Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar vorsólin baðar landið geislum sínum, fuglarnir koma af hafi og syngja sinn ástaróð og sprotar nýgræð- ingsins brjótast úr viðjum vetrar, þá skartar Ísland sínu fegursta. Þannig voru síðustu dagar Dóru í þessari veröld. Almættið valdi henni vorið til að yfirgefa jarðneskan heim og halda á vit hins óþekkta. En vorið er fyrirheit um fagra sumardaga, blómskrúð og tæra fjallalæki. Fram- undan er betri tíð. Ég efast ekki um að fegurð vorsins í jarðríki er aðeins sýnishorn af þeirri fegurð, sem ríkir á þeim stað, þar sem Dóra er nú. Dóra Jóhannsdóttir leit veröldina fyrst augum skömmu eftir að nútím- inn hafði barið að dyrum hér á landi. Almennar samgöngur voru komnar á skrið, og vegagerð um landið var eitt helsta forgangsverkefni þjóðar- innar. Margt í lífi Dóru var tengt vegagerðinni. Hún fór um landið að sumarlagi með föður sínum, Jóhanni Hjörleifssyni vegaverkstjóra, fyrst sem barn og síðar sem ráðskona. Bróðir hennar, Sigurður, heillaðist af vegagerðinni á unga aldri og varð vegamálastjóri. Seinna unnu synir hennar í brúarvinnu. Faðir minn hafði verið í vegavinnu hjá Jóhanni sumarlangt. Vorið eftir hafði hann fengið Jóhann til að ráða bróður sinn, Magnús Ragnar, sem kúsk. „Komstu ekki með túttu og pela?“ rumdi í vegavinnuverkstjór- anum þegar hann sá yngri bróður- inn á bryggjunni í Borgarnesi. Hann hafði gleymt að spyrjast fyrir um aldur drengsins. Þessi ungi kúskur átti svo eftir að hreppa prinsessuna Dóru. Róman- tíkin varð alls ráðandi í vegavinnu- tjöldunum. Magnús og Dóra voru samferða um vegi lífsins upp frá því. Í harmónísku ástarsambandi eins og þau gerast best. Dóra kaus sér það hlutverk að vera kletturinn í tilveru sinna nán- ustu. Hún gerðist húsmóðir á Vest- urvallagötu 10 og stýrði þar búi sem sannkölluð matróna og móðir. Hún var skjól og stoð síns fólks. Veikrar móður sinnar, sem lengi bjó hjá þeim hjónum, systkina sinna og þó fyrst og fremst barna sinna og barnabarna. Svo nákvæmlega fylgd- ist hún með framgangi mála hjá börnunum, að oft var haft á orði að hún væri komin langleiðina í að verða bæði verkfræðingur, læknir og hagfræðingur. Hún hefði farið létt með að taka prófin. Hún bjó yfir náttúrugreind og þeirri náðargáfu frásagnarinnar, sem fáum er gefin. Allt var fram sett skipulega og í rökrænu samhengi. Ég minnist þess, þegar ég var við nám í útlöndum og símtöl milli landa voru munaður, hve gott það var að heyra í Dóru. Frásögn hennar af stórfjölskyldunni, landsmálum, já ef ekki aflabrögðum og heyfeng, gerðu jafnvel Morgunblaðið óþarft. Að greina hismið frá kjarnanum var henni eðlislægt. Við Helga gátum sleppt því að kaupa Moggann á járn- brautarstöðinni næstu daga. Tengdaforeldrum sínum reyndist Dóra sérstaklega vel. Hún sýndi þeim umhyggju og ástúð, sérstak- lega þegar líða tók á ævikvöld þeirra. Þau mátu hana mikils. Síðustu metrar ævivegarins voru á brattann og Dóru erfiðir. Sjúk- dómar herjuðu á og lífið tók á sig breytta mynd. Áminning um for- gengileik tilverunnar var hennar daglegt brauð. En þegar verulega reynir á menn eru sumir sem sýna innri styrk og æðruleysi, sem öðrum virðist vera ofurmannlegrar nátt- DÓRA JÓHANNSDÓTTIR ✝ Dóra Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1930. Hún lést 24. maí síðastliðinn á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hringbraut og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 2. júní. úru. Þannig var