Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ 5005 E-TÖFLUR Kona var tekin með 5005 e-töflur í Leifsstöð í fyrradag. Þetta er eitt stærsta smygl á e-töflum sem tekist hefur að hindra en andvirði fíkni- efnanna var nærri níu milljónir króna. Konan var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hagnaður 9,5 milljarðar Hagnaður Baugs Group hf á árinu 2003 var rúmir 9,5 milljarðar. Í árs- reikningi félagsins er tekið tillit til hugsanlegra skattbreytinga vegna frumskýrslu skattrannsóknarstjóra sem er í andmælafresti til 25. júní. Verðbólgan „stundarskot“ Davíð Oddsson telur hækkun verðbólgunnar vera „stundarskot“ sem hjaðni fljótt. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um hvort stjórnvöld grípi til einhverra ráð- stafana til að hamla gegn verðbólgu en hún hækkaði í maí um sem nemur 3,9% á ársgrundvelli. Reagan kvaddur Bandaríkjamenn kvöddu í gær Ronald Reagan, 40. forseta Banda- ríkjanna, og minntust hans sem tákngervings lands og þjóðar, manns, sem hefði flutt með sér ferskan blæ einlægni og alúðar. Kom þetta meðal annars fram í ræðu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands og náinn vinur Reagans, sagði, að hann hefði unnið Kalda stríðið án þess að hleypa af skoti. Var athöfnin mjög áhrifamikil en að henni lokinni var kista Reag- ans flutt til Kaliforníu þar sem hann var lagður til hinstu hvílu. Játa ódæðisverkin Bosníu-Serbar viðurkenndu í fyrsta sinn í gær, að þeir bæru ábyrgð á dauða þúsunda múslíma, sem teknir hefðu verið af lífi án dóms og laga í Srebrenica 1995. Hefðu þeir, sem glæpina frömdu, her, lögregla og sveitir serbneska innanríkisráðuneytisins í Bosníu, reynt að fela glæpinn. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 38/42 Viðskipti 12 Umræðan 36/37 Erlent 14/16 Kirkjustarf 43 Höfuðborgin 19 Úr Vesturheimi 30 Akureyri 20 Staksteinar 50 Suðurnes 23 Myndasögur 48 Árborg 24 Bréf 48 Landið 22 Dagbók 50/51 Listir 28/29 Leikhús 56 Neytendur 25/27 Fólk 56/61 Heilsa 27 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) í vor sýndu mikla aukningu í rjúpna- stofninum miðað við síðasta ár. Upp- sveiflu gætir nú í nær öllum lands- hlutum, en hennar varð vart síðasta vor á friðaða svæðinu á Suðvestur- landi. Að mati NÍ er vöxtur rjúpna- stofnsins í samræmi við þær vænting- ar sem gerðar voru til friðunaraðgerða fyrir einu ári, en miðað við fyrri reynslu má búast við vexti næstu þrjú til fjögur árin. Þrátt fyrir þennan umtalsverða vöxt telur NÍ stofninn ekki enn nógu sterkan til að ástæða sé til að aflétta þriggja ára veiðibanni sem ákveðið var í fyrra. Að sögn Kristins Hauks Skarphéð- inssonar, fuglafræðings hjá NÍ, sveiflast íslenski rjúpnastofninn mik- ið af náttúrulegum orsökum, en á síð- ustu áratugum virðist hafa dregið úr sveiflunum og rjúpum fækkað stöð- ugt. Meginástæða þeirrar fækkunar er talin síaukin afföll fullorðinna rjúpna. Því hafi verið mælt með veru- legum samdrætti rjúpnaveiða. Í fyrra lagði NÍ til fimm ára veiðibann, en umhverfisráðherra ákvað að friða rjúpur í þrjú ár, til haustsins 2006. Sjálfbærni langtímamarkmið Nú hefur rjúpnastofninn, að sögn Kristins, vaxið verulega á langflestum af þeim fjörutíu talningarsvæðum sem fylgst hefur verið með undanfar- ið, eða að meðaltali u.þ.b. 104%. Hlut- fallslega var aukningin mest á Norð- vesturlandi, um 171%. „Við teljum skammtímamarkmið við stjórn rjúpnastofnsins eiga að vera að forða rjúpnastofninum frá frekari hnignun og nota það lag sem nú hefur myndast til að byggja upp sterkan stofn,“ segir Kristinn. „Langtímamarkmiðið er þá að rjúpnaveiðar á landinu verði sjálf- bærar til lengri tíma litið, þ.e. að stofninn fái næði til vaxtar á upp- sveifluárum og að honum hnigni ekki til langframa. Tímabundin friðun rjúpna uppfyllir að okkar mati skammtímamarkmiðið, en þó teljum við ekki tímabært að hefja veiðar að nýju. Bæði vegna þess að stofninn er enn mjög lítill og einnig að svo virðist sem friðunaraðgerðir séu að skila ár- angri og því ekki skynsamlegt að hverfa af þeirri braut sem mörkuð hefur verið.“ NÍ leggur áherslu á að langtíma- markmiðinu, sjálfbærum veiðum úr sterkum stofni, verði einungis náð með markvissu veiðistjórnunarkerfi, þar sem hægt verði að grípa til sölu- banns, svæðafriðunar og annarra tak- markandi aðgerða, gerist þess þörf. Vortalning Náttúrufræðistofnunar Rjúpnastofn- inn á uppleið                 !  " #"    #" $  % " %   &   &'''&%()* + $ " $   '   ,-. ,/. ,0,. 