Morgunblaðið - 12.06.2004, Page 26

Morgunblaðið - 12.06.2004, Page 26
FERÐALÖG 26 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Leiðalykill um Ísland Fyrir þá sem vilja taka því rólega á ferðum sínum um landið og hlífa um- hverfinu við útblæstri getur verið góð hugmynd að skilja bílinn eftir heima og ferðast með áætlunarbílum og ferjum þess í stað. Reglulegar ferðir eru farn- ar um allt land en upplýsingar um leið- ir má finna í handhægum Leiðalykli á bæklingsformi sem Hugarflug ehf. gef- ur út. Í bæklingnum má einnig finna lista yfir upplýsingamiðstöðvar vítt og breitt um landið. Leiðalykil má nálgast frítt, t.d. í Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri. Róleg ævintýraferð um Inkaslóðir í júlí Ferðafélagið Garðabakki undirbýr nú 3 vikna ferð til Suður-Ameríku með áherslu á menningarheim hinna forn- frægu Inka. Flogið verður í gegnum Bandaríkin og ferðast um Inkalöndin á rútu, járn- braut og bát- um, aðallega hátt til fjalla. Meðal áfanga- staða verða Lima, Cuzco og La Paz og skoðaðar verða þekktar söguminjar á borð við borg- arvirkið forna Machu Picchu auk mannlífs og náttúru við Titicaca-vatn. Búið verður í 3 til 4 nætur á hverjum stað og gist á góðum hótelum til að tryggja hreinlæti. Veður í júlí er á þessum slóðum hentugt til ferðalaga, úrkoma í lágmarki og hitinn í kringum 20 gráð- ur. Sumarhátíð Vík 2004 Mýrdælingar fagna komu sumars og taka á móti gestum um helgina. Ým- islegt verður um að vera, Kötluganga, Dyrhólaeyjarferðir með hjólabát, fjór- hjólaleiga, grillaðstaða og leikir fyrir börn við tjaldsvæðið í Vík. Í kvöld leikur Sniglabandið í Leikskálum. Á morgun verður gönguferð um Hjörleifshöfða, æskulýðsmessa og félagar úr hesta- mannafélaginu Sindra leyfa börnum að fara á hesttbak Opið hús verður hjá ýmsum fyr- irtækjum í bænum, mynlistarsýning og ljósmyndasýning í Víkurskála, þar verður einnig spilað golf. Þá verður reynt að prjóna heimsins lengsta trefil í Víkurprjóni um helgina. Auk þess verður boðið upp á ýmis tilboð í bæn- um Borgfirðingahátíð um helgina Borgfirðingahátíð hