Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 10. ágúst kl. 16. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postu- línsmálun. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13–16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 15 boccia. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 14 félagsvist, púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 12.40, Bónusferð og kl. 13, spilað. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustof- an opin miðviku-, fimmtu- og föstudag með leiðbeinanda til 15. júní. Púttvöllurinn opinn. Böðun mánu- og fimmtudaga. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Sameig- inleg kvennaleikfimi í Smáranum kl. 11, karlaleikfimi kl. 13. Lokað í Garðabergi e.h. en opið hús í Kirkjuhvoli á vegum kirkjunnar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Kl. 10 ganga fyrir alla, kl. 11.30 leikfimi, kl. 14–16 pútt á Hrafnistuvelli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Eigum laus sæti í dagsferð 12. júní um Dalasýslu Borgarnes, Heydal, Eiríksstaði, Höskuldsstaði, Búð- ardal, Hjarðarholt, Laugar í Sælingsdal, Hvamm, Bröttu- brekku. Kaffi og með- læti í Munaðarnesi. Uppl. í síma 588 2111. Sjálf- boðaliðar ath. pökkun á blaðinu Listin að lifa hefst á miðviku- dag kl. 10 í Ásgarði, Glæsibæ. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, í dag farið í heimsókn í Emskipafélagshúsið í Pósthússtræti, farið í kaffi í Ráðhúsið mæt- ing í Gerðubergi kl. 12.45. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinna, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handavinnustofan er opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín , kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi , kl. 12.15 versl- unarferð. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9. 30 boccia, kl. 9– 16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Langahlíð 3. Kl. 11leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9.15– 16 postulínsmálun, kl. 9–15.30 hannyrðir, kl. 13–16 frjáls spila- mennska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postu- lín, kl. 14 félagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell- húsinu, Skerjafirði kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Markarholt Félagsmenn og áhugafólk. Við minn- um á fund Reykjavík- urborgar í kvöld kl. 20 í Vogaskóla við Gnoðavog Fundarefni: Fyr- irhugaðar bygginga- framkvæmdir í Mörk- inni Sogamýri fyrir eldra fólk. Brúðubílar Brúðubíllinn í Reykjavík verður í dag þriðjudaginn 8. júní kl. 10 við Hlað- hamra og á morgun, miðvikudaginn 9. júní, kl. 10 við Fífusel og kl. 14 við Frostaskjól. Brúðubíllinn í Kópa- vogi verður á Holts- velli í dag, þriðjudag- inn 8. júní, kl. 14. Í dag er þriðjudagur 8. júní, 160 dagur ársins 2004, Medardusdag- ur. Orð dagsins: Gefið ekki hund- um það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig. (Mt. 7, 6.) Víkverji skrifar... Tilnefningar til Grímunnar, ís-lensku leiklistarverðlaunanna, voru kynntar á dögunum en af- hendingin verður á miðvikudaginn í næstu viku. Fátt kemur þar á óvart, tvær umtöluðustu sýningar Þjóðleikhússins, Þetta er allt að koma og Ríkarður þriðji, fengu flestar tilnefningar, tíu og níu talsins, og langstærsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur á leik- árinu, Chicago, fékk átta, þó ekki næði það inn á lista yfir „Sýningu ársins“. En tilnefning er eitt og verð- laun annað, eins og sýning Þjóð- leikhússins á Veislunni fékk að reyna í fyrra. Sú sýning fékk ell- efu tilnefningar en hlaut aðeins tvenn verðlaun þegar upp var staðið. Ótvíræður