Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TALSMENN utanríkisráðuneytis
Bandaríkjanna segja að hryðjuverka-
árásum fari fjölgandi í heiminum og
viðurkenna þar með að nýlegar stað-
hæfingar þeirra um að hryðjuverka-
árásum væri að fækka, hafi verið
rangar.
Höfðu þeir í apríl birt upplýsingar
úr skýrslu þar sem fram kom að árið
2003 hefðu hryðjuverkaárásir ekki
verið færri síðan 1969, að því er fram
kemur á fréttavef BBC. Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði að upplýsingar í skýrslunni
hefðu verið misvísandi, en bætti við
að mistökin hefðu verið „heiðarleg“.
Embættismenn í stjórn George W.
Bush Bandaríkjaforseta höfðu vitnað
í skýrsluna og sagt að hún sannaði að
Bandaríkin væru að vinna stríðið
gegn hryðjuverkum. Yfirmaður
hryðjuverkavarna í utanríkisráðu-
neytinu, J. Cofer Black, hafði fagnað
skýrslunni og spáð því að hryðjuverk-
um myndi fækka enn meira á næsta
ári.
„Tókum ekki eftir villum“
En nú virðist sem fjöldi hryðju-
verka hafi verið vanmetinn. „Eftir að
hafa farið yfir þetta, höfum við komist
að því að upplýsingarnar í skýrslunni
eru ófullkomnar og í sumum tilvikum
rangar,“ sagði Richard Boucher, tals-
maður Hvíta hússins. „Við fengum
rangar upplýsingar og skoðuðum
þær ekki nógu vel.“
Powell tók í sama streng. „Villur
laumuðu sér inn og hreinskilnislega
sagt, tókum við ekki eftir þeim,“
sagði hann. Hann vísaði því á bug að
upplýsingum í skýrslunni hefði vilj-
andi verið breytt. „Ég get fullvissað
ykkur um að við ætluðum aldrei að
birta nema heiðarlegustu, nákvæm-
ustu upplýsingar sem völ er á,“ bætti
hann við.
Mun fleiri árásir í nýrri skýrslu
Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu
haldið því fram að í skýrslunni væri
gert lítið úr hryðjuverkaógninni þar
sem það væri í þágu Bush forseta
sem vildi á kosningaári sýna almenn-
ingi að aðgerðir hans gegn hryðju-
verkum skiluðu árangri.
Boucher sagði að í maí hefði byrjað
að koma í ljós að villur væru í skýrsl-
unni. Verið væri að vinna nýja
skýrslu og að í henni kæmi fram að
mun fleiri árásir hefðu verið gerðar
en sagt var í upphaflegu skýrslunni.
Bandarísk yfirvöld viðurkenna mistök
Hryðjuverkum
hefur fjölgað
en ekki fækkað
Reuters
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkennir að upplýs-
ingar í skýrslu um „stríðið gegn hryðjuverkum“ hafi verið misvísandi.
HOLLENSKIR hermenn verða kall-
aðir heim frá Írak í marsmánuði á
næsta ári.
Hollenska ríkisstjórnin samþykkti
í gær að framlengja veru liðsaflans í
landinu um átta mánuði. Jan Peter
Balkenende forsætisráðherra greindi
frá því á blaðamannafundi að herliðið
yrði kallað heim að þeim tíma liðnum.
Gert er ráð fyrir að kosningar fari
fram í Írak í janúar á næsta ári og
kveðst hollenska ríkisstjórnin vilja
leggja sitt af mörkum til að freista
þess að tryggja frið og stöðugleika í
landinu fram að þeim tíma.
Um 1.300 hollenskir hermenn eru í
Írak. Þeir eru í suðurhluta landsins
og lúta breskri herstjórn.
Hollend-
ingar frá
Írak í mars
Haag. AFP.
STARFSMENN bandarísku leyni-
þjónustunnar (CIA) skipuðu hunda-
þjálfurum í Abu Ghraib-fangelsinu í
Írak að nota hunda til þess að hræða
og ógna föngum við yfirheyrslur í
fyrra, að því er dagblaðið The Wash-
ington Post greinir frá. Aðferðirnar
voru samþykktar af yfirmanni leyni-
þjónustu hersins innan fangelsisins,
að því er fram kemur í eiðsvörnum
framburði hundaþjálfara til rann-
sóknaraðila í málinu.
Maður sem vann við yfirheyrslur
af hálfu hersins í fangelsinu sagði
rannsakendum í málinu jafnframt að
tveir hundaþjálfarar í Abu Ghraib
hefðu átt í keppni um hversu marga
fanga þeir gætu fengið til að kasta
þvagi af hræðslu við hundana. Yfir-
lýsingar hundaþjálfaranna þykja
gefa til kynna að starfsmenn leyni-
þjónustu hersins hafi tekið virkan
þátt í aðgerðum sem yfirmaður
Bandaríkjahers hefur sagt
„óskammfeilna, kvalafulla og tilefn-
islausa glæpi“.
