Morgunblaðið - 12.06.2004, Side 52
ÍÞRÓTTIR
52 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ARGENTÍSKI varnarmaðurinn
Gabriel Heinze hefur skrifað
fimm ára samning Manchester
United. Heinze hefur leikið með
Paris St Germain í Frakklandi
síðan 2001 og hefur vakið athygli
margra stórliða í Evrópu fyrir
góða frammistöðu. Heinze er 26
ára gamall landsliðsmaður og
hann mun vafalaust styrkja varn-
arleik ensku bikarmeistaranna
töluvert.
Það er talið að United hafi
borgað um 800 milljónir íslenskra
króna fyrir Heinze en liðið hafði
betur í baráttunni við Chelsea
sem hafði sýnt mikinn áhuga á að
fá hann til liðsins.
Varnarmað-
ur til United
EDWIN van der Sar, aðalmark-
vörður Hollands, meiddist á fingri á
æfingu í gær. Það er óvíst hvort hinn
33 ára van der Sar getur leikið á móti
Þýskalandi á þriðjudaginn í opnunar-
leik liðanna á EM.
DICK Advocaat, þjálfari Hollands,
hefur sagt að Rafael van der Vaart,
leikmaður Ajax, taki stöðu Clarence
Seedorf, leikmanns AC Milan, í leikn-
um gegn Þýskalandi en Seedorf er
meiddur. Advocaat gerir sér vonir
um að Seedorf verði með í öðrum leik
Hollendinga gegn Tékklandi 19. júní.
DANSKI landsliðsmaðurinn Jesper
Grønkjær verður ekki með í fyrsta
leik Dana á mánudag gegn Ítölum en
móðir hans lést í fyrrakvöld af völdum
krabbameins. Grønkjær fór ekki með
danska landsliðinu til Portúgals í vik-
unni vegna veikinda móður sinnar.
Það er óvíst hvort Grønkjær verður
með Danmörku gegn Búlgaríu 18.
júní.
MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari
Dana, studdi þá ákvörðun Grønkjærs
að ferðast ekki með danska liðinu til
Portúgals. „Það er ýmislegt í lífinu
mikilvægara en knattspyrna, einkum
þó fjölskyldan,“ sagði Olsen. Grønk-
jær, sem er 26 ára og leikur með
enska liðinu Chelsea, hefur leikið 46
landsleiki fyrir Dani. Hann lék í öllum
leikjum Dana á HM í knattspyrnu ár-
ið 2002.
LUIS Figo, fyrirliði Portúgals, er
ekki sáttur við að Deco, leikmaður
Porto, sé í portúgalska landsliðinu en
Deco er fæddur í Brasilíu. „Ef maður
fæðist sem Kínverji á maður að leika
fyrir Kína. Ég held að Spánverjar
yrðu ekki ánægðir ef ég fengi
spænskan ríkisborgararétt og léki
fyrir Spán. Ég hef þessa skoðun og
hún breytist ekki þrátt fyrir að Deco
sé í portúgalska landsliðinu,“ sagði
Figo.
DECO var valinn í landslið Portú-
gals árið 2003, aðeins viku eftir að
hann fékk portúgalskan ríkisborgara-
rétt. „Ég sé ekki eftir því að hafa valið
að leika fyrir Portúgal. Fólkið í Portú-
gal hefur komið mjög vel fram við mig
og ég elska að leika fyrir Portúgal,“
sagði Deco en hann lék frábærlega
með Porto á síðustu leiktíð og er eft-
irsóttur af mörgum sterkustu liðum í
Evrópu.
FABIO Cannavaro, leikmaður Int-
er Milan og fyrirliði Ítalíu, telur að
Ítalía geti staðið uppi sem sigurvegari
á EM. „Undirbúningurinn fyrir
keppnina hefur verið mjög góður. Að-
stæðurnar þar sem við æfum eru til
fyrirmyndar og liðsandinn er frábær
hjá okkur,“ sagði Cannavaro.
LILIAN Thuram, varnarmaður
Frakklands, leikur sinn 100. landsleik
fyrir Frakka á morgun gegn Eng-
lendingum. Hinn 32 ára Thuram hef-
ur oftast leikið í stöðu hægri bakvarð-
ar með landsliðinu en að undanförnu
hefur hann leikið í stöðu miðvarðar.
FÓLK
fjórði leikhluti hófst var forysta
heimamanna tólf stig. Detroit gerði
svo endanlega út um leikinn
snemma í fjórða leikhluta en þá náði
liðið tuttugu stiga forystu sem það
hélt allt til leiksloka.
„Þetta var aðeins einn leikur. Ég
sagði það við leikmennina mína og
nú höfum við nokkra daga til þess að
undirbúa okkur fyrir fjórða leikinn.
