Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 56
Fréttasíminn 904 1100 Við munum flest að Elling var ótrú- lega hændur að mömmu sinni. Nú fáum við að sjá þegar hún reynir að búa hann undir lífið, og fer með hann í skemmtiferð til Spánar. Elling hinn norski vinur okkar allra er mættur aftur í myndinni Mors Elling eða Elling mömmu sinnar. Myndin byggist á tveimur bókum Ingvars Ambjørnsen, sem hann skrifaði á undan Elling, svo í raun er myndin undanfari mynd- arinnar Elling sem við sáum fyrir nokkrum misserum. Nú gefst áhorfendum tækifæri til að sjá hvers vegna Elling er einsog hann er. Síðasta myndin í kvik- myndaþríleiknum, sem tökur eru að hefjast á, fjallar um afdrif Ell- ing er móðir hans er látin og hann er fluttur að heiman. Aðalleikarinn Per Christian Ellefsen fer einnig með hlutverk Ellings í þeirri mynd. Elling sló ekki bara í gegn á Ís- landi og í Noregi heldur víða um heim, svo Sigurjón Sighvatsson, okkar maður í Hollywood, hefur keypt endurgerðarréttinn á Elling sem er nú í framleiðslu í Banda- ríkjunum. Mömmustrákur FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes Su 13/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 13/6 kl 20 - UPPSELT SÍÐASTA SÝNING Í VOR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í dag kl 15 - UPPSELT Í kvöld kl 20- UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is GRÍMAN - ÍSLENSKU LEIKLISTARVERÐLAUNIN Mi 16/6 kl 20 - kr. 1.500 Dansleikur innifalinn Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 - FÁ SÆTI Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI í sumarsveiflu í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, s. 568 0878 Hljómsveit Geirmundar V. ÞESSI mynd byggist á viðtali sem áhugamaður um teiknimynda- bækur tók við sjálfan Hergé árið 1971. Í viðtalinu er pabbi Tinna ansi opinskár um líf sitt og breysk- leika, og sýnt er fram á hvernig lífshlaup hans, sálarástand og ástand heimsins endurspeglast í bókunum um Tinna og félaga. Myndin er mjög áhugaverð og þá ekki síst fyrir hina fjölmörgu aðdá- endur Tinna og teiknimyndabóka yfir höfuð. Það er alltaf flóknara að gera heimildamynd um einhvern sem er dáinn en Östergaard hefur tekist að vinna myndina svo vel að Hergé birtist manni ljóslifandi. Viðtalið góða er spilað af bandi, og upp úr svart/hvítum ljósmyndum af Hergé, hafa verið unnar grafískar hreyfimyndir af honum. Þetta er einstaklega snjallt og vel heppnað. Annað myndefni er ljósmyndir, sjónvarpsefni frá seinustu ævidög- um Hergés auk spjalls við eftirlif- andi eiginkonu hans, manninn sem tók viðtalið og aðra sérfræðinga um bókmenntagreinina. Aðeins meiri broddur hefði mátt vera í myndinni, þótt vissulega komi fram ýmsar áhugaverðar upplýsingar. T.a.m. birtist Tinni fyrst á síðum öfga hægrisinnaðs blaðs, og Hergé var fjórum sinnum handtekinn í seinni heimsstyrjöld- inni fyrir að styðja Hitler þar sem hann vann við slík dagblöð. Þetta hafði maður ekki hugmynd um. … Þetta er ein af þessum ofur per- sónulegum heimildamyndum sem fólk hefur farið að gera hin sein- ustu ár. Hér bregður Holmquist upp mynd af föður sínum sem var heilbrigðisfulltrúi til 40 ára í Suð- ur-Svíþjóð. En sem strákur fór hann með föður sínum í vitjanir til utangarðsfólks sem bjó við hrika- legar aðstæður, og reyndi að hjálpa því. Við það tækifæri tók hann bæði ljósmyndir og 8 mm myndir, svo hér er um að ræða ein- stakt og stórmerkilegt myndefni sem gaman er að. Hins vegar fannst mér ekki al- veg nógu vel með efnið unnið. Ég skildi ekki hvað höfundurinn er að reyna að segja, og fannst ósmekk- legt að sýna myndir af föður hans á dánarbeðinum að biðja um hjálp. Það átti eflaust að stangast á við það að líf hans snerist um að hjálpa fólki, en þetta virkar ekki nógu vel. Áður en faðir hans dó hafði hann hengt upp mynd af ein- um af þessum sérvitringum. Í myndinni er oft ýjað að vináttu hans við utangarðsfólkið, en því miður fann ég ekki fyrir henni. Breyskir menn HEIMILDARMYNDIR Reykjavík Shorts & Docs Regnboginn Stjórnandi: Anders Östergaard. 