Dóra. Við Helga og börnin okkar minnumst nú með virðingu og sökn- uði góðrar konu, sem við áttum að í straum- um lífsins undanfarna áratugi. Hún reyndist okkur vel. Guð veiti Magnúsi föðurbróður mínum styrk í sorg- inni. Hann þarf að tak- ast á við breytta ver- öld. En framundan er fegurð sumarsins og ljóssins. Gísli Baldur Garðarsson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Í dag kveðjum við hinstu kveðju Dóru bekkjarsystur okkar og kæra vinkonu. Dauðinn er óumflýjanlegur en kemur nær alltaf á óvart. Dóra hafði ætíð yfirunnið veikindi þau er hún átti við að stríða á seinni árum og við töldum að svo yrði einnig nú. Svo varð ekki og nú er skarð fyrir skildi. Það var haustið 1944 að hópur stúlkna settist í fyrsta bekk Kvenna- skólans í Reykjavík og útskrifaðist að fjögurra ára námi lokni vorið 1948. Vina- og félagatengsl sem mynduð eru á unglings- og mótunar- árum eru dýrmæt og enn dýrmætari þegar þau haldast allt lífið. Á síðustu árum hefur heldur fækkað í þessum trúfasta hóp en Dóra er sú sjötta er kveður. Við fráfall vina rifjast svo margt upp frá liðnum árum. Minningar frá fyrstu fundunum okkar, þá var rætt um störfin sem tóku við að náminu loknu og síðan kom að hjúskap og stofnun heimila. Fundir fluttust inn á nýstofnuð heimili einu af öðru og börnin og uppeldið varð umræðuefnið auk ým- issar handavinnu sem alltaf fylgdi í farteskinu á fundina á þeim árum en nokkra fundi höfum við ætíð haldið árlega. Í minningunni líða fram myndir frá þessum árum. Þröngt var setið í litlum íbúðum á fyrstu árunum sem svo breyttist í stærra og rúmbetra húsnæði. Dóra og Magnús eiginmaður hennar byggðu sér sumarbústað og að sjálfsögðu bauð Dóra til vorfund- ar í bústaðnum. Þar var tekið á móti okkur af þeirri gestrisni og höfð- ingsskap er einkenndi þau hjón bæði. Er barnauppeldi og ýmsu því tengdu lauk fórum við að huga að ut- anlandsferð og ákveðið var að 40 ára útskriftarafmæli skyldi haldið í Vín- arborg. Sú ferð var mjög ánægjuleg og vel heppnuð og því var ákveðið að safna í ferðasjóð og næst skyldi stefnan tekin á París. Við vorum þrjár valdar í ferðanefnd, undirrit- uð, Dóra og Guðbjörg. Í minning- unni finnst mér að undirbúningur þessarar ferðar hafi ekki síður verið ánægjulegri en ferðin sjálf. Sú sam- vinna treysti enn meir vináttubönd- in. Utanlandsferðir okkar urðu alls fimm. Í tveggja vikna Mið-Evrópu- ferð okkar voru undirrituð og Dóra herbergisfélagar og betri félaga er vart hægt að hugsa sér, ætíð létt í lund, stutt í hláturinn og mjög úr- ræðagóð. Dóra var sérstaklega um- hyggju- og hugulsöm í allra garð og þann eiginleika fundum við bekkj- arsystur svo oft og bárum virðingu fyrir. Á síðasta fundi okkar 15. maí sl. vantaði Dóru okkar. Sjúkdómurinn hafði yfirhöndina og við vissum að hverju stefndi. Mikil væntumþykja og hugarþel okkar allra í hennar garð og fjöskyldu hennar kom svo skýrt og einlæglega fram. Við viss- um allar hve trúföstum vin við vor- um að sjá á bak. Söknuður okkar er mikill. Nú er Dóra öll og við bekkj- arsystur þökkum henni langa sam- fylgd og ljúfar og góðar minningar frá okkar samverustundum. Við bekkjarsysturnar sendum eiginmanninum Magnúsi og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Dóru Jó- hannsdóttur. F.h. bekkjarsystra, Greta Bachmann. Þær voru ógleymanlegar ferðirn- ar okkar stallna til útlanda. Sérstak- lega er okkur minnisstæð fyrsta ferðin sem við fórum í til Þýskalands með Dóru. Við vorum fimm í