Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 48

Morgunblaðið - 08.06.2004, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes Su 13/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 - Kr. 2.500 Áhorfendaverðlaun - diskótek BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 13/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Mi 9/6 kl 20, - UPPSELT Fi 10/6 kl 20, - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 Lau 12/6 kl 20- UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 - FÁ SÆTI Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI 5TA HERDEILDIN hefur nú verið starfandi í fimm ár. Spila- mennska hefur verið allregluleg þennan tíma og að baki er ein stór plata, sem út kom í hitteðfyrra. Tónlist herdeild- arinnar er illskil- greinanleg, og er það tvímælalaust hennar helsti kostur. Íslenskt þjóð- lagapönk er sæmilegasta lýsing á hljóðheiminum hér og sum lögin hafa yfirbragð vögguvísna eður barna- gælna þar sem undir niðri kraumar einhver óskilgreinanlegur hrylling- ur. Lög eins og „Styttufall“ t.d. eru eins og sérsamin fyrir tröllasögur Jóns Árnasonar. Tónlistin er mestmegnis á þessari línu, með skemmtilegum útúrdúrum yfir í blágresishljóma, sveitatónlist og fleira. Eitt af því flottara sem hér má heyra er þegar holur og surgandi rafmagnsgítarinn kemur inn í hinn annars lífræna hljóðfæraleik (eins og í „Einkavæðslublús“) hljómandi eins og hann hafi verið tekin upp í næsta dal. Skuggalega flott. Textarnir hér eru nokkuð sér á báti. Forvitnilegir og furðulegir; skemmtilegir og skrítnir. Sæmileg orðgnótt í gangi, oft er reynt að segja eitthvað og það bregður fyrir rími. Hvílík tilbreyting! Platan byrjar á nokkuð magnaðri stemmu um „Heimspekinginn sem stökk út um gluggann“. Hann „las þartil (svo) að hann sá að þetta var allt sama tuggan“ og „tók síðan þann pól að tækla lífið hinumeginfrá (svo)…“ Strax í næsta lagi, „Einkavæðslu- blús“ bregður fyrir stórfurðulegum, súrrealískum texta með undarlegum lýsingum á einkavæðslu á strætis- vögnum og reglum þar að lútandi. Það má t.a.m. ekki taka Jón Mýrdal upp í vagnana og geðsjúklingar geta að sönnu keypt strætisvagna en þeir mega ekki keyra þá!? Oft er stutt í myrkrið. „Ég sé þig í myrkrinu/hangandi á irkinu/sljóa af geðlyfinu/með stillt á mute í sjón- varpinu/með slefu í munnvikinu/ hlæjandi að ruglinu“, segir í hinu harmræna „Farðu vel“. Aðrir textar eru þjóðfélagsleg gagnrýni (kirkjan, ríkisstjórnin o.s.frv.) blönduð römmum íslenskum kvæðastemmum þar sem fyrir koma tröll, kindur og smaladrengir. For- vitnileg samsuða og eiga liðsmenn Herdeildarinnar heiður skilinn fyrir að leggja metnað í textagerðina. Söngkonurnar Sonja Lind Eygló- ardóttir og Unnur Andrea Einars- dóttir eiga þá góða spretti í sínum innleggjum. Þrátt fyrir þetta hrjá plötuna nokkrir annmarkar. Hljómur er heldur slakur og hljóðfæraleikurinn upp og ofan. Oftast er losaraleg áferðin kostur heldur en hitt en stundum ekki, stundum á bassaleik- urinn það til að vera í óþéttara lagi t.a.m.. Lagasmíðalega séð er platan líka nokkuð ójöfn. Söngvarinn, Gísli „Gímaldin“ er með sérstæða rödd og á svosem ekki langt að sækja það. Hann er sonur Magnúsar „Megasar“ og auðheyran- legt að genabygging raddbandana hjá þeim feðgum er svipuð. Rödd Gímaldins á það til að vera dulítið pirrandi, ef ofskammtað er. Titill plötunnar er skemmtilegur en að ósekju hefðu mátt vanda betur til umslagsins. Áhlaup 5tu herdeildarinnar er samt vel heppnað þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem upp úr stendur nefnilega er að tónlistin er leitandi, fer iðulega í óvæntar áttir og það er einfaldlega hressandi – kætir mann og bætir. Þessi eiginleiki gerir að verkum að það er giska auð- velt að horfa framhjá áðurnefndum göllum. Tónlist Skæru- hernaður 5ta herdeildin Áður óútgefið