Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 11 ríkisstjórnarinnar bæri að verið í höndum Kristjáns Eldjárns. Skýrði Guðni frá því að Kristján hefði hugsað sinn gang um stund og undirritað svo þingrofsbeiðnina. Guðni vitnaði síðan í dagbókarskrif Kristjáns frá þessum tíma en þar segir: „Ég get ekki enn séð hvaða tilgangi það hefði átt að þjóna að láta það eftir að þessir menn [Geir, Gylfi og Hannibal] færu að reyna stjórnarmyndun, en glöggt sé ég hvaða voðaafleiðingar það hefði fyrir mig og stöðu forseta, ef ég hefði farið að ráðum þeirra. Ég held að blátt áfram sé ekki hægt að blanda forsetaembættinu svona inn í stjórn- málaátök.“ Réttar ákvarðanir Guðni sagði að enginn vafi léki á því að Kristján Eldjárn hefði þarna gert rétt. Í fyrsta lagi vegna þess að þre- menningarnir, Geir, Gylfi og Hanni- bal, hafi aldrei haft tilbúna stjórn eða stjórnarsáttmála. Kröfur þeirra hafi verið of veikar og áætlanir of óljósar. Í öðru lagi hafi stjórnskipun Íslands einfaldlega ekki leyft að forsetinn tæki í taumana með þeim hætti sem sumir stjórnarandstæðingar hefðu gert sér vonir um. Guðni tók þó fram að þetta atriði væri umdeilanlegt. Eft- ir stæði þó, sagði hann, að þótt þing- rof Ólafs Jóhannessonar hefði verið löglegt hefði það líklega verið sið- laust. Sá réttur forsætisráðherra að geta sent Alþingi heim í trássi við þess eigin meirihluta væri óeðlilegur, byggður á úreltu ákvæði stjórnar- skrárinnar og á skjön við þá megin- reglu þingræðisins að framkvæmda- valdið lúti vilja þingsins. „Sú breyting var enda gerð á stjórnarskánni árið 1991 að við þingrof fellur umboð þing- manna ekki niður fyrr en á kjördegi, ólíkt því sem var 1974. Þá varð landið þingmannslaust um leið og Ólafur rauf þing,“ útskýrir Guðni. Guðni vék síðan að úrslitum þing- kosninganna árið 1978. Þar hefðu A- flokkarnir tveir, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, unnið stórsigur; feng- ið 14 þingmenn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20 þing- menn og Framsóknarflokkurinn tólf. Guðni sagði að stjórnarmyndunar- viðræðurnar hefðu orðið flóknar og snúnar. Greindi hann síðan frá því þegar Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, fékk umboð til að mynda stjórn. Áður hefði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, fengið umboð og síðan Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Lúðvík fengi næsta tækifæri Guðni sagði að Kristján hefði vitað að margir sjálfstæðismenn væru á móti því að Lúðvík fengi stjórnar- myndunarumboð. „En hvað annað var hægt að gera?“ spurði Guðni í er- indi sínu. Hann sagði að Baldur Möll- er, einn nánasti ráðgjafi Kristjáns, hefði sagt að Lúðvík yrði að fá umboð- ið. Kristján hefði verið sama sinnis og skrifað í dagbók sína: „Baldur er á því að ekki geti komið til mála annað en að veita Lúðvík næsta tækifæri. Allt sem hann sagði um þetta kom alveg heim við mínar hugsanir: Jafnvel þótt forseti vildi ganga framhjá honum, væri það fjarri öllum leikreglum í lýð- ræðisríki að sniðganga svo gróflega næststærsta stjórnmálaflokk lands- ins.“ Guðni sagði að þetta hefði verið rétt hjá Kristjáni og að Geir Hall- grímsson hefði reyndar sjálfur vakið máls á því við Krisján að vel gæti komið til greina að fela Lúðvík að reyna að mynda stjórn. Morgunblaðið hefði þó fundið mjög að ákvörðun Kristjáns og honum hefði fundist það ómaklegt. Guðni sagði að eftir á að hyggja væri ekki hægt að sjá annað en að Kristján hefði þarna sem fyrr gætt allrar sanngirni. Það hefði verið ólýð- ræðislegt, nánast óhugsandi að snið- ganga Alþýðubandalagið. OPNUÐ hefur verið utankjörfundar- skrifstofa hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna forsetakosninganna þann 26. júní næstkomandi. Kjörstað- urinn er á jarðhæð í húsi sýslumanns að Skógarhlíð 6. Hann verður opinn alla daga frá 10 til 22, að undanskild- um 17. júní, en þá er lokað. Einnig verður kjörstaðurinn opinn á kjördag til klukkan 18, en þá ein- ungis ætlaður fyrir kjósendur sem búsettir eru utan Reykjavíkur. Í gær höfðu um 370 manns kosið utan kjörfundar, að sögn Adólfs Adólfssonar hjá embætti sýslumanns. Hann segir kjörfund hafa farið rólega af stað en nokkur aukning hafi þó orð- ið á allra seinustu dögum. „Þeir sem nýta sér kosningaréttinn hér í Reykjavík en eru búsettir annars staðar verða sjálfir að koma atkvæð- inu til skila í rétt byggðarlag,“ sagði Adolf í samtali við Morgunblaðið. Í dag og næstu daga munu starfs- menn sýslumanns fara á elliheimili, sjúkrahús og í fangelsi til að gefa vist- fólki tækifæri til að kjósa. Ekki eru prentaðir sérstakir kjörseðlar fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu, þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvaða frambjóðendur eru þegar atkvæða- greiðsla hefst. Þess í stað er annað hvort hægt að rita nafn þess, sem við- komandi kýs, með blýanti á tiltekið blað, eða stimpla nafn frambjóðanda á blaðið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fer fram hjá sendiráðum Ís- lands erlendis, fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg og hjá umdæmisstjórum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands í Namibíu, Úganda og Malaví. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðis- mönnum Íslands erlendis. Kjörstaður opinn fram á kjördag BALDUR Ágústsson forseta- frambjóðandi hélt í gærkvöldi fram- boðsfund í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum forseta- framboðs Baldurs eru 6.892 Íslend- ingar skráðir til búsetu í Danmörku. Baldur og Jean Plummer, heitkona hans, koma aftur til Íslands á sunnu- dag og halda þá áfram kosningabar- áttunni hér á landi. Kosningaferðalög innanlands Baldur hefur einnig verið á kosn- ingaferðalagi vítt og breitt um Ís- land á undanförnum dögum og hélt m.a. framboðsfund í Fjólunni í Vest- mannaeyjum í byrjun vikunnar. Fram kemur í fréttatilkynningu af framboðsfundi Baldurs í Eyjum að eftir að hann hafði farið yfir stefnu- mál sín hafi Eyjamenn spurt Baldur um ýmis málefni, m.a. afstöðu til synjunar forsta á staðfestingu fjöl- miðlalaganna. „Málskotsréttur for- seta Íslands er mikilvægur björg- unarbátur sem forsetinn á að geta gripið til þegar mikið liggur við. Hvað fjölmiðlalögin varðar tel ég að ekki hafi verið þörf á þessum björg- unarbát. Þarna hefðu dómstólarnir getað gripið inn í ef lögin stæðust ekki stjórnarskrá,“ sagði Baldur m.a. skv. fréttatilkynningu forseta- framboðsins. Baldur hélt einnig framboðsfund á elliheimilinu Grund á fimmtudag. Á fundinum rakti Baldur m.a. fjöl- skyldutré sitt aftur til fyrstu land- námsmannanna, eða því sem næst, og kynnti síðan stefnumál sín fyrir fólkinu. Upplýsingar um kosn- ingafundi má finna á heimasíðu framboðs Baldurs www.landsmal.is. Hélt framboðsfund í Kaupmannahöfn Baldur Ágústsson ræðir við heim- ilisfólk og starfsmenn á Grund. ÁSTÞÓR Magn- ússon forseta- frambjóðandi hef- ur krafist þess að forsetakosning- unum verði frest- að þar til búið sé að leysa út þeim vandamálum sem upp séu komin varðandi aðgengi frambjóðenda að fjölmiðlum. Vill Ást- þór einnig að kosningarnar fari fram undir eftirliti Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu. Ástþór hefur sent Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu erindi vegna þess sem hann telur vera rit- skoðun af hálfu Ríkisútvarpsins þeg- ar viðtal við dr. Dietrich Fischer var sent út