0. ,1. ,0. ,. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun ekki fara fram á lækkun iðgjalda tryggingafélaga í ökutækja- tryggingum, veruleg samkeppni er sögð ríkja í lögboðnum ökutækjatryggingum og dregið hef- ur úr ofmati tjónaskulda félaganna frá fyrri ár- um. Þetta er meðal niðurstaðna í athugun Fjár- málaeftirlitsins á verklagi tryggingafélaganna við mat á tjónum, sem fram fór nýlega á grund- velli laga um vátryggingastarfsemi. Fjármála- eftirlitið segir m.a. í tilkynningu sinni að dregið hafi úr ofmati tjónaskulda síðustu ár, m.a. vegna bætts verklags við mat á tjónum og auk- ins aðhalds. Telur stofnunin að bætt verklag við mat á tjónum sé einn af þeim þáttum sem valdi auknum hagnaði vátryggingafélaganna á síðustu árum, en hann hefur aukist allt frá árinu 2001. Eftirlitið segir að hjá þeim félögum og í þeim greinum, þar sem ofmat mældist, hafi verið lagt mat á hvaða áhrif lækkun tjónaskuldar hefði á hlutfall tjóna af iðgjöldum miðað við iðgjöldin eins og þau voru árið 2002. Þannig hafi verið gerðar spár um afkomu til framtíðar sem bendi ekki til að hagnaður, sem gæti myndast vegna ofmats á tjónaskuld, gefi til kynna að iðgjöld séu ósanngjörn í skilningi laganna. Fjármálaeftirlitið segist hafa vitneskju um að nú sé ríkjandi veruleg samkeppni í lögboðnum ökutækjatryggingum sem komi fram í veruleg- um frávikum frá iðgjaldaskrá. Beinir Fjármála- eftirlitið því til félaganna að þessar iðgjalda- lækkanir verði gerðar almennar svo að allir viðskiptavinir njóti góðs af hagstæðri stöðu greinarinnar. Þá telur Fjármálaeftirlitið að iðgjaldalækk- anir undanfarið séu í samræmi við niðurstöður sínar úr tölfræðigreiningu og vettvangsathugun. Í ljósi stöðu tjónaskuldar og núverandi fjár- hagsstöðu félaganna telur eftirlitið að enn sé svigrúm til lækkunar iðgjalda, enda haldist sú góða afkoma í greininni sem þróast hafi á síð- ustu þremur árum. Í framhaldi af þessari athugun telur Fjár- málaeftirlitið eðlilegt að styrkja eftirlit með tjónaskuld með reglum, sem fyrirhugað er að gera síðar á þessu ári. Verður þar tekið mið af alþjóðlegum stöðlum og reglum nágrannaland- anna. Fjármálaeftirlitið gerði athugun á ökutækjatryggingum Ekki farið fram á lækkun iðgjalda MYND Sveins M. Sveinssonar, Heimur kuldans, var frumsýnd á heimildar- og stuttmyndahátíðinni Reykjavik shorts&docs, í Regnbog- anum í gærkvöld. Heimur kuldans fjallar um ferð Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, til nyrstu byggða Grænlands, en Ragn- ar fór þangað fyrir fimmtán árum og myndaði veiðimenn á svæðinu norð- an Thule-herstöðvarinnar. Í myndinni endurnýjar Ragnar kynni sín við tvo grænlenska bræður og fer með þeim í fimm daga veiði- leiðangur á hundasleðum út á ísinn. Þá er í myndinni komið við í nyrsta þorpi veraldar, Shiorapaluk, en þar búa aðeins um 70 manns. Morgunblaðið/ÞÖK Ragnar Axelsson ásamt Sveini M. Sveinssyni, leikstjóra heimildarmynd- arinnar Heims kuldans, á frumsýningunni í Regnboganum. Heimur kuldans frumsýnd MIKIÐ annríki hefur verið síðustu daga hjá lögreglunni í Reykjavík og á Selfossi við rannsókn fíkniefna- mála. Hjá lögreglunni á Selfossi eru þrjú mál til rannsóknar og hið nýj- asta kom upp í Þorlákshöfn í gær. Þar fannst við húsleit nokkurt magn fíkniefna, ætlað þýfi, skotvopn, skot- færi og annar vopnabúnaður, s.s. hnífar og axir. Ungur karlmaður var handtekinn eftir húsleitina. Önnur mál Selfosslögreglu eru vegna 16 ára stúlku sem reyndi að smygla hassi inn á Litla-Hraun á fimmtudag og að kvöldi sama dags var kona stöðvuð við akstur á Selfossi, grunuð um að vera undir áhrifum fíkniefna. Við leit í húsi hennar fundust fíkniefni. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er áfram með í rannsókn tvö stór mál, sem greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Vegna annars þeirra, innflutnings frá Kaupmanna- höfn á kílói af amfetamíni og kílói af kókaíni, var karlmaður á þrítugs- aldri úrskurðaður í gær í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fyrir er sá enn í varðhaldi sem handtekinn var með fíkniefnin í Leifsstöð 24. maí sl. Í hinu málinu var karlmanni á þrí- tugsaldri sleppt úr varðhaldi í gær. Annar maður er áfram í haldi eftir að í fórum þeirra fundust eitt kíló af amfetamíni og 40 grömm af hassi við húsleit lögreglu í austurhluta borg- arinnar nýlega. Mikið annríki í fíkniefnamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.