Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 39
Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku langalangamma mín. Þín Dagmar Lilja. HINSTA KVEÐJA Elsku amma Lauga. Við þökkum af heilum hug allt sem þú varst okkur og biðj- um góðan Guð að geyma þig. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh.) Hvíldu í friði Aðalheiður, Magnús, Sandra, Thelma og Reynir. upprifjun. Við minnumst þess að hafa fengið að fara til Reykjavíkur í gamla Land Rovernum. Amma og afi sögðu okkur sögur á leiðinni og amma söng á meðan bíllinn „dólaði“ upp Kambana. Hinn 2. júní sl. hefðu amma og afi átt 70 ára brúðkaupsafmæli og gott er að hugsa til þess að þau hafi hist á ný og fengið að njóta tímamótanna saman. Við systurn- ar þökkum elsku ömmu Svövu og elsku Ingvari afa fyrir góðar og skemmtilegar minningar sem sannarlega munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Guð blessi minningu ykkar. Anna Hrund og Harpa Rannveig Helgadætur. Elskuleg amma mín er dáin. Í huganum er falleg minning um ömmu og afa. Þakklæti fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig. Amma passaði mig frá þriggja mánaða aldri þegar mamma og pabbi voru að vinna. Þegar ég varð eins árs gáfu afi og amma mér bangsa í af- mælisgjöf. Amma bjó til burðar- rúm, sæng og kodda fyrir bangsa og mamma saumaði föt og náttföt á hann. Amma og afi voru mikið útivist- arfólk og alveg frá því að mamma mín var lítil ferðaðist hún um landið með þeim og svo héldu ferðalögin áfram eftir að ég fædd- ist. Bangsi varð því mikill útilegu- bangsi og var alltaf tekinn með. Amma prjónaði alla tíð ullar- peysur, vettlinga og sokka á mig eftir því sem ég stækkaði. Þegar ég var orðin fullorðin og fór með börnin mín í ferðalög gaf hún þeim líka hlýja sokka og vettlinga. Þeir komu sér alltaf vel. Það var svo gaman að leika með tölurnar hennar ömmu. Stóru töl- urnar voru fullorðna fólkið, en þær litlu börnin. Flottustu tölurn- ar í safninu hennar ömmu voru tölurnar af bílstjórabúningnum hans afa. Amma bjó til allt mögu- legt handa mér úr pappa, hesta, hundar, kindar og fólk. Hún var góður teiknari og þegar hún var búin að klippa pappann út var eins og dýr og menn fengju líf. Hún saumaði líka, prjónaði og heklaði dúkkuföt. Þegar afi hætti að vinna fórum við á sumrin að Hlíðarenda, en þar höfðu þau amma kynnst. Hann fór þá á jeppanum og með aftaníkerr- una fyrir búslóðina, potta, pönnur og blómin hennar ömmu. Amma var frábær kokkur og hún skildi að ég var strákastelpa og þegar við vorum í sveitinni leyfði hún mér að vera úti með afa í staðinn fyrir að hjálpa henni í eldhúsinu. Hún hafði alltaf áhyggjur af að við afi borðuðum ekki nóg. Við afi vorum alltaf mjög góðir vinir og töluðum mikið saman. Hann sagði mér frá því þegar hann var 13 ára og missti pabba sinn og hvað lífið var þá erfitt. Við spiluðum líka mikið á spil og hann leyfði mér að vinna. Amma var mjög ljóðelsk og kunni kvæði sem hún fór með fyr- ir mig eins og Gunnarshólma. Hún var alin upp við það hjá sínum for- eldrum að gestum sem komu að Hlíðarenda var alltaf boðið upp á kaffi eftir messu. Jafnvel þegar hún var sjálf orðin gömul og þreytt í fótunum, sá hún til þess að gestir sem heimsóttu Hlíðar- enda á sumrin færu aldrei þaðan án þess að hafa fengið kaffisopa. Og í þau skipti sem amma lá á spítala fannst henni verst að geta ekki boðið gestum uppá kaffi. Þegar ég eignaðist mitt eigið heimili saumaði amma á mig svuntu með rósum og þau afi gáfu mér fallega kökudiska, dúka og fleira. Ég lærði af ömmu að halda alltaf uppá afmæli fjölskyldunnar og taka vel á móti gestum. Afi og amma sögðust alltaf hlakka til þess að koma í afmælin mín. Ég er rík að hafa átt svona góða ömmu og afa í öll þessi ár og fyrir