þessum hópi og áttum það helst sameigin- legt að hafa postulínsmálun að hugð- arefni og var ferðin m.a. farin til inn- kaupa á „hráefni“ til vinnslu. Ferðin byrjaði svo sem ekki björgulega og má í því sambandi nefna að Dóra fékk ekki ferðatöskuna sína og var án alls nema fataplagganna sem hún stóð í. En gleðin í hópnum, vænting- arnar og ævintýraþráin var það sem mestu máli skipti. Og til að gera langa sögu stutta var ekki það augn- blik í ferðinni sem í minningunni vekur ekki upp hlátur og hlýja strauma. Til marks um það má geta þess að Magnús maður Dóru hafði oft orð á því að honum hafi hreint ekki orðið um sel þegar hún á stund- um skellti upp úr án þess að nokkurt sýnilegt tilefni stæði til. Hún skýrði það hins vegar með skírskotun til at- burða úr ferðinni. Kynni okkar vinkvenna hófust fyrir tæpum fjörutíu árum þegar við sóttum námskeið í postulínsmálun hjá Sæmundi Sigurðssyni málara. Þessi námskeið sóttum við til hans vikulega í rúm þrjátíu ár án þess að útskrifast. Vafalaust má segja að þetta sé lengsta samfellda nám sem stundað hefur verið hér á landi án útskriftarskírteina því samanlagt voru þetta 150 mannár því við vor- um fimm. Eftir að Sæmundur hætti kennslu héldum við áfram að hittast vikulega hjá Elínu Guðjónsdóttur, sem lést fyrir ári síðan, í seinni tíð þó aðallega til að skrafa. Vináttu- böndin voru orðin afar sterk og styrktust með ári hverju. Til gam- ans má geta þess að í hópi eigin- manna okkar gengum við undir nafninu „postulínsdúkkurnar“ og var okkur heldur heiður af. Dóra var afskaplega hlý mann- eskja, umhyggjusöm og bar hag eig- inmanns síns og barna mjög fyrir brjósti. Hún var ósérhlífin baráttu- kona sem lagði sig í framkróka um að allt væri vandað og vel gert. Heimili hennar og umhverfi allt var henni mikils virði og báru því fals- laust vitni hversu alúðlega þau hjón- in hlúðu þar að. Lyndiseinkunnir hennar komu e.t.v. gleggst í ljós nú hin síðari ár þegar veikindabarátta hennar hófst. Slag í slag þurfti hún að gangast undir erfiðar aðgerðir en þrátt fyrir það var allt hennar hátta- lag þannig að helst mátti ætla að þar færi alheilbrigð manneskja sem aldrei hafði orðið misdægurt. Bar- áttuviljinn, æðruleysið og jákvæðnin vakti okkur furðu því það var sama hvenær hún var spurð um líðan sína, hún svaraði ætíð með bros á vör: ég hef það gott. Það var okkur alltaf tilhlökkunar- efni að mæta í postulínstíma í des- ember því þá mætti Dóra með smá- kökurnar sínar sem okkur bar saman um að væru þær bestu sem völ var á. Við létum okkur ekki nægja að borða kökurnar heldur urðum við að fá uppskriftirnar líka sem hún lét okkur í té af þeirri óeig- ingirni sem einkenndi hana svo mjög. Allar eigum við kökuupp- skriftir frá Dóru og kallast afurð- irnar einfaldlega Dórukökur og njóta þær ótvíræðrar hylli á heim- ilum okkar. Að leiðarlokum þökkum við kær kynni við Dóru. Okkur finnst við vera ríkari og betri manneskjur eftir að hafa fengið að njóta þeirra kynna, þeirrar hlýju, alúðar og væntum- þykju sem hún sýndi okkur alla tíð. Hún hafði einhvern veginn lag á því að láta okkur finnast við vera afar merkilegar og ómissandi. Sannleik- urinn er sá að það var hún sem hélt hópnum saman og það var hún sem var fyrst og fremst ómissandi. Kæri Magnús. Við vottum þér og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð um að styðja ykkur og styrkja í sorg og söknuði. Ásta Bjarnadóttir, Halldóra Óladóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Sigrún