Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 51 DAGBÓK Glæsileg 4ra herbergja 110,3 fm íbúð á annarri hæð ásamt 21 fm bílskúr. Þrjú herbergi með merbau parketi. Eldhús með flísum á gólfi, falleg innrétting. Stofa og borðstofa með merbau parketi. Baðherbergi með flísum, falleg mahogny innrétting. Áhv. góð lán. Verð 17,5 m. Kristinn sölumaður sýnir eignina. Jöklafold 43, 2. hæð t.h., Grafarvogi. OPIÐ HÚS Í DAG, LAUGARDAG, MILLI KL. 15 og 17. 533 4300 564 6655 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert bjartsýn/n að eðlisfari á sama tíma og þú ert raunsæ/r. Þú ert jafnframt kraftmikil/l og þarft helst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Ferðalög höfða því sérlega sterkt til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert jákvæð/ur og viðræðu- góð/ur í dag og átt því auðvelt með að heilla fólk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur næmt auga fyrir fal- legum hlutum og því er lík- legt að þig langi til að kaupa eitthvað fallegt sem þú sérð í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsjónir þínar eru vaktar í dag. Þú finnur til með þeim sem minna mega sín en verð- ur þó að gæta þess að ganga ekki of langt í örlæti þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til hug- leiðslu og sjálfsskoðunar. Það mun gera þér gott að gefa þér tíma fyrir sjálfa/n þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að njóta samvista við vini þína í dag. Þegar maður deilir hugmyndum sínum með öðrum ýtir það oft undir fæðingu nýrra hug- mynda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert tilbúin/n að verja rétt samstarfsfólks þíns í dag. Þú finnur til með þeim sem minna mega sín en ættir þó ekki að láta of mikið af hendi rakna fyrr en þú hefur sofið á hlutunum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til ein- hvers konar rannsókn- arvinnu í tengslum við trúmál og heimspeki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í að sýna fólki of mikið örlæti í dag. Þú hef- ur ekki nógu góða yfirsýn yf- ir hlutina og ættir því helst að bíða til morguns. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur til mikillar sam- kenndar með öðrum í dag. Það er þó hætt við því að að- gerðir þínar skili ekki tilætl- uðum árangri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert óvenju skapandi og af- kastamikil/l í dag. Þú ættir þó að fara varlega í að ganga frá stórinnkaupum og meirihátt- ar ákvörðunum. Láttu hug- myndavinnuna nægja í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta ætti að verða skemmti- legur dagur. Þú ert frumleg/ ur og skapandi og ættir því að nota daginn til einhvers konar sköpunar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til samkenndar með einhverjum í fjölskyld- unni í dag. Mundu að raun- verulegt örlæti felst í því að veita aðstoð þegar hennar er þörf. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRAUN Í ÖXNADAL „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla,“ lék í ljósi sólar, lærði hörpu að stilla hann, sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveita-blíðu. Rétt við háa hóla hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir, blasir bær við hvammi, bjargaskriðum háður. Þar til fjalla frammi fæddist Jónas áður. Hannes Hafstein LJÓÐABROT 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 13. júní, er níræður Jón- as Óskar Halldórsson, fyrr- verandi sundkennari, Bugðutanga 15, Mos- fellsbæ. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. ALLT er afstætt í þessum heimi. Yfirleitt eru spilarar ekki kátir yfir því að fara 800 niður, en ef andstæð- ingarnir eiga slemmu í spilinu er það svo sem ágætt. Á hinn bóginn þarf það ekki að vita á gott að „sleppa“ 800 niður þegar vörnin á heimtingu á 2.000! Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠D3 ♥Á10987 ♦-- ♣KDG962 Vestur Austur ♠92 ♠Á1076 ♥-- ♥DG642 ♦ÁDG10432 ♦8765 ♣10754 ♣-- Suður ♠KG854 ♥K53 ♦K9 ♣Á83 Þetta eitraða spil kom upp á landsliðsæfingu síð- astliðinn laugardag. Lands- liðsmennirnir Bjarni H. Einarsson og Þröstur Ingi- marsson voru NS og fóru út af sporinu í sögnum. Í andstöðunni voru feðgarnir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason: Vestur Norður Austur Suður Eiríkur Bjarni Hjalti Þröstur -- 1 hjarta Pass 2 grönd * 4 tíglar 6 hjörtu Dobl 6 grönd Pass Pass Dobl Allir pass * Stuðningur við hjartað, minnst styrkur í geimá- skorun. Ekkert er strangt tekið rangt við þessar sagnir nema niðurstaðan! Þannig er það stundum. Að vísu er víða að finna álitamál. Til að byrja með mætti hugsa sér að opna á laufi á spil norðurs. Í annan stað gæti suður svarað á spaða en ekki tveimur gröndum. Í þriðja lagi kæmi til greina fyrir norður að fara hægar í málin, og í fjórða lagi gæti suður látið sex hjörtu dobluð standa. Allt eru þetta ákvarðanir þar sem „annað kemur til greina“, en í sjálfu sér ekki rangar ákvarðanir. En aftur að spilinu. Ei- ríkur hitti á gott útspil – spaðaníu. Ef austur tekur með ás og spilar tígli í gegn, fer spilið SJÖ niður á hættunni! Það gerir 2.000, hvorki meira né minna. En Hjalti hafði fyrst og fremst í huga að hnekkja slemmuni og lét lítið í slaginn. Sem er rétt vörn og það kostaði ekki mikið í samanburðinum þótt talan yrði 800 í stað 2.000. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 Be6 9. Rd5 Rbd7 10. Dd3 O-O 11. c4 b5 12. cxb5 axb5 13. O-O Bxd5 14. exd5 Rb6 15. Bxb6 Dxb6 16. Dxb5 Da7 17. Dd3 Hfb8 18. h3 Hb4 19. Hfd1 Bd8 20. a3 Hf4 21. Kh2 Hxf2 22. Rd2 Bb6 23. Bf3 Be3 24. Rc4 Bf4+ 25. Kh1 Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Elista í Rússlandi. Franska skákdrottningin Marie Sebag (2398) hafði svart gegn Natalija Pogonina (2393). 25... e4! 26. Bxe4 Rh5 27. Bf3 Hf1+! Eftir þetta vinnur svartur drottninguna á snotran máta. 28. Hxf1 Rg3+ 29. Kh2 Rxf1+ 30. Kh1 Rg3+ 31. Kh2 Re4+ og hvítur gafst upp enda drottningin að falla. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Nokkrir ungir krakkar í Hveragerði komu við á skrifstofu Rauða krossins í Hveragerði og afhentu ágóða af tombólu sem þeir héldu. Á myndinni tekur Matthías Freyr Matth- íasson á móti peningunum, alls 5.115 kr. sem söfnuðust. Krakkarnir heita f.v. Sólveig Pétursdóttir, Jónheiður Anna Thorlacius, Ágúst Logi Valgeirsson, Stefán Þór Pétursson og Katrín Eik Össurardóttir. Þessi fríði barnahópur stóð nýlega fyrir hlutaveltu á Ak- ureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 8.964 krónur. Í aftari röð f.v. eru þríburabræðurnir Haukur, Hinrik og Hafsteinn Svanssynir, Heiðar Freyr Leifsson og Kristján Már Sigurbjörnsson. Fyrir framan standa þær Fjóla Björk Kristinsdóttir og Eydís Helena Leifsdóttir. FRÉTTIR STAÐA jafnréttismála á Norður- löndunum var rædd á fundi Kven- réttindafélags Íslands og forsvar- skvenna kvenréttindahreyfinga á Norðurlöndum í vikunni. Að sögn Þorbjargar Ingu Jónsdóttur eru slíkir fundir haldnir tvisvar á ári en félögin hafa verið með formlegt sam- starf frá árinu 1999 með styrk frá norrænu ráðherranefndinni. „Félög- in sem taka þátt í þessu samstarfi hafa langflest unnið að jafnréttis- málum í hátt í eina öld svo þetta er góður grunnur sem við byggjum á.