George Bush Bandaríkjaforseti og
æðstu yfirmenn varnarmálaráðu-
neytisins hafa sagt að misþyrmingar
á föngum hafi einungis átt sér stað af
hálfu lítils hóps herlögreglumanna,
sem hafi látið fanga afklæðast, barið
þá og myndað í niðurlægjandi kyn-
ferðislegum stellingum.
Hingað til hafa aðeins komið fram
ákærur á hendur sjö herlögreglu-
mönnum og ekkert atvik þar sem
hundar komu við sögu hefur verið
kært. Notkun hunda með þessum
hætti er hins vegar brot á Genfar-
sáttmálanum og sögð í ósamræmi við
vinnureglur Bandaríkjahers.
Yfirmaður leyniþjónustu hersins í
Abu Ghraib tjáði rannsóknaraðilum
að háttsettur hershöfðingi hefði
mælt með notkun hunda við yfir-
heyrslur og sagt slíkar aðferðir „í
lagi“.
Misþyrmingar á Írökum í Abu Ghraib-fangelsinu
Fulltrúi CIA ákvað að
hundum skyldi beitt
SÍÐUSTU mánuðir hafa ekki verið neinn
dans á rósum fyrir Junichiro Koizumi, for-
sætisráðherra Japans. Um tíma átti stefna
hans í málefnum Íraks mjög undir högg að
sækja er fimm japanskir borgarar voru þar í
gíslingu; eftirlaunahneykslið svokallaða hefur
komið illa út fyrir stjórn hans og nýlegur
fundur hans með leiðtoga Norður-Kóreu var
af mörgum harðlega gagnrýndur. Þrátt fyrir
allt þetta nýtur hann og stjórn hans sívaxandi
vinsælda og margir velta því fyrir sér hvort
hann geti komist upp með hvað sem er.
Velgengni Koizumis má líklega skýra með
því sama og olli því, að hann varð fyrir valinu
sem forsætisráðherra fyrir þremur árum:
Miklum persónuþokka, kænsku og heppni.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum nýtur
hann stuðnings tæplega 60% landsmanna og
það mun vafalaust koma flokki hans, Frjáls-
lynda lýðræðisflokknum, vel í kosningum til
efri deildar japanska þingsins í næsta mán-
uði.
„Góður leikari“
Koizumi þótti taka nokkra áhættu í upphafi
þessa árs er hann sendi 1.000 hermenn til
Íraks. Þeir áttu að vísu aðeins að vinna að
mannúðarmálum en margir óttuðust, að þeir
myndu dragast inn í átökin auk þess sem lík-
lega væri um að ræða stjórnarskrárbrot.
Ekki batnaði staðan heldur er Japönunum
var rænt og því hótað, að þeir yrðu brenndir
lifandi, yrði japanska herliðið ekki kvatt
heim.
Jafnvel enn verra var er upp komst, að
margir frammámenn í japönskum stjórn-
málum höfðu ekkert greitt í almenna lífeyr-
iskerfið árum saman og þar á meðal þriðj-
ungur ráðherranna. Varð það til þess, að
Yasuo Fukuda, nánasti ráðgjafi og banda-
maður Koizumis, neyddist til að segja af sér.
Þetta breytti þó engu um vinsældir Koizumis.
Hann flýtur ávallt ofan á með sitt grá-
sprengda hár, áhuga á þungarokki, unglegt
útilit og aðlaðandi framkomu.
„Koizumi er teflon-forsætisráðherra. Það
loðir ekkert við hann, sama á hverju gengur,“
sagði Jiro Yamaguchi, stjórnmálafræðingur
við Hokkaido-háskóla. „Hann veit hvað þarf
til hafa fólkið ánægt. Hann er góður leikari.“
Útreiknuð áhætta
Nýlegur fundur Koizumis með norður-
kóreskum frammámönnum þykir gott dæmi
um stjórnmálakænsku hans. Tilgangur hans
var að fá leysta úr haldi átta manns, ættingja
og venslafólk Japana, sem N-Kóreumenn
rændu á áttunda og níunda áratugnum, en
fengu að snúa heim 2002. Þá var einnig þrýst
á hann að grennslast fyrir um örlög annarra
10 Japana. Var þessi fundur nokkurt hættu-
spil fyrir Koizumi þar sem Kim Jong Il, leið-
togi N-Kóreu, er með öllu óútreiknanlegur.