Í fyrri hálfleik léku við ömurlega og
ég hélt að við gætum ekki annað en
bætt okkur í síðari hálfleik. Það
Ég er í sjokki en ég er mjög stolt-ur af hvernig liðið mitt lék. Ég
held að við getum ekki leikið betri
varnarleik en við gerðum í kvöld. Við
héldum þeim í 68 stigum og það er
ótrúlegt afrek,“ sagði Larry Brown,
þjálfari Detroit Pistons, eftir leikinn.
Heimamenn höfðu undirtökin frá
upphafi og eftir að Ben Wallace
skoraði fyrstu körfu leiksins var
leikurinn aldrei jafn og Detroit var í
forystu allan leikinn. Staðan í hálf-
leik var 39:32 Detroit í vil og þegar
gerðist ekki. Við spiluðum mjög illa
allan leikinn,“ sagði Phil Jackson.
Shaquille O’Neal og Kobe Bryant
skoruðu samtals aðeins 25 stig en
bæði í fyrsta og öðrum leiknum
skoruðu þeir samtals yfir 60 stig.
O’Neal skoraði 14 stig en hann hefur
aldrei skorað jafnfá stig í lokaúr-
slitaleik í NBA. „Það er erfitt að
leika gegn Detroit en við erum að
gera okkur þetta enn erfiðara fyrir
þegar við leikum jafnilla og í kvöld.
Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki
boltann meira í sókninni,“ sagði
O’Neal. Kobe Bryant komst lítt
áleiðis og skoraði 11 stig en Tays-
haun Prince lék frábæran varnarleik
gegn honum. „Það var frábært að
sjá hvernig Prince lék gegn Bryant.
Það er ekki hægt að skila betra
varnarhlutverki en Prince gerði
gegn honum,“ sagði Larry Brown
þegar hann var spurður um frammi-
stöðu Prince í leiknum.
Richard Hamilton var stigahæst-
ur í liði Detroit en hann lék mjög vel
og skoraði 31 stig. Chauncey Billups
kom næstur með 19 stig. Rasheed
Wallace og Ben Wallace tóku sam-
tals 21 fráköst og spiluðu frábæran
varnarleik gegn O’Neal. Tayshaun
Prince skoraði 11 stig. Hjá Lakers
var enginn leikmaður fyrir utan
O’Neal og Bryant sem skoraði tíu
stig eða meira. Karl Malone á við
meiðsli að stríða og skoraði aðeins
fimm stig en hann lék aðeins í 18
mínútur. Það er óvíst hvort hann
geti verið með í næsta leik. Gary
Payton náði sér sem fyrr ekki á strik
en hann skoraði sex stig og var með
lélega skotnýtingu.
AP
Richard Hamilton og Tayshaun Prince glaðir í bragði eftir að þeir höfðu kjöldregið leikmenn LA Lakers á heimavelli í fyrrakvöld.
Detroit með undir-
tökin gegn Lakers
DETROIT Pistons sigraði Los Angeles Lakers, 88:68 á heimavelli í
fyrrinótt, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu um NBA-titilinn. Grunn-
urinn að sigri Detroit var frábær varnarleikur en Lakers hefur aldrei
skorað jafnfá stig í úrslitakeppninni og á móti Detroit í fyrrinótt.
Staðan í einvígi liðanna er 2:1 Detroit í vil en liðið sem vinnur fyrr
fjóra leiki tryggir sér NBA meistaratitilinn. Næsti leikur verður að-
faranótt mánudags en næstu tveir leikir fara fram í Detroit.
ARNAR Sigurðsson tenniskappi hefur undanfarna daga
dvalið í Serbíu þar sem hann tekur þátt í atvinnumannamót-
um. Hann komst í vikunni í þriðju og lokaumferð í und-
ankeppni á einu af atvinnumannamótunum þar sem hann
tapaði í þremur settum í jöfnum leik. Arnar og Andri Jónsson
kepptu svo saman í tvíliðaleik en þeir biðu lægri hlut fyrir
mótherjum sínum í lokaumferð undankeppninnar.
Arnar hefur þátttöku í öðru móti í Serbíu á morgun.
Arnar, sem stundar nám í Bandaríkunum samhliða því að
æfa og keppa í tennis, fékk á dögunum viðurkenningu sem
veitt er þeim sem standa sig vel í íþróttum og í námi. Arnar
var valinn í sérstakt úrvalslið en í það eru aðeins valdir þeir
einstaklingar sem skara fram úr í námi og í íþróttum. Arnar,
sem er fremsti tennisleikari Íslands, hefur staðið sig geysi-
lega vel fyrir Pacific-háskólann og hann náði til að mynda
þeim frábæra árangri að setja skólamet í unnum leikjum á
tímabilinu í bandarísku háskólunum en stundar nám í líf-
fræði.
Arnar valinn í
úrvalslið í tennis
Morgunblaðið/Sverrir
Arnar Sigurðsson tennismaður.