74 mín. Danmörk 2004. TINTIN ET MOI / TINNI OG ÉG  Stjórnandi: PeÅ Holmquist. 14 mín. Sví- þjóð 2003. MIN FAR – INSPEKTÖREN / FAÐIR MINN – HEILBRIGÐISFULLTRÚINN Hildur Loftsdóttir „HVERS vegna viltu ganga í Öskurkórinn?“ „Vegna þess að ég vil gera eitthvað sem skiptir máli.“ Þessi orðaskipti fara fram í inn- tökuprófi þar sem fimm fulltrúar Öskurkórsins yfirheyra vongóðan umsækjanda, ungan mann sem er líklega atvinnulaus og eignalítill, gott ef ekki á götunni. Fyrir fimm- tán árum hefði hann líklega fengið inngöngu strax, en nú þarf stjórn- andi kórsins að vera vandlátari. Með þrotlausri vinnu og óbilandi sannfæringu hefur Öskurkórinn nefnilega áunnið sér virðingarsess í hinum alþjóðlega listheimi, þótt sú virðing sé vissulega blandin tor- tryggni og furðu. Heimildarmyndin Öskrandi menn varpar lifandi, áhugaverðu og næmu ljósi á sérstætt viðfangsefni sitt, finnska Öskurkórinn sem er ef- laust sá eini sinnar tegundar í heim- inum. Kórinn er hugarfóstur stjórn- andans Petri Sirviö, ungs Finna sem sneri baki við hagfræðimennt- un sinni og hóf að feta ótroðnar slóðir listrænnar sköpunar. Hug- myndin með kórnum var að skapa einstaklingnum rödd, og búa til tón- list úr hreinni þörf mannsins til að láta í sér heyra, þ.e. öskrinu. Kór- inn samanstendur af karlmönnum sem flestir hafa lent upp á kant í samfélaginu, eru almennt álitnir iðju- eða auðnuleysingjar sem ekk- ert hafi fram að færa í hörðum veruleika nútímasamfélaga. En það er einmitt í röddum þessara manna sem Sirviö finnur uppsprettu mik- ilsverðrar tjáningar, og í krafti þeirrar sannfæringar hefur listhóp- urinn agað og fágað starf sitt. Í myndinni er fylgst með þessum hópi léttra og samstillra manna, sem hafa í gegnum kórastarfið náð að öskra úr sér alla reiði og biturð, þannig að eftir situr ábúðarfullt samsafn listamanna, sem virðast hafa gert líf sitt að nokkurs konar gjörningi um það að bjóða hvers kyns hefðum, hegðunarreglum, valdboði og reglugerðum byrginn, með því að opna munninn og öskra í kór. Öskrað á kerfið KVIKMYNDIR Regnboginn - Reykjavík shorts & docs Stjórnandi: Mika Ronhainen. Heimild- armynd. 76 mín. Finnland, 2003. Öskrandi menn / Huutajat  Heiða Jóhannsdóttir Scotty og vinir hans leggja af stað í ferð um Evrópu til að hitta ýkt sæta pennavinkonu í Þýskalandi, leikna af þýsku popp- prinsessunni Jessicu Böhrs. Eitthvað verður það nú skrautlegt! Eurotrip er unglingagrínmynd sem bandarískur ungdómur hefur tekið nokkuð vel. Flestum finnst hún mjög fyndin og sumir segja hana þá bestu síðan American Pie 2, og lyfti grínunglingamyndagreininni á hærra plan eftir langa lægð. Þeir hafa líka mikið pælt í klisj- unni sem fram kemur að Evr- ópubúar þoli ekki Ameríkana. Það er nú svolítil einföldun en ef allir Am- eríkanar hegðuðu sér einsog persón- urnarí myndinni gera, væri kannski ástæða til þess! Nú er bara spurning hvað íslenskum ungdómi finnst. En allavegana, hver kyssir hvern, sefur hjá hverjum, tekur hvaða dóp eða hvort Scotty endar sem páfinn í Róm verður ekki nánar útlistað hér, einungis tekið fram að engir Evr- ópubúar voru særðir við gerð þess- arar myndar. Evrópski fáninn – bandaríski bjáninn Berir ferðalangar – hljóta að vera ættaðir frá Hollywood. FRUMSÝNINGAR flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.