Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fæst í bókabú›um ÞAÐ var rokkað feitt á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið – svo maður bregði fyrir sig ung- lingamáli. Þrjú verk eftir Strav- insky voru á efnisskránni, Pulc- inella, Eldfuglinn og Vorblót, en stjórnandi var Vladimir Ashken- azy. Flutningurinn á fyrsta verkinu olli reyndar vonbrigðum; hröðustu kaflarnir voru klúðurslegir og sumt er átti að vera skýrt og meitlað rann saman og varð að hálfgerðum hrærigraut sem á köflum var bein- línis undarlegur. Þetta var þeim mun pínlegra þar sem tónlistin er í frjálslegum barokkstíl og þarf að vera fáguð og þokkafull; því miður var það ekki uppi á teningnum hér. Allt annað var að hlusta á Eld- fuglinn, sem var næstur á dagskrá. Líkt og Pulcinella er hér um ball- etttónsmíð að ræða, hugljúft æv- intýri með upphafi, framvindu og hápunkti og var túlkun Ashkenazys einstaklega skáldleg, bæði spennu- þrungin og djúp. Allar bestu hliðar hans sem listamanns nutu sín, gríð- arlegur kraftur, tæknilegt öryggi, næm tilfinning fyrir alls konar blæ- brigðum og almennt talað einstak- ur hæfileiki til að gæða tónlistina lífi og dramatískum andstæðum. Ekki er tilviljun að Ashkenazy sé einn fremsti tónlistarmaður heims og hafi verið það um árabil; sumir tónleikar hans eru manni einfald- lega ógleymanlegir. Hljómsveitin var búin að ná sér á strik er hér var komið sögu; alls- konar einleiksstrófur mismunandi hljóðfæraleikara heppnuðust prýði- lega og heildarhljómurinn var þétt- ur og fallegur. Auk þess voru styrkleikabrigði vel útfærð og styrkleikajafnvægi á milli mismun- andi hljóðfærahópa var eins og það átti að vera. Veislan hélt áfram eftir hlé, en þá var Vorblót á dagskránni, enn eitt ballettverkið, í þetta sinn þar sem fornri trúarathöfn er lýst. Í lokaþætti verksins dansar ung stúlka sig til dauða til að friða geð- stirð goð og var það vægast sagt glæsilega túlkað af hljómsveitinni undir þróttmikilli, en agaðri, stjórn Ashkenazys. Flutningurinn ein- kenndist af hnitmiðaðri stígandi og voru hrikalegustu augnablik tón- listarinnar svo óhugnanleg að margir hafa örugglega fengið gæsahúð. Tæknilega var spila- mennskan til fyrirmyndar og við- kvæm sóló eins og upphafssöngur fagottsins voru mögnuð. Hljóm- sveitin lifði sig greinilega inn í flutninginn; alltént var hárið á ein- um hljóðfæraleikaranum orðið skemmtilega úfið í lokin. Má segja að þetta hafi verið fjörugir tón- leikar fyrir utan fyrsta atriðið og viðeigandi endir á vetrardagskrá hljómsveitarinnar. Megi guðirnir vera henni hliðhollir í framtíðinni. Til ykkar, guðir Morgunblaðið/Jim Smart „Flutningurinn einkenndist af hnitmiðaðri stígandi og voru hrikalegustu augnablik tónlistarinnar svo óhugnanleg að margir hafa örugglega fengið gæsahúð,“ segir m.a. í umsögninni. TÓNLIST Háskólabíó Stravinsky: Pulcinella, Eldfuglinn og Vorblót. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Fimmtudagur 10. júní. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jónas Sen BERGUR Þór Ingólfsson kom, sá og sigraði í annarri dansleik- húskeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem haldin var á stóra sviði Borg- arleikhússins sl. fimmtudags- kvöld. Þannig hreppti verk Bergs Þórs, Hamlet - Superstore, bæði fyrstu verðlaun frá dómnefnd og áhorfendaverðlaunin. Í máli Sig- rúnar Valbergsdóttur kynning- arstjóra leikhússins, er hafði um- sjón með kosningu áhorfenda, kom fram að mjög mjótt var á munum, því aðeins tólf atkvæði skildu að þau tvö verk sem áhorf- endum líkaði best, en að lokum var ljóst að verk Bergs Þórs hafði vinninginn. Sýning Stefáns