Morgunblaðið - 08.06.2004, Page 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 27
Sláttuorfin fyrir garðinn
og sumarbústaðinn
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Verð frá 11.500
Homelite
það fer þeim illa að bera á þessum
tímamótum fyrir sig umhyggju
fyrir því. Í reynd hefur lýðræðið
nú vikið til hliðar ráðherraræðinu
og í framhaldinu gæti þetta átt
eftir að styrkja þingræðið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
brýn hér á landi
Viðbrögð oddvitanna einkennast
nú af hefnd vegna þess að forset-
inn setti valdið í hendur fólksins.
Þeir vilja taka málskotsréttinn af
forsetanum sem gengur gegn lýð-
ræðinu og mun treysta enn frekar
í sessi ráðherraræðið á Íslandi.
Lýðræðinu hér er í raun miklu
meiri takmörk sett, en í ýmsum
löndum sem við berum okkur sam-
an við, því samsteypustjórnir eru
mun algengari hér en t.d. annars
staðar á Norðurlöndum. Þannig
veit fólk sjaldnast hvaða ríkis-
stjórnir það er að kjósa yfir sig,
auk þess sem það auðveldar flokk-
um í samsteypustjórnum að semja
sig frá loforðum og kosninga-
stefnuskrám. Mörg mál koma því
uppá borðið sem keyrð eru í gegn
og koma kjósendum stjórnarflokka
gjörsamlega í opna skjöldu, eins
og iðulega hefur gerst hér á landi.
Þess vegna er málskotsréttur for-
seta mikilvægur að ekki sé talað
um rétt fólks almennt til að krefj-
ast þjóðaratkvæðagreiðslu. Í mörg
ár hef ég ásamt fleiri þingmönnum
lagt til á Alþingi að fimmtungur
kosningabærra manna í landinu
geti krafist þess að þjóðarat-
kvæðagreiðsla fari fram um laga-
frumvarp sem Alþingi hefur sam-
þykkt. Einnig flutti ég á árinu
1995 frumvarp um að efnt yrði til
sérstaks stjórnlagaþings til að
fjalla um breytingar á stjórn-
arskránni, eins og mannréttindi,
kosningar og kjördæmaskipan,
þingrof, setningu bráðabirgðalaga,
lög um ráðherraábyrgð, skil lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds
og þjóðaratkvæðagreiðslur. Til-
lögur stjórnlagaþings átti síðan að
bera undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðin lýsi afstöðu til endur-
skoðunar stjórnarskrárinnar
Ef stjórnarherrunum er alvara í
því að ætla að leggja til að afnema
málskotsrétt forsetans þá er rétt
og eðlilegt að um leið og þjóðin
gengur til atkvæða nú í sumar um
fjölmiðlalögin þá verði hún einnig
spurð um afstöðu til málskots-
réttar forseta Íslands og hvort
heimila eigi að tilskilinn hluti
þjóðarinnar geti krafist þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Niðurstaðan
gæti verið mjög gagnleg og ráð-
gefandi ef ráðast á í endurskoðun
á ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Full ástæða er líka til að festa í
lög, að allar ákvarðanir um breyt-
ingar á stjórnarskránni eigi að
fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar
á æðsta vald að vera í höndum
þjóðarinnar sjálfrar, sem styrkir
mjög grundvöll lýðræðisins.
’Þegar þjóðin gengurtil atkvæða um fjöl-
miðlalögin nú í sumar,
er eðlilegt að hún verði
einnig spurð um afstöðu
til málskotsréttar for-
setans og hvort heimila
eigi að tilskilinn hluti
þjóðarinnar geti krafist
þjóðaratkvæða-
greiðslu.‘
Höfundur er alþingismaður.
HRÓBJARTUR Jónatansson,
sá mæti lögmaður, skensar und-
irritaðan (og um leið Morgunblað-
ið) með sérlega málefnalegum
hætti vegna stutts pistils í Morg-
unblaðinu um málskot Ólafs R.
Grímssonar. Virðist hann o.fl. telja
þann sem gegnir embætti Forseta
Íslands vera heilagan og hafinn yf-
ir gagnrýni og öll tilskrif þar sem
fundið er að embættisfærslum
þess manns aldeilis óviðeigandi.
