Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 26
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 10 árum birtist grein
eftir Þór Vilhjálmsson, fyrrver-
andi hæstaréttardómara, í afmæl-
isriti dr. Gauks Jörundssonar sex-
tugs. Í grein þessari fjallaði
höfundur um synjunarvald for-
seta Íslands á því að veita laga-
frumvörpum staðfestingu. Varð
það niðurstaða greinarinnar að
forseti þyrfti að hlíta atbeina ráð-
herra við meðferð þessa valds,
eins og ágreiningslaust er að hon-
um beri að gera í öðrum tilvikum.
Leiddi Þór að þessu skýr og ein-
föld rök og skipti þar mestu máli
ákvæði 13. gr. stjórnarskrár, þar
sem segir að forseti láti ráðherra
framkvæma vald sitt. Taldi Þór að
ákvæðið ætti við um vald forseta,
hvort sem um ræddi meðferð
framkvæmdavalds eða lagasetn-
ingarvalds, enda væri ekki gerður
greinarmunur á þessum tveimur
valdsviðum í ákvæðinu. Grein
Þórs Vilhjálmssonar telst án
nokkurs vafa merkilegt framlag
til fræðilegrar umfjöllunar um
þetta málefni, hvort sem menn
eru sammála honum um niður-
stöðuna eða ekki.
Nú, 10 árum síðar, þegar reynir
á framkvæmd þessa ákvæðis, er
haft samband við Þór Vilhjálms-
son, eins og við mátti búast, og
hann inntur svara um þetta efni.
Hann veitir svör og gerir grein
fyrir sjónarmiðum sínum. Í þeim
felst óhjákvæmilega, að synjun
forseta, án atbeina ráðherra, sé
marklaus gerningur. Þess vegna
telur hann að ríkisstjórninni beri
að líta framhjá synjuninni og eng-
in þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að
fara fram. Þetta er allt einfalt og
vel rökstutt af hans hálfu.
Þá kemur fram Jónatan Þór-
mundsson, prófessor í lögum við
lagadeild Háskóla Íslands, gamall
starfsbróðir Þórs þar. Hann lætur
sér af þessu tilefni um munn fara
ummæli á borð við þau, að það sé
sorglegt, að Þór skuli ráðleggja
ríkisstjórninni að brjóta stjórnar-
skrána. Einhver fleiri torkennileg
ummæli fylgdu með.
Þessi framganga Jónatans Þór-
mundssonar er honum til minnk-
unar. Hvers vegna má Þór Vil-
hjálmsson ekki hafa fræðilega
skoðun á þessu málefni og svara
spurningum um hana opinber-
lega? Sú skoðun varð ekki til
vegna gjörða núverandi forseta.
Þátttaka Jónatans í umræðum
um þetta efni virðist hins vegar
vera bundin við hana. Hann hefur
ekki, svo kunnugt sé, fjallað um
þetta málefni fræðilega áður, án
þess að tengt væri við gamla sam-
herjann Ólaf Ragnar Grímsson.
Nú kemur hann hins vegar fram í
fjölmiðlum og talar um þetta. Til
þess hefur hann auðvitað fulla
heimild. Það rýrir að vísu gildi
þess sem hann segir, að hann
skuli ekki gera greinarmun á lög-
fræði sinni og pólitískum viðhorf-
um. Þannig talar hann um sjálfan
sig sem þátttakanda í hópi þeirra
sem andvígir eru fjölmiðlafrum-
varpinu um leið og hann þykist
segja deili á lögfræðilegum hlið-
um málsins. Telur þessi þátttak-
andi í stjórnmálunum að Þór Vil-
hjálmsson megi ekki hafa aðra
skoðun en hann á lögfræðilegum
úrlausnarefnum? Hvers vegna er
honum svo mikið niðri fyrir að
hann telur sig þurfa að tala með
slíkum hroka til fyrrverandi
starfsbróður síns? Spyr sá sem
ekki veit.
Framganga
prófessors
Höfundur er prófessor
við lagadeild HR.