Jónssonar og Jóns Atla Jónassonar, Komið og dansið: A Found Object, hlaut önn- ur verðlaun dómnefndar og verk Rebekku A. Ingimundardóttur, X², þriðju verðlaun. Dómnefnd var skipuð sænska leikstjóranum Li- nus Tunström sem jafnframt var formaður dómnefndar, Halldóri Gíslasyni, arkítekt og deild- arforseta hönnunar- og arkítekt- úrdeildar LHÍ, Heide Salzer, dans- höfundi, Helenu Jónsdóttur, danshöfundi er hlaut fyrstu verð- laun í keppninni fyrir ári, og Þór- hildi Þorleifsdóttur, leikstjóra. Linus Tunström notaði tækifær- ið, er hann skilaði niðurstöðu dómnefndar, til að hrósa því fram- taki LR og ÍD að efna til dansleik- húskeppni og láta þannig reyna á samband og mörk leikhússins og dansins. Hann sagðist vonast til þess að keppni á borð við þessa vekti frjóa umræðu um samband dans og leikhúss. Ólafur Haralds- son, framkvæmdastjóri hjá Spron, afhenti verðlaunin, en Spron og nb.is voru samstarfsaðilar LR og ÍD um keppnina og lögðu henni m.a. til verðlaunaféð. Þess má geta að fyrstu verðlaun námu tvö hundruð þúsund krónum. Bergur Þór sigurvegari í keppninni Morgunblaðið/ÞÖK Bergur Þór Ingólfsson var knúsaður í bak og fyrir þegar úrslitin lágu fyrir, en hann fékk bæði fyrstu verðlaun frá dómnefnd og áhorfendaverðlaunin. FIMM sýningar verða opnaðar í Hafnarborg í dag kl. 15. Fyrst ber að nefna samsýningu í Sverrissal. Um er að ræða textílsýningu Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnars- dóttur sem ber yfirskriftina Þverað á mörkum. Anna Þóra og Guðrún vinna samhliða myndlist sinni að hönnun undir nafninu Tó Tó. Þá verður opnuð í aðalsal sýning á ljósmyndum spænska ljósmyndar- ans Marisu Navarro Arason. Á sýn- ingunni verða 22 til 25 nýjar myndir. Marisa fæddist í Barcelona á Spáni 1954, og stundaði ljósmynd- anám í heimaborg sinni. Hún hefur starfað hér á landi frá 1986 sem ljós- myndari og hefur haldið fjölda sýn- inga bæði hérlendis sem erlendis. Sýningin er styrkt af myndstefi – Myndhöfundasjóði Íslands. Myndbandsverk og ljósmyndir Í Apótekinu sýnir finnska lista- konan Jaana Partanen tvö mynd- bandsverk. Innsetningarnar nefnir Jaana „Crystal City“ og „Once again“ og fjalla þær um endalausa hringrás uppbyggingar og eyðilegg- ingar. Jaana vann myndræna um- gjörð um sýninguna „Öskubusku (Cinderella 2003), venjulegt undur nútímans“ sem sýnd var hér á Nor- rænni listahátíð fyrir börn og ung- linga í Möguleikhúsinu í maí. Þá sýnir Magnús Björnsson ljós- myndir í kaffistofu Hafnarborgar. Sýningin er liður í Björtum dögum í Hafnarfirði. Á sýningunni verða myndir sem fanga stemninguna við lækinn og myndir frá höfninni. Sýningarnar standa til 12. júlí. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga. Verk eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. Þverað á mörkum í HafnarborgTVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ kl. 14 í dag. Í Ás- mundarsal sýna þær Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir og ber sýningin yfirskriftina „Helgidómur“. Kl. 15 verður flutt úti í garði fimm mínútna leikrit eftir Ingibjörgu Magnadóttur. Listamennirnir hafa allir haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Í Gryfju sýnir Rósa S. Jónsdóttir og ber sýning hennar yfirskriftina „Horfðu djúpt“. Um er að ræða kveðjusýningu listamannsins til landsins sem hverfur við Kára- hnjúka. Sýningarnar standa til 4. júlí Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13- 17. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/ÞÖK Þær sýna í Listafni ASÍ: Ingibjörg, Guðrún Vera og Helga. Helgidómur og kveðja í listasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.