Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 26
FERÐALÖG 26 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Leiðalykill um Ísland Fyrir þá sem vilja taka því rólega á ferðum sínum um landið og hlífa um- hverfinu við útblæstri getur verið góð hugmynd að skilja bílinn eftir heima og ferðast með áætlunarbílum og ferjum þess í stað. Reglulegar ferðir eru farn- ar um allt land en upplýsingar um leið- ir má finna í handhægum Leiðalykli á bæklingsformi sem Hugarflug ehf. gef- ur út. Í bæklingnum má einnig finna lista yfir upplýsingamiðstöðvar vítt og breitt um landið. Leiðalykil má nálgast frítt, t.d. í Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri. Róleg ævintýraferð um Inkaslóðir í júlí Ferðafélagið Garðabakki undirbýr nú 3 vikna ferð til Suður-Ameríku með áherslu á menningarheim hinna forn- frægu Inka. Flogið verður í gegnum Bandaríkin og ferðast um Inkalöndin á rútu, járn- braut og bát- um, aðallega hátt til fjalla. Meðal áfanga- staða verða Lima, Cuzco og La Paz og skoðaðar verða þekktar söguminjar á borð við borg- arvirkið forna Machu Picchu auk mannlífs og náttúru við Titicaca-vatn. Búið verður í 3 til 4 nætur á hverjum stað og gist á góðum hótelum til að tryggja hreinlæti. Veður í júlí er á þessum slóðum hentugt til ferðalaga, úrkoma í lágmarki og hitinn í kringum 20 gráð- ur. Sumarhátíð Vík 2004 Mýrdælingar fagna komu sumars og taka á móti gestum um helgina. Ým- islegt verður um að vera, Kötluganga, Dyrhólaeyjarferðir með hjólabát, fjór- hjólaleiga, grillaðstaða og leikir fyrir börn við tjaldsvæðið í Vík. Í kvöld leikur Sniglabandið í Leikskálum. Á morgun verður gönguferð um Hjörleifshöfða, æskulýðsmessa og félagar úr hesta- mannafélaginu Sindra leyfa börnum að fara á hesttbak Opið hús verður hjá ýmsum fyr- irtækjum í bænum, mynlistarsýning og ljósmyndasýning í Víkurskála, þar verður einnig spilað golf. Þá verður reynt að prjóna heimsins lengsta trefil í Víkurprjóni um helgina. Auk þess verður boðið upp á ýmis tilboð í bæn- um Borgfirðingahátíð um helgina Borgfirðingahátíð hófst á fimmtu- dagskvöldið en um helgina verður fjöl- breytt dagskrá um allan Borgarfjörð. Dagskráin í dag hefst með morg- ungöngu á Hafnarfjall og hægt verður að grilla í Skallagrímsgarði í hádeginu. Markaðstorg hefst í Borgarnesi á gamla KB-planinu og verður margt til skemmtunar, svo sem söngur, sveita- fitness, samkvæmisdanssýning og Snorri á Fossum stórtenór úr Andakíl, tískusýning og fleira. Hægt verður að prófa sportköfun og sveitaböll eru á Búðarkletti og í Hreðavatnsskála. Frítt verður í allar sundlaugar í héraðinu. Öllum landsmönnum er svo t.d. á morgun boðið í morgunmat í Skalla- grímsgarði og í messu. Virkisborgin: Machu Picchu. www.bsi.is www.simnet.is/gardabakki ParísardamanKirstín Jóns-dóttir hefur að eigin sögn fest rætur í frönsku borginni þó að hún skreppi auðvitað heim til gamla föð- urlandsins Íslands öðru hvoru. Hún er gift frönskum manni og á með honum tvö börn og ekki stendur til að flytja í norðrið í nánustu framtíð. Kristín hefur verið leiðsögumaður í París undanfarin fimm ár á vegum ferðaskrifstof- unnar Terra Nova og farið um borgina með fjöldann allan af Íslendingum. En nú ætlar hún að gera þetta á eigin vegum og bjóða upp á tvo fasta göngutúra í viku hverri um dásemdarborgina París í sumar, nánar tiltekið í júní, júlí og ágúst. „Þessar ferðir eru opnar öllum Ís- lendingum sem eiga leið um borg- ina. Á fimmtudögum verð ég með svo- kallaðar Mýrarferðir sem ég kenni við Le Marais. Þá legg ég upp frá Bastillutorgi, og þeir sem ætla með þurfa að mæta klukkan tíu fyrir há- degi á tröppunum á nýja óperuhús- inu sem trónir yfir torginu. Metró- stöðin þar heitir BASTILLE og þangað er hægt að komast með línu 1, 5 og 8. Síðan göngum við í gegn- um matarmarkaðinn á Boulevard Richard Lenoir, en þetta er einn flottasti markaður í borginni og þangað er mjög gaman að koma. Þarna eru rosalega flott fiskborð og einn- ig hangir þar í röðum mikið úrval af villtum fuglum frá veiðimönn- um. Þaðan höldum við svo yfir í elsta og best varðveitta hverfi Par- ísar, Mýrina, þar sem úir og grúir af smá- höllum frá sautjándu öld, lágreistum hús- um og þröngum göt- um. Helstu viðkomu- staðir þar verða Place des Vosges eða bleika höllin, Rue des Rosiers eða gyð- ingagatan, Rue Vieille du Temple, Pompidou-nýlistasafnið og fleira. Ferðin endar svo við Notre Dame- dómkirkjuna.