Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.06.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 ✝ Ingibjörg SvavaHelgadóttir fæddist á Hlíðar- enda í Fljótshlíð 31. desember 1912. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Eyjólfs- dóttir, f. 7.2. 1884 á Hofi í Öræfum, d. 8.4. 1942, húsfreyja á Hlíðarenda, og Helgi Erlendsson, bóndi á Hlíðarenda, f. 7.1. 1892, d. 4.7. 1967. Systkini Ingibjargar Svövu voru: Margrét Jóna, f. 14.8. 1911, d. 4.9. 1911; Ísleifur, f. 26.8. 1914, d. 8.9. 1914; Guðjón, f. 22.3. 1916, d. 4.11. 2002, síðast bóndi á Rauðaskrið- um, fyrri kona Sigríður Björns- dóttir, f. 18.3. 1920, d. 15.7. 1964, maður hennar er Ólafur Oddgeirs- son bifreiðastjóri og eiga þau eitt barn og tvö barnabörn. 2)Helgi, f. 26.11. 1938, landpóstur á Hvols- velli, kvæntur Báru Sólmundsdótt- ur læknaritara og eiga þau sjö börn og 13 barnabörn. 3) Kristín, f. 17.2. 1945, d. 8.11. 1987, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, gift Braga Hannibalssyni skrifvéla- virkja og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Ingibjörg Svava vann við bústörf og gestamóttöku hjá foreldrum sín- um á Hlíðarenda þar til hún giftist og flutti til Reykjavíkur þar sem þau Ingvar stofnuðu heimili sitt, en hann var þá bifreiðarstjóri hjá BSR og Hreyfli. Árið 1948 breyttu þau til og keyptu nýbýlið Rauðaskriður og bjuggu þar í 14 ár. Þau fluttu síðan aftur til Reykjavíkur og bjuggu þar þar til að Ingvar lést 27. des. 1998. Síðustu árin dvaldi Ingibjörg Svava fyrst á dvalar- heimilinu á Kirkjuhvoli og síðan á hjúkrunarheimilinu á Lundi þar til hún lést. Útför Ingibjargar Svövu fer fram frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. seinni kona Þóra Ágústsdóttir hús- freyju; og Gunnar, f. 10.4. 1925, fv. starfs- mannastjóri Reykja- víkurborgar, kvæntur Sigríði Pálmadóttur húsfreyju og búa þau í Reykjavík. Hinn 2. júní 1934 giftist Ingibjörg Svava Ingvari Þórð- arsyni, f. 4.10. 1907 í Reykjavík, d. 27.12. 1998. Foreldrar hans voru Guðrún Ingunn Sigurðardóttir, hús- móðir í Reykjavík, f. 29.11. 1879, d. 20.9. 1949, og Þórður Þórð- arson, f. 21.1. 1874, d. 18.10. 1920, verkstjóri í Reykjavík. Bæði voru þau ættuð frá Eyrarbakka. Börn Ingibjargar Svövu og Ingv- ars eru: 1) Dóra, f. 30.10. 1936, fv. bankaútibússtjóri í Reykjavík, Kær tengdamóðir mín er látin í hárri elli eftir langt og erfitt veik- indastríð. Það er margs að minnast eftir meira en 40 ára samveru og margt að þakka. Þakka fyrir að taka á móti mér í fjölskyldu þína sem einni af dætr- um þínum, gæta barnanna minna þegar systkini bættist í hópinn og fyrir að kenna þeim að meta landið sitt og náttúruna. Þakka fyrir þinn óbilandi kjark og glaðlyndi. Þú brostir alltaf eins og sólin þegar við komum í heimsókn, hvort sem var á Hlíðarenda eða til ykkar í Reykjavík, og við fundum okkur alltaf velkomin hvernig sem á stóð. Þú varst óvenju heilsteypt kona sem tókst svari þeirra sem minna máttu sín og orð þín stóðu sem stafur á bók. Skepnur áttu í þér traustan vin og þá einkum hestar sem þér þótti sérstaklega vænt um. Ef þú værir ung í dag sé ég þig fyrir mér í hlutverki dýralækn- is sem skynjar tilfinningar og líðan þessara mállausu vina þinna. Þú elskaðir fjölskyldu þína og for- eldra framar öllu og fórnaðir hús- mæðraskólavist sem þú áttir kost á til að geta hjálpað móður þinni í hennar erfiða starfi á mjög svo gestkvæmu heimili. Eftir að þú hafðir stofnað heimili og eignast börn komstu heim á sumrum til að hjálpa til við heyskap og bústörf. Fyrir þetta allt ber að þakka. Þú sagðist hafa verið hamingju- samt barn. Ólst upp hjá kærum foreldrum sem höfðu orðið fyrir þeirri þungu raun að missa tvö ung börn sín. Varst látin heita Ingibjörg eftir föðursystur sem dó