Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ENGINN sem fylgist með stjórnmálum getur verið í vafa um að Ólafur Ragnar Grímsson kast- aði sprengju inn í íslenskt samfélag með ákvörð- un sinni um að synja staðfestingar á breytingum á útvarps- og samkeppnislögum. Ljóst er að með þessari aðgerð hefur hann gert forsetaembættið að miðpunkti stjórnmálaátaka með þeim hætti að þess eru engin fordæmi í 60 ára sögu lýðveld- isins. Óhætt er að fullyrða að eðli embættisins var breytt á afgerandi hátt með einni yfirlýsingu á blaðamannafundi, án þess að á undan færu eðlilegar og málefnalegur umræður um hlutverk forseta og valdmörk hans gagnvart öðrum hand- höfum ríkisvalds í landinu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr er niðurstaðan sú, að forsetaembættið og sá sem því gegnir getur ekki lengur talist sameiningartákn þjóðarinnar og með því að blanda sér með jafn afgerandi hætti í umdeilt pólitískt deilumál hefur Ólafur Ragnar rofið þann frið, sem flestir landsmenn hafa talið æskilegt að ríkti um forsetaembættið. Fræðilegar vangaveltur verða raunhæft vandamál Skoðanir fræðimanna á sviði stjórnskip- unarréttar hafa verið skiptar varðandi túlkun 26. gr. stjórnarskrárinnar þar sem er að finna heim- ild forseta til að synja lögum staðfestingar. Hafa ýmsir fært fyrir því rök að í þessu tilviki hafi for- seti aðeins formlegt vald en ekki efnislegt með sama hætti og í öðrum tilvikum þegar stjórn- arskráin felur forseta tiltekin verkefni. Aðrir hafa lýst þessu valdi sem nokkurs konar stjórn- skipulegum neyðarrétti, sem einungis beri að beita í ítrustu tilvikum. Enn aðrir hafa svo lýst þessari heimild þannig, að forseta sé nánast falið frjálst mat á því hvort hann vilji staðfesta lög með undirskrift sinni eða ekki. Þessi síðasti skýringarkostur er að mati þess sem hér ritar hæpnastur, en hann virðist hins vegar vera sá sem Ólafur Ragnar valdi í þessu tilviki. Hér gefst ekki kostur á að fara nánar út í þessa þætti, en ljóst er að þau álitamál sem áður voru viðfangsefni í fræðilegri umfjöllun eru nú orðin að raunhæfu viðfangsefni og vandamáli. Fyrir liggur sú pólitíska ákvörðun að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu síðar í sumar um löggjöfina og mun Alþingi koma saman í næsta mánuði til að setja lög um framkvæmdina. Almennt virðist ekki mikill ágreiningur um tímasetningu atkvæða- greiðslunnar og að mikilvægt sé að setja sérstök lög um framkvæmd hennar, en hins vegar hafa komið fram skiptar skoðanir um hvort setja eigi sérstök skilyrði um lágmarksþátttöku til að hún verði bindandi. Sá sem þetta ritar telur eðlilegt að einhver slík skilyrði séu lögfest enda er um afar afdrifaríka aðgerð að ræða þegar greidd eru at- kvæði um það hvort lög sem sett eru með stjórn- skipulega réttum hætti af Alþingi eigi að halda gildi sínu eða ekki, og afar varasamt væri að ákvörðun um slíkt réðist í kosningu sem fáir tækju þátt í. Skýringar vantar frá Ólafi Ragnari Hvað sem þessum álitaefnum líður verður ekki hjá því komist að fjalla um þau sjónarmið, sem synjun Ólafs Ragnars byggðist á. Sú krafa er jafnan gerð til bæði Alþingis og stjórnvalda að rökstyðja ákvarðanir sínar með málefnalegum sjónarmiðum. Sýnist ekki minni ástæða til að gera slíka kröfu til þess sem tekur umdeildar ákvarðanir í krafti forsetaembættisins. Í þessum efnum liggur í sjálfu sér ekkert fyrir nema stutt- orð yfirlýsing sem Ólafur Ragnar las á fyrr- nefndum blaðamannafundi og enn hefur hann ekki gefið kost á viðtölum eða svarað með öðrum hæ ákv veg gen una ski A byg hlu að um rét Ský vaf alþ stó Me leik flut me þes for Geðþóttavald eða má Eftir Birgi Ármannsson ’em af yf fu fæ le fo ga rík VERÐBÓLGUDRAUGURINN RUMSKAR Annan mánuðinn í röð hefurverðbólga vaxið meira en al-mennt var búizt við. Í maí fór hún yfir verðbólgumarkmið Seðla- bankans, sem er 2,5%, og í Morg- unblaðinu í gær segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri að mikið þurfi að koma til, eigi