sigurvegari þá var sýning leikhópsins Á senunni, Kvetch, sem var valin sýning árs- ins, auk þess að hreppa sig- urlaunin fyrir leikstjórn, bestu leikkonu í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki. x x x Víkverji hefur ekkert við tilnefn-ingarnar að athuga nú, að einu atriði undanskildu. Skýtur það ekki skökku við að Baltasar Kor- mákur sé tilnefndur í flokknum „Leikskáld ársins“ fyrir Þetta er allt að koma? Hann er þar til- nefndur ásamt Hallgrími Helga- syni. Baltasar er sannarlega höf- undur leikgerðar en hæpið er að flokka þá vinnu með leikritun – frumsköpuninni sjálfri. Í huga Víkverja er þetta tvennt ólíkt. Fyrst þessi leið er farin hefði flokkurinn frekar átt að heita „Handrit ársins“. Það hefði líka hreinlega verið hægt að bæta við flokki undir yfirskriftinni „Leik- gerð ársins“. Baltasar á vel heima í báðum þessum flokkum. Svo má auðvitað velta því fyrir sér líka hvort Hallgrímur sé á réttum bás. Hann er höfundur sögunnar, sem leikritið byggist á, en er hann höfundur leikritsins? Það verður óneitanlega nokkuð sérkennilegt ef þessir menn standa uppi sem „leikskáld árs- ins“. x x x Fimm sýningar eru tilnefndar tilGrímunnar sem „Sýning árs- ins“, Þetta er allt að koma, Rík- arður þriðji, Meistarinn og Marga- ríta, Brim og Sporvagninn Girnd. Sama dag voru vinsælustu sýn- ingarnar að mati áhorfenda kynnt- ar, en símakosning hefst á föstu- dag og lýkur í beinni útsendingu í sjónvarpinu 16. júní. Þar skaut, merkilegt nokk, upp kollinum allt annar listi: Chicago, Dýrin í Hálsaskógi, Edith Piaf, Eldað með Elvis og Grease. Já, hann fer ekki alltaf saman, smekkur leikra og lærðra. Morgunblaðið/Þorkell Þetta er allt að koma fékk flestar tilnefningar til Grímunnar. Fróðlegir þættir um leikhúsbókmenntir ÉG ER mjög fullorðin kona og aðdáandi Ríkisútvarps- ins. Áður fyrr bjó ég í Reykjavík en er nú búsett úti á landi. Fyrir nokkrum árum heyrði ég fróðlega þætti sem Trausti Ólafsson flutti um leikhúsbókmennt- ir og aðra slíka á liðnum vetri. Væri ekki tilvalið að fá meira af svo góðu efni því nóg er af afþreyingarefn- inu? 090121-7669. Aðdróttanir og glósur MIKIÐ er leiðinlegt að heyra sífelldar glósur og aðdróttanir fjölmiðla um okkar frábæru ráðherra sem hafa stjórnað landinu okkar þannig að það er orð- ið eitt mesta, ef ekki mesta velferðarríki í heimi. Segir það ekki sína sögu um stjórn þeirra? Kona. Góð buff ÉG HEF öðru hvoru síðan í mars verið að borða græn- metisbuffin hennar Sollu og þykja mér þau býsna góð. Einnig eru þau í skemmtilegum neytenda- pakkningum. Buffin koma frá Móður Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði og er um að ræða lífræna íslenska ræktun. Valur. Sammála Hafliða HAFLIÐI Kristinsson skrifaði grein í Morgun- blaðið í gær undir fyrir- sögninni „Hvað megum við þá?“ Ég er sammála því sem þar kemur fram og lýsi undrun minni á því að blaðamaður DV telji Hvíta- sunnusöfnuðinn vera sér- trúarhóp. Hann er það ekki og slíkar aðdróttanir verða að teljast alvarlegar. Þá hefur Samhjálp unnið gott starf og er framlag þeirra mikilvægt. Björg Jóhannsdóttir. Húsbóndahollusta? ÉG furða mig á því hvers vegna umsjónarmenn þátt- arins Ísland í bítið á Stöð 2 veigra sér við það að lesa úr Morgunblaðinu. Þá grufla þeir í öðrum blöðum sem lítið er í. Getur verið að þeir séu svona húsbóndahollir? 