Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 53 16 lið frá 10 löndum keppa á Laugardalsvelli 19. - 20. júní ..mætum til að hvetja okkar fólk Keppnin stendur yfir kl. 13:45 til 16:00 á laugardag og kl. 14:00 til 16:30 á sunnudag ZINEDINE Zidane, miðjumaður Frakklands, segir að Frakkar geti ekki verið óánægðir ef leikurinn gegn Englandi á morgun fer jafn- tefli. „Það er mikilvægast að tapa ekki leiknum á móti Englandi. Það væri mjög slæmt að tapa fyrsta leiknum í riðlinum því þá yrði mjög mikil pressa á okkur. Að sigra Englendinga væri frábært en jafn- tefli væri ágæt úrslit,“ sagði Zid- ane. Frakkar ollu miklum von- brigðum á HM fyrir tveimur árum en þá hóf Frakkland keppni með því að tapa 1:0 fyrir Senegal. Zid- ane segir að það sé mikilvægt að byrja Evrópukeppnina vel. „Ég er ekki að segja að við myndum ekki geta komist upp úr riðlinum ef við töpum fyrir Englandi. Hins vegar yrði það mun erfiðara. Fyrsti leik- urinn er mikilvægur en hann hefur oft mikil áhrif á hvernig spila- mennska liðanna verður í fram- haldi á mótinu.“ Zidane er ánægður með að mæta Englandi strax í fyrsta leik. „Við erum búnir að hafa góðan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leik- inn gegn Englandi. Það er gott að mæta Englendingum í fyrsta leik.“ Zidane verður 32 ára í júní og Evr- ópukeppnin verður jafnvel hans síðasta stórmót með Frakklandi. „Ég tel mig vera mjög heppinn að vera í þessu franska liði. Ég hlakka mjög til leiksins á sunnudaginn. Ég ætla að gera mitt allra besta í Evr- ópukeppninni og ég vona að Frakkland komist sem lengst í keppninni,“ sagði Zinedine Zidane. Jafntefli væri ekki slæmt Reuters Zidane, ein helsta stjarna franska landsliðsins. JOHN Terry, varnarmaður Eng- lands og Chelsea, verður ekki með í leiknum gegn Frakklandi á morg- un. „Hann æfði lítillega með okkur í dag en leikurinn gegn Frökkum kemur aðeins of snemma fyrir hann. Ég vil ekki taka áhættuna á því að tefla honum fram en hann verður tilbúinn í leikinn gegn Sviss á fimmtudaginn. Það er leitt að Terry er meiddur því við vitum vel hve frábærlega hann spilaði fyrir Chelsea síðasta vetur. Svona er fót- boltinn og við þessu er ekkert að gera,“ sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, á blaða- mannafundi í gær. Það verður annaðhvort Jamie Carragher, Liverpool, eða Ledley King, Tottenham, sem tekur stöðu Terry. „Ég hef ákveðið hvor þeirra spilar en ég ætla ekki að segja ykk- ur fjölmiðlamönnum frá því. Það var erfið ákvörðun en þeir eru báð- ir í góðri þjálfun og hafa staðið sig vel á æfingum.“ Terry leikur ekki gegn Frökkum Reuters John Terry Eftir 6:1 sigurinn gegn Íslandi ísíðasta æfingaleik enska liðsins fyrir keppnina, haltraði Beckham af velli vegna meiðsla í hægri ökkla. Fyrir tveimur árum fótbrotnaði Beckham aðeins mánuði fyrir HM 2002. Hann jafnaði sig fyrir mótið og spilaði vel, en England tapaði fyrir Brasilíu, sem síðan varð heimsmeist- ari, í fjórðungsúrslitum. Nú eiga Englendingar að spila sinn fyrsta leik við Evrópumeistara Frakka á mánudaginn og ætlar Beckham að spila þrátt fyrir meiðsl- in. „Það fyrsta sem einhver sagði við mig um daginn var hvort ég væri ekki búinn að missa af keppninni. Hingað til hefur fólk verið að tala um meiðslin en þau eru engin,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. Beckham hefur spilað 66 lands- leiki fyrir Englands hönd og skorað í þeim 13 mörk. Hann er reyndasti leikmaður liðsisn ásamt Gary Ne- ville og Paul Scholes. „Við erum með nokkra reynda leikmenn í okkar liði og því miður er ég einn af þeim,“ sagði Beckham með bros á vör. Beckham hefur þroskast mikið sem leikmaður síðan hann varð