Hafa verður hugfast að Ólafur
Ragnar var sem stjórnmálamaður
í senn harðskeyttur og sérdeilis
umdeildur. Þannig voru þeir ófáir
sem urðu fyrir barðinu á miskunn-
arlausum persónulegum árásum
hans úr ræðustól Alþingis. Það
blasir því við að það er sérlega
vandasamt fyrir slíkan mann að
sitja á friðarstóli sem sameining-
artákn. Fyrir suma verður það
aldrei. Ekki bætir úr skák þegar
sá hinn sami tekur ákvörðun um
að blanda embætti Forseta Ís-
lands með algerlega órökstuddum
hætti inn í dægurþras stjórnmál-
anna. Maður sem stekkur með lát-
um inn í hnefaleikahringinn,
höggvandi á báða bóga, getur ekki
ætlast til þess að fá engin högg á
sig.
Þau rök sem Ólafur Ragnar not-
aði fyrir málskotinu halda hvorki
vatni né vindi. Það hlýtur hinn
reyndi lögmaður Hróbjartur að
sjá. Það er í raun barnaskapur að
halda því fram að hann neyti þessa
málskotsréttar í þeim tilgangi ein-
um að almenningur fái að tjá hug
sinn. Tilgangurinn er skýr, en
hann er sá að koma höggi á rík-
isstjórn landsins. Sumum finnst
það sniðugt, öðrum ekki. Mér
finnst það út í hött.
Út í Hróa
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Sveinn Andri Sveinsson
liggja og sjá hvort hrollurinn færi
ekki úr mönnum með vorinu.
Það var hins vegar ekki fyrr en nú
fyrir fáeinum dögum að ég sá þriðja
bréfið frá Umhverfisstofnun, dag-
sett 4. nóvember. Hafði ég haldið að
bréfaskriftum hefði verið lokið með
bréfi lögfræðingsins til Umhverf-
isstofnunar í september og málið á
leið í gleymskunnar dá. Taldi ég það
öllum fyrir bestu. Í þessu síðasta
bréfi var að vísu sagt að ekki yrði
veitt formleg áminning en meint
brot engu að síður áréttað: „Af hálfu
Umhverfisstofnunar skal þó áréttað
að tilgreind framkoma þín var að
mati stofnunarinnar mjög ámæl-
isverð og ósamrýmanleg því starfi
sem þú hafðir með höndum.“
Fyrir stuttu síðan frétti ég svo að
sá landvörður sem hér átti í hlut
myndi ekki sækja um starf að nýju
enda teldi hún í ljósi alls þessa aug-
ljóst að hún fengi ekki starf. Þótti
mér þetta mjög miður. Einn þre-
menninganna var hins vegar ákveð-
inn í að láta á þetta reyna og sótti
um en var hafnað. Þótti mér nú mæl-
irinn fullur og ákvað að greina frá
mínum kynnum af þessu máli op-
inberlega enda um að ræða graf-
alvarlegt mál.
Í málsvörn forsvarsmanna Um-
hverfisstofnunar er vísað í deilur
sem landverðir hafi átt í við Ferða-
félag Akureyrar. Það mál þekki ég
ekki. Hitt hef ég fyrir augunum,
makalausar bréfaskriftir Umhverf-
isstofnunar um „fánamálið“ og „að-
gerðir“ sem landverðir hafi „sam-
mælst um“ að hafa í frammi og
„háttalag“ sem Umhverfisstofnun
telji varða við lög.
Í lokin vil ég beina þeim tilmælum
til umhverfisráðherra, Sivjar Frið-
leifsdóttur, að hún skýri afstöðu sína
til þessa máls. Það er nefnilega svo,
að umhverfisráðherra ber ábyrgð á
þessari tilraun til skoðanakúgunar.
Þessu máli er ekki lokið, það eitt er
víst.
Þau gögn sem vitnað er til í frétt-
inni er hægt að nálgast á heimasíðu
minni, ogmundur.is, í grein frá 25.5.
undir fyrirsögninni Skoðanakúgun
umhverfisyfirvalda.
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Bómullar-, satín-
og silkidamask-sett
í úrvali
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Flott föt fyrir
allar konur
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Kvenfatnaður
í úrvali
í stærðum 34-56
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.