efni  5tu herdeildina skipa Gímaldin (söngur, gítar og mandólín), Loftur S. Loftsson (bassi, söngur og bakraddir), Hermann Stefánsson (banjó, söngur og bakraddir), Gestur Guðnason (rafmagnsgítar), Þór- dís Claessen (ásláttur og frágangur á hrynjanda), Sonja Lind Eyglóardóttir (söngur) og Unnur Andrea Einarsdóttir (söngur). Bogi Reynisson stýrði upp- tökum og hljóðblandaði en Gunnar Ósk- arsson sá um endanlegan frágang. Ógrunduð forsjá gefur út. Arnar Eggert Thoroddsen „…sum lögin hafa yfirbragð vögguvísna eður barnagælna þar sem undir niðri kraumar einhver óskilgreinanlegur hryllingur,“ segir meðal annars um nýjustu afurð 5tu herdeildarinnar. STUNDUM er erfitt að trúa því að menningar(kima)vitinn Kevin Smith sé sá leikstjóri og handrits- höfundur sem stendur að baki rómantísku gamanmyndinni Jer- sey stelpan, svo langt gengur hún nefnilega í klisjum og stirðbusa- heitum á köflum. Þegar bráðsnjöll samtalsatriði taka hins vegar að gera vart við sig þegar líður á myndina, verður ekki lengur fram hjá því horft að þar er Smith að verki og enginn annar. Það virðist eiga betur við leik- stjórann að vinna með smærri og óhefðbundnari myndir, því þegar allir þættir Jersey stelpunnar eru vegnir og metnir, stendur það uppúr að Smith hefur hreinlega ekki eins gott vald á forminu og hann kannski hafði ætlað. Sagan segir frá New York-búan- um Ollie Trinkie (Ben Affleck), snjöllum almannatengli sem nýtur stórborgarlífsins og er ástfanginn upp fyrir haus af ritstjóranum Gertrude (Jennifer Lopez). Þegar þau ákveða að taka skref í þá átt að stofna fjölskyldu reynist starf Ollie taka upp allan hans tíma. Þegar Gertrude verður ólétt tekur tilvera Ollie hins vegar stakka- skiptum, og finnur hann sig fyrr en varir í hlutverki einstæðs föður í rólyndislegu úthverfi New Jer- sey. Nýtt fólk kemur inn í líf Ollie og dóttur hans Gertie, m.a. afar og frændur og hin kynlífsáhugasama búðarloka Maya (Liv Tyler). Í handriti Smith skjóta ýmis sí- gild þemu upp kollinum, s.s. tog- streitan milli smábæjarlífs og stór- borgarlífs, og klaufagangur óreynds föður. Smith á nokkra góða takta í viðleitninni við að skrifa sig inn í sígilt frásagnar- formið, en að öðru leyti er sagan í grunnatriðum vandræðalega væm- in og svo augljós að halda mætti að hún væri ætluð páfagaukum fremur en þaulvönum áhorfendum rómantískra Hollywood-gaman- mynda. Ýmislegt vegur þó upp á móti striðbusaheitunum sem gerir Jersey stelpuna að ágætis gam- anmynd á köflum. Söngleiknum Sweeney Todd er t.d. tvinnað skemmtilega inn í söguna og í gegnum það tekst Smith að láta þræðina koma saman á snyrtilegan hátt í lokin. Stöku samtöl, s.s. á milli Ollie og stórstjörnunnar Will Smith, milli Ollie og Mayu, og fleiri persóna, fá mann síðan til þess að steingleyma leiðindunum á köflum. Þar njóta leikarar sín líka bráðvel. Liv Tyler stígur t.d. fram með mjög sjarmerandi persónu- túlkun auk þess sem afinn og „frændurnir“ tveir eru bráðfyndn- ir í meðförum flinkra gamanleik- ara. Og það sem kemur kannski mest á óvart er hvað Ben Affleck stendur sig vel í hlutverki Ollie. Hann fer reyndar leiðinlega af stað í verstu klisjunum í fyrri hluta myndarinnar, en þegar á líð- ur finnur hann sig ágætlega í gam- anleiknum. Þegar plúsar og mín- usar hafa lagðir saman standa því eftir tvær stjörnur. Fyndin og leiðinleg KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Jersey Girl / Jersey stelpan Leikstjórn og handrit: Kevin Smith. Kvik- myndataka: Vilmos Zsigmond. Aðal- hlutverk: Ben Affleck, Liv Tyler, George Carlin, Raqueal Castro, Jason Biggs og Jennifer Lopez. Lengd: 102 mín. Banda- ríkin. Miramax Films, 2004. Heiða Jóhannsdóttir Liv Tyler og Ben Affleck í hlutverkum sínum. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergiðFréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.