Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞING Alþjóðavinnumálastofnunar- innar (ILO) sem nú fer fram í Genf, hefur staðfest niðurstöðu Félaga- frelsisnefndar ILO um kæru Al- þýðusambands Íslands til ILO vegna endurtekinna afskipta stjórnvalda af gerð kjarasamninga, samkvæmt upplýsingum Alþýðusambands Ís- lands. Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, sem situr þing- ið, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í ákvörðun þingsins fælist mjög alvarleg gagnrýni á íslensku ríkisstjórnina vegna endurtekinna afskipta stjórnvalda af gerð frjálsra kjarasamninga. Með kærunni var því haldið fram að lög sem sett voru á verkfall sjó- manna vorið 2001 brytu gegn grund- vallarsamþykktum ILO og þjóðrétt- arlegum skuldbindingum Íslands. Þing ILO staðfesti svo sl. þriðjudag niðurstöðu Félagafrelsisnefndar ILO vegna kæru ASÍ. Niðurstaða þingsins hefur þá þýð- ingu að sögn Magnúsar að stjórnvöld muni framvegis hugsa sig miklu bet- ur um áður en þau fari með lagasetn- ingu inn í kjarasamningagerð. Hann segir að gagnrýnin á vettvangi ILO snúi ekki eingöngu að lögunum sem sett voru á verkfall sjómanna en það tilvik sé kannski dropinn sem hafi fyllt mælinn. „Félagafrelsisnefndin hefur verið með Ísland á „sjúkra- lista“ í nokkuð mörg ár,“ segir Magnús. Hann bendir á að ILO ber- ast fjölmargar kærur á hverju ári. „Margar hverjar eru ákaflega alvar- legar. Þær eru meðhöndlaðar innan stofnunarinnar en síðan eru nokkur mál, eða rétt um 20 mál, tekin fyrir á árlegu þingi ILO hverju sinni. Það er ekki að tilefnislausu sem það er gert,“ segir hann. Lögfræðingur ASÍ segir ILO gagnrýna ríkisstjórn Íslands Með Ísland á „sjúkralista“ um árabil VILHJÁLMUR Egils- son, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis- ins, segir að niðurstöður Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO) varðandi afskipti stjórnvalda af gerð kjarasamninga í sjó- mannaverkfallinu 2001, hafi verið íslenskum stjórnvöldum í vil og megi líta svo á að þær séu sigur fyrir íslensk stjórnvöld. Vilhjálmur sat þing ILO og kynnti þar sjón- armið stjórnvalda. Hann bendir á að umræður hafi farið fram um málið á þinginu en eftir að búið var að fara yfir málið megi sjá af lokaniðurstöðu nefndar ILO að nefndin vonist til að ríkisstjórnin endurskoði það ferli og aðferðir sem eigi sér stað á sviði kjaraviðræðna í fiskveiðum í fullu samráði við þá aðila sem eigi hlut að máli. Vilhjálmur segir að þetta sé ná- kvæmlega það sem stjórnvöld hafi lýst sig viljug til að gera og hann hafi lýst í ræðu sinni, þar sem hann sagði ríkis- stjórnina hvetja samn- ingsaðila í fiskveiðigeir- anum til að huga vel að því, hver væri sérstaða í vinnudeilum innan fisk- veiðigeirans, sem gerði þeim erfiðara að komast að heildarsamkomulagi samanborið við aðra geira atvinnulífsins. Vilhjálmur segir að staðhæfingar Magnúsar Norðdahl, fulltrúa ASÍ á þinginu, sem fram komu á vefsíðu ASÍ í fyrradag, að niðurstöður þingsins séu alvarleg gagnrýni á ís- lensk stjórnvöld, hafi eingöngu byggst á því hverjar hann vildi að niðurstöðurnar yrðu. Sjálfar niður- stöðurnar hafi ekki verið gefnar út fyrr en í gær. „Mér sýnist bara öll þessi för hans til Genfar hafi verið mikil sneypuför frá upphafi til enda og svo er hann að reyna að hefna þess í Reykjavík, sem hann tapaði í Genf,“ segir Vilhjálmur. Ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis Niðurstaða ILO sigur fyrir stjórnvöld Vilhjálmur Egilsson SUMARHÚS - GRÍMSNESI OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG Nýr 58 fm sumarbústaður + svefn- loft á frábærum stað, lækur rétt hjá ásamt fallegri laut. Frábært útsýni á Búrfell. Sumarbústaðurinn er í landi Syðri Hóla, Kerhrauni í Grímsnesi, vestan Seyðishóla, norðan þjóðveg- arins rétt austan við Kerið. Opið hús laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 til 17:00. Þorgeir, eigandi, sími 821 6224, verður á staðnum og tekur vel á móti öllum gestum. Sími 533 1060 hrl., ÚR VERINU FYRSTA umferð forsetakosning- anna í Serbíu fer fram á morgun en sérfræðingar í efnahagsmálum þar í landi telja mikla afturför blasa við í efnahagslegri uppbyggingu landsins ef öfgaþjóðernissinninn Tomislav Nikolic verður kjörinn forseti. Það myndi veikja traust erlendra fjár- festa og landið myndi missa stóran hluta fjölþjóðlegrar og tvíhliða að- stoðar með hörmulegum afleiðingum. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Nikolic mests fylgis allra frambjóð- enda. Dragan Marsicanin, forsetaefni og bandamaður forsætisráðherrans Vojislav Kostunica, sagði að sigur Nikolic myndi þýða „einangrun“ Serbíu og gera út um möguleika landsins á því að ganga í Evrópusam- bandið (ESB). Vill ekki samvinnu við stríðsglæpadómstólinn Nikolic segist ekki vera andsnúinn ESB-aðild en er algjörlega andvígur því að stjórnvöld í Belgrad eigi sam- vinnu við stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna í Haag. Sú samvinna þykir þó vera grundvallarforsenda fyrir inngöngu í ESB. Nikolic er einnig andsnúinn frjálslyndri efna- hagsstefnu og hefur aflað sér mikils fylgis meðal verkamanna með því að segjast ætla að koma í veg fyrir að fyrirtæki frá tímum kommúnismans sjái sig knúin að tileinka sér nútíma- legri viðskiptahætti. Flokkur Nikolic nýtur mests fylgis á þingi og benda ýmsar kannanir til þess að Nikolic verði ekki sigraður nema evrópusinnaðir flokkar Serbíu tefli fram sameiginlegum frambjóð- anda. Nikolic sigraði forsetakosning- arnar í desember í fyrra en þær voru dæmdar ógildar sökum ónógrar kjör- sóknar. Forsetaembættið í Serbíu er að miklu leyti viðhafnarembætti en þrátt fyrir það hefur Nikolic lýst yfir þeirri stefnu sinni að minnka at- vinnuleysi og auka öryggi þegnanna. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Nikolic nýtur 35% fylgis en stjórn- málasérfræðingar telja að baráttan muni standa milli hans og forsetaefn- is serbneskra demókrata, Boris Ta- dic, í úrslitaumferð forsetakosning- anna 27. júní. Efnahagurinn að lifna við Erlendar skuldir Serbíu eru gríð- arlegar en efnahagur landsins er nú að ná sér á strik eftir að hafa verið í rúst í valdatíð Slobodan Milosevic, fyrrum forseta sem nú er fyrir rétti í Haag, sakaður um stríðsglæpi. Fjár- málaráðherra Serbíu, Mladjan Dink- ic, segir að hagvöxtur verði 6% á þessu ári og að framleiðsluaukning í landbúnaði verði um 10% og í iðnaði 6%. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur stutt einkavæðingarferlið í landinu með því að samþykkja lán upp á 953 milljónir dollara, um 69 milljarða íslenskra króna, til upp- byggingar í Serbíu og Svartfjalla- landi á þriggja ára tímabili, 2002– 2005. Anne Kruger, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjóðsins, segir að Serbía og Svartfjallaland hafi náð góðum árángri í efnahagsstjórn, dregið úr verðbólgu, erlend fjárfest- ing hafi aukist og ljóst sé að þjóð- hagfræðileg stefna stjórnvalda skili