Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ K abúl. Nafnið eitt hljómar framandi. Ég var svo heppin að fá tækifæri að ferðast alla leið til Afganistans um síðustu mán- aðamót. Tilefnið var að Ísland var að taka við stjórn alþjóðaflugvall- arins í Kabúl. Einhvern veginn er Afganistan ekki áfangastaður sem ég hafði ímyndað mér að ég ætti eftir að sækja heim. Ekki heldur Úsbekistan, þar sem var áð á langri flugferð. Þetta var stutt stopp, aðeins sjö tímar og dagskráin þétt. Svo ótrúlega framandi hlutir urðu á vegi okkar í þessu fjarlæga landi, að ég held að það eigi örugglega eftir að taka langan tíma að vinna úr þessari reynslu. Lent var í Kabúl snemma að morgni, en þangað var flogið frá Termez, við úsbesku landamærin, með herflutningavél frá þýska flughernum. Yfir Hindu Kush fjöllin var að fara, en þar hafa talibanar og liðsmenn Al-Quaeda falið sig fyrir breskum og bandarískum hermönnum sem leita þeirra. Hvaða flugvél sem er getur ekki flogið yfir þessi fjöll, sem ná upp í rúmlega 7.000 m.y.s. Ekki er hægt að fljúga yfir þau á nóttunni því eingöngu er hægt að fljúga sjónflug þar yfir. Þýska herflugvélin var einnig með eldflaugavara og skaut út sólum, eins og Íslendingar skjóta upp um áramótin, sem höfðu það hlut- verk að draga til sín eldflaugar ef einhverjar væru. Sem betur fer varð ekkert slíkt á vegi okkar. Einnig af öryggisástæðum reyna flugmenn sem lenda á Kabúl-flugvelli að forðast lágt að- flug. Vélin lækkaði aðeins flugið en skyndilega var eins og hún þyti niður á við, maginn var í lausu lofti eins og í rússíbana. Eftir lendingu á Kabúl- flugvelli opnaðist hlemmur aftan í vélinni og smám saman blasti Afganistan við. Herstöðin sam- anstendur af nokkrum gömlum byggingum og búa hermennirnir í gámum. Íslendingarnir sem starfa á flugvellinum tóku á móti hópnum, greinilega kátir að fá fólk að heiman í heimsókn, hvað þá þegar ráðherra er með í för. Það var vissulega svolítið skrýtið að sjá hermannabúninga með íslenskum fána, en ég er þeirrar skoðunar að ætli Ísland að taka þátt í aðgerðum á borð við aðgerð Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan verðum við að sjálfsögðu að fara eftir þeim kröf- um sem til okkar eru gerðar. Við þurfum að ganga inn í það skipu- lag sem fyrir er og laga okkur að umhverfinu, ekki ætlast til þess að allir hinir aðlagist okkur. Í skoðunarferð um flugvöllinn er farið upp í flugturninn. „Í hvaða átt er Kabúl?“ spyr ég flugvallarstjórann, Hallgrím N. Snorrason. „Hún er þarna,“ segir hann og bendir beint af augum. Borg byggð úr leir sést ekki í fjarska, en megnið af húsunum, einnig steinsteyptu blokkirnar sem Sovétmenn byggðu á sínum tíma, er samlitt umhverfinu. Svo er haldið inn til Kabúl en þar átti Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra stefnumót við forsetann og aðra valdamikla menn. Bílalestin mjakast út af höf- uðstöðvunum. Hermenn aka og ráðleggja okkur að spenna beltin. „Við förum geyst þegar við erum komin inn í borgina,“ segir annar þeirra til skýringar. Að ferðast til Afganistan er eins og að fara fimm hundruð ár aftur í tímann. Fyrir utan bílrúð- una blasir við líf afganska almúg- ans. Þótt ég hafi ferðast víða, m.a. á stríðshrjáðum svæðum á Balkanskaganum og annars stað- ar þar sem fátækt er útbreidd, hef ég aldrei séð annað eins. Heilu raðirnar af leirhúsum sem hefur verið hnoðað saman blasa við. Á stöku stað hefur leir- inn brotnað og sést þar í trjáboli sem hafa verið notaðir sem burð- arbitar. Á milli húsanna eru örmjóar götur, einnig úr leir og renna litlir lækir eftir þeim miðjum. Ætli það sé ekki klóak- ið? Hermennirnir banna okkur að skrúfa niður rúðuna til að taka myndir. „Talibanar hafa gefið börnum handsprengjur og tára- gas, sem hætt er við að þau hendi inn um gluggann,“ útskýrir her- maðurinn og hverfur löngunin til að taka mynd þá skyndilega. „Er þetta lík?