Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 47

Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 47 MEISTARAMÓT Íslands í fjöl- þrautum og lengri boðhlaupum fór fram Laugardalsvellium um síðustu helgi. Íslandsmeistari í tugþraut varð Ólafur Guðmunds- son, UMSS, hlaut samtals 6.693 stig og Gauti Ásbjörnsson, UMSS, varð annar með 5.805 stig. Ís- landsmethafinn Jón Arnar Magn- ússon, Breiðabliki, tók ekki þátt í mótinu. Í sjöþraut kvenna sigraði Krist- ín Birna Ólafsdóttir, ÍR, eftir spennandi keppni við Vilborgu Jóhannsdóttur, UMSS, sem varð í öðru sæti. Kristín Birna hlaut samtals 4.859 stig, en Vilborg 4.818 stig, þriðja varð svo Jó- hanna Ingadóttir, ÍR, með 4.437 stig. Tryggvi Hjaltason, Óðni, varð meistari í drengjaflokki með samtals 4.460 stig og Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, sigraði í sveina- flokki með 6.191 stig. Sveinn stórbætti Íslandsmet sveina helgina, en gamla metið var 5.564, sett árið 2001. Það átti Sveinn Þórarinsson úr FH, en hann setti það met með áhöldum fullorðinna en Sveinn Elías með áhöldum sveina. Í meyjaflokki sigraði Þóra Kristín Pálsdóttir, ÍR, hlaut sam- tals 4.427 stig. UMSS sigraði í báðum lengri boðhlaupum karla og Í 3 x 800 m boðhlaupi kvenna sigraði sveit ÍR á tímanum 7.16,51 mín. Ólafur og Kristín Birna sigruðu á Meistaramótinu FÓLK  ÞORVALDUR Makan Sigbjörns- son leikmaður Fram var fluttur á sjúkrahús en hann fékk aðsvif vegna mígreniskasts á leið sinni í búningsherbergi Fram í síðari hálf- leik gegn Fylkismönnum í gær- kvöld.  ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson gat ekki leikið með Fylkismönnum í gærkvöld. Þórhallur fékk lungna- bólgu og sagði Þorlákur Árnason þjálfari Fylkis að hann yrði ekki með í bikarleiknum gegn ÍR-ingum um næstu helgi.  GYLFI Einarsson skoraði eitt marka Lilleström þegar liðið sigr- aði Stabæk 3:0 í norsku úrvalsdeild- inni. Markið kom á 54. mínútu en áður hafði Wisnes komið Lilleström í 1:0. Það var svo Frode Kippe sem innsiglaði sigurinn með marki á 62. mínútu. Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Stabæk en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.  SIMON Karkov, danski miðju- maðurinn, var settur út úr liði FH fyrir leikinn gegn ÍBV í úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Karkov hefur ekki náð sér á strik til þessa og mátti sætta sig við að sitja á varamannabekknum allan tímann.  IAN Jeffs, miðjumaður ÍBV, á tveggja leikja bann yfir höfði sér fyrir sína aðra brottvísun í fimm fyrstu umferðum úrvalsdeildarinn- ar. Hann verður ekki með gegn Fjölni í bikarnum um næstu helgi, og ekki heldur gegn Keflavík í deildakeppninni næsta þriðjudag.  KA krækti sér í sitt fyrsta stig á heimavelli í efstu deild gegn Grindavík. Í fyrra tapaði liðið 1:2 og árið 2002 urðu úrslitin 0:1. „ÉG ÁTTI að tryggja okkur öll stigin og það er ekki hægt að biðja um betra færi en ég fékk. Ég ætl- aði að lyfta boltanum yfir mark- vörðinn en ég var orðinn það þreyttur að mér tókst það ekki,“ sagði Ríkharður Daðason, fram- herji Framara, sem fékk upplagt færi til að tryggja sínum mönnum öll stigin gegn Fylki í gær. Rík- harður var ósáttur við sjálfan sig en hann var sáttari við frammi- stöðu liðsins. „Við vorum að vinna miklu bet- ur sem lið og baráttan og stemn- ingin í liðinu var allt önnur en í síðustu leikjum. Markið sem við fengum á okkur var hins vegar