fyr- irliði landsliðsins árið 2002, og oft borið liðið á herðum sér. Hann er orðinn ein af stærstu íþróttastjörn- um í heimi. Auglýsingasamningarnir hans, hárgreiðslurnar og fötin hafa gert hann að skærustu stjörnu Bret- lands og hafa hann og Victoria eig- inkona hans fyllt dálka slúðurblað- anna undanfarin ár. Þetta er ólík staða miðað við það sem áður var. Á hans fyrsta stórmóti, HM í Frakk- landi 1998, sneri Beckham aftur til Englands með skömm eftir að hafa verið rekinn af leikvelli eftir fárán- legt brot á Diego Simeone, leik- manni Argentínu, í 16 liða úrslitum. England tapaði leiknum í víta- spyrnukeppni. Honum var úthúðað í blöðunum og púað var á hann hvert sem hann fór. En Beckham hefur breitt bak og hefur hann sagt að þessi reynsla hafi gert hann að þeirri persónu sem hann er í dag. Hann svaraði gagnrýnisröddum með framúrskarandi leik með Man- chester United og ári seinna vann hann Englandsmeistaratitil, Meist- aradeildina og ensku bikarkeppnina með liðinu. Það ár var hann í öðru sæti í kjöri besta leikmanns heims á eftir Rivaldo. En samskipti hans við fram- kvæmdastjóra Manchester United, Alex Ferguson, fóru sífellt versnandi og náðu deilurnar hámarki þegar Ferguson sparkaði skó á andlit Beckham í kjölfar ósigurs liðsins gegn Arsenal í bikarkeppninni. Beckham skarst á augabrún og var látinn sitja á bekkum í fjórðungsúr- slitum Meistarardeildarinnar. Beckham gekk til liðs við Real Madrid í fyrrasumar og skrifaði hann undir fjögurra ára samning við félagið. Hann byrjaði vel fyrir félag- ið en hægði á sér eftir að breska pressan greindi frá meintu framhjá- haldi hans við aðstoðarkonu sína Re- beccu Loos. Þegar fóru af stað sögusagnir um að hann væri á leið burt frá Spáni. Real lenti í fjórða sæti og í fyrsta skipti síðan 1999 vann félagið engan titil. Hann hélt því þó fram í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að vera áfram á Spáni og greindi frá því að fjölskylda hans myndi flytja til hans fljótlega. Sven-Göran Eriksson trúir því að Beckham muni ekki láta neitt trufla sig í Portúgal. „Ég er viss um að þegar hann klæðist enska bún- ingnum muni hann skila frábæru starfi eins og alltaf og hann er örugg- lega búinn að setja sín vandamál til hliðar,“ sagði Eriksson. Aðstoðar- maður Eriksson, Steve McClaren, heldur því fram að Beckham verði einn lykilmanna EM í Portúgal. „Að spila með enska landsliðinu laðar fram það besta í Beckham, svoleiðis hefur það alltaf verið og það mun ekkert breytast,“ sagði McClaren. Beckham er tilbúinn í slaginn Næstu þrjár vikurnar mun David Beckham eingöngu hugsa um fót- bolta og á meðan mun tískan, hárgreiðslurnar og sýndarmennskan þurfa að bíða betri tíma. Enski landsliðsfyrirliðinn mun gera allt til að sýna og sanna að hann sé trúverðugur knattspyrnumaður og meðal þeirra bestu í heimi. „Við ættum að fara í þessa keppni með þeirri trú að við getum unnið hana, og ég trúi að við getum það. En það mun krefjast mikillar vinnu,“ sagði Beckham.         2 3456647*89:;      !  " #   ' <     52="    ""  "  "   > $% &' () * #< % +,  - . /  - 0-11 "  , 2 1  - $% &' () * #< =  +,  - . /  - 0-11 3' *   4  - $% &' () * #< % / +,  - . 5  - 0-11  "   -  $% &' () * #< % > +,  - . /  - 0-11   , 2 1  -  $% &' () * #< ? ? @ $ +,  - . /  - 0-11        - $% &' () * #< ; +,  - . /  - 0-11 3 ' ,)    - $% 6' () * #< 4  +,  - . 5  - 0-11  7   8 0 % '    % ' 3   -  $% 96' () * #< %? +,  - . 5  - 0-11  7   8 0 % '  %   -  !:  -  $% 6' () * #< 3   ; $  +,  - . 5  - 0-11  7   8 0 % '    % ' ;    -  $% &' () * #<( #  7.   +,  - . /  - 0-11     8 0 %      -    !!"#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.