“ Sveitaþorpsstemning Föstudagsferðirnar kallar Kristín Montmartre-listamannahæðin og hvíta kirkjan Sacré Cæur. „Þá er líka mæting klukkan tíu fyrir há- degi, og staðsetningin er við eina út- ganginn á metróstöðinni ANVERS, en þangað gengur lína 2. Við göng- um síðan upp á hæðina, gefum okk- ur góðan tíma til að skoða vel kirkj- una og listamannahverfið en höldum síðan í litlu göturnar umhverfis, á slóðir Amelíu úr samnefndri vinsælli kvikmynd (Amelie). Þarna eimir enn eftir af sveitaþorpsstemningu, finna má gamla bóndabæi, myllu og ekki má gleyma kabarettum og vinnu- stofum listamanna. Lokahnykkur föstudagsferðanna er svo við Rauðu mylluna.“ Sjá borgina í nýju ljósi Kristín segir ekkert mál fyrir fólk að semja við sig um að fara í göng- urnar á öðrum dögum, sé þess ósk- að, eina skilyrðið sem þarf að upp- fylla er að ekki séu færri en fjórir í hópnum. „Ég legg mikið upp úr því að vera sveigjanleg og er þess vegna líka tilbúin að fara í annars konar ferðir ef fólk vill sjálft klæðskerasn- íða ferðir sínar eftir eigin höfði, fara til dæmis um Latínuhverfið, Belle- ville eða hvaða aðra staði eða svæði sem óskað er eftir. Einnig er hægt að panta sérstaka þjónustu og dekur hjá mér, eins og kampavín og rósir á hótelherbergi við komu til Parísar, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín. Hún hefur unun af því að vera leiðsögumaður í París og hefur lært mikið um sögu Parísar af því að vinna við leiðsögn þar um stræti. „Ég hef líka legið í heimildum og reyni að hafa þetta á persónulegum nótum, renni yfir konungana sem settu mark sitt á þessi hverfi, en ég legg áherslu á að hafa þetta létt og skemmtilegt, engar listgreiningar eða hámenntaðar flækjur. Þetta er hugsað fyrir hinn almenna borgara og margir sem hafa komið með mér í þessar ferðir lýsa yfir ánægju sinni og segjast sjá borgina í alveg nýju ljósi, þó svo að þeir hafi kannski komið þangað oft,“ segir Kristín og bætir við að áhugi Íslendinga á söguferðum sé mikið að aukast. Kristín hlakkar til að henda sér í djúpu laugina með þessar ferðir í sumar. „Ég er bjartsýn á þetta því ferðirnar mínar voru mjög vinsælar þegar ég vann hjá Terra Nova. Ef vel gengur þá held ég áfram með þetta næsta ár,“ segir Par- ísardaman Kristín sem er með heimasíðu um ferðirnar í smíðum. Að lokum má geta þess að bæði Terra Nova og Flugleiðir eru með beint flug til Parísar oft í viku yfir sumartímann.  FERÐALÖG|Frakkland Rölt um París með íslenskri leiðsögn Champs-Elysée: Í París. Morgunblaðið/Ómar Nýja hverfið: La défense í París með hinum nýja sigurboga L’ arc d’humanité. Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í 15 ár og þekkir borgina eins og lófann á sér. Hún sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur frá skemmtilegum gönguferðum um París, sem hún er með í boði fyrir íslenska ferðalanga. Nánari upplýsingar og pantanir: parisardaman@free.fr sími: 0033–67495–2002 Hver ferð tekur um tvær og hálfa klukkustund og kostar 15 evrur á mann eða um 1.300 íslenskar krónur. Börn yngri en 12 ára þurfa ekkert að borga en fyrir 12–20 ára kostar 8 evrur, eða um 700 íslenskar krónur. Fastar ferðir eru alla fimmtu- daga og föstudaga klukkan tíu fyrir hádegi og ekki er nauðsyn- legt að panta heldur nægir að mæta á rétta staðinn. Kristín Jónsdóttir: París- arbúi og göngugarpur. khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.