í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld. Ástþór hefur einnig sent kærubréf til Útvarpsréttarnefndar, til Hæsta- réttar Íslands, umboðsmanns Alþing- is, yfirkjörstjórna og til Alþjóða blaðamannasambandsins. Þá greindi Ástþór frá því að í gær yrði gefin út stefna á hendur RÚV um að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fram kemur í bréfi frá Fischer, sem fylgir með tilkynningu Ástþórs, að hann hafi átt 45 mín. viðtal við Sjónvarpið en aðeins tíu mín. hafi verið sendar út. Í viðtalinu hafi Fisch- er m.a. tekið undir tillögur Ástþórs um að nýta íslenska forsætaembættið í þágu friðar, m.a. með því að setja hér á stofn alþjóðlega friðarstofnun og breyta varnarstöðinni á Keflavík- urflugvelli í höfuðstöðvar frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Segist Fischer hafa sagt að ef Ástþór yrði kjörinn forseti myndi hann nýta það tækifæri til að koma Íslandi á landakortið sem miðstöð friðar í heiminum. Fischer segir að allt þetta hafi verið klippt út úr viðtalinu og segir að með því sé verið að hindra frjáls skoðanaskipti á Íslandi. Hefur Ástþór óskað eftir fundi með útvarpsréttarnefnd til að ræða þetta mál. Segist Ástþór einnig áskilja sér all- an rétt til að höfða mál til ógildingar forsetakosningunum fáist ekki án taf- ar úrlausn við þeirri aðför að lýðræð- inu og kosningasvikum, sem hér séu að gerast. Í kæru Ástþórs þar sem farið er fram á frestun kosninganna segir m.a. að sú staðreynd að engin svör hafi borist frá útvarpsréttarnefnd við fyrri kærubréfum, veki upp þá spurn- ingu hvort það sé stefna stjórnvalda og utanríkisráðuneytisins að ljúga að eftirlitsstofnun ÖSE til að koma í veg fyrir að hingað verði sendir alþjóð- legir eftirlitsmenn eða hvort vandinn sé einungis hjá RÚV og Norður- ljósum. „Ljóst er að framganga fjölmiðla á Íslandi er að grafa undan lýðræð- islegri umræðu í landinu og þær for- setakosningar sem nú fara hér í hönd eru helst í ætt við það sem gerst hef- ur í alræmdum einræðisríkjum eða svokölluðum „bananalýðveldum“,“ segir í bréfi Ástþórs til útvarpsrétt- arnefndar. Forsetakosningunum verði frestað Ástþór Magnússon KRISTJÁNI Eldjárn, þáverandi for- seta Íslands, barst ófomleg beiðni frá landeigendum í Mývatnssveit, árið 1970, um að hann neitaði að undirrita bráðabirgðalög um Lax- árvirkjun. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði m.a. um það mál í erindi sínu á fundi um hlutverk forseta Íslands á miðvikudag. Guðni skýrði frá því að mjög um- deildar framkvæmdir við Lax- árvirkjun í Mývatnssveit hefðu haf- ist í júníbyrjun árið 1970. Um það leyti barst Kristjáni Eldjárn óform- leg beiðni frá landeigendunum um að hann neitaði að undirrita bráða- birgðalög um Laxárvirkjun ef til þess kæmi að ríkisstjórnin færi þess á leit við hann. Guðni segir að Kristjáni hafi nokkrum dögum síðar borist þau boð að norðan að bréfið hafi verið sent í fljótfærni og ætti að skoðast sem ósent, eins og Kristján hefði skrifað í dagbók sína „vegna þess að engar líkur væru til að ég gæti orðið við þeim tilmælum þess að skrifa ekki undir hugsanleg bráðabirgða- lög“. Guðni segir að þótt Kristján segði það ekki afdráttarlaust virðist það nokkuð ljóst að hann hafi verið sama sinnis, þ.e. að honum væri ekki stætt á að neita að skrifa undir lög, hvort sem þau væru bráðabirgðalög eða ekki. Að sögn Guðna var þetta nær örugglega í eina skiptið sem Krist- ján þurfti í alvöru að íhuga orð stjórnarskrárinnar um vald forseta til að synja lögum staðfestingar. Óformleg beiðni um að skrifa ekki undir bráðabirgðalög GREINDUM tilfellum einhverfu hefur fjölgað um- talsvert undanfarin ár, eða allt að því tólffalt. Stór hluti þessarar fjölgunar skrifast á