Koizumi veðjaði hins vegar á, að nokkur ár-
angur yrði til að bæta enn ímynd hans í aug-
um japanskra kjósenda.
Þegar Koizumi kom síðan heim með fimm
af þeim átta, sem hann vildi fá lausa, og að-
eins með mjög loðin svör um örlög Jap-
ananna 10, þá sökuðu ættingjar þeirra hann
um svik og sögðu, að hann hefði gefist upp og
fengið lítið fyrir loforð um aðstoð við N-
Kóreu. Japanskir kjósendur almennt voru þó
á öðru máli og umbunuðu honum með enn
meiri vinsældum.
Auk ýmissa kosta og kænsku hefur Koiz-
umi notið þess, sem einkennt hefur japönsk
stjórnmál eftir stríð en það er sundurlaus
stjórnarandstaða. Stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, hefur
aldrei haft mjög skýra stefnu og er nú í sár-
um eftir að Naoto Kan, leiðtogi hans, varð að
segja af sér vegna eftirlaunahneykslisins.
Vegna þessara aðstæðna og andstöðuleysis
trúa kjósendur því enn, að Koizumi sé um-
bótamaður, svo fátæklega sem umbæturnar
annars eru, og líta á hann sem mann hins
nýja tíma.
„Fyrri forsætisráðherrar voru form-
legheitin uppmáluð en hann er svo frjáls-
legur,“ sagði Michiyo Yoshizawa, húsmóðir í
Tókýó, eftir að Koizumi hafði komið fram á
uppákomu japanskrar popptónlistargrúppu.
Vinsæll leiðtogi á hverju sem veltur
Deilur um Írak, eftirlaunahneyksli og önnur erfið mál
hafa aðeins orðið til að auka stuðning japanskra kjós-
enda við Junichiro Koizumi forsætisráðherra. Það eina
sem hann vantar er raunverulegur andstæðingur.
Tókýó. AP.
Reuters
Koizumi gerir að gamni sínu við fréttamenn og
ítalskan starfsbróður sinn, Silvio Berlusconi
(t.v.), á leiðtogafundi G8-hópsins í vikunni.
’Koizumi er teflon-forsætis-ráðherra. Það loðir ekkert við
hann, sama á hverju gengur.‘
FIMM frambjóðendur taka þátt í
fyrstu umferð forsetakosninga í
Litháen á morgun, sunnudag. Boðað
var til kosning-
anna eftir að Rol-
andas Paksas var
sviptur embætti í
apríl, 15 mánuð-
um eftir að hann
var kosinn.
Valdas Adam-
kus, 77 ára fyrr-
verandi forseti
sem tapaði fyrir
Paksas í kosningunum 2003, er vin-
sælastur samkvæmt skoðanakönnun-
um með um 26,5% fylgi, aðallega frá
kjósendum á hægri vængnum. Er tal-
ið afar ólíklegt að hann nái 50% fylgi
eða meiru, sem er nauðsynlegt til að
vinna kosningarnar í fyrstu umferð.
Þrír frambjóðendanna eru á nokk-
uð svipuðu róli hvað fylgi snertir:
Vilija Blinkeviciute, atvinnu- og fé-
lagsmálaráðherra, fær 14,4%; Petras
Austrevicius, sem var aðalsamninga-
maður Litháens í aðildarviðræðunum
við Evrópusambandið, mælist með
12,4%; og loks Kazmiera Prunskiene,
sem var fyrsti forsætisráðherra
landsins eftir að það endurheimti
sjálfstæðið 1991. Hún mælist með
11,5% fylgi. Paksas hefur lýst yfir
stuðningi við Prunskiene.
„Tala öll um sömu hlutina“
Frambjóðendurnir hafa einkum
lagt áherslu á félagsmál í kosninga-
baráttunni, að sögn Vladas Gaidys,
sem stýrir fyrirtæki sem gerir skoð-
anakannanir. „Allir frambjóðendurn-
ir herma eftir Paksas með því að ein-
blína á félagsleg málefni, en tala lítið
um utanríkismál sem er helsta
ábyrgðarsvið forsetans,“ segir hann.
Og aðrir telja kosningabaráttuna lit-
lausa. „Þau tala öll um sömu hlutina,
aðallega um laun, eftirlaun, hitunar-
kostnað og þess háttar, og það er eng-
inn skýr munur á þeim,“ segir
Rimvydas Valatka, dálkahöfundur á
stærsta dagblaði landsins, Lietuvas
Rytas. „Kosningabaráttan er leiðin-
leg og minnir mig stundum á fegurð-
arsamkeppni,“ bætir hann við.
Forsetakosningar
í Litháen
Vilnius. AFP.
Rolandas Paksas
„Minnir á
fegurðar-
samkeppni“