verð- bólgan ekki að fara yfir efri þol- mörk bankans, sem eru 4%. Á árs- grundvelli mælist verðbólgan nú 3,9%. Það, sem helzt veldur hækkun verðlags nú eru miklar hækkanir á verði húsnæðis og benzíns. Til að leitast við að hemja verð- bólguna hefur Seðlabankinn hækk- að stýrivexti sína og nú hafa allir viðskiptabankarnir fylgt í kjölfarið með hækkun á óverðtryggðum vöxt- um. Auðvitað fer bæði um launþega og atvinnurekendur þegar verðbólgu- draugurinn rumskar með þessum hætti. Verðbólgan étur upp kaup- máttaraukningu almennings, sem samið er um í kjaraviðræðum, þyng- ir greiðslubyrði af verðtryggðum lánum, og gerir rekstur fyrirtækja erfiðari. Vaxtahækkanirnar þyngja rekstur bæði heimila og fyrirtækja. Að sjálfsögðu vill enginn, sem á annað borð man þá tíma, snúa aftur til vítahrings gengisfellinga, verð- og launahækkana. Það skiptir því miklu að bregðast rétt við og rota vofuna á meðan hún er enn í svefnrofunum. Birgir Ísleif- ur Gunnarsson bendir í Morgun- blaðinu í gær á að hugsanlega sé um að ræða skammvinnt verðbólgu- skot; þannig hafi benzínverð á heimsmarkaði lækkað og gengi krónunnar fari hækkandi. Þó er bú- izt við því að Seðlabankinn verði áfram að beita aðhaldssamri stefnu og gera má ráð fyrir meiri vaxta- hækkunum á næstunni. Hins vegar dugir auðvitað ekki að horfa til Seðlabankans eins til að taka á vandanum. Ákvarðanir fyr- irtækja á fjármálamarkaði skipta t.d. talsverðu máli um það hvernig til tekst, eins og dæmin sanna. Þá er full ástæða til að ætlast til að ríkisstjórnin beiti ríkisfjármál- unum við hagstjórnina. Boðuð lækk- un skatta mun stuðla að meiri kaup- mætti almennings, en á móti verður að spara í ríkisútgjöldunum. Eins og Seðlabankinn benti á í Peninga- málum sínum, sem komu út í byrjun mánaðarins, verður að lækka rík- isútgjöld til að draga úr innlendri eftirspurn, því að annars lendir meginþungi aðhaldsaðgerða á pen- ingastefnunni, þ.e. vöxtunum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, hvorki fyrir almenning né fyrirtæki. FÆRRI HINDRANIR Á NORRÆNA VINNUMARKAÐNUM Það vekur eflaust furðu margra aðhálfri öld eftir að ákveðið var að gera Norðurlöndin að sameiginlegum vinnumarkaði, þurfi að setja fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerkur í það verkefni að ryðja úr vegi hindr- unum, sem torvelda norrænum borg- urum að starfa eða stunda nám í öðru norrænu ríki. Þetta er þó verkefnið, sem Poul Schlüter hefur fengizt við að undanförnu. Í viðtali við Morgun- blaðið á fimmtudag segir hann að reyndar séu grundvallaratriðin á norræna vinnumarkaðnum í lagi, en margar minni háttar hindranir valdi fólki miklum óþægindum og gremju. Schlüter nefnir ýmis dæmi. Í Svíþjóð þarf kennitölu til að mega skrifa und- ir húsaleigusamning, en fólk fær ekki kennitölu nema vera komið með hús- næði. Skattareglur eru mismunandi milli landanna og koma upp ýmis álitamál þegar fólk býr í einu landinu og starfar í öðru, eins og hefur færzt mjög í vöxt, ekki sízt eftir að Eyrar- sundsbrúin tengdi saman Suður-Sví- þjóð og Sjáland. Schlüter nefnir einn- ig dæmi um finnsku konuna, sem býr í Svíþjóð og giftist þarlendum manni, starfar hins vegar í Noregi og enginn vissi hver ætti að greiða henni fæð- ingarorlof þegar hún varð barnshaf- andi. Þá hafa komið upp margvísleg vandamál varðandi gagnkvæma við- urkenningu á iðnréttindum og æðri menntun. Þótt norrænu ríkin fimm eigi öll að- ild að Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem á að heita sameiginlegur vinnumarkaður, eru tengslin á milli Norðurlandanna þó enn nánari – og eiga að vera það, vegna sameiginlegr- ar sögu, menningar og málsamfélags. Eins og Poul Schlüter víkur að í við- talinu, var norræni vinnumarkaður- inn og vegabréfasambandið í raun heimsviðburður á sínum tíma, á sjötta áratug síðustu aldar var slíkt enn langt undan í löndum Evrópu- bandalagsins. Það ber að varðveita og efla þann árangur sem hefur náðst í samstarfi Norðurlandanna og er að flestu leyti einstakur. Það skiptir máli fyrir hið pólitíska samband ríkjanna, en er jafnframt efnahagslega mikilvægt, ekki sízt fyrir Ísland. Norræni vinnu- markaðurinn hefur að sumu leyti þjónað hlutverki sveiflujöfnunar í ís- lenzka hagkerfinu; bæði í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og upphafi þess tíunda leituðu margir Íslending- ar eftir vinnu í Skandinavíu þegar at- vinnuástand versnaði hér á landi. Ekki ber að gera lítið úr mikilvægi slíks í litlu og sveiflukenndu hagkerfi eins og því íslenzka. Svo er aldrei að vita nema viðleitni til að draga úr skriffinnskunni, þegar fólk flytur frá einu norrænu ríki til annars, verði til þess að hinir „dug- legu embættismenn“ í norrænu ríkj- unum, sem Poul Schlüter nefnir í við- talinu, átti sig á því að það megi líka minnka skriffinnskuna þegar þeir eiga í hlut sem búa í viðkomandi landi og eru ekki að fara neitt. Það væri ánægjuleg aukageta. R onalds Reagans, 40. forseta Bandaríkj- anna, var minnst í gær sem „mikils manns“ og „forseta, sem blásið hefði þjóð sinni í brjóst nýjum eldmóði og breytt heims- myndinni“. Var útför hans gerð frá aðaldómkirkjunni í Wash- ington að viðstöddu miklu fjöl- menni en þaðan var kistan flutt til Kaliforníu þar sem Reagan var lagður til hinstu hvílu. Kista Reagans var flutt á sér- stökum líkvagi til kirkjunnar og gekk Nancy, eftirlifandi eig- inkona Reagans, á eftir henni inn kirkjuna. Þar tók George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á móti henni og leiddi til sætis. Í ræðu, sem Bush forseti flutti við athöfnina, sagði hann, að Reagan hefði trúað því, að allt ætti sinn tilgang og þess vegna bæri okkur skylda til að reyna að gera guðs vilja. „Hann trúði því, að góðir menn reyndu að láta gott af sér leiða. Hann trúði því, að mennirnir væru góðir í hjarta sínu og hefðu rétt til að vera frjálsir. Hann trúði því, að tvískinnungur og for- dómar væru það versta í fari nokkurs manns,“ sagði Bush en áður hafði faðir hans, George Bush, fyrrverandi forseti, minnst Reagans mjög hlýlega, auðmýkt- ar hans og góðmennsku. Saknar gamals vinar Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands og náinn vinur Reagans, var við útförina en sökum vanheilsu var kveðja hennar flutt af myndbandi. Sagði hún meðal annars: „Við kveðjum nú mikinn for- seta, mikinn Bandaríkjamann og sjálf sé ég á bak miklum vini. Reagan var svo glaðsinna maður, að í návist hans var stundum auð- velt að gleyma því mikla verkefni, sem hann hafði tekist á hendur.“ Snemma í athöfninni las Sandra Day hæstaréttardómari upp úr sálmi, sem Reagan mat mikils en í honum er talað um „borgina í hæðunum“. Í forsetatíð sinni sagði Reagan oft, að „við ættum að vera eins og borgin í hæðunum“ og átti þá við Banda- ríkin. Gífurleg gæsla Þjóðarsorg var í Bandaríkj- unum í gær í virðingarskyni við Reagan og voru opinberar stofn- anir lokaðar og einnig fjár- málamarkaðir. Gífurleg örygg- isgæsla var í Washington og miklar umferðartakmarkanir. Við athöfnina voru viðstaddir fjórir fyrrverandi Bandaríkja- forsetar, þeir George Bush, Bill Clinton, Jimmy Carter og Gerald Ford en af fulltrúum erlendra ríkja má meðal annars nefna Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Mörkuðu samskipti þeirra Reagans og samningar þáttaskil í sögu vorra tíma. Meðal þjóðarleiðtoga við útför- ina voru Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, og Hamid Karzai, forseti Afganistans. Athafnir í tengslum við útförina hófust síðastliðinn mánudag í Kaliforníu þar sem Reagan bjó lengst af ævinnar og þar var hann lagður til hinstu hvílu, í eikarlundi við bókasafnið, sem ber nafn hans. Minnst sem m breytti heims Útför Ronalds Reagans, 40. forseta Bandaríkjanna, fór fram í gær í Wash- ington að viðstöddu miklu fjölmenni Washington. AP, AFP. Nancy Reagan kyssir kistu e ington. Þaðan var kistan flut Til vinstri fyrir miðri mynd e sætisráðherra Bretlands, ko
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.