skyndilega í blóma lífsins og taldir að þú hefðir notið þess hjá föð- ursystkinum sem bjuggu á Hlíð- arenda þegar þú varst barn. Af frásögn þinni af æsku- og ung- lingsárum og heimilisbrag á Hlíð- arenda skynjar maður að þar hafi gleði og hamingja verið ríkjandi og kærleikur milli bæjanna í hverfinu. Það voru allir eins og ein fjöl- skylda, Nikufólkið og Hallskots- fólkið ásamt fólkinu á Hlíðarenda. Það er gott að fara út í lífið með slíkt viðhorf sem veganesti. Svo funduð þið Ingvar hvort annað. Fallegra samband held ég að sé vandfundið. Virðingin hvort fyrir öðru og hjálpsemin og hvern- ig þið töluðuð hvort til annars bar því fagurt vitni. Á 60 ára brúð- kaupsafmælinu 2. júní fyrir tíu ár- um buðuð þið börnum ykkar og tengdabörnum í kvöldkaffi á Þing- völlum. Þá talaði hann til þín og okkar og rakti samband ykkar og þakkaði öll árin. Sú stund verður okkur ógleymanleg. Þessar stundir ber að þakka og taka til eftir- breytni. Þið voruð einstök saman. Þið áttuð saman erfið ár á Rauðu- skriðum þar sem lífið var strit frá morgni til kvölds við erfiðar að- stæður. Verst var þó að þurfa að senda börnin frá sér í skóla. Samt voru þetta góð ár sem þið sögðust ekki hafa viljað missa af. Samband ykkar við börnin var sterkt og allir hjálpuðust að og gleðin ríkti. Þið eignuðust gott bú og fallegt og hraust búfé sem hlúð var að af fremsta megni. Eftir að þið fluttuð aftur til Reykjavíkur gátuð þið farið að ferðast um landið sem þið elskuðuð og fóruð þið oft í tvær til þrjár vikur í tjaldferðir í sum- arfríum á jeppanum ykkar. Þú varst kjarkmikil, glaðvær og sterk kona sem tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Við minn- umst þess þegar þið voruð stödd í Öræfum í aftakaveðri og vatna- vöxtum og brýr tók af nokkrum ám og þið voruð föst á milli vatna. Þú varst vön vatnavöxtum frá ár- unum á Hlíðarenda og fórst fljót- lega að spá í vöðin. Ekki sátt við að komast ekki leiðar þinnar. Þeg- ar fór aðeins að sjatna í ánum valdir þú leiðina yfir og Ingvar ók jeppanum eftir þinni fyrirsögn. Áður en langt var liðið voruð þið komin heilu og höldnu yfir. Oft fórum við með ykkur, börn og barnabörn og jafnvel fleiri saman. Þessar stundir fylgja okkur í minningunni, en samband ykkar við börnin ykkar var óvenjusterkt og kærleiksríkt og það náði einnig til okkar tengdabarna og barna- barnanna. Alltaf var talað við börnin sem jafningja og þeim leið- beint á jákvæðan hátt. Við minnumst samverunnar á Hlíðarenda með þakklæti, hey- skaparins og fagurra sumardaga og kvölda þegar sólin gyllti jökul- inn og fuglasöngur hljómaði í eyr- um og gróðurangan fyllti vitin. Þú elskaðir þennan fagra stað þar sem sagan talar til okkar og þar vildir þú helst vera. Ég þakka allt viðmót ykkar og vináttu gegnum árin, alla hlýju sokkana og vett- lingana sem þú prjónaðir á alla stórfjölskylduna á meðan þú hafðir krafta til og bjartsýnina, glað- værðina og dugnaðinn sem verður okkur öllum leiðarljós í framtíð- inni. Þú kvartaðir aldrei í veik- indum þínum, aldrei var neitt að hjá þér. Tókst ævinlega á móti okkur með þínu fallega brosi. Ég trúi og veit að tengdafaðir minn elskulegur hefur fagnað þér á 70 ára brúðkaupsafmæli ykkar. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Lundi og dvalarheimilinu Kirkju- hvoli eru færðar alúðarþakkir fjöl- skyldunnar fyrir frábæra umönn- un og umhyggju á erfiðum tíma í lífi Ingibjargar Svövu. Að endingu lítið ljóð sem fannst í fórum þínum sem gæti verið kveðja þín til okkar: Líttu fram en ekki aftur. Örugg von sé lífs þíns kraftur, von sem byggð á bjargi er. Líttu upp en ekki niður. Eilíf gleði, Drottins friður, búi æ í brjósti þér. (B.G.) Hjartans þakkir fyrir allt. Þín tengdadóttir Bára. Að leiðarlokum, er ég minnist systur minnar Svövu, koma upp í huga mínum margar hugljúfar minningar allt frá barnæsku. Svava var þrettán árum eldri en ég og kom það í hlut hennar ásamt móður okkar að gæta stráksins og hafa ofan af fyrir honum á barns- aldri. Man ég vel ennþá hve hún var mér góð og vildi gera mér allt til hæfis, en ég var ábyggilega nokkuð frakkur og vildi gera ým- islegt, sem ekki var við hæfi barna. Á þessum tíma var mjög gest- kvæmt á Hlíðarenda, því þjóðveg- urinn úr Reykjavík endaði þar. Markarfljót og Þverá óbrúuð vatnsföll. Helgi faðir okkar flutti fólk á hestum sem leið átti til Eyjafjalla og Skaftafellssýslna yfir vötnin að Seljalandi, þar sem bílar tóku við undir forystu Brands Stefánssonar. Þá kom og margt fólk í skemmtiferðir í Fljótshlíðina, sér- staklega um helgar. Þá lá leið þess á sögustaðinn Hlíðarenda. Kom það þá oft í hlut Svövu að sýna fólki skálastæði Gunnars Há- mundarsonar og haug hans, þar sem talið er að hann sé grafinn. Heimtaði ég þá oft að fá að vera með þótt stuttur væri og endaði sú ferð mín oft með því að Svava systir mín varð að taka mig á há- hest, þar sem ég gafst upp á göng- unni til haugsins, sem er nokkuð langt frá Hlíðarendabænum. Slík byrði hefur ábyggilega ekki létt Svövu minni gönguna. En hvað var það sem hún gerði ekki fyrir litla bróður sinn? Eins man ég vel eftir að fara átti að tína ber sunnan Þverár, en þar var berjaland gott. Eins og vant var langaði mig með, en afi sagði að ég væri alltof ungur og mundi bara tefja fyrir. Þá sagði Svava systir: „Ef hann fær ekki að fara með þá fer ég ekki heldur. Og afi svaraði: „Þá verður sá stutti að koma með, því þú ert svo dugleg við tínsluna, Svava mín.“ Þegar ég var ungur sendi Svava systir mér þessar vísur sem sýna vel þann hug sem hún bar til litla bróður síns: Guð þig í örmum beri í gegnum lífsins þraut, og lánið hann þér ljái á þinni æfibraut. Hann blessi litla barnið og engla láti hann vernda frá öllu grandi og verða góðan mann. Eftir að Svava giftist Ingvari Þórðarsyni höfðu þau mikið sam- band við fólkið sitt á Hlíðarenda. Minnist ég þess, hvað þau voru góð við mig og gáfu mér fallegar gjafir sem glöddu litla strákinn. Eftir fermingu langaði mig að halda áfram námi og fara í fram- haldsskóla. Buðust þá Svava og Ingvar til þess að taka mig á heimili sitt í Reykjavík og sköpuðu mér þannig möguleika á að ganga þar í skóla, sem mig langaði mest af öllu. Um það leyti misstum við móð- ur okkar. Má með sanni segja að Svava systir hafi gengið mér að nokkru í móðurstað. Hjá þeim var ég svo á fimmta ár eða þangað til við Sirrí stofnuðum okkar eigið heimili. Allar minningar mínar frá þeim tíma sem ég var hjá þeim eru ljúfar í huga mér og reyndust þau í raun og veru eins og góðir foreldrar. Samband okkar rofnaði aldrei. Er þau fóru að búa á Rauðu- skriðum reyndum við Sirrí að heimsækja þau eins oft og við gát- um og alltaf voru móttökurnar jafn elskulegar. Og eins er þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Við Sirrí og fjölskylda þökkum Svövu samleiðina á liðnum árum og biðjum Guð ljóss og kærleika að umvefja hana með náð sinni, um leið og við biðjum Hann að vera með börnum hennar og tengdabörnum og barnabörnum í sorg þeirra og sárum missi. Gunnar Helgason. Elsku amma. Mig langar í örfá- um orðum að minnast þess ynd- islega tíma sem við áttum saman. Við systkinin urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá að njóta samveru við ykkur afa bæði með heimsókn- um til Reykjavíkur á ykkar hlý- lega og hamingjuríka heimili, en einnig í sveitinni á Hlíðarenda. Það má segja að sumarið hafi komið hjá okkur systkinum á Sól- heimum þegar þið afi komuð aust- ur í sveit. Það var alltaf mikil há- tíð í huga okkar þegar jeppinn ykkar birtist, drekkhlaðinn af dóti sem