskáld sem hefði tilfinningu
fyrir náttúruöflunum í norðri og
leitaði því að Íslendingi. Hún
heyrði eitt verka Hauks Tómasson-
ar og ákvað að hafa samband við
hann. „Þegar ég talaði við hann í
síma undraðist ég hvernig svona
rólegur maður gæti samið svo
kraftmikið verk. Ég ákvað því
strax að fljúga til Íslands og hitta
hann í eigin persónu, og sá að
Haukur hafði yfir sér mikla ró, en
að undir yfirborðinu leyndist eld-
fjall.
Beck og Haukur unnu í tvö ár að
verkinu með enska leikstjóranum
Lucy Baily og danska textahöfund-
inum Peter Laugesen. Haukur
segir að þessi vinna hafi verið mik-
ið ævintýri. „Yfirleitt þegar ég fæ
pöntun um verk sit ég einn heima
og geng nokkurn veginn frá því áð-
ur en ég skila því af mér til tónlist-
armannanna. Í þetta sinn tók ég
þátt í mótun verksins á öllum stig-
um og það var mikils virði.“
Efni óperunnar er sótt í Eddu-
kvæði, í sögu Guðrúnar Gjúkadótt-
ur. Haukur segir að hann hafi
heillast af textanum. „Um tíma var
rætt um að þýða hann á dönsku, en
mér fannst algert skilyrði að haldið
yrði í íslenskuna vegna þess hversu
glæsilegt málfarið er og hrynjand-
in. Ég hugsaði líka til þess að tón-
listin yrði kannski flutt á Íslandi
síðar, og að erfitt yrði að laga tón-
listina að íslenskunni ef hún væri
upprunalega samin við danskan
texta.“
Dýr og viðamikil uppsetning
Uppsetningin var mikið verk, og
nærri 250 manns unnu að undir-
búningi hennar. Kostnaður var
áætlaður um 90 milljónir íslenskra
króna. Vatn gegndi stóru hlutverki
í sýningunni. Gestir voru ferjaðir á
báti yfir að skipakvínni, og jafn-
framt var vatni hleyp inn í skipa-
kvína meðan á sýningunni stóð.
Óperan var frumsýnd 24. júlí
1996 og uppselt var á allar sýn-
ingar. Hún fékk góða dóma í fjöl-
miðlum og þótti vera einn af há-
punktum menningarársins.
Árið eftir var tónlistin hljóðrituð
í Víðistaðakirkju með söngvurum
úr sýningunni, tónlistarhópnum
Caput og norska stjórnandanum
Christian Eggen. Diskurinn hlaut
góðar viðtökur og var meðal ann-
ars valinn einn af fimm bestu disk-
um ársins 1998 af gagnrýnanda
tónlistartímaritsins Grammo-
phone.
Tilnefndur í þriðja sinn
Haukur hefur tvisvar áður verið
tilnefndur til tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs, fyrir verkið
Spíral árið 1996 og árið 2000 fyrir
Fiðlukonsert.Hann er fjórði Ís-
lendingurinn sem hlýtur verðlaun-
in, en áður hafa Björk Guðmunds-
dóttir, Hafliði Hallgrímsson og Atli
Heimir Sveinsson hlotið þau.
Verðlaunin voru fyrst veitt árið
1965, en í fyrstu aðeins annað hvert
ár. Nú eru þau til skiptis veitt höf-
undum og flytjendum tónlistar.
Þau nema um fjórum milljónum ís-
lenskra króna og verða afhent í
tengslum við Norðurlandaráðsþing
í Stokkhólmi í nóvember.
Árlega eru þrettán tónskáld eða
tónlistarmenn tilnefndir til verð-
launanna, tveir frá hverju Norður-
landanna, og einn frá Færeyjum,
Grænlandi og Álandseyjum. Auk
Hauks var Þórður Magnússon tón-
skáld tilnefndur til verðlaunanna
fyrir Íslands hönd að þessu sinni
fyrir verkið „Ó Jesú eðla blómi“.
Aldrei verið mikill
óperuaðdáandi
Haukur hafði lítið unnið að söng-
verkum áður en hann hófst handa
við „Fjórða söng Guðrúnar“ og
ekki haft mikinn áhuga á klassísk-
um óperum. „Ég hef aldrei verið
mikill óperuaðdáandi, og mig hafði
aldrei dreymt um að semja óperu,“
segir Haukur.
Haukur segist enn hafa jafnlít-
inn áhuga á að semja verk til flutn-
ings í hefðbundnu óperuhúsi, en
hins hefur hann kannað mögu-
leikana á að finna samstarfsfólk og
efni í aðra óhefðbundna óperu, en
að það hafi aldrei „smollið saman“.