Jón Steinar Gunnlaugsson
ÞAÐ ER beinlínis hlægilegt að
hlusta á ráðamenn hafa áhyggjur
af þingræðinu nú – menn sem
stjórnað hafa þjóðinni með ráð-
herraræði í hartnær
áratug. Lýðræðið er,
engu síður en þing-
ræðið, hornsteinn og
grundvallarregla ís-
lenskrar stjórnskip-
unar. Það er því ekki
verið að vega að þing-
ræðinu með því að
beita lýðræðinu á
þann hátt að fólkið fái
sjálft í þjóðarat-
kvæðagreiðslu að
leggja dóm á mál sem
forseti Íslands hefur
kosið að vísa til þjóð-
arinnar. Með ákvörð-
un um þjóðaratkvæðagreiðslu er á
lýðræðislegan hátt verið að færa
valdið í hendur fólksins, sem þjóð-
kjörnir fulltrúar sækja umboð sitt
frá. Það að slíkur réttur skuli vera
fyrir hendi veitir þingræðinu og
ekki síður framkvæmdavaldinu
nauðsynlegt aðhald, sem styrkir
lýðræðið.
Ráðherraræðið víkur
nú fyrir lýðræðinu og
styrkir því þingræðið
Í stjórnartíð Davíðs Oddssonar
hefur framkvæmdavaldið styrkst
gífurlega á kostnað bæði þingræð-
is og lýðræðis. Mörgum hefur
fundist stjórnarhættir oddvita
stjórnarflokkanna minna meira á
tilskipanir einræðisherra en lýð-
ræði, enda hafa ákvarðanir þeirra
iðulega endað fyrir dómstólum.
Ekki er hikað við að keyra í gegn-
um þingið lög sem beinist að þeim
sem standa ekki og sitja eins og
valdstjórnin vill.
Nægir þar að nefna
fjölmiðlalögin og nið-
urlagningu á Þjóð-
hagsstofnun. Meiri-
hlutinn í þinginu er
iðulega barinn til
hlýðni og mál sett í
endanlegan búning
fyrir þingið af odd-
vitum ríkisstjórnar og
eftir atvikum ríkis-
stjórn, án samráðs við
meirihlutann á Al-
þingi, sem ráðherr-
arnir styðjast við.
Þetta er ekki þing-
ræði, heldur ráðherraræði. Svo
langt var gengið að enginn var
spurður og ekkert samráð haft
ekki einu sinni við þann þingmeiri-
hluta sem þessir tveir stjórnar-
herrar styðjast við á Alþingi, þeg-
ar Davíð og Halldór bundu þjóðina
í hóp þeirra þjóða sem fylgdu
Bandaríkjamönnum í Íraksstríð-
inu. Nú eru þessir sömu menn
fullir vandlætingar og tala um at-
lögu að þingræðinu, þegar forseti
lýðveldisins beitir málskotsrétti
sínum, sem honum er tryggður í
stjórnarskránni og vísar umdeildu
máli til þjóðarinnar. Nei – svo oft
hafa núverandi valdhafar misboðið
þingræðinu og lítilsvirt það, að
Halldór, Davíð
og þingræðið
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifar um þingræði
Jóhanna
Sigurðardóttir
FIMMTUDAGINN 27. maí sl.
birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing
frá Umhverfisstofnun, undirrituð af
tveimur forsvarsmönnum hennar,
Árna Bragasyni og Davíð Egilssyni.
Þeir kváðust harma
umræðu sem fram
hefði farið opinberlega
um svokallað fánamál.
Ég skil vel að þeim
þyki þessi umræða
óþægileg enda þolir
hún illa dagsljósið fyrir
forsvarsmenn Um-
hverfisstofnunar. Siv
Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra bland-
aði sér einnig í þessa
umræðu og var mikið
niðri fyrir. Sakaði hún
undirritaðan um upp-
hlaup og frumhlaup.
Þar sem ég er valdur að hugarvíli
þessa fólks vil ég í örfáum orðum
gera grein fyrir málinu eins og það
blasir við frá mínum bæjardyrum. Í
eldhúsdagsumræðum á Alþingi í síð-
ustu viku vakti ég máls á því að land-
verðir í Öskju og Herðubreið-
arlindum, sem í fyrra flögguðu í
hálfa stöng þegar ár var liðið frá
undirritun samninga við Alcoa í
tengslum við Kárahnjúkafram-
kvæmdir, væru nú látnir gjalda
þessa því þeir fengju ekki starf að
nýju.