nota átti yfir sumarið. Sam- veran sem við nutum öll þegar stóð yfir heyskapartími á Hlíð- arenda er ógleymanleg. Foreldrar mínir stjórnuðu heyskapnum, afi keyrði um túnin á jeppanum sín- um með heyvagninn aftaní og þú, elsku amma, varst inni í bæ og sást um að hafa til mat og kaffi fyrir okkur og fylgdist með af áhuga út um gluggann á gamla húsinu þínu eða tókst þér hrífu í hönd og slóst í hópinn. Ófáir blóm- vendir voru tíndir handa þér, vatnasóleyjar og gulir fíflar og alltaf ljómaðir þú yfir hverjum blómvendinum sem þér var færð- ur. Í lok sumars höfðuð þið afi töðugjöld fyrir okkur, þar sem farið var yfir verk sumarsins og rifjað upp allt það góða. Allir fengu jafnmikið hrós fyrir vel unn- in störf. Þið afi höfðuð gaman af því að ferðast og fórum við saman í margar ferðir um landið. Skemmtilegustu ferðirnar voru þegar stórfjölskyldan fór saman upp á hálendið. Þetta voru ynd- islegar ferðir þar sem þú og afi sváfuð í vegavinnutjaldinu eins og við krakkarnir kölluðum það. Þeg- ar við kíktum inn í tjaldið mátti sjá þig þar sitjandi í miðju tjald- inu, brosandi út að eyrum með óteljandi pinkla allt í kringum þig. Ósjaldan lagði ilm af nýbökuðum pönnukökum eða klöttum frá tjaldinu þínu. Elsku amma, nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka þér ynd- islega tíma sem voru mér og systkinum mínum dýrmætir og minningarnar ómetanlegar. Ég votta foreldrum mínum, Helga og Báru, Dóru og Óla og öðrum að- standendum samúð og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Hrafnhildur Helgadóttir. Margt kemur upp í hugann þeg- ar við minnumst ömmu Svövu. Og margt tengist það heimahögum hennar, Hlíðarenda í Fljótshlíð. Það var alltaf einhver sérstök stemning í loftinu þegar þau afi komu austur á vorin til sumar- dvalar á Hlíðarenda. Þá var Land Roverinn fullur af alls kyns pökk- um og pinklum og með ólíkindum hvernig allt komst fyrir. En mikið var nú gott að fá ömmu og afa í nágrennið. Við systurnar minnumst sér- staklega þeirra sumarkvölda þar sem þreyttur mannskapur sat í kvöldkaffi inni í bæ eftir að hafa verið í heyskap allan daginn. Óskaplega var notalegt að sitja í sófanum í hlýjunni og „dorma“ yf- ir samræðum fullorðna fólksins. Amma sagði okkur oft sögur af því þegar hún var ung stúlka, frá störfum sínum og leikjum. Gest- gjafahlutverkið var henni í blóð borið því sannarlega var gest- kvæmt fyrr á árum á Hlíðarenda. Það þurfti að sækja hestana sem notaðir voru til að ferja fólk yfir Markarfljót, en langafi Helgi Er- lendsson var sérlega kunnur fyrir þann starfa. Nú, svo þurfti auðvit- að að hafa til mat og kaffi handa gestum og ferðafólki og þvo þvotta, en mikið var um nætur- gesti. Einnig þurfti að vinda og þurrka blautan fatnað af ferða- löngum og færa þeim þurr og hlý föt. Stundum sagði amma okkur frá gestunum; sögunum sem sagð- ar voru og söngvunum og yfirleitt því sem aðhafst var eftir erfið ferðalög. Amma var alltaf svo kát og létt í skapi. Oft hló hún með okkur og grínaðist mikið og yfirleitt var glettnin í augum hennar. Í seinni tíð þegar við systurnar fórum að leysa pabba af í póst- keyrslu var iðulega komið við á Hlíðarenda á meðan amma og afi dvöldu þar enn á sumrin. Þá beið amma með matarbita og spurði frétta. Einnig spurði hún oft kímin hvort við værum ekki með mörg ástarbréf þann daginn. Amma var mikill dýravinur og náttúrubarn. Þeim afa þótti gam- an að ferðast um landið og voru dugleg við það. Margar ævintýra- legar fjölskylduferðir voru farnar til fjalla. Því miður munum við systurnar lítið eftir þeim ferðum sökum ungs aldurs, en njótum sannarlega frásagnar foreldra okkar og eldri systkina sem iðu- lega fá glampa í augun við þessa INGIBJÖRG SVAVA HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.