„Mér finnst erfitt að finna texta
sem mig langar til að semja tónlist
við. Helst finnst mér að hann þurfi
að vera um stóru spurningarnar –
ástina, dauðann og guð.“
Ólíklegt að óperan
verði sett upp á Íslandi
Haukur er ekki mjög vongóður
um að hægt verði að setja óperuna
„Fjórða söng Guðrúnar“ upp á Ís-
landi. „Það þyrfti að vera eitthvert
stórt, hrátt, yfirbyggt svæði, en ég
á erfitt með að sjá fyrir mér að
hægt verði að nota vatnið með
sama hætti og var gert í Kaup-
mannahöfn. Það yrði mikil vinna að
laga verkið og breyta til samræmis
við aðrar aðstæður“.
Haukur hefur nýlega lokið verki
fyrir Orkester Norden, sem er
hljómsveit tónlistarnema frá öllum
norrænu ríkjunum. Hann hefur
einnig í hyggju að semja verk fyrir
danska söngkonu sem á sínum tíma
tók þátt í uppfærslunni á „Fjórða
söng Guðrúnar“. Einnig stendur til
að hann semji verk fyrir kór.
Haukur segir að tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs séu mikil-
væg viðurkenning, en hann efast
um að þau hafi mikið að segja á al-
þjóðavettvangi utan Norðurlanda.
Hann segist vonast til þess að verð-
launin verði til þess að vekja at-
hygli á honum á Norðurlöndum
þannig að tónlistarhópar taki eldri
verk hans til flutnings og panti ný.
Verðlauna-
verkið frum-
flutt í skipakví
Haukur Tómasson tónskáld hlýtur tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004
fyrir óperuna „Fjórði söngur Guðrúnar“,
sem frumflutt var í friðlýstri skipakví fyrir
átta árum. Helgi Þorsteinsson sat fjölsótt-
an blaðamannafund í Kaupmannahöfn þar
sem tilkynnt var um verðlaunaveitinguna.
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
Danski leikmyndahönnuðurinn Louise Beck fékk Hauk Tómasson til liðs
við sig fyrir tíu árum til að setja upp óperu í gamalli skipakví.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
opnaði í gær sögusýningu í útibúi
Íslandsbanka í Lækjargötu, í til-
efni aldarafmæli bankans, en Ís-
landsbanki gamli hóf störf 7. júní
1904. Sýningin er haldin í öllum 28
útibúum bankans víðs vegar um
landið og stendur til 9. júlí.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segir að öllum sé
nauðsynlegt að þekkja uppruna
sinn „því þykir okkur við hæfi að
rifja upp aldarlanga fjármálasögu
bankans á þessum tímamótum,
sögu sem sýnir að við sem skipum
Íslandsbankasveitina í dag stönd-
um traustum fótum íslensku at-
vinnu- og fjármálalífi og byggjum
á traustum grunni og áratuga
reynslu fyrirrennara okkar.“
Slegið á létta strengi
Davíð Oddsson ávarpaði sam-
komuna og sagði að þetta væri
bæði merkileg og hátíðleg stund í
sögu lands og þjóðar. Hann sló á
létta strengi með því að lesa
gamla úttekt bankans þar sem út-
listaðar voru eigur bankans, allt
frá eikarborði til hrákadalla.
Hann fór stuttlega yfir sögu bank-
ans og stjórnmála og minntist á
það að árið 1909 hefði Hannes
Hafstein hætt sem ráðherra og
gerst einn af bankastjórum Ís-
landsbanka. „Þetta er rétt að hafa
í huga þegar menn hætta svona
störfum,“ sagði Davíð og vísaði til
þeirrar umræðu sem verið hefur
um framtíð hans eftir að hann vík-
ur sem forsætisráðherra. Bjarni
Ármannsson sló einnig á létta
strengi og sagðist vera „mun
órórri“ eftir ræðu Davíðs og „hans
framtíðaráform.“
Forsætisráðherra opnar sögusýningu í Íslandsbanka
Merkileg
og hátíð-
leg stund
Morgunblaðið/ÞÖK
Kátt var á hjalla við opnun sögusýningar Íslandsbanka í Lækjargötu í gær.
Davíð Oddsson forsætisráðherra var á meðal gesta og opnaði sýninguna.
LÖGREGLAN á Ísafirði handtók
mann fyrir að hafa hnífa á lofti er
hann deildi við annan mann seint á
sunnudagskvöld.
Maðurinn, sem var ölvaður er at-
vikið átti sér stað, var vistaður í
fangageymslu lögreglunnar þar til í
gær. Lögreglan segir að málið sé lit-
ið alvarlegum augum þar sem vopn
voru til staðar.
Hnífunum var þó ekki beitt og
enginn slasaðist.
Með hnífa á lofti á Ísafirði