“ spyr ég hvumsa. Fyrir utan röltir maður niður götuna með kerru, sem á liggur hreyfingarlaus maður. Ætli hann hafi ekki verið á leið með gamla manninn til greftr- unar. Hermennirnir reyna að milda menningarsjokkið. „Hann er kannski bara að hvíla sig,“ segja þeir hughreystandi. Flestar konurnar sem við sjáum á ferð okkar um borgina ganga í búrkum, eins konar tjaldi sem talibanar skipuðu konum að ganga í. Sumar hafa ekki hætt að hylja sig þó að talibanar hafi ver- ið hraktir frá völdum, en þeim sem hafa kastað búrkunni og tek- ið fram slæðu í staðinn fer fjölg- andi. Það er talsvert rok í Kabúl þennan dag og strekkingsvind- urinn feykir búrkunum til hliðar þannig að nokkuð glittir í líkama kvennanna undir tjaldinu. „Ætli þetta sé Leila eða Shakila?“ velti ég fyrir mér, nýbúin að lesa Bók- salann frá Kabúl. Ég hafði ímyndað mér að búrk- ur væru úr þykkri bómull, en þær sem við sjáum virðast sumar hverjar gerðar úr glansandi þunnu efni. „Það er vonandi bærilegra að anda í gegnum þetta en þykku bómullina,“ hugsa ég með mér og velti fyrir mér hlutskipti þessara kvenna. Fjórar búrkur halda á barni íklæddu föt- um í felulitum að hermannasið. „Vonandi verður framtíð Afgan- istans friðsælli en fortíðin,“ hugsa ég með mér þar sem við keyrum aftur inn á herstöðina áð- ur en lagt er í hann aftur heim á leið til Íslands. Íslands þar sem hægt er að skrúfa niður rúðuna, þar sem fólk býr í vel byggðum húsum og þar sem konur þurfa ekki að hylja sig. Framandi Kabúl Að ferðast til Afganistans er eins og að fara fimm hundruð ár aftur í tímann. Fyrir utan bílrúðuna blasir við líf afg- anska almúgans. Þótt ég hafi ferðast víða […] hef ég aldrei séð annað eins. VIÐHORF Eftir Nínu Björk Jónsdóttur nina@mbl.is HR. FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson. Svo vísað sé til frægra ummæla af Alþingi sem féllu fyrir nokkrum vikum frá samherja þínum í pólitík, spyr ég nú hvort þú sért sú ‘gunga og drusla’ að þora ekki að mæta mér í umræðu- þætti og ræða synjun forseta að skrifa undir svokölluð ‘fjölmiðla- lög’. Þetta mál hlýtur að vera það stærsta í yf- irstandandi kosninga- baráttu, því í kjölfar ákvörðunar þinnar að skrifa ekki undir ‘fjöl- miðlalögin’ hafa risið upp háværar raddir um breytingar á stjórnarskrá varð- andi málskotsréttinn og jafnvel rætt að leggja beri forsetaembættið niður. Hér er alvarlega vegið að embættinu í kjölfar þess dóm- greindarleysis sem þú hefur sýnt í embætti. Þú getur ekki sem forseti Íslands skorast undan því að ræða þetta mál við frambjóðendur sem eru í kjöri til embættisins með stuðningi þúsunda Íslendinga. Þá talar þú um að fjölmiðlar séu ‘fjórða valdið’, en hundsar svo al- gerlega eðlilega áskorun um að mæta þar á jafnréttisgrundvelli. Í gær reyndi ég ítrekað að ná tali af þér til að fá svar við erindi mínu um að mæta þér í Kastljósi Sjón- varpsins. Aðeins eru nokkrir dagar þar til Kastljós þátturinn fer í sum- arfrí og aðeins tvær vikur til kosn- inga þannig að áríðandi er að fá svar þitt umsvifalaust. Ég hélt ekki að forseti Íslands gæti hagað sér eins og illa uppalinn krakki en því varð ég vitni að í gær. Á skrifstofu þinni var mér bent á að snúa mér til Gunnars Jónssonar, lögmanns Norðurljósa, vegna erind- is míns við forseta Íslands, en ég fæ ekki séð hvað sá maður hefur að gera með þetta mál. Hvers