Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kaffi Reykjavík, Vest- urgötu 2, kl. 21 Á Skálda- spírukvöldi lesa úr verkum sínum Hlín Agnarsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Ólafur Gunnarsson, Anna Pálína Árnadóttir og Bene- dikt S. Lafleur lesa úr skáld- sögum. Ágústína Jónsdóttir les ljóð og Gunnar Dal les úr nýútkomnu hækusafni. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Opn- uð hefur verið sýningin Handband á Íslandi 1584- 2004. Um er að ræða litla sögulega sýningu um handband á Íslandi frá útgáfu Guðbrandsbiblíu 1584 til vorra daga. Sýn- ingin stendur til 31. ágúst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Anna Pálína Árnadóttir KRISTÍN Björg Ragnarsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Kristínar Bjargar hér á landi síðan hún hélt til framhaldsnáms í fiðluleik við Brooklyn College, City Univers- ity of New York árið 2000, en hún lauk námi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1999, þar sem Guðný Guðmundsdóttir var aðalkennari hennar. „Fyrstu tvö árin í New York sótti ég einkatíma hjá Gerald Beal, en hóf síðan nám við CUNY hjá Masao Kawasaki, og lauk þaðan mastersgráðu,“ segir Kristín í sam- tali við Morgunblaðið. Á efnisskrá tónleikanna eru són- ötur eftir J.S. Bach og Beethoven, Sonatensatz eftir Brahms, Vetrartré eftir Jónas Tómasson og Introduct- ion og Rondo Capriccioso eftir Saint-Saëns. „Ég reyndi að hafa efn- isskrána fjölbreytta og hafa þar tón- list frá sem flestum tímabilum, barokk, rómantík og 20. aldar tón- list. Verk Saint-Saëns á einna best við mig, það er tæknilega mjög erfitt en ofboðslega fallegt og skemmtilegt um leið. Svo stendur Bach alltaf fyr- ir sínu,“ segir Kristín en bætir við að Beethoven og Brahms séu líka á meðal hennar eftirlætistónskálda. Verkinu Vetrartrjám kynntist Kristín í gegn um fiðlukennara sinn hér heima, Hlíf Sigurjónsdóttur. „Verkið var samið fyrir hana árið 1983, að ég held. Ég hafði hlustað á það og það náði svo vel til mín. Ég leik tvo kafla úr því.“ Í sumar hefur Kristín hlotið styrk til þess að fara á níu vikna námskeið á Aspen Music Festival. „Þegar því lýkur fer ég aftur til New York, þar sem ég verð að minnsta kosti í eitt ár í því sem kallast verkleg þjálfun.“ Morgunblaðið/Eggert Kristín Björg Ragnarsdóttir heldur í kvöld fyrstu einleikstónleika sína hér- lendis eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Bach stendur alltaf fyrir sínu NÆSTKOMANDI fimmtudag hefst kórastefna við Mývatn, sem stendur fram á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem kóra- stefnan er haldin þar og taka 160 kórsöngvarar þátt í henni í ár, úr Kór Bústaða- kirkju, Kamm- erkór Hafn- arfjarðar, Kór Egilsstaðakirkju og Kór Akureyr- arkirkju, auk fjögurra þingeyskra kóra. Kórastefnan er í umsjá Margrétar Bóasdóttur söngkonu, sem fædd er og uppalin í Mývatnssveit, og segir hún stefnuna hafa vaxið upp af Sum- artónleikum við Mývatn, sem haldnir hafa verið undanfarin 16 ár. „Árið 2002 fékk ég styrk úr Menningar- borgarsjóði til þess að hafa tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Sumartónleikunum. Það hlóð utan á sig og varð á endanum að tón- leikum með kór og hljómsveit. Svo reyndist þetta vera svo skemmtilegt að sú hugmynd kom upp að halda kórastefnu, sem við gerðum í fyrsta sinn í fyrra,“ segir Margrét. „Það eru alls konar tónlistar- og menningarhá- tíðir haldnar yfir helgi hér á landi, en engin þeirra einblínir á kóra. Við þekkjum mjög vel til slíkra hátíða er- lendis, þar sem kórar koma saman og dagskráin byggist annars vegar á tónleikum einstakra kóra og hins vegar keppni eða sameiginlegu stór- virki sem unnið er að. Þar sem ég hef alla tíð verið mikil kórmanneskja og kórsöngur er eins konar þjóðaríþrótt Íslendinga, fannst mér kominn tími til að bæta úr og skapa grundvöll fyr- ir slíkri stefnu hérlendis.