nákvæmari og betri greiningaraðferðir sem nú standa fagfólki til boða, en vissan hluta fjölgunarinnar er erfitt að skýra öðruvísi en að einhverfa sé að færast í aukana vegna einhverra umhverfisþátta. Þetta kom fram í fyr- irlestri sem franski barnageðlæknirinn og prófess- orinn Eric Fombonne hélt í Reykjavík en prófessor Fombonne, sem starfar við McGill-háskólann í Mont- réal, er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og greinaskrif á sviði faraldsfræði. Á sjöunda áratugnum greindust um fimm af hverj- um tíu þúsund börnum með einhverfu, en í dag segir prófessor Fombonne þessa tölu komna upp í sextíu börn af hverjum tíu þúsund. „Faraldursfræði ein- hverfu er viðkvæmt mál að fjalla um, en nýjustu tölur gefa til kynna mjög aukna tíðni einhverfu,“ segir pró- fessor Fombonne og bætir við að fagfólk sé vissulega orðið betra í að greina og finna einhverfu, auk þess sem skilgreiningar á henni hafi víkkað, en ljóst sé að einhverfa sé nú orðin algengari en margir aðrir erfða- sjúkdómar. „Eftirspurn eftir þjónustu og meðferðarúrræðum fyrir einhverf börn hefur aukist til muna. Það er mjög mikilvægt að anna þeirri eftirspurn og veita þessum börnum þá meðferð sem þau þurfa, því það er ljóst að hægt er að hafa mikil áhrif á framvindu einhverf- unnar með réttri meðferð. Þannig er hægt að spara gríðarlegan kostnað í framtíðinni, því ef hægt er að byrja að vinna snemma á einhverfunni með öflugri at- ferlismeðferð getur margt breyst til batnaðar hjá barninu og bæði barnið og fjölskylda þess verið í betri stöðu. Við getum haft mikil áhrif á útkomu ein- hverfunnar. Margir einhverfir geta orðið virkir þjóð- félagsþegnar ef einhverfan greinist snemma og farið er út í viðeigandi meðferð. Það er ekki hægt að lækna einhverfu, en það er hægt að kenna einhverfum ýms- ar leiðir til að lifa í samfélaginu.“ Snemmbúin greining og meðferð spara gríðarlega fjármuni Prófessor Fombonne segir óljóst hvaða umhverfis- áhrif, ef einhver, hafi áhrif á tíðni einhverfu og marg- ar tilgátur hafi komið fram varðandi þungamálma og önnur efni í umhverfi. „Þó hafa þau gögn sem við höf- um undir höndum ekki enn rennt stoðum undir þær tilgátur.“ Í gær hélt prófessor Fombonne opinn fyr- irlestur um geð- og þroskaraskanir leikskólabarni í stofu 101 í Lögbergi. Hann segir þær hegðunar-, til- finninga- og þroskaraskanir sem koma fram hjá börn- um á leikskólaaldri geta haft skaðvænleg áhrif á að- lögun þeirra í skóla og samfélagi, sem og velferð fjölskyldna þeirra. „Áður fyrr trúðu menn ekki að börn ættu við geð- raskanir að stríða, en nú vitum við að á bilinu átta til tíu prósent barna á aldrinum tveggja til fimm ára eiga við geðraskanir að stríða,“ segir prófessor Fom- bonne. „Ef við náum að greina þessar raskanir nógu snemma getum við haft áhrif á farveg barnanna. Það hefur sýnt sig að ef við náum að komast fyrir geð- raskanirnar fyrir sjö ára aldurinn getur mjög góður árangur náðst, en eftir það fara raskanirnar að fest- ast í sessi.“ Prófessor Fombonne segir hegðunarraskanir og mótþróahegðun eins og ofvirkni og athyglisbrest oft koma fram hjá börnum á leikskólaaldri, en þá sé ein- mitt auðveldast að komast fyrir þessar raskanir og hjálpa börnunum. „Ef hægt er að vinna á þessum röskunum svona snemma er hægt að spara heilbrigð- iskerfinu og félagslega kerfinu gríðarlegt fjármagn, því þessar raskanir geta ágerst mjög alvarlega og leitt til andfélagslegra persónuleika,“ segir prófessor Fombonne að lokum. Franskur faraldursfræðingur fjallar um geðraskanir barna Einhverfugreiningum hefur fjölgað umtalsvert Morgunblaðið/RAX Prófessor Eric Fombonne FORSETAKOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.