Þetta er ekki fyrsta aðkoma mín
að þessu máli og tel ég mig nokkuð
kunnugan málavöxtum. Atburða-
rásin var á þann veg, að tveimur
dögum eftir að landverðir drógu ís-
lenska fánann í hálfa stöng hinn 19.
júlí sl. sumar, fær yfirlandvörðurinn
í Herðubreiðarlindum bréf með
spurningum í 9 liðum. Þar var spurt
um tildrögin, hvaða starfsmenn hafi
tekið þátt í „aðgerðunum“, hvort
„verkfæri eða annað sem Umhverf-
isstofnun leggur starfsmönnum til,
þ.m.t. einkennisfatnaður“, hafi verið
notuð „við undirbúning aðgerðar eða
við aðgerðina sjálfa eða kynningar á
þeim“. Enn var spurt hvort það hafi
verið „með vitund og vilja yfirland-
varðar að hún var kynnt sem slík í
útvarpsfréttum“ og hvort hún hafi
gert athugasemd við
fréttaflutning fjöl-
miðla.
Öllu þessu svaraði
yfirlandvörður en fékk
að nýju tveggja síðna
bréf frá Umhverf-
isstofnun dagsett 25.
ágúst. Á þessum tíma
hafði mér verið kynnt
þetta mál og hafði ég
átt fundi með forsvars-
mönnum Umhverf-
isstofnunar þar sem ég
hvatti eindregið til þess
að málið yrði látið nið-
ur falla. Leit ég svo á,
að á Umhverfisstofnun hefðu menn
farið fram úr sjálfum sér eins og get-
ur hent okkur öll og væri öllum fyrir
bestu að um þetta yrðu höfð sem
fæst orð.
Það varð mér óneitanlega mikið
undrunarefni af hve miklu harðfylgi
málið var áfram sótt af hálfu Um-
hverfisstofnunar. Orðum var alltaf
beint að einum aðila, yfirlandverði í
Herðubreiðarlindum, en látið að því
liggja að aðrir skyldu einnig taka
þetta til sín. Þannig segir m.a. í bréf-
inu til yfirlandvarðar frá 25. ágúst:
„Í upphafi bréfs þíns til Umhverf-
isstofnunar, dags. 12. ágúst sl., segir
að aðild þín að „fánamálinu“ hafi
ekki verið í nafni starfs þíns heldur
hafir þú eingöngu tjáð eigin tilfinn-
ingar og skoðanir. Af fram-
angreindri umfjöllun …verður ráðið
að þátttaka þín í mótmælum hafi
byggst á því að þú, ásamt fleiri að-
ilum hafi sammælst um mótmæli
þau sem um ræðir.“
Í niðurlagi bréfsins segir síðan
m.a.: „Það er mat Umhverfisstofn-
unar að með framangreindu hátta-
lagi hafir þú brotið gegn skyldum
þínum samkvæmt IV. kafla laga nr.
70/1996, um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, sbr. einkum
ákvæði 14. gr.,15. gr. sbr. 21.gr.
sömu laga. Umhverfisstofnun hefur í
hyggju að veita þér áminningu
vegna framangreinds háttalags í
starfi, sbr. 21. gr. laga nr. 70/1996.
Það skal tekið fram að framangreind
tilvik …geta öll saman eða hvert og
eitt verið tilefni áminningar“.
Til upplýsingar má geta þess að í
21. gr. laga nr.70/1996 er m.a. fjallað
um „óhlýðni við löglegt boð eða bann
yfirmanns“, svo og athafnir sem
þykja „ósæmilegar, óhæfilegar eða
ósamrýmanlegar starfinu“. Í 14. og
15. gr. er kveðið á um að starfs-
maður skuli ekkert aðhafast „sem er
honum til vanvirðu eða álitshnekkis
eða varpað getur rýrð á það starf
eða starfsgrein er hann vinnur við“
og einnig segir að starfsmanni sé
skylt „að hlýða löglegum fyrirskip-
unum yfirmanna …“.
Þegar hér var komið sögu mátti
öllum vera ljóst að Umhverf-
isstofnun var fúlasta alvara að
þjarma áfram að fólkinu. Var nú leit-
að til lögmanns stéttarfélags starfs-
mannanna og svaraði hann í fyrri
hluta septembermánaðar bréfi Um-
hverfisstofnunar og hrakti lagakrók-
ana lið fyrir lið.