það þakka ég. Blessuð sé minning þeirra. Bryndís Bragadóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 39 ✝ Kristrún Sigur-laug Andrésdótt- ir fæddist á Kol- beinsá í Stranda- sýslu 10. desember 1909. Hún andaðist á heimili sínu, Há- sæti 5c á Sauðár- króki, þriðjudaginn 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Magn- ússon, f. 31. mars 1872, d. 22. janúar 1943, bóndi Þrúðar- dal, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 7. september 1872, d. 14. janúar 1961. Systkini Sigurlaugar; Guð- rún, f. 30. ágúst 1895, d. 8. júlí 1971, Guðmundur, f. 23. desem- ber 1896, d. 21. desember 1967, Sólveig Elínborg, f. 15. janúar 1906, d. 14. nóvember 1979, Ólafía Elísabet, f. 13. nóvember 1912, og Guðbjörg, f. 26. mars 1917. Sigurlaug giftist 2. júní 1948 Ólafi Ágústi Guðmundssyni, járn- smið og bifreiðastjóra, f. 12. ágúst 1900, d. 9. febrúar 1951. Börn þeirra eru: 1) Arndís, f. 26. september 1938, búsett í Kópa- vogi, maki Þórður Bjarnason, f. 12. mars 1937. Börn þeirra eru Vermundur Ágúst, f. 9. febrúar árkróki. Sonur hennar er Úlfar Ingi Haraldsson, f. 7. nóvember 1966, barnsfaðir Haraldur Tyrf- ingsson, f. 10. maí 1943. 6) Þor- björg Steingríms, f. 2. júní 1947, búsett á Sauðárkróki, maki Reyn- ir Öxndal Stefánsson, f. 4. ágúst 1941. Börn þeirra eru Aðalheiður, f. 19. maí 1964, Stefán Öxndal, f. 15. janúar 1968, Ingibjörn Öxn- dal, f. 20. október 1977. Sigurlaug ólst upp hjá foreldr- um sínum í Þrúðardal í Fells- hreppi í Strandasýslu. 19 ára flutti hún til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Ólafi Ágústi Guð- mundssyni. Þau fluttu til Siglu- fjarðar árið 1938 og starfaði hún við Hótel Hvanneyri. Árið 1943 fluttu þau í Kálfárdal í Göngu- skörðum, hófu þar búskap og byggðu þar upp. Árið 1951 missti hún mann sinn en bjó áfram í Kálfárdal ásamt börnum sínum. Haustið 1962 bregður hún búi og flytur til Sauðárkróks. Hún starf- aði tvo vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði, flutti síðan upp frá því til Sandgerðis og bjó þar hjá Elsu dóttur sinni og fjölskyldu um tíma. Flutti til Reykjavíkur til Hönnu dóttur sinnar og bjuggu þær sambúi á Óðinsgötu 21 og síðar á Háteigsvegi 28. Hinn 1. júní 1978 fluttist hún ásamt Hönnu og syni hennar til Sauð- árkróks að Smáragrund 6. Fljót- lega eftir það flutti hún í íbúð sem heitir nú Hásæti 5c, hét áður Sauðá 3 Dvalarheimili. Þar bjó hún til æviloka. Útför Sigurlaugar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1964, Sigurlaug Guð- rún, f. 2. janúar 1970, Arnþór, f. 21. maí 1975, og Bjarni, f. 13. apríl 1977. 2) Elsa Ágústsdóttir, f. 21. desember 1939, bú- sett í Reykjanesbæ, maki Guðmar Péturs- son, f. 24. október 1941. Börn þeirra eru Ágústa, f. 26. nóvem- ber 1963, og Sigrún, f. 27. júlí 1965. 3) Andrés Viðar, f. 3. janúar 1942, maki Sigrún Aadnegaard, f. 26. júní 1944. Börn Sigurlaug, f. 17. ágúst 1965, barnsmóðir Erla Sveinsdóttir. Börn Viðars og Sig- rúnar: María Sigrún, f. 19. janúar 1968, d. 20. janúar 1968, Ólafur Ágúst, f. 11. maí 1971, Óli Viðar, f. 27. maí 1972, Ragnar Berg, f. 16. júní 1981, Halldóra, f. 9. des- ember 1982. Dóttir Sigrúnar Kristrún Snjólfsdóttir, f. 10. nóv- ember 1966. 4) Gunnar Randver, f. 7. júní 1943, búsettur á Sauð- árkóki, maki Steinunn Helga Hallsdóttir, f. 20. september 1945. Börn þeirra eru Hallur Jónas, f. 12. apríl 1964, Aðalbjörg Anna, f. 19. júlí 1965, Sigurlaug Guðrún, f. 6. mars 1974. 5) Hallfríður Hanna, f. 1946, búsett á Sauð- Elsku mamma mín. Aldrei er maður undir það búin þegar ástvin- ur manns kveður þennan heim. Al- veg sama þótt árin séu orðin 94, en nú ertu komin til pabba. Allt fór eins og þú vildir, að sofna í friði á heimili þínu að Sauðá 3, en þar bjóstu síðustu 25 árin og undir þér vel. Sagðir stundum við mig: „Það þarf enginn að láta sér leiðast, bara finna sér eitthvað að gera.