Aspelund. Með hækkandi aldri fjölgar þeim skörðum sem höggvin eru í vinahóp- inn. Og nú er stórt skarð höggvið, hún Dóra hans Magga Ragga hefur kvatt okkur að sinni. Í liðlega hálfa öld hafa leiðir okkar legið saman, meira eða minna, eins og gengur og gerist á lífsleiðinni. En aldrei féll nokkur skuggi á vináttuna eða hið minnsta ósætti, end slíkt óhugsandi þegar önnur eins sæmd- arhjón og Dóra og Magnús voru eiga í hlut. Það var alltaf gaman að vera boð- in til samkvæmis á þeirra glæsilega og rausnarlega heimili á Vestur- vallagötunni. Dóra töfraði fram gómsæta framandi rétti af listrænni snilld og öll umgjörðin var jafnvel konungum sæmandi. Þá voru glæst- ir tímar, menn ungir og bjartsýnir og fullir eldmóði. Þær minningar er gott að eiga. En líf þeirra var vissulega ekki áfallalaust. Tveir bræður Magnúsar fórust báðir sviplega á besta aldri og lögðu þau sitt af mörkum til þess að létta undir með þeim sem þá áttu sárast um að binda. Og bæði hafa þau þurft að glíma við sjúkdóminn illvíga, krabbameinið, og nú hefur hann á endanum haft betur og lagt Dóru okkar að velli eftir hetjulega baráttu sem staðið hefur yfir vel á annan tug ára. Aldrei heyrðist Dóra kvarta og alltaf var stutt í fallega og ljúfa brosið hennar. Mikill var henn- ar styrkur og jákvæðni þrátt fyrir marga erfiða daga, einkum í seinni tíð. Tveimur dögum eftir andlát Dóru ræddi ég við Magnús í síma, eins og oft áður. Ég hafði orð á því að und- anfarin tvö ár hlytu að hafa verið þeim hjónum erfið. „Já,“ sagði Magnús, en bætti svo við: „en sól- skinsstundirnar hafa líka verið margar.“ Þetta finnst mér lýsa þeim hjónum vel. Dóra var glæsileg kona, fáguð og fyrirmannleg. Í mínum huga er henni best lýst með því að hún var sannkölluð „Lady“. Og nú er komið að leiðarlokum. Samferðinni er lokið að sinni. Það eru forréttindi að hafa þekkt og fengið að vera vinur slíkrar konu og fyrir það er ég þakklátur honum, sem öllu ræður. Magnúsi, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum færum við hugheilar samúðarkveðjur. Kristín og Werner. Það hefur verið háttur þeirra, sem luku stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1950, að hittast árlega fyrsta föstudag í nóvember og hefur öllum fallið það vel. Af sjálfu leiðir að þetta kostaði nokk- urn undirbúning og höfum við þrjú bekkjarsystkini, Ingibjörg Ýr, Magnús Ragnar og undirritaður, verið valin til þessa verks og makar okkar hafa aðstoðað. Þessa get ég nú þegar einn hlekkur er brostinn við fráfall Dóru Jóhannsdóttur, eig- inkonu Magnúsar Ragnars, og það skarð verður aldrei bætt. Hugurinn leitar nú til þeirra stunda, er við undirbjuggum þessar samkomur og komum saman á heimili einhvers okkar og farið var að ráðgjöra hvað gera ætti. Þar kom vel í ljós afburða skipulagshæfileiki Dóru og þó einkum hvað hafa skyldi á borðum. Hún sá það allt fyrir hvað bezt myndi falla í smekk þeirra er neyta skyldu. Og síðan var farið út í þetta og við fullyrðum að ætíð heppnaðist þetta vel. Og hugurinn leitar enn eldri tíma, er við sáum og kynntumst brúði Magnúsar Ragnars, hve Dóra var glæsileg og að öllu leyti vel af Guði gjörð, vinátta var fyrir hendi við Magnús Ragnar og nú bættist Dóra við og sú einlæga vinátta hefur hald- izt æ síðan. Svo er að líkum að fækkar í hópn- um, er gekk út í sólskinið 16. júní 1950 með hvíta kolla, og einnig fækkar þeim er okkur bundust síðar órjúfandi tryggðaböndum. Þetta er ganga lífsins, en