Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk ÉG SKEMMTI MÉR ALVEG KONUNGLEGA! AÐ SKIPTA UM HLUTVERK VAR SLÆM HUGMYND... ÉG GET EKKI SOFIÐ! ÉG VERÐ AÐ FÁ TEPPIÐ TIL BAKA! ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ GEYMA ÞAÐ... ÉG HÉLT AÐ ÉG GÆTI HÆTT, EN ÉG GET ÞAÐ EKKI! ÉG BIÐ ÞIG! VILTU LÁTA MIG FÁ TEPPIÐ? GERÐU ÞAÐ? ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN ÞESS! ÞETTA ER GAMAN! SNOOPY! ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT ÞARNA! KOMDU ÚT OG KOMDU MEÐ TEPPIÐ MEÐ ÞÉR! KOMDU ÚT HEIMSKI HUNDUR! TEPPIÐ MITT! ÞÚ HEFUR BREYTT ÞVÍ Í JAKKA!! ÉG LÉT REYNDAR GERA ÚR ÞVÍ STUTTAN FRAKKA... Svínið mitt © DARGAUD ROSALEGA ERTU FALLEGUR STRÁKURINN MINN HANN ER JAFN SÆTUR OG PABBI HANS VILTU GERA MÉR GREIÐA OG HÆTTA AÐ LEIKA ÞÉR MEÐ ÞESSA LJÓTU DÚKKU ÞETTA ER EKKI LJÓT DÚKKA. ÞETTA ER PEPPINO BARNIÐ OKKAR! GROIN! BARN? ÞESSI VASAKLÚTUR? ÞÚ ERT VONDUR! EKKI HLUSTA PEPPINO MINN ÞÚ ERT VONDUR!! NÚ ER NÓG KOMIÐ ADDA! ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞEIM. ÞÚ ERT VONDUR! NÚ? FINNST ÞÉR GÁFULEGT AÐ LEIKA SÉR MEÐ ÞETTA... TALAÐU EKKI SVONA VIÐ MIG. ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA AÐ ÞÚ ÞOLIR ILLA AÐ VERA AFI AFI? JÁ! BRR! GROIN! PEPPINO HMM! SVONA, SVONA! STRÍÐIÐ ER BÚIÐ. ALLIR EIGA AÐ VERA VINIR. KYSSTU NÚ MÖMMU OG PEPPINO ÆTLAR AÐ KYSSA AFA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STRÆTÓ b.s., sænskir sérfræðing- ar með aðstoð VSÓ ráðgjöf, hafa undanfarið unnið að gerð nýs leiða- kerfis fyrir hið unga Strætó b.s. Hægt er að afla sér upplýsinga á skrifstofu Strætó b..s. að Þangbakka í Reykjavík auk þess sem fá má myndir af hinum ýmsu leiðum á net- síðu www.bus.is í nýju leiðakerfi. Lítum nánar á eftirtaldar leiðir sem einar eiga að þjóna vesturbæn- um, þ.e. vestasta hluta hans: Leið 13 – Nes – Háaleiti – Mjódd – Kópavogur – Garðabær. Leið 18 – Kringla – Vesturbær – Hlemmur. Leið 22 – Grandi – Vogar – Sund – Kringla. Allar þessar leiðir sneiða vandlega hjá Grandasvæðinu og raunar allar götur niður í Aðalstræti. Formaður umferðarnefndar Reykjavíkur hefir ásamt ýmsum öðrum skrifað um nauðsyn þess að bæta almennings- samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ætla verður að sérfræðingar Strætó b.s. vinni að bættu leiðakerfi í sam- vinnu við yfirvöld í umferðarmálum viðkomandi sveitarfélaga. Það verður að teljast allgóður ár- angur, ef rétt reynist, ef þessum að- ilum tekst að friða algjörlega fyrir strætisvögnum svæði sem markast í norðri af Mýrargötu, í suðri af Nes- vegi og í austri af Meistaravöllum og reyndar niður í Aðalstræti. Íbúar þessa svæðis geta því þegar þar að kemur sofið í næði fyrir þessum stóru vögnum þar sem svona vel tekst til með einkavæðingu umferð- arinnar á Gröndunum! Kvisast hefir að svipaður árangur muni nást í öðr- um íbúðarhverfum borgarinnar. Það er nokkuð ljóst að