“ Þú prjónaðir og saumaðir út mörg listaverk, bæði púða og mynd- ir, einnig lastu mikið, horfðir á sjón- varpið Glæstar vonir og Leiðarljós, svo ræddum við um þetta allt er ég kom til þín að loknum vinnudegi mínum. Við gjörþekktum þetta fólk. Það eru forréttindi að hafa hug og heilsu í lagi fram í andlátið, en það fékkst þú, elsku mamma mín, Guði sé lof. Þótt lífshlaupi hennar mömmu sé lokið skilur hún eftir sig óendanlega mikið í hjörtum okkar allra. Það hefur eflaust þurft dugnað og sjálf- stæði til að búa í afdal og koma upp stórum barnahóp. Þú varst kona sem fórst þínar eigin leiðir alla tíð. Bjartur og fagur röðull rís þótt rökkvi í sálu minni þá kemur fregnin köld sem ís, þú kvaddir í hinsta sinni. Það er svo margt sem þakka ber þegar leiðir skilja. Aldrei þú taldir eftir þér annarra að gjöra vilja. Nú átt þú á himnum eilíf jól, ei mun þar skuggi leynast. Minningin björt sem morgunsól í mínum huga skal geymast. (Ókunn. höf.) Guð geymi þig, elsku mamma, og takk fyrir allt. Um leið þakkir til allra sem studdu þig og glöddu. Þín dóttir Þorbjörg. Bið ég Guð að gæta þín á göngu um ljóssins heima bjarta. Ég kveð þig, elsku móðir mín, minning vekur þökk í hjarta. (K. Run.) Hanna. Tengdamóðir mín Sigurlaug Andrésdóttir andaðist á heimili sínu að morgni þriðjudagsins 1. júní s.l. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Tengdaforeldrar mínir Sigurlaug og Ágúst Guð- mundsson fluttu í Kálfárdal í Gönguskörðum í Skagafirði árið 1943 ásamt þrem börnum sínum og hófu þar búskap. Árið 1951 fellur tengdafaðir minn frá eftir erfið veikindi og var þá Sigurlaug orðin ekkja 42 ára með sex börn, það elsta 13 ára og yngsta fjögurra ára. Það hefur þurft mikinn kjark og dugnað fyrir hana að halda áfram búskap upp í dalnum. Systkinin voru harðdugleg og byrjuðu snemma að hjálpa til við búskapinn. Árið 1962 bregða þau búi, og flytja til Sauðárkróks, þá voru eldri dæt- urnar fluttar að heiman. Síðar fór Sigurlaug suður til dætra sinna og bjó hjá þeim um tíma. Flytur síðan alkomin heim á Sauðárkrók 1978. Síðustu árin bjó hún í Hásæti 5 á Sauðárkróki, sem eru íbúðir fyrir aldraða. Hún var heilsugóð og vel ern, fylgdist vel með fólkinu sínu. Vissi afmælisdaga allra barnanna, tengdabarna og ömmubarnanna. Fylgdist vel með öllum fréttum í blöðum og sjónvarpi. Las mikið, t.d. nú í vetur las hún allt ritsafn Guð- mundar Kambans og öll bindin af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi og fleira. Hún var einstök snyrtimann- eskja og allir hlutir í röð og reglu. Heimili hennar hlýlegt og notalegt með fallegu yfir bragði. Rólegt og friðsælt. Og þannig kvaddi hún á hljóðlátan og friðsælan hátt, opnaði bæinn sinn að morgni, bjó um rúm- ið sitt, hallaði sér útaf í sófann og beið þess að heimahjúkrunin kæmi, þannig skildi hún við. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir liðnar samverustundir, hve vel hún tók á móti mér í fjölskylduna, og litlu telpunni minni sem fylgdi mér. Aldrei gat ég fundið að hún liti á hana öðruvísi en sitt barnabarn og börnin hennar sem sín ömmubörn. Hvíl í friði og hjartans þakkir fyr- ir allt. Sigrún. Þegar maður er barn finnst manni að sumt muni aldrei breytast og suma þurfi maður aldrei að kveðja. Nú hefur amma Lauga sagt skilið við hið jarðneska líf. Langri lífsgöngu er lokið, eftir standa minningar um góða konu sem var okkur öllum svo mikils virði. Hún bjó hjá okkur í Sandgerði í tvö ár frá 1969 til 1971 og passaði okkur á meðan mamma og pabbi voru að vinna. Við vorum bara litlar stelpur en munum þó vel eftir því þegar amma og mamma héldu sam- an upp á afmælin sín, amma varð sextug