“ Meðal umræðuefna var heimild kvenna til að fá stöðu sem hælisleit- endur á Norðurlöndunum vegna of- sókna sem beinast einkum gegn kon- um. Þá var rætt um stöðu kvenna í stórfyrirtækjum en í Svíþjóð og Nor- egi hafa stjórnvöld sent þau skilaboð að ef stjórnir einkafyrirtækja jafni ekki kynjahlutföllin verði sett sér- stök lög um það. Þorbjörg segir að fundurinn hafi jafnframt rætt um lagareglur varð- andi kynferðislega áreitni og þá ekki síst gagnvart ungum stúlkum. „Fjöl- miðlar halda að stúlkum ákveðinni kynímynd þannig að þær eiga að vera kynverur frá unga aldri. Við höfum einnig rætt hvernig lög á Norðurlöndunum hafa tekið á vændi út frá frumvarpinu sem hefur legið fyrir á íslenska þinginu í vetur um kaup á vændi. Það er ótvíræð skoðun þessa hóps að það þurfi að gera kaup á vændi refsiverð,“ segir Þorbjörg. Staða jafnréttismála á Norðurlöndunum rædd NÝLEGA hlaut Jón Hákon Magn- ússon, framkvæmdastjóri KOM ehf. og fyrrverandi nemandi við Macal- ester College í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, viðurkenningu sem veitt er fyrrverandi nemendum skólans sem þykja hafa skarað fram úr í lífi sínu og starfi. Viðurkenn- ingin nefnist „Distinguished Citizen Citation“ og er veitt sameiginlega af félagi fyrrverandi nemenda við skólann, hollvinasamtökum hans og háskólaráði Macalester. Jón Hákon er fyrsti erlendi námsmaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu háskólans. Hann stundaði nám þar á árunum 1960–1964 og lauk þaðan þreföldu BA-prófi í stjórnmálafræði, blaða- mennsku og bandarískri sögu. Í umsögn dómnefndar Macalester um Jón Hákon kemur fram að hann hafi í störfum sínum og gegnum al- þjóðleg sambönd tekið þátt í að byggja upp orðspor Íslands á al- þjóðavettvangi. Einnig segir að lífs- hlaup hans beri vitni þess anda al- þjóðahyggju sem háskólinn leggi áherslu á. Í því sambandi er þess getið að Jón Hákon hafi verið yf- irmaður alþjóðlegu fjölmiðlamið- stöðvarinnar vegna leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs í Reykja- vík árið 1986, þegar á þriðja þúsund blaða- og fjölmiðlamenn víðs vegar að úr heiminum komu hingað til lands. Þá hafi hann lengi verið fréttarit- ari Financial Times á Íslandi og rit- að greinar um íslensk málefni í er- lend tímarit og blöð á borð við Die Zeit, The Economist og Christian Science Monitor. Síðar hafi hann m.a. átt þátt í að setja á stofn al- þjóðlega ráðstefnu um vinnslu og sölu sjávarafurða, Groundfish For- um, sem haldin er ár hvert í Evrópu sem um 200 stjórnendur sjávaraf- urðafyrirtækja hvaðanæva að úr heiminum sækja. Jón Hákon Magnússon hefur frá árinu 1986 verið framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Kynn- ing og markaður – KOM ehf. Áður var hann m.a. blaða- og fréttamaður til margra ára. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld, atvinnulífið, stofnanir og félagasamtök, bæði hér á landi og erlendis. Jón Hákon Magnússon og eiginkona hans Áslaug G. Harðardóttir. Hlaut viðurkenningu Macalester College
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.