230626-4059. Kannast þú við lögin? VIÐ íbúarnir í Sunnuhlíð í Kópavogi komum saman til að rifja upp gömul sönglög og dægurlög. Okkur vantar ýmsa texta – svo dæmi séu tekin um lög – frá Sí baba sí baba til Tondeleió og lög sem voru vinsæl á stríðsárunum. Textarnir verða helst að vera á íslensku. Og ekki gleyma kabarettunum. Þeir sem hafa ofangreind lög undir höndum eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á hrafn@mi.is. H.S. Tapað/fundið Gleraugu fundust GLERAUGU í svörtu hulstri fundust á leiðinni upp í Salahverfi í Kópavogi. Upplýsingar í síma 564 6448. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 sælgætinu, 8 grenjað, 9 veiðarfæri, 10 beita, 11 eldstæði, 13 fæddur, 15 malda í móinn, 18 hæsta, 21 dý, 22 kjaft, 23 við- kunnanleg, 24 nafn á sveitarfélagi. LÓÐRÉTT 2 fyrirgangur, 3 þrautin, 4 áma, 5 sparsemi, 6 æsa, 7 hugboð, 12 næla, 14 meðal, 15 virða, 16 káta, 17 hindra, 18 eyja, 19 siðprúð, 20 skynfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þegar, 4 tækin, 7 fæðin, 8 ritan, 9 gæf, 11 reim, 13 öldu, 14 öflug,15 svöl, 17 nefs, 20 æra, 22 mán- ar, 23 uggur, 24 rúmur, 25 taðan. Lóðrétt: 1 þefur, 2 Guðni, 3 röng, 4 tarf, 5 ketil, 6 nunnu, 10 ætlar, 12 möl, 13 ögn, 15 semur, 16 ösnum, 18 engið, 19 sárin, 20 ærir, 21 aumt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html     Í fréttum Stöðvar 2 í fyrra-kvöld var skýrt frá því, að skattrannsóknarstjóri hefði sent forsvarsmönnum Baugs frumskýrslu rann- sóknar embættisins á skatt- skilum fyrirtækisins. Í frétt stöðvarinnar var aðdrag- andi málsins rakinn að hluta til og vikið að lög- reglurannsókn, sem hófst hjá sama fyrirtæki síðla sumars 2002 „í kjölfar ásak- ana fyrrverandi samstarfs- félaga Baugs, Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem þá var stjórn- arformaður hlutafélagsins Baugs, og Tryggva Jóns- syni, þáverandi forstjóra fyrirtækisins, um auðg- unarbrot. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að rannsóknin hófst. Baugur er ekki lengur hlutafélag. Tryggvi er hættur og Jón Gerald samdi við Baugs- menn um lok málaferla í Bandaríkjunum.“     Þegar sagt er: „Jón Ger-ald samdi við Baugs- menn um lok málaferla í Bandaríkjunum“, er auð- velt samkvæmt íslenzkri málvenju að skilja þessa framsetningu á þann veg, að Jón Gerald Sullenberger hafi haft frumkvæði að þeim samningum. En var það svo? Hefur fréttastofa Stöðvar 2 traustar heimildir fyrir því? Er kannski hugs- anlegt að réttara hefði ver- ið að segja: Baugsmenn sömdu við Jón Gerald um lok málaferla í Bandaríkj- unum? Vilji fréttastofu Stöðvar 2 til þess að hafa það sem sannara reynist er ekki dreginn í efa. Þess vegna er þessari ábendingu komið á framfæri.     Fjölmiðlar leita um þessarmundir mjög til lög- fræðinga til þess að leita álits þeirra á þeim stóru spurning- um, sem uppi eru um stjórnskipan landsins í kjölfar þeirrar ákvörðunar forseta Ís- lands að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar í fyrsta sinn í 60 ára sögu lýðveld- isins. Einn þessara lög- fræðilegu álitsgjafa er Sig- urður Líndal. Í hádegisfréttum RÚV sl. sunnudag var rætt við Sig- urð um hlutverk forsetans í stjórnskipan landsins. Í svari sínu um þetta efni sagði Sigurður Líndal m.a.: „Og það sem mér fannst líka, að þarna er þetta keyrt áfram af miklum asa og eig- inlega finnst mér Alþingi varla geta tekið við máli á þennan hátt.“     Hvort er það lögfræði-legur álitsgjafi eða pólitískur álitsgjafi, sem þarna talar? Hvað hefur „mikill asi“ með lögfræði að gera? Hvaða lögfræðilega þýðingu hefur það á hvaða hraða mál fer í gegnum þingið? Um leið og lög- fræðilegir álitsgjafar breyt- ast í pólitíska álitsgjafa verða öll álit þeirra metin með öðrum mælikvarða en áður. STAKSTEINAR Hver samdi við hvern? Lögfræðilegur eða pólitískur álitsgjafi? Sigurður Lín- dal prófessor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.