einfalt og við hefðum átt að geta komið í veg fyrir það. Við fengum aukinn kraft þegar Andri Fannar kom inn á og mér fannst við lík- legri til að sigra þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Við töluðum um það fyrir leikinn að vera þéttari, bæði á miðsvæðinu og í vörninni, og ég held að það hafi tekist vel. Eitt stig telur kannski ekki mikið en við ætlum að reyna að byggja ofan á þetta og halda áfram á sömu braut,“ sagði Ríkharður. „Þetta var ekki gott hjá okkur en engu að síður tel ég gott að fá stig á útivelli,“ sagði Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis. „Á með- an við vinnum heimaleikina og tökum stig á útivöllunum er þetta í góðu lagi. Annars fannst mér við heilt yfir frekar slakir. Við vorum ekki nógu beittir enda hálf ragir og ólíkir sjálfum okkur. Við hefð- um alveg getað tapað leiknum. Rikki fékk upplagt færi en Bjarni varði mjög vel og bjargaði líklega að við töpuðum ekki.“ Ríkharður ósáttur Fylkismenn tróna því enn á toppideildarinnar með 11 stig, stigi meira en nýliðar Keflvíkinga, en Framarar, sem fyrir leikinn höfðu tapað tveimur leikjum í röð, sitja í sjöunda sætinu með fimm stig. Það var kannski við því búist að Framarar færu með sigur af hólmi þegar litið er til tölfræðinnar, en í síðustu tíu við- ureignum liðanna hefur Fram aðeins unnið einu sinni, tímabilið 2001. Rík- harður Daðason fékk hins vegar gull- ið tækifæri til að kveða Fylkisdraug- inn í kútinn en fimm mínútum fyrir leikslok komst hann einn gegn Bjarna Halldórssyni markverði Fylk- is eftir slæm mistök Vals Fannars Gíslasonar. Markvörðurinn ungi sá við Ríkharði og varði með góðu út- hlaupi og þar sluppu Fylkismenn með skrekkinn. Fyrri hálfleikurinn sem boðið var upp á í blíðunni á þjóðarleikvanginum var mjög bragðdaufur og lítil skemmtun. Hann einkenndist af óná- kvæmum sendingum á báða bóga, óþarfa brotum út um víðan völl og færin voru af skornum skammti. Framarar ætluðu ekki að brenna sig á því að fá á sig klaufaleg mörk eins og í síðustu leikjum. Þeir settu örygg- ið á oddinn og léku fyrri hálfleikinn mjög varfærnislega. Fylkismönnum gekk illa að ná tökum á leik sínum en einu færin sem litu dagsins ljós í öll- um hálfleiknum voru fyrir framan mark Fram. Björgólfur Takefusa skaut framhjá úr góðu færi strax á 4. mínútu og Guðni Rúnar Helgason hitti ekki boltann eftir hornspyrnu í upplögðu færi. Á markamínútunni opnaði Ólafur Ingi Stígsson mark- areikning sinn fyrir Árbæjarliðið á þessu sumri þegar hann skallaði í net- ið góða sendingu frá Finni Kolbeins- syni. Heldur meira fjör færðist í leikinn í síðari hálfleik og ekki mátti miklu muna að gamli Framarinn, Þorbjörn Atli Sveinsson, bætti við öðru marki fyrir Fylkismenn í upphafi hálfleiks- ins. Þrumuskot hans small í stönginni en Þorbjörn hefur jafnan verið á skot- skónum þegar þessi lið hafa mæst og fyrir leikinn í gær hafði hann skorað fyrir þá bláklæddu í fimm af síðustu sex leikjum. Eftir þetta færðust Framarar hægt og bítandi í aukana og síðasta hálftímann voru þeir sterk- ari aðilinn. Innkoma Andra Fannars hleypti lífi í sóknarleik Framara og hann hafði ekki verið inni á vellinum nema í þrjár mínútur þegar hann jafnaði með góðu skallamarki. Fram- arar reyndu að láta kné fylgja kviði. Þeir færðu sig framar á völlinn, náðu undirtökunum á miðsvæðinu og í þrí- gang á síðasta stundarfjórðungnum skall hurð nærri hælum við