árangri. Öfgaþjóðernissinni sigurstranglegur Tomislav Nikolic sagður geta kall- að einangrun yfir Serba sem forseti Belgrad. AFP. Reuters Nikolic ásamt eiginkonu sinni á kosningafundi í Belgrad í vikunni. FYLGI Verkamannaflokks Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hrapaði í borga- og sveitarstjórna- kosningum í Englandi og Wales, sem fram fóru í gær. Virtust þessi úrslit sýna að kjósendur væru að hegna Blair fyrir stefnu hans í Írak. Kosn- ingarnar fóru fram samhliða kosn- ingum til Evrópuþingsins á fimmtu- daginn. Um 90% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöld og samkvæmt þeirri taln- ingu lenti Verkamannaflokkurinn í þriðja sæti. Samkvæmt útreikning- um breska ríkisútvarpsins BBC er heildarfylgi flokksins einungis 26% atkvæða. Flokkurinn getur þó hugg- að sig við það að borgarstjóri Lund- úna, Ken Livingstone, náði endur- kjöri. John Prescott aðstoðarforsætis- ráðherra viðurkenndi í gær að kjós- endur væru að veita ríkisstjórninni „ærlega ráðningu“. „Írak var ský, í rauninni skuggi, yfir þessum kosn- ingunum,“ sagði Prescott. Innanrík- isráðherrann var ekki myrkur í máli í viðtali við BBC og kenndi innrás- inni í Írak um niðurstöðuna. Hún hefði sundrað fjölskyldum, vinum og flokknum. Útlit var fyrir að Verkamanna- flokkurinn missti 430 sæti í borgar- og sveitarstjórn- um í Englandi og Wales og segja stjórnarandstæð- ingar það verstu útkomu slíkra kosninga fyrir flokkinn í manna minnum. Íhalds- flokkurinn og Frjálslyndir demó- kratar bættu við sig samanlagt 338 sætum. Kjörsókn jókst töluvert frá fyrri kosningum og er talin hafa ver- ið um 40%. Blair segir stjórnina halda sínu striki Forsætisráðherrann Tony Blair var við útför Ronalds Reagan í gær en sagði að henni lokinni að hann myndi halda fast við stefnu sína bæði hvað varðaði þjónustu við almenning og málefni Íraks. „Með tilliti til grundvallarhlutverks ríkisstjórnar- innar held ég að viðbrögð okkar ættu að vera þau að fylgja eftir og innleiða þær víðtæku umbótaáætlanir sem við höfum lagt fram,“ sagði Blair. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi Fylgi við flokk Blairs hrynur vegna Íraks London. AFP. John Prescott JOSEPH Kabila, forseti Lýðveldis- ins Kongó, tilkynnti í sjónvarpi í gær að valdaráni uppreisnarmanna úr líf- varðasveitum hans hefði verið af- stýrt, 12 hefðu verið handteknir en leiðtogi þeirra, Eric Lenge majór, væri á flótta. Yfirmaður hersins í Kongó, Liw- anga Mata-Nyamunyobo aðmíráll, staðfesti fréttirn- ar í sjónvarps- ávarpi og bað fólk að sýna stillingu þar sem forsetinn væri nú í örugg- um höndum sem og stofnanir lýð- veldisins. Talsmenn yfir- valda segja upp- reisnarmennina hafa ráðist inn í útvarpsstöð í Kinsh- asa að næturlagi og lýst því yfir í beinni útsendingu, að bráðabirgða- ríkisstjórnin hefði brugðist og því verið leyst frá störfum. Þaðan hafi þeir farið í rafveituna og tekið raf- magnið af borginni í um þrjá tíma. Nokkru síðar, í gærmorgun, hefðu þeir verið yfirbugaðir. Einungis tveir og hálfur mánuður er frá því að seinasta valdaráns- tilraun var gerð í landinu þegar ráð- ist var á fjórar herbúðir í borginni. Stjórnandi nýjustu valdaránstil- raunarinnar, Lenge, var náinn sam- starfsmaður Kabila forseta sem tók við völdum af föður sínum, Laurent, en hann var drepinn af hermanni úr lífvarðasveitum sínum árið 2001. Valdaráni afstýrt í Kongó Kinshasa. AFP. Joseph Kabila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.