ávallt bregður manni þegar nú í vorblíðunni berast fréttir af láti góðs vinar eða vinkonu og svo var það nú um daginn er við heyrðum lát Dóru. Við vissum að hún hafði verið mikið veik og hafði gengið undir erfiðar aðgerðir, en ávallt, á hverju sem gekk, var bjart- sýnin fyrir hendi hjá henni og síðast er við hittum hana var hún jafn hress og jafnan og lét vel af líðan sinni. Um leið og við vottum Magnúsi Ragnari og ástvinum þeirra Dóru okkar dýpstu samúð þökkum við Guði fyrir að hafa kynnst henni og vitum að hún á góða heimvon á landi eilífðarinnar. Halldór Ólafsson. Það eru ekki margir sem við höf- um þekkt alla okkar ævi. En Dóra og Magnús hafa alltaf verið hluti af lífi okkar. Þegar Maggi og Dóra voru með var alltaf gaman. Meðan við vorum litlar ferðuðumst við með þeim og þeirra börnum og var alltaf mikil gleði í þeim ferðum. Maggi og pabbi sprelluðu með okkur krökk- unum meðan Dóra og mamma voru hægari og stunduðu hannyrðir. Efstar í huga eru Bifrastar- og Laugarvatnsferðir og ekki síst æv- intýraleg ferð með Gullfossi til Vest- mannaeyja. Dóra var alltaf glæsileg kona og veikindi sín bar hún með þvílíkri reisn að alltaf þegar við hitt- umst þá hugsaði maður að hún væri örugglega að ná sér. Og þrátt fyrir öll áföllin var hún alltaf sjálfri sér lík. Foreldrar okkar og Dóra og Magnús eru og hafa verið bestu vin- ir í tugi ára. Þau hafa ferðast vítt og breitt um heiminn og alltaf komið heim hlaðin gjöfum handa ómegð- inni sinni. Okkur krökkunum þótti það ekki verra. Enn þann dag í dag höldum við systurnar upp á afmæli barnanna okkar eins og Dóra og höf- um „sjeik“ með pylsum eða pizzu. Okkur hefur lærst, eins og Dóra ef- laust vissi, að það fer mikil orka í að hita upp og melta kaldan drykkinn. Svo er hann líka svo góður. Við munum ekki svo glöggt hvort þau ættleiddu okkar fjölskyldu eða við þeirra, það skiptir kannski ekki máli en samskiptin voru mikil. Það var grínað með það að þau væru svo náin að við „smituðum“ þau af örv- hendni. Samhentari hjón en Dóra og Magnús eru vandfundin og aldrei heyrðum við styggðaryrði falla á milli þeirra. Ef einhver ágreinings- mál komu upp virtust þau frekar leyst með kímni en reiði. Þegar árin saman eru svona mörg er ótal margs að minnast, en við vilj- um bara þakka fyrir allt sem þið hafið gefið okkur. Elsku Maggi, Jóhann, Sigríður Dóra, Gylfi og makar, við sam- hryggjumst ykkur innilega og erum vissar um að Dóra er nú á stað þar sem hún er laus við alla þjáningu. Hulda og Ragnheiður Erla Rósars- og Mölludætur. Mig langar að minnast hennar Dóru hans Magnúsar í örfáum lín- um. Dóra var ekki frænka mín en ég hugsaði ávallt um hana sem slíka þar sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni mikið vinarþel gegnum árin. Það eru margar minningar sem koma í hugann tengdar henni Dóru, vingjarnlegt andlit á tannlæknastof- unni, höfðinglegar veislur á heimili hennar og Magnúsar og svo auðvit- að í sumarbústaðnum. Dóra var ötul að styðja við bakið á starfi mínu gegnum árin og mér þótti sérlega vænt um þegar ég var við nám í London að þá bauð hún mér út að borða í stórborginni og leysti mig svo út með peningum til að kaupa pott í búið. Henni fannst mikilvægt að hjálpa til við heimilis- hald námsmannsins og lýsir það vel þeirri umhyggju sem hún bar fyrir öðrum. Við bræður mínir, Páll og Birgir, sendum fjölskyldu Dóru hugheilar samúðarkveðjur. Nína Margrét Grímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.