mark Fylkis. Fyrst varði Bjarni vel lúmskt skot frá hinum nýklippta Hans Fróða Hansen og á lokamínútunum var Rík- harður í tveimur góðum færum og þá sérstaklega í fyrra skiptið eins og áð- ur er lýst. Mikil batamerki voru á leik Fram- ara eftir slaka frammistöðu í leikjun- um gegn Grindavík og ÍA. Sérstak- lega var áberandi að Framarar voru þéttari fyrir í öftustu varnarlínu og baráttan og krafturinn var miklu meiri og betri en í undanförnum leikj- um. Hans Fróði, Eggert og Andrés stóðu vel fyrir sínu í vörninni, Ingvar var duglegur á miðjunni og Ríkharð- ur vann mjög vel og var ávallt hættu- legur. Þá var Andri Fannar sprækur eftir að hann kom inn á en hann leysti Þorvald Makan Sigbjörnsson af hólmi eftir klukkustundarleik. Þor- valdur lék að þessu sinni í fremstu víglínu. Fylkismenn voru ekki sannfærandi og þeir áttu alls ekki skilið meira en eitt stig. Vörnin var gloppótt, miðjan ekki eins öflug og í síðustu leikjum og framherjarnir fótfráu náðu sér ekki á strik. Finnur Kolbeinsson og Krist- ján Valdimarsson, sem kom í byrjun- arliðið vegna veikinda Þórhalls Dans, voru einna bestir í Árbæjarliðinu að þessu sinni. Morgunblaðið/Sverrir Björgólfur Takefusa, leikmaður Fylkis, freistar þess að spyrna knettinum en þeir Eggert Stef- ánsson og Ingvar Ólason, leikmenn Fram, fylgjast grannt með tilburðunum. Fram nær sigri gegn toppliðinu FRAMARAR stöðvuðu sigurgöngu Fylkismanna á Laugardalsvell- inum í gærkvöld. 1:1 jafntefli var niðurstaðan í slag Reykjavíkur- liðanna í frekar tilþrifalitlum leik en ef eitthvað var þá voru Fram- arar nærri því að tryggja sér öll stigin sem í boði voru. Guðmundur Hilmarsson skrifar Fram 1:1 Fylkir Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeild karla, 5. umferð Laugardalsvöllur Mánudaginn 7. júní 2004 Aðstæður: Logn, skýjað og 11 stiga hiti, völlurinn góður. Áhorfendur: 1.410 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Keflavík, 3 Aðstoðardómarar: Magnús Kristinsson, Sigurður Óli Þórleifsson Skot á mark: 9(4) - 10(5) Hornspyrnur: 3 - 6 Rangstöður: 2 - 4 Leikskipulag: 4-3-3 Gunnar Sigurðsson Andrés Jónsson M (Daði Guðmundsson 85.) Hans Fróði Hansen M Eggert Stefánsson M Ómar Hákonarson Fróði Benjaminsen Ingvar Ólason M Heiðar Geir Júlíusson (Baldur Þór Bjarnason 73.) Ragnar Árnason M Ríkharður Daðason M Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (Andri F. Ottósson 58.) M Bjarni Halldórsson M Kristján Valdimarsson M Guðni Rúnar Helgason Valur Fannar Gíslason Gunnar Þór Pétursson Ólafur Ingi Stígsson (Ragnar Sigurðsson 69.) Finnur Kolbeinsson M Helgi Valur Daníelsson M Sævar Þór Gíslason Björgólfur Takefusa (Eyjólfur Héðinsson 87.) Þorbjörn Atli Sveinsson (Ólafur Páll Snorrason 66.) 0:1 (43.) Finnur Kolbeinsson átti hniðmiðaða sendingu inn á vítateig Framara frá miðjum vallarhelmingi Fram. Þar kom Ólafur Stígsson aðvífandi og skallaði yfir Gunnar Sigurðsson sem var illa staðsettur í marki Fram- ara. 1:1 (62.) Andri Fannar Ottósson skallaði laglega í netið rétt utan vítateigs eftir háa sendingu Ragnars Árnasonar frá vinstri kanti. Gul spjöld: Fróði Benjaminsen, Fram (17.), fyrir brot  Ingvar Ólason, Fram (25.), fyrir brot  Guðni Rúnar Helgason, Fylki (25.), fyrir brot  Helgi Valur Daníelsson, Fylki (33.), fyrir brot  Valur Fannar Gíslason, Fylki (50.), fyrir brot Rauð spjöld: Engin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.