Umhverfisstofnun treysti sér nú
ekki til að halda málinu áfram. Að
því leyti sem ég hafði uppi ráðlegg-
ingar í þessu máli sagðist ég enn
telja að málið skyldi látið kyrrt
Harmur
Umhverfisstofnunar
Ögmundur Jónasson
skrifar um svokallað fánamál ’Það er nefnilega svo,að umhverfisráðherra
ber ábyrgð á þessari til-
raun til skoðanakúg-
unar.‘
Ögmundur
Jónasson
FORSETI Íslands synjaði svo-
kölluðum fjölmiðlalögum um
staðfestingu án þess
að gera nokkra til-
raun til þess að út-
skýra efnislegar
ástæður fyrir af-
stöðu sinni. Raunar
gekk hann svo langt
að hann meinaði fjöl-
miðlum að spyrja
spurninga eftir um-
deilt ávarp sem hann
hélt þann 2. júní síð-
astliðinn. Þessi for-
dæmalausi gjörn-
ingur forsetans er
langt frá því að vera
hafinn yfir gagnrýni.
Þagmælska Ólafs
Ragnars um ástæður
ákvörðunar sinnar
hlýtur að vekja at-
hygli í ljósi þess að
hann ákvað að stað-
festa umdeild lög um
almannatryggingar í
byrjun árs 2001, en
hart var deilt á þá
löggjöf, bæði á þingi
og á meðal almennra
borgara. Eins og
kunnugt er ákvað Ólafur einnig
að staðfesta lög um Kára-
hnjúkavirkjun og samþykkti með
því að gerðar yrðu óafturkræfar
breytingar á víðáttumiklu nátt-
úrusvæði. Í því tilfelli voru há-
værar kröfur um að forsetinn
synjaði lögunum um staðfestingu
en Ólafur ákvað að hunsa þá
beiðni. Ólíkt því sem gildir um
Kárahnjúkavirkjun, er hægt að
endurskoða það fyrirkomulag
sem fjölmiðlalögin
fela í sér ef ástæðu
þykir til.
Það er kunn stað-
reynd að Ólafur
Ragnar Grímsson
hefur notið fjár-
styrkja frá Norður-
ljósum og að forstjóri
fyrirtækisins hefur
leikið stóran þátt í
kosningabaráttu
hans. Tengsl Ólafs
við fyrirtækið eru því
augljós og nauðsyn-
legt er að á þau sé
bent í þeirri umræðu
sem nú stendur yfir.
Forsætisráðherra er
einn þeirra sem hafa
rakið tengsl forsetans
við forstjóra Norður-
ljósa í opinberri um-
ræðu og hafa for-
ystumenn
stjórnarand-
stöðuflokkanna gagn-
rýnt ráðherrann fyrir
það. Umræðunnar
vegna skulum við
þess vegna gefa okkur að helstu
embætti stjórnskipunarinnar
væru öðruvísi skipuð.
Ímyndum okkur svo að for-
sætisráðherrann, Ólafur Ragnar
Grímsson, hefði lagt fram frum-
varp um takmörkun á eignarhaldi
fjölmiðla og vinstri meirihlutinn
á þingi hefði afgreitt frumvarpið
sem lög. Nú myndi ágætur kunn-
ingi forsetans, Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, reka fyr-
irtækið Suðurljós sem lögin
myndu ef til vill hitta illa fyrir.
Forsetinn, Davíð Oddsson, myndi
þess vegna synja lögunum um
staðfestingu. Ætli Össur Skarp-
héðinsson og Steingrímur J. Sig-
fússon myndu þá ekki benda á
tengsl Davíðs við forsvarsmann
fyrirtækisins?
En snúum okkur aftur að raun-
veruleikanum. Forystumenn
stjórnarandstöðuflokkanna, þeir
Steingrímur, Össur og Guðjón
Arnar töluðu mikið um mikilvægi
tjáningarfrelsisins í umræðunni
um títtnefnt fjölmiðlafrumvarp.
Af viðbrögðum þeirra að dæma
virðast þeir hins vegar, einhverra
hluta vegna, telja að forsætisráð-
herrann sé undanskilinn tjáning-
arfrelsinu þegar hann bendir á
þá augljósu staðreynd að for-
svarsmenn Norðurljósa og Baugs
eru í góðum kunningsskap við
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
lýðveldisins.
Ég tel hins vegar að almenn-
ingur eigi þá kröfu á forsetann
að hann útskýri hvort þessi
tengsl hafi ráðið einhverju um
ákvörðunina að neita fjölmiðla-
lögunum um staðfestingu.
Tengsl forsetans við
Norðurljós eru augljós
Jón Hákon Halldórsson skrifar
um synjun forseta Íslands
Jón Hákon
Halldórsson
’Þessi for-dæmalausi
gjörningur for-
setans er langt
frá því að vera
hafinn yfir
gagnrýni.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands ungra sjálfstæðismanna.