einkabíll- inn fær afhentan til afnota endilang- an Eiðisgrandann en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefir borg- arverkfræðingum og gatnamála- stjórum yfirsést að útbúa umferð- arhindranir á þessa götu enda gengur umferðin tiltölulega vel á þessum spotta. Þetta er uppáhalds- leið Seltirninga til og frá vinnu enda spretta þeir vel úr spori því þarna má með lagi ná 110 km/klst. Lög- gæslumenn eru þarna fremur sjald- séðir. Þegar rætt er um að bæta leiða- kerfi almenningsvagna má líta á málið frá tveim sjónarhornum. Ann- arsvegar með hag farþega fyrir aug- um, hinsvegar afkomu rekstraraðila. Í því tilfelli sem hér hefir verið tekið sem dæmi er lögð niður leið 6, Mjódd–Kringlan–Grandar, leið 2, Grandi–Vogar, fjarlægist og ekkert kemur í staðinn. Þarna virðist hagur farþeganna ekki borinn fyrir brjósti. Var ekki hugmyndin sú að laða fólk að almenningssamgöngum? Með það sjónarmið í huga virðist þetta vera í meira lagi úr takti við yfirlýsta stefnu umferðaryfirvalda. Rétt er að minna á að þegar Strætó b.s. varð til spáðu margir því að farþegar gamla SVR, Reykvík- ingar, myndu ekki græða á þeim við- skiptum. Kannske sú spá eigi eftir að ræt- ast? HARALDUR ÞÓRÐARSON, Boðagranda 2A, 107 Reykjavík. Strætó b.s. – Hverra hagur? Frá Haraldi Þórðarsyni: Í UMRÆÐUNNI um starf kenn- ara virðist skorta skilning og þekk- ingu Launanefndar sveitarfélaga á starfi kennara. Undanfarna áratugi hefur kennarastarfið breyst gífur- lega og mikið bæst við á verk- efnalista þeirra. Starfið felst nú ekki einungis í kennslu og undirbúningi fyrir kennslu heldur einnig í foreldra- samstarfi, undirbúningi fyrir for- eldrasamstarf, samstarfi við aðra kennara, deildarstjóra, skólastjóra, sálfræðinga, námsráðgjafa, skóla- hjúkrunarfræðinga og alla aðra er koma að nemendum. Kennari þarf að halda utan um allt sem kemur að nemendum hans þ.e. finna námsefni við hæfi hvers og eins, meta framfarir, skrá ein- kunnir, ástundun og hegðun svo eitthvað sé nefnt. Auk þess þarf kennari stöðugt að kynna sér nýj- ungar í kennslu, auka færni sína með því að sækja námskeið, lesa fagbækur sem lúta bæði að kennslu hans og því að ala upp komandi kynslóðir. Kennarar eiga einnig mikinn þátt í mótun skólastarfs með því að taka þátt í stöðugu innra mati skóla. Að vera kennari er ekki auðvelt starf né einfalt eins og komið hefur fram en það er bæði gefandi og skemmtilegt. Það er ótrúlegt að kennarar þurfi að réttlæta störf sín fyrir Launanefnd sveitarfélaga í hvert sinn sem samningar þeirra eru lausir. Það er kominn tími til að starf kennarans sé metið að verðleikum! GUÐRÚN HLÍN BRYNJARSDÓTTIR, MARÍA PALOMA RUIZ MARTINEZ, NANNA HLÍN SKÚLADÓTTIR. Metið kennara að verðleikum! Frá Guðrúnu Hlín Brynjarsdóttur, Maríu Paloma Ruiz Martinez, Nönnu Hlín Skúladóttur, sem allar eru grunnskólakennarar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.