Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 18

Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunverðarfundur | Solar- plexus á Akureyri efnir til morg- unverðarfundar á Fiðlaranum á morgun, miðvikudag frá kl. 8.30 til 10. Þar verður kynnt heilbrigðis- og öryggisráðgjöf í fyrirtækjum. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra er gestur fundarins, en einnig talar Anna María Malm- quist framkvæmdastjóri Sol- arplexus á Akureyri, Áshildur Sísý Malmquist heilbrigðisráðgjafi og Lovísa Ólafsdóttir framkvæmda- stjóri Solarplexus. Fyrirtækið sér m.a. um ráðgjöf við uppbyggingu heilsueflingar á vinnustað, hönnun vinnuumhverfis og val á húsbúnaði. Áhersla er lögð á forvarnarstarf til að fyrirbyggja þróun andlegra og líkamlegra álagseinkenna. STOFNAÐ hefur verið á Akureyri fyrirtæki sem ber heitið Greiningar- þjónustan Promat og er starfsstöð þess nú að Glerárgötu 36 í húsnæði sem áður tilheyrði þjónustusviði Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Rf. Gert er ráð fyrir að starfsemin flytjist næsta haust í Sjafnarhúsið, að sögn Jóns Jóhannessonar, forstöðu- manns Promats, en þar hefur ágæt aðstaða undir starfsemina verið leigð. Starfsemi fyrirtækisins var kynnt nú í vikunni og kom þá fram í máli Jakobs Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra líftæknifyrirtækisins Prokaria, að auk þess félags væri Samherji einn eigenda Promats,e n rannsóknastofa Strýtu mun renna inn í hið nýstofnaða fyrirtæki. Þá standa yfir viðræður við fleiri félög á Akureyri og nágrenni um þátttöku í starfsemi fyrirtækisins. Reksturinn er, að sögn Jakobs, reistur á grunni starfsemi þjónustu- sviðs Rf. á Akureyri, sem ákveðið var að leggja niður af samkeppnis- ástæðum síðastliðinn vetur. „Við sáum þarna gott tækifæri þegar hið opinbera ákvað að draga sig út úr þessum rekstri og færa starfsemina yfir á almennan markað,“ sagði Jak- ob, en hann nefndi að áætlað væri að markaður fyrir rannsóknir og þjón- ustugreiningar velti um 400 milljón- um króna árlega. Sem stendur rekur ríkið nú fjölmargar rannsóknarstofur, sem selja örveru- og efnagreinar á al- mennum markaði. „Þetta er talsvert stór markaður og vaxandi. Við sjáum í honum fjölmörg tækifæri,“ sagði Jak- ob. Ástæðu þess að fyrirtækið er með starfsemi sína á Akureyri sagði hann m.a. vera þá að nýta brotthvarf Rf af markaðnum og þá væri á svæðinu öfl- ugur fiskiðnaður og önnur matvæla- framleiðsla. Eins væri fyrir hendi starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði og það hefði góð tengsl við matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið mun í fyrstu einbeita sér að því að veita fiskvinnslu- og mat- vælafyrirtækjum greiningarþjónustu, en markmiðið er svo að byggja upp starfsemi sem sérhæfir sig í hátækni- lausnum á sviði matvælaframleiðslu. Promat mun með samstarfi við Prok- aria hafa aðgang að erfðagreiningar- tækni til nákvæmrar greingar og frekari þróunar á sviði rannsókna fyr- ir matvælaiðnað. Fyrst um sinn verða starfsmenn Promat fjórir. Kostnaður við stofnun fyrirtækisins er um 20 milljónir króna. Greiningarþjónustan Promat stofnuð Sækir inn á markað sem ríkið hafði áður PÁLL Steingrímsson, formaður sjó- mannadagsráðs Akureyrar, ræddi meðal annars um byggðakvóta, línu- ívilnun og stórútgerðir í ávarpi við hátíðarhöldin á sjómannadaginn og þá gagnrýndi hann Vestfirðinga harðlega. Páll sagðist oft velta því fyrir sér, sem Akureyringur, „hversu lengi eigi að refsa okkur fyrir að hafa tvö vel rekin útgerðarfélög hér og hvort Vestfirðir séu eina lands- byggðin.