Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 27
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 27 Skór Mikið og frábært úrval Barnaföt • dömuföt herraföt Könnun dönskuneytendasamtak-anna hefur leitt í ljós að lággjaldaflugfélög lofa oft upp í ermina á sér þegar þau auglýsa fargjöld á tilboðsverði. Umboðsmaður neytenda í Danmörku segir það ólöglegt og íhugar að herða reglur um auglýs- ingar flugfélaga þannig að þau verði t.d. að upp- lýsa ef færri en tuttugu farmiðar eru í boði á tilboðsverði eða ef tilboð gildir bara ákveðna daga. Þetta kemur fram á vef Politiken. Tilboð lággjaldaflugfélaga eins og Sterling, Maersk Air, Ryanair, Snowflake og Easyjet, auk SAS, voru skoðuð og í ljós kom að oft fundust alls engir miðar á verðinu sem auglýst var, þrátt fyrir að leitað væri að miðum utan há- annatíma, þ.e. í fyrri hluta nóv- ember. Munaði þúsundum danskra króna Mismunurinn á auglýstu verði og verðinu á þeim miðum sem dönsku neytendasamtökunum tókst að finna, nam oft nokkur þúsund dönskum krónum, að því er segir á vef Politiken. Á vef dönsku neyt- endasamtakanna kemur m.a. fram að annað hvort fundust ekki ódýr- ustu farmiðarnir eða að í ljós kom að ferðaáætlunin þyrfti að vera mjög svo sveigjanleg ef greiða ætti lægsta verð. Maersk Air auglýsti t.d. ferð frá Kaupmannahöfn til London fyrir 315 danskar krónur aðra leiðina, þ.e. 1.260 fyrir tvo fram og til baka en eftir leit dönsku neytendasamtakanna sem reyndu að vera sveigjanleg hvað varðar ferðatíma, fannst ekki lægra verð en 3.018 danskar krónur fyrir tvo fram og til baka. SAS auglýsti ferð frá Kaup- mannahöfn til Helsinki á 395 danskar krónur aðra leiðina. Reynt var að bóka ferð fram og til baka og í ljós kom að tilboðið var 595 danskar krónur aðra leiðina. Mið- að við ferð fyrir tvo báðar leiðir ætti ferðin að kosta 2.380 danskar krónur en ekki fannst verð undir 12.522 dönskum krón- um, þrátt fyrir að níu mismunandi dagsetningamögu- leikar væru prófaðir. Mis- munurinn var rúmar 10.000 danskar krónur, þ.e. yf- ir 110 þúsund íslenskar. Refsivert að gefa villandi upplýsingar Umboðsmaður neytenda í Dan- mörku, Hagen Jørgensen, segir refsivert að gefa villandi upplýs- ingar. „Ef flugfélag auglýsir ferð á 315 [danskar] krónur til London, þá eiga líka að vera til ferðir frá 315 krónum. Það er villandi að auglýsa farmiða á því verði sem ekki er raunverulega hægt að kaupa þá á..,“ segir hann. Hann segir flug- félög ekki geta leyft sér að auglýsa farmiða á ákveðnu verði bara til að lokka viðskiptavini til sín.  FERÐALÖG|Lággjaldaflugfélög lofa upp í ermina á sér Örfáir miðar á auglýstu verði Hverjir eru að fara á þetta mót? „Á dönsku fótboltahátíðina Denmark Soccer Festival mæta 170 knattspyrnulið frá fjöldamörgum löndum. HK-ingar ætla að tefla fram fimm liðum á mótinu. Sam- tals fara því 80 krakkar, sem fædd eru á árunum 1988– 1991, út og ekki minni fjöldi foreldra, sem eru að sögn þeirra, sem til þekkja, ekki minna spennt, en foreldra- samstaða og samstarf í HK er alveg magnað. Ég á tvo strákar í hópnum, Egil Örn í þriðja flokki og Anton Örn í fjórða flokki.“ Hvernig verður ferðatilhögunin? „Eftir flugið til Kaupmannahafnar koma keppendur, far- arstjórar og þjálfarar sér fyrir í skólastofum í bænum Is- höj, sem er í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar. Foreldrar koma sér fyrir á hinum og þessum gistiheimilum. Til að mynda hefur stór hluti hópsins tekið á leigu þriggja hæða hús, sem rekið er sem gistiheimili, í bænum Hvidovre. „Svo verð- ur helgin notuð til að losa um spennu hjá keppendum með því að kynnast nánasta umhverfi, fara í tívolíið, á ströndina og rasa pínulítið út. Möguleikar eru á því að heimsækja Bakken, fara í verslunarleiðangur og á diskó- tek.“ Mótssetning verður á sunnudagskvöldinu og á mánu- dagsmorgni eiga menn að mæta til leiks óþreyttir, en svona mót geta tekið verulega á. Það þarf því að passa vel upp á hvíld og mataræði og svo þarf auðvitað að vökva ungu keppendurna hressilega á meðan á spark- inu stendur. Úrslitin verða svo spiluð á fimmtudeginum.“ Mikil spenna í loftinu? „Já, og það er skemmtilegt fyrir okkar fólk að fá tæki- færi til að upplifa svona ferðir og sjá hvað aðrir eru að gera, en ég get með sanni fullyrt, eftir að hafa farið á fjögur Essó-mót, fjögur Shell-mót og fjögur Lottó-mót með mínum drengjum, að Íslendingar kunna svo sann- arlega að halda stórkostleg mót þó ég sé á engan hátt að gagnrýna mótshald annarra. Öll umgjörð er hér- lendis til mikils sóma.“  HVERT ERTU AÐ FARA? | Danmörk Til Ishöj með HK-ingum Eftirvænting liggur í loftinu í herbúðum HK- inga því fyrir dyrum stendur vikulangt ferðalag til Danaveldis þar sem krakkar munu etja saman kappi í knattleikni við er- lend lið. Gunnar Örn Rúnarsson verður í hópi fararstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Fararstjóri: Gunnar Örn Rúnarsson ásamt sonunum og fótboltaköppunum Agli Erni og Antoni Erni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.