“ Viðeigandi staður fyrir Sköpunina Aðalviðfangsefni kórastefnunnar að þessu sinni er Sköpunin eftir Jos- eph Haydn, þar sem Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands leikur með kórum og einsöngvurum. Tónleik- arnir verða haldnir í íþróttahúsinu í Reykjahlíð sunnudaginn 13. júní. „Það að flytja Sköpunina á mjög vel við á þessum stað – það má segja að þar sé skaparinn enn að því þar kem- ur stöðugt eitthvað úr iðrum jarðar, og ýmsir bentu mér á þetta verk Haydns til að flytja við þetta tæki- færi. Þegar ég fór að skoða nóturnar að kórþættinum komst ég að því að það var alls ekki ógerlegt að flytja þetta, með góðu fólki sem auðvitað hefur undirbúið sig fyrirfram. Þegar þetta allt kom saman var þetta al- gjört draumaverk, enda telja margir að þetta sé sú óratóría tónbók- menntanna sem hefur verið oftast flutt,“ segir Margrét og bætir við að tónlistin sé afar myndræn og skemmtileg, bæði fyrir þá sem flytja og þá sem á hlýða. „Svo erum við auðvitað með einvalalið einsöngvara, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Berg- þór Pálsson bariton, Jóhann Smára Sævarsson bassa, sem kemur gagn- gert frá Þýskalandi til að taka þátt í flutningnum og Huldu Björk Garð- arsdóttur sópran, auk mín.“ Mývatn hentar vel Opnunartónleikar kórastefnunnar verða fimmtudagskvöldið 10. júní í félagsheimilinu Skjólbrekku, þar sem þingeyskir kórar ásamt ein- söngvurum flytja tónlist eftir sr. Örn Friðriksson, en í sumar eru fimmtíu ár liðin síðan hann kom fyrst til starfa sem prestur og síðar prófastur í Mývatnssveit. „Þetta er þingeyskt kvöld, þar sem fram koma Kór Reykjahlíðarkirkju, Kór Skútustaða- kirkju, Kór Húsavíkurkirkju og Karlakórinn Hreimur. Kórarnir flytja tónlist sr. Arnar, en hann hefur alla tíð stundað tónsmíðar í frí- stundum.“ Föstudaginn 11. júní verða svo aðkomukórarnir fjórir með sameiginlega tónleika í Skjólbrekku og verður haldið hlöðuball í Ferðamannafjósinu í Vogum að því loknu. Að sögn Margrétar er Mývatn og nágrenni kjörið til kórastefnuhalds af þessu tagi. „Þetta er náttúrlega eitt fallegasta umhverfi sem um getur. Þarna er fín aðstaða, gisti- þjónusta víða og fínt félagsheimili með góðum flygli. Síðan er þar íþróttahús, sem hljómar merkilegt nokk ansi vel og þar við hliðina er mjög falleg og rúmgóð grunn- skólabygging, þar sem er matar- og geymsluaðstaða. Þar fyrir utan er auðvitað mjög fín afþreying í boði, til dæmis er verið að opna þessi stór- kostlegu gufuböð og blátt lón, þar er hægt að fara í golf og ganga á fjöll án þess að þurfa mikinn útbúnað. Þann- ig að fólki er alls ekki í kot vísað í Mývatnssveit, sem er þar fyrir utan eitt veðursælasta svæði landsins,“ segir hún. Alls taka rúmlega 300 manns þátt í kórastefnunni, bæði hljóðfæraleik- arar og söngvarar. Margrét segist telja að ferðamenn og fólk úr ná- grannasveitum muni ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. „Við get- um tekið á móti um 400 áheyrendum og ég á ekki von á öðru en þetta verði vel sótt, enda hafa bæði Þingeyingar og Akureyringar haft orð á sér fyrir að vera mjög menningarlegir. Það hefur auðvitað aldrei verið flutt neitt af slíkri stærðargráðu á þessum stað fyrr og Guðmundur Óli með Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands er löngu búinn að sanna að hann er góður skipstjóri á svona stórum bát sem slíkt verkefni er. Þannig að við erum afar bjartsýn og hlökkum mikið til,“ segir Margrét Bóasdóttir að lokum. Kórastefna við Mývatn 10.