Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 57 Konunglegt bros er gervi-heimildarmynd, kallað„mocumentary“ upp áensku, raunveruleikinn er settur á svið og svo skjalfestur. Sem dæmi um myndir af þessu tagi má nefna The Blair Witch Project, Spinal Tap og Man Bites Dog. Að sögn Gunnars fjallar Kon- unglegt bros um bílasalann Frikka sem lítur á sig sem fjöltæknilista- mann. „Hans list felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér, segja þeim svo upp og taka svo ljósmynd af viðbrögðunum. Þessa iðju er Frikki búinn að stunda í tvö ár. Hann er nokkuð ánægður með sig og er meira en viljugur að segja frá gangi verkefnisins. Hann er meira að segja svo skipulagður að hann heldur utan um verkefnið með hjálp tölvuforritsins Mictosoft Outlook,“ upplýsir Gunnar sem leikstýrir myndinni og fer jafn- framt með hlutverk leikstjóra heimildarmyndarinnar í myndinni. Gunnar segir handritið byggjast á fjórum blaðsíðum sem hann skrifaði um efni myndarinnar sem hópurinn hafi svo unnið út frá. Hann segir þá hafa verið nokkuð trúa þessum fjórum síðum og grip- ið í taumana þegar þeir voru komn- ir of langt út fyrir efnið. Handritshöfundar eru auk Gunn- ars þeir Ottó Geir Borg, Óskar Þór Axelsson og Friðrik Friðriksson. „Við byrjuðum á að búa til per- sónur myndarinnar, gefa þeim sögu og hófum svo að taka við þær viðtöl. Fjöldinn allur af fólki kemur fram í myndinni. Við höfðum uppi á æskuvinum Frikka til að fræðast um hvernig hann hefði verið í gamla daga og svo framvegis,“ seg- ir Gunnar. „Við reyndum einnig að hafa all- ar aðstæður mjög raunsæjar. Það skín í gegn að viðfangsefni mynd- arinnar er algjört grín og á móti reyndum við að hafa allt umhverfi eins eðlilegt og hægt er. Raunveru- leikinn er oftast fyndnastur.“ Það er Friðrik Friðriksson sem fer með hlutverk Frikka og segir Gunnar það meðvitað að láta þá heita sama nafni. Reyndar heita allar persónur myndarinnar sama nafni og þeir sem þær leika. Framleiðsluferli myndarinnar tók fjögur ár – skiptist í tökur ann- ars vegar og úrvinnslu hins vegar. „Við tókum tvær til þrjár vikur í senn í upptökur og klipptum svo jafnóðum það efni sem við vorum komnir með,“ segir Gunnar. Kon- unglegt bros verður frumsýnd í dag í Bæjarbíói í Hafnarfirði og er opnunarmynd listahátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnafirði. Leikhús í einu herbergi Sem fyrr segir er Gunnar jafn- framt formaður Leikfélags Hafn- arfjarðar þar sem hann einnig leik- ur, leikstýrir og sinnir öðrum verkefnum. Hann segir félagið vera í sífelldri þróun en hag þess hafa vænkast talsvert á síðustu ár- um, þá sérstaklega með tilkomu nýrrar aðstöðu. „Við vorum í Bæj- arbíóinu í Hafnarfirði í mörg ár en þegar Kvikmyndasafn Íslands flutti í húsnæðið fluttum við okkur yfir í Hafnarfjarðarleikhúsið,“ seg- ir Gunnar. Þar segir hann félagið hafa haft yfir að ráða 40 fermetra rými til að sinna starfi sínu. „Leik- félagið var bara hægt og rólega að deyja út þannig,“ fullyrðir Gunnar. „Við sættum okkur ekki við þau ör- lög og tókum okkur nokkur saman og bjuggum til leikhús í þessu litla rými.“ Leikfélag Hafnarfjarðar setti upp nokkur leikrit í rýminu góða og segir Gunnar þau hafa einbeitt sér að sambandinu milli áhorfenda og sýningar. „Þetta gekk mjög vel. Við settum meira að segja upp eina sýningu þar sem áhorfendur gengu um rýmið og fylgdust með mis- munandi atriðum,“ segir Gunnar og viðurkennir að talsvert mikla útsjónarsemi þurfi til að setja upp sýningu í svona litlu rými. Fyrir tilstilli Hafnarfjarðarbæjar hefur leikfélagið nú fengið aðstöðu í nýju leikhúsi sem er til húsa þar sem Lækjarskóli var áður. Flutn- ingurinn hafði vægast sagt hvetj- andi áhrif á félagið. „Já, menn voru orðnir svo æstir að fara að gera eitthvað eftir að losna úr litla hús- næðinu að við ákváðum að æða í að setja upp fimm leiksýningar í fullri lengd á fimm mánuðum, sirka eina á mánuði,“ segir Gunnar. Sýning- um á fyrsta verkinu af fimm lauk nýverið og er það næsta vænt- anlegt í lok júní og svo koll af kolli fram í október. Gunnar segir um 40 manns skipa Leikfélag Hafnarfjarðar þar sem allir leggjast á eitt til að gera draum sinn að veruleika. Hann segir leikfélagið vera öllum opið og á döfinni auk leiksýninga séu nám- skeið og annað skemmtilegt. Spurður um komandi verkefni seg- ist Gunnar enn vera sestur í leik- stjórastólinn við gerð myndarinnar Astrópía sem þeir Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar skrifa handritið að. Handritið er að sögn frágengið og framleiðsluferlið í startholunum. Það eru því ekki aðgerðalausir tímar framundan hjá leikstjóran- um, leikaranum og formanninum Gunnari. Raunveruleikinn oftast fyndnastur Morgunblaðið/Ásdís Þúsundþjalasmiðurinn Gunnar Björn. Konunglegt bros verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag klukkan 17. Auk þess verða sýn- ingar 15. júní og 19. júní. birta@mbl.is Það er óhætt að segja að Gunnar Björn Guðmundsson hafi mörg járn í eldinum. Í dag verður frumsýnd kvikmyndin Konunglegt bros sem Gunnar leikstýrði, lék í og skrifaði handritið að. Auk þess er hann formaður hins virka Leikfélags Hafnarfjarðar sem á næstu fjórum mánuðum mun frumsýna jafnmargar sýningar. Birta Björnsdóttir ræddi við Gunnar. Kvikmyndin Konunglegt bros frumsýnd í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.