og mamma þrítug. Margir komu langt að, í vondu veðri og gistu hjá okkur. Við gáfum ömmu rauðan stól sem hún sat alltaf í og prjónaði vettlinga og sokka á litla fólkið sitt, þegar við horfðum saman á sjónvarpið. Þá var ekkert sjón- varp á fimmtudögum en við skemmtum okkur vel yfir Lucy Ball og fleiri góðum þáttum í kanasjón- varpinu. Amma var mikil handa- vinnukona og bar heimilið hennar þess vitni, prýtt af fallegri handa- vinnu og marga fallega muni gaf hún okkur, bæði púða og myndir. Áður en amma flutti á Sauðár- krók bjó hún í nokkur ár hjá Hönnu dóttur sinni og Úlfari syni hennar í Reykjavík og heimsóttum við þau oft. Eftir að hún flutti norður og lengra varð á milli, fækkaði ferð- unum en aldrei komum við norður nema hitta ömmu Laugu. Alltaf var gott að koma til hennar eftir langa ferð, hún tók vel á móti okkur og beið með eitthvað gott handa okkur. Amma átti marga afkomendur og fylgdist vel með hjá okkur öllum al- veg til hinsta dags. Á kveðjustund viljum við þakka henni alla hennar umhyggju og allt sem hún var okk- ur. Líkt og jarðargróður er mannlíf mörkum skapað, þótt mörg sé gleðistundin, er hryggðin alltaf nær, en þótt hún knýi á dyrnar er ekki öllu tapað. Um óteljandi minningar gullnum bjarma slær. ( Ingim. Ól.) Guð blessi minningu ömmu okkar Sigurlaugar Andrésdóttur, æsku- minningarnar eru bjartari og feg- urri hennar vegna. Ágústa og Sigrún Guðmarsdætur. Minningin um móðurömmu mun lifa í hjarta mínu. Hún gaf mér inn- blástur með góðleika sínum, styrk og vinnusemi í fortíð og nútíð, þrátt fyrir að vera komin á háan aldur, 94 ára. Lífsferill hennar er hvatning og jafnframt áminning til okkar sem yngri erum um að íhuga þau góðu lífsskilyrði sem við sjálf búum við. Því hvað skapaði þessi góðu skilyrði annað en þrotlaus vinnusemi og dugnaður þess gamla fólks sem nú er að kveðja þennan heim. Hún amma mín Sigulaug var svo tví- mælalaust í hópi þessa dugnaðar- fólks og var aldrei að stærra sig af eigin styrk og krafti – það var sjálf- sagður hlutur að gera sitt besta. Hún var ekki mikið fyrir að ræða eða dvelja í fortíðinni heldur kaus að tala um líðandi stund en stöku sinnum kom tækifæri til að skyggn- ast inn í gamla tíma þegar hún hugsaði til fólks sem hún hafði þekkt og talaði um með virðingu og hlýju. Sjaldnar kom það fyrir að hún talaði um sjálfa sig í æsku en þegar hún gerði það þá endurspegl- aði frásögnin hlýju og góðmennsku hennar og jafnframt lítillæti og gleði yfir hlutum sem létu ekki mik- ið yfir sér. Ímynd hennar minnir mig á orð skáldsins Eduards Mör- ike er hann segir „ég má ekki til þess hugsa hve margir menn fara á mis, er þeir drepa á dreif og láta hjá líða – að ekki sé minnst á skyld- ur við Guð og menn – en ég á við hreina ánægju, allt hið smáa sem gleður og mætir okkur daglega við hvert fótmál.“ Mér þótti ákaflega vænt um hana ömmu mína og reyndi að heimsækja hana eins oft og mér var kostur þegar ég ferðaðist norður í Skaga- fjörð. Stundum ræddum við mikið saman en öðrum stundum minna en ávallt var að finna góða nærveru og hlýja strauma sem veittu styrk og trú á lífsbaráttu mannsins. Það var eins og að hafa 20. öld íslensku þjóðarinnar sér fyrir hugskotssjón- um. Hún var heilsuhraust, lifði og sá um sig mest sjálf alveg fram í andlátið en í því liggur mikil lífs- gæfa og sigur að geta sofnað full- komlega sátt á síðbúnu ævikvöldi. Söknuðurinn er okkar sem eftir lifum og ég mun sakna þessarar öldruðu konu sem ávallt gaf mér innblástur til að takast á við lífið og gera mitt besta. Ég kveð þig, elsku amma mín, minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Guð gefi þér eilífan frið. Úlfar Ingi Haraldsson. KRISTRÚN SIGURLAUG ANDRÉSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.