–13. júní Kórsöngur er þjóðaríþróttin Morgunblaðið/ÞÖK Kammerkór Hafnarfjarðar og Kór Bústaðakirkju eru meðal þátttakenda í kórastefnunni á Mývatni. Margrét Bóasdóttir MENNINGARSTEFNA Hafnar- fjarðarbæjar var samþykkt í bæjar- stjórn nýverið og kynnti Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferða- málafulltrúi Hafnarfjarðar, stefnuna í gær. Liður í menningarstefnunni er að festa Bjarta daga, lista- og menn- ingarhátíð Hafnarfjarðar, í sessi og kynnti Marín jafnframt dagskrá há- tíðarinnar, sem fram fer dagana 12.– 23. júní. Bæjarlistamaður frá 2005 Í menningarstefnunni er lögð rík áhersla á fjölbreytileika – að allir fái notið menningar, óháð aldri, kyni og menningarhóp. Sérstaklega er kveð- ið á um að menningarstofnanir ræki hlutverk sitt í menningar- og listupp- eldi barna og áhersla lögð á leiðandi hlutverk menningarstofnana í bæn- um. „Við leggjum áherslu á að allir fái notið menningar, börn, unglingar, aldraðir og allt þar á milli, þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ sagði Marín. Marín fagnaði útgáfu nýútkomins bæklings um menningarstefnuna, sem hún sagði þó byggða á gömlum merg. „Það er búið að taka mörg ár að vinna þessa stefnu í samvinnu við ólíka aðila. Við erum nú komin með í hendur plagg, sem mun að sjálf- sögðu hjálpa okkur að missa ekki sjónar á því sem við erum að gera og hjálpa okkur að stefna í rétta átt,“ sagði hún, en í menningar- og ferða- málanefnd Hafnarfjarðar sitja Sím- on Jón Jóhannsson, Guðrún Gunn- laugsdóttir og Snædís Baldursdóttir. Sú nýjung var jafnframt sam- þykkt í menningarstefnunni að val- inn verður bæjarlistamaður Hafnar- fjarðar frá og með árinu 2005. Ný íslensk kvikmynd frumsýnd Bjartir dagar eru haldnir öðru sinni í ár, en hátíðin var einnig haldin síðasta sumar. Líkt og í menning- arstefnunni er lögð sérstök áhersla á þátttöku barna og unglinga á hátíð- inni og því til staðfestingar fór kynn- ingarfundurinn fram í Gamla bóka- safninu, menningar- og kaffihúsi fyrir ungt fólk, sem opnað var í fyrra. Mun stór hluti dagskrár Bjartra daga fara fram í húsinu og umhverfis það. Meðal atburða á Björtum dögum eru uppskeruhátíð félagsmiðstöðv- anna, tónleikar nær öll kvöld í Hafn- arborg og víðar, sýning á vegum Góðtemplarareglunnar í Gúttó, sýn- ing Sigurbjargar Karlsdóttur hjá Halla rakara þar sem skyggnst verð- ur inn í álfheima, stórir útitónleikar við gamla Lækjarskóla hinn 22. júní og frumsýning á nýrri íslenskri kvik- mynd, Konunglegt bros. Útivist og hreyfing skipa jafnframt stóran sess í viðburðum hátíðarinnar, en loka- punktur hennar verður Jónsmessu- gleði, sem haldin er að kvöldi 22. júní í Hellisgerði. Menningarstefna Hafnarfjarðar og Bjartir dagar kynnt Börn og unglingar í fyrirrúmi Morgunblaðið/ÞÖK Menningarstefna Hafnarfjarðar og dagskrá lista- og menningarhátíð- arinnar Bjartra daga, sem fram fer 12.–23. júní, var kynnt í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.