“ Formaðurinn sagðist telja byggða- kvóta og línuívilnun handaflsaðgerðir stjórnvalda til að taka kvóta „frá þeim er hafa staðið sig vel í rekstri fyrirtækja og færa til þeirra byggð- arlaga sem eru búin að selja frá sér allan kvóta eða hafa ekki haft stjórn- endur sem hafa getað rekið sín fyr- irtæki. Mér sýnist að fyrir atbeina stjórnmálamanna eigi þessi byggð- arlög að fá annað tækifæri í nafni smábátaútgerðar, ef smábáta skyldi kalla því um er að ræða báta með allt að 600 hestafla vélar.“ Páll sagðist ekki telja eðlilegt undir nokkrum kringumstæðum að sífellt væri verið að breyta leikreglum í sjávarútvegi. „Þegar grannt er skoð- að kemur í ljós að flestar hugmyndir um uppskurð á leikreglunum í sjávar- útvegi eru frá Vestfirðingum komnar. Hafa ber í huga að það voru einmitt Vestfirðingar sem fengu á sínum tíma nokkur hundruð milljónir króna til atvinnuuppbyggingar. En þeir fjár- munir virðast ekki hafa dugað til. Ég minnist þess ekki að stjórnvöld hafi gripið til einhverra sértækra aðgerða þegar Sambandsverksmiðjurnar hér á Akureyri fóru á hausinn og atvinnu- ástandið var mjög bágborið í kjölfar- ið.“ Hann sagði að haldinn hefði verið „frægur línuívílnunarfundur á Ísa- firði, sem ætti að vera minnst fyrir hversu fáir mættu miðað við fjöl- miðlafárið í kringum hann. En þessi fundur dugði þó til þess að enn einu sinni var framkvæmd ósanngjörn breyting á kerfinu fyrir Vestfirðinga, sem var réttlæt með því að verið væri að halda byggð í landinu. Í það minnsta lét Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar – félags smábáta- eigenda í Ísafjarðarsýslum, hafa slíkt eftir sér. Þessi sami Guðmundur Halldórsson seldi frá sér kvótann fyr- ir milljónatugi til Vestmannaeyja.“ Svo mikið er víst, sagði Páll, „að sí- felldar misviturlegar stjórnvalds- aðgerðir í sjávarútvegi hafa kostað margan sjómanninn hér á Eyjafjarð- arsvæðinu vinnuna. Mér finnst það skrýtin hagfræði að flytja kvóta frá mönnum sem hafa í tímans rás greitt sína skatta og skyldur til samfélags- ins til manna sem eru í því að komast hjá því að borga gjöld til samfélagsins og láta síðan útlendinga vinna fiskinn, sem senda laun sín úr landi.“ Formaður sjómannadagsráðs Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tryggvi Ingimarsson sjómaður, t.v., og Páll Halldórsson, fyrrver- andi þyrluflugstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, voru heiðraðir. Eru Vestfirðir eina landsbyggðin? Reykjavík | Skeljungur hlaut um- hverfisviðurkenningu Reykjavík- urborgar sem afhent var í áttunda sinn á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna sl. föstudag. Alls bárust 13 tilnefningar og voru þrjú fyrirtæki heimsótt; Glitur ehf. og Eimskip hf. auk Skeljungs. Í áliti starfshóps sem skipaður var af Umhverfis- og heil- brigðisstofu segir að öll fyrirtækin þrjú hafi sýnt lofsverða viðleitni í starfi að umhverfismálum. Við mat og heimsóknir hafi komið í ljós að eitt fyrirtækið hafi borið af, sér- staklega er varðar framtíðarsýn í umhverfismálum og framlög til verkefna er miða m.a. að sjálfbærri þróun. Segir um Skeljung að fyr- irtækið hafi m.a. tekið þátt í svo- nefndu „vetnisverkefni“ sem hafi hlotið mikla athygli hér á landi og erlendis. Þórólfur Árnason borgarstjóri af- henti Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, viðurkenn- inguna í Höfða og var myndin tekin við það tækifæri. Á myndinni með þeim er starfsfólk frá Skeljungi. Fyrirtæki sem áður hafa hlotið umhverfisviðurkenningu Reykjavík- urborgar eru: Prenstsmiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvakur – út- gáfufélag Morgunblaðsins, Hjá Guð- jóni Ó prentsmiðja, Mjólkursam- salan, Farfuglaheimilið í Reykjavík og Umslag ehf. Skeljungur hlaut verðlaunin Morgunblaðið/Eggert Reykjavík | Starfsviðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir starfsárið 2003 féll Landupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar, LUKR, í skaut. LUKR er samstarfsverkefni um- hverfis- og tæknisviðs, skipulags- og byggingarsviðs, Orkuveitunnar og Símans um rafrænan kortagrunn af Reykjavík sem tengdur er margvís- legum upplýsingum úr gagnagrunn- um á borð við Þjóðskrá og Fast- eignamat ríkisins. Í fyrra voru 15 ár liðin frá stofnun LUKR en grunnurinn nýtist m.a. stjórnendum á ýmsum stofnunum borgarinnar vegna kortagerðar og við almenna upplýsingaöflun. Svonefnd Borgarsjá sækir upp- lýsingar úr LUKR og tvinnar sam- an við fleiri gagnagrunna. Þá er ótalin 8–12 þúsund gestir Borgarvefsjá, vefútgáfa Borgar- sjár, sem er opin almenningi og fær um 8–12 þúsund heimsóknir mán- aðarlega. Á Borgarvefsjá má finna upplýsingar um hverfaskiptingu, nýframkvæmdir og viðhald, minja- vernd, svæðisskipulag, sögu borg- arinnar og margt fleira. Hægt er að komast inn á Borgarvefsjá með því að fara inn á heimasíðu Reykjavík- urborgar, www.reykjavik.is. Morgunblaðið/Jim Smart Starfsviðurkenning féll LUKR í skaut Reykjavík - Mosfellsbær | Enn ligg- ur ekki fyrir hvenær tvöföldun Vest- urlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar verður boðin út. Alls er um að ræða 3,6 kílómetra kafla sem tvöfalda á, auk byggingar tveggja hringtorga, við nýja Korpúlfsstaða- braut og við Úlfarsfellsveg. Unnið að breytingu á vegaáætlun Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, svæðisstjóra Suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni, hefur áætlaður kostn- aður við framkvæmdina aukist um- fram heimildir í vegaáætlun, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í apríl síðastliðnum ætlaði samgönguráð- herra að beita sér fyrir því að útvega aukið fé til verefnisins. Það er að sögn Jónasar ekki einn ákveðinn þáttur verksins sem hefur aukið kostnaðinn, heldur mörg samhangandi atriði. „Í samvinnu við samgönguráðuneytið er unnið að fjármögnun verksins og er líklegt að það verði boðið út á næst- unni,“ sagði Jónas í samtali við Morg- unblaðið. Nýi vegurinn færist nokkuð til frá núverandi vegarstæði. Allt frá Úlf- arsá mun nýi vegurinn liggja mjög nærri hitaveitustokknum sem þarna liggur. „Vegna hringtorganna sem byggja á verður að færa veginn nokk- uð til, og það kallar á meiri undir- byggingu,“ sagði Jónas. Færsla veg- arins er einnig til þess fallin að hafa sem minnst áhrif á lífríki Úlfarsár. Tvöföldun Vesturlandsvegar     # !  $ %           !     # & ' $ %  () ) " #  $ %  # !  & ' ( ) * +  , ) Verkið líklega boðið út í júní Reykjavík | Þjóðhátíðarnefnd í Reykjavík og Skátasamband Reykjavíkur ætla að gefa öll- um leikskólabörnum í borg- inni íslenska fánann í vikunni í tilefni af 60 ára afmæli lýð- veldisins, samtals um 5.700 fána. Munu skátar fara í alla leikskóla og dreifa fánum og fræða börnin um íslenska fán- ann. Átakið hófst í gær á því að Anna Kristinsdóttir, for- maður þjóðhátíðarnefndar, gaf börnunum á leikskólanum Grænuborg við Eiríksgötu fyrstu fánana. 5.700 fánar til leik- skólabarna Kynna sameiningu | Kynning- arfundir vegna kosninga um samein- ingu Hríseyjarhrepps og Akureyr- arkaupstaðar verða haldnir í vikunni. Sá fyrri verður í kvöld, þriðjudags- kvöldið 8. júní kl. 20 í félagsheimilinu Sæborg í Hrísey en síðari fundurinn verður á Fiðlaranum, 4. hæð, mið- vikudagskvöld kl. 20. Í frétt um fundina eru íbúar sveit- arfélaganna hvattir til að koma á fund í sinni heimabyggð og kynna sér sam- einingarmálin. Bæklingur um fyr- irhugaða sameiningu hefur verið bor- in út á hvert heimili í Hríseyog mun svo berast íbúum á Akureyri í dag, þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.