vegna bendir skrifstofa þín á þennan mann í stað þess að senda mér svar þitt? Þá var mér sagt að þú værir í Bláa lóninu og sagði þá fólkinu á skrifstofu þinni að þangað myndi ég þá fara til að fá Já eða Nei svar við spurningu minni. Á Keflavík- urveginum mættumst við. Þegar við snerum við til að reyna að ná tali af þér hóf bifreið þín sprett- hlaup á 150 km hraða og glanna- akstur í gegnum Hafnarfjörð og Reykjavík að skrifstofu þinni í Sól- eyjargötu. Þar stakkst þú þér í loft- köstum út úr bifreiðinni inn á skrif- stofu og skelltir í lás. Hvað er eiginlega í gangi? Við hvað ertu hræddur? Ég ítreka spurningar mínar: 1. Hvers vegna beitir hálærður stjórnmálafræðingur synj- unarvaldi forseta í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins án þess að und- irbúa jarðveginn fyrir slíkt í samvinnu við Alþingi og rík- isstjórn? 2. Hvers vegna hefur engin und- irbúningsvinna verið unnin af embætti þínu þau átta ár sem þú hefur setið á Bessastöðum? Hefði ekki verið eðlilegt fyrir forsetaembættið að beita sér fyr- ir lagasetningu eða reglugerð um synjunarvald forseta þannig að Alþingi, ríkisstjórn og þjóðinni væri ljóst við hvaða tækifæri og með hvaða hætti forseti ætlaði sér að nota málskotsréttinn? Er rétt að beita þessu ákvæði eins og stríðsyfirlýsingu við stjórn- völd? 3. Hvers vegna er synjunarvaldi forseta beitt í fyrsta sinn í máli þar sem forsetinn hefur svo mikil persónuleg tengsl við aðila er tengjast málinu með beinum hætti eins og raun ber vitni nú. Ertu að ganga erinda kosn- ingastjóra þíns eða fyrirtækisins Norðurljósa? Við þurfum að fá svar strax hvort forseti Íslands þorir að mæta mér í sjónvarpsviðtali til að ræða þetta mál. Aðeins eru rúmar tvær vikur til kosninga og Kastljós Sjónvarps- ins er að fara í sumarfrí í vikulokin. Enginn tími er fyrir slíka út- úrsnúninga eins og ég fékk á for- setaskrifstofunni símleiðis í gær- morgun þegar mér var t.d. bent á að ræða erindi við forseta Íslands við lögmann Norðurljósa. Er vinsamlegast hægt að fá svar við þessari spurningu: Ætlar forsetinn að mæta í þetta viðtal? Virðingarfyllst. Opið bréf til forseta Íslands Ástþór Magnússon skrifar forseta Íslands ’ Hér er alvarlega vegiðað embættinu í kjölfar þess dómgreindarleysis sem þú hefur sýnt í embætti.‘ Ástþór Magnússon Höfundur er forsetaframbjóðandi. „VÖNUN skal því aðeins leyfa ... að [einstaklingur] geti ekki með eigin vinnu alið önn fyrir sjálfum sér og afkvæmi sínu.“ Svona ákvað Alþingi að bregðast við fátæktinni á Íslandi er það samþykkti síðla árs 1937 frumvarp er tók gildi í janúar 1938, sem lög númer 16. Hér voru fátækir settir í hóp með öðrum „óæskileg- um“ einstaklingum sem íslenska ríkinu var heimilt að gelda til þess að koma í veg fyrir að þeir fjölguðu sér, nokkuð sem kennt hefur verið við nei- kvæðar mann- kynbætur. Grunn- forsenda þessara laga var að fátækt, líkt og „hneigð til glæpa“, væri arfgeng og því væri samfélagið ófært um að breyta þessu fólki; ábyrgðin er alfarið hjá einstaklingnum (hér sjáum við í hnotskurn samhengið sem er á milli einstaklingshyggj- unnar í stjórnmálum og erfðafræði). Dökkur skuggi féll á hugmynda- fræði mannkynbótasinna í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, en logi hennar slokknaði ekki alveg því á undanförnum tveimur áratugum hefur lifnað í glæðunum. Í því ljósi er athyglisvert að líta á viðhorf samtímafræðimanna til fátæktar og fleiri þátta mannlegs lífs. Deilan um framlag erfða og at- lætis til þátta í mannlegu fari hefur staðið með hléum frá því um miðja 19. öld. Í lok síðustu aldar ágerðist erfðahyggjan mjög með tilkomu raðgreiningarinnar á erfðamengi mannsins. Voru ýmsir vísindamenn mjög yfirlýsingaglaðir, til að mynda benti ritstjóri Science á í leiðara að með raðgreiningu erfðamengis mannsins yrði þess ekki langt að bíða að fátækt og heimilisleysi yrði útrýmt, þ.e. þegar orsakagenin fyndust. Allan síðasta áratug má segja að talsmenn erfðahyggjunnar hafi verið á yfirlýsingafylliríi enda fengu þeir, ólíkt gangrýnendum þeirra, mikið pláss í fjölmiðlum. Til að mynda var því haldið fram í grein í tímaritinu Life árið 1998 að persónuleiki okkar, skapferli og þær ákvarðanir sem við tökum í líf- inu stjórnist af genum. Einn þeirra þátta sem talinn er stjórnast af genum eru gáfur. Í hinni umdeildu bók Bell Curve, sem út kom á síðasta áratug, var þessu einmitt hald- ið fram. Höfundar bókarinnar fundu það út að svertingjar væru ekki eins gáfaðir og þeir hvítu og að þessu yrði ekki breytt með einhverjum félaglegum aðgerðum því hinir svörtu væru ofurseldir genunum. Undanfarin ár hafa vísindamenn í auknum mæli beint sjónum sínum að áhrifum fátæktar á þroska barna og benda nýlegar rannsóknir til þess að gáfur barna sem alast upp við fátækt líði fyrir þær aðstæður. Í einni rannsókn kom fram að arfgengi gáfna hjá mið- og efristétta börnum sé um 70% meðan samsvarandi gildi hjá börnum sem alast upp við fátækt er 10%. Niðurstaðan er því sú að um- hverfisaðstæður, í þessu tilfelli fá- tækt, geta nánast algjörlega yf- irgnæft áhrif genanna. Þessar niðurstöður komust ekki í banda- ríska fjölmiðla og sé ég fyrir mér nokkrar skýringar á því. Leiða má líkum að því að niðurstöður sem draga úr áhrifamætti genanna eigi einfaldlega ekki upp á pallborðið eftir áralangt áróðursstríð vísinda- manna sem hafa fjármagn lyfjafyr- irtækjanna á bak við sig, sem aftur leiðir okkur að því að slíkar fréttir gætu haft áhrif á gengi líftækni- og lyfjafyrirtækja á fjármálamörk- uðum. Einnig má telja líklegt að slíkar niðurstöður falli ekki inn í það pólitíska andrúmsloft sem ríkir í Bandaríkjunum, þ.e. einstaklings- hyggju, enda má nota þessa rann- sókn til þess að mæla með aðgerð- um hins opinbera til þess að bæta hag þeirra fátæku, sem hlutafalls- lega eru flestir svartir. Við lifum á tímum þar sem hug- tök eins og „erfðir“ og „arfgengi“ gegna lykilhlutverki í rannsóknum þeirra sem fást við mannlegt atferli. Þessari áherslu beina síðan um- ræddir vísindamenn til fjöldans með auðveldum aðgangi sínum af fjölmiðlum, sem aftur mótar hug- myndir fjárfesta og stjórnmála- mannanna sem veita fjármagni til rannsókna. Þetta er ekki heil- lvænleg þróun því eins og rann- sóknin um tengsl fátæktar og gáfna sýnir er ekki líklegt að hægrisinnuð stjórn myndi bregðast vel við nið- urstöðum sem sýndu fram á áhrifa- mátt umhverfisins. Niðurstöður rannsókna á erfðum mannlegs at- ferlis eru því í eðli sínu pólitískar (Í Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag (2002) sýni ég fram sam- svarandi tengsl í rannsóknum á mannlegum sjúkdómum). Í ljósi þessa langar mig að spyrja rík- isstjórnin hvort hún geti hugsað sér, nú á tímum væntanlegra skatt- lækkana, að bæta hag barnanna, sem tilheyra hópi þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem lifa undir fátækramörkum, svo gáfur þeirra líði ekki fyrir efnahag foreldranna? Ef þig gerið það megnið þið að hindra „félagslega vönun“ þessara barna. Um fátækt, erfðir og stjórnmál Steindór J. Erlingsson skrifar um fátækt og fleiri þætti mannlegs lífs ’Niðurstöður rann-sókna á erfðum mann- legs atferlis eru því í eðli sínu pólitískar.‘ Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.