Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.06.2004, Qupperneq 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 23 HÉR ÁÐUR fyrr þurftu þeir karlar sem voru sérstaklega stórir ævinlega að láta sérsauma á sig föt og stórfættir áttu mjög erfitt með að fá á sig skó. Gott dæmi þar um er maðurinn sem notaði skó númer 47 og sagði að ef svo ólíklega vildi til að hann rækist á skó sem pössuðu hon- um í búð, þá keypti hann þá, jafnvel þó um væri að ræða inniskó eða froskalappir. Sem betur fer hefur þetta skánað og nú er það svo að í nokkrum verslunum er hægt að kaupa skó og flíkur í yfirstærð. Verslanir Hag- kaupa eru til dæmis með skyrtur, létta jakka, flíspeysur, gallabuxur, sportlegar buxur, póló- boli og hlýraboli fyrir karla í stærðum upp í 2XXL (56–58). Þar er einnig hægt að fá jakka- föt upp í stærð 64 og einstaka sportskó upp í stærð 50. En Hanna Marta Kristensen, svæð- isstjóri herradeildar Hagkaupa, segir úrvalið vissulega minna í þessum stærðum því þessi fatnaður seljist hægar en annar. „Þetta getur verið mikið feimnismál og sumir hvísla „ég þarf númer 58“ á meðan öðrum er alveg sama. Eins verð ég vör við að mömmurnar koma þó nokkuð að versla fyrir syni sína því þeir vilja ekki koma sjálfir.“ Íslenska þjóðin fer stækkandi Hildur Símonardóttir er annar eigandi hinnar gamalgrónu Vinnufatabúðar á Laugaveginum, en þau byrjuðu fyrir tveimur árum að bjóða upp á flott föt í stórum stærðum fyrir unglingsstráka og karla. „Íslenska þjóðin fer stækkandi og það á við um bæði kynin. Erlendir hönnuðir virðast oft- ast miða við að númer 34 sé stærsta stærðin og þeir sem eru óvenju stórir eða langir, hafa fyrir vikið þurft að sætta sig við mjög takmarkað úrval í fatnaði. En auðvitað vilja þeir líka vera í flottum fötum eins og allir hinir. Ungu strákarnir sem þurfa föt í yfirstærðum eða föt í óvenjulegum hlutföllum, fá sjaldnast eitthvað sem passar á þá í vinsælustu tískubúðunum og upplifa því sumir mikla höfnun og veigra sér jafnvel við að fara í slíkar verslanir.“ Ánægðir viðskiptavinir Hildur leggur áherslu á að ekki sé aðeins erfitt fyrir yfirvigtarmenn að fá á sig föt, heldur einnig fyrir þá sem eru mjög langir þótt þeir séu kannski grannir. „Þeir sem nota buxur í sídd 36 eða yfir, eiga til dæmis erfitt með að fá á sig bux- ur í vinsælustu búðunum,“ segir Hildur og bætir við að þeir karlmenn sem komi í Vinnufatabúðina og þurfi föt í yfirstærðum, séu mjög ánægðir við- skiptavinir og komi aftur og aftur. „Þetta eru ekki aðeins unglingar heldur líka ungir menn á aldrinum 30–40 ára, sem hafa kannski ekki feng- ið á sig jakka í mörg ár. Við erum líka með flott æfingaföt og teljum það hvetjandi fyrir karla sem vilja taka sig á og fara í ræktina eða stunda einhverjar íþróttir. Við leggjum líka áherslu á að hafa þessi föt á sama verði og önnur, en víða tíðkast að fatnaður í stærð 58 og þar yfir, sé 20% dýrari, en okkur finnst það helbert óréttlæti.“ Vaxtarræktarmenn þurfa líka föt Guðmundur Kárason opnaði ásamt fjölskyldu sinni verslunina High and Mighty í Hlíðarsmára haustið 2002, en svo heitir verslunarkeðja sem sérhæfir sig í stórum karlmannsfötum. „Þörfin fyrir svona sérverslun er mikil hér á landi því ég tel að 15–20% íslensku þjóðarinnar þurfi föt í yf- irstærð. Ég er sjálfur nokkuð stór og mikill maður og ég var orðinn leiður á að geta aðeins keypt nærbuxur og sokka í minni stærð þegar ég fór að kaupa föt í bænum,“ segir Guðmundur sem býður í verslun sinni upp á fatnað fyrir karl- menn sem eru hærri og breiðari en meðal- Jóninn, sem og hærri og grennri eða minni og breiðari. „Vaxtarræktarmenn koma mikið hing- að til að fá á sig föt, því þeir eru í dálítið öðrum hlutföllum en flestir aðrir, til dæmis eru þeir oft mjög breiðir um axlir og brjóst en grannir um mittið. Af þessum sökum eiga þeir oft erfitt með að fá á sig skyrtur. Meðalmaður notar 17,5 tommur í hálsmál á skyrtu en vaxtarrækt- armenn þurfa sumir allt að 23 tommur um háls- inn.“ Sérstök lína fyrir unglingsstráka Í High and Mighty er hægt að fá flott föt í virtum merkjum eins og Y.S.L, Martinique og Ben Sherman. „Við seljum mikið af gallabuxum frá Pierre Cardin sem er merki í sambærilegum klassa og Boss. Svo erum við með jakkaföt og fínni föt fyrir karla allt frá 17 ára aldri, en ungu strákarnir halda sumir að þessi verslun sé ein- göngu fyrir „gamla karla“, sem er hinn mesti misskilningur. Við erum með sérstaka línu fyrir unglinga sem heitir Kayak og hentar mönnum alveg upp í fertugt og því til staðfestingar get ég sagt frá því að hingað kom eitt sinn þingmaður til að kaupa sér föt fyrir safaríferð í Afríku og hann gekk héðan út í Kayak-fötum.“ Í High and Mighty er hægt að fá skó allt upp í númer 52 og Guðmundur segir mjög gefandi að sinna þeim hópi manna sem þurfa föt og skó í yf- irstærð. „Sumir hafa alltaf þurft að láta sér- sauma á sig og eru mjög glaðir að geta keypt flott föt sem passa. Svo eru alltaf einhverjir sem koma hér inn mjög neikvæðir í fyrsta sinn og eru fyrirfram sannfærðir um að þeir fái ekkert á sig, en brúnin á þeim léttist þegar þeir fara að máta.“  TÍSKA Stórir strákar í flottum fötum Karlar sækjast eftir flottum fötum, ekki síður en konur, en þeir sem eru að einhverju leyti öðruvísi en fjöldinn í laginu eiga oft erfitt með að fá á sig föt. Kristín Heiða Krist- insdóttir spjallaði við fólk sem segir það þakklátt starf að af- greiða stóra stráka. khk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Stór maður: Gaui litli klæðist hér sumarlegum fötum úr Vinnufatabúðinni. Hávaxinn: Guðmundur Kárason, einn af eigendum High and Mighty, er virðulegur í jakkafötum úr verslun sinni. Partner : P4046SD Briggs and Stratton : 4,0 Hö Afturdrif www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 Tilboð 29.900.- Tilboð 22.900.- Partner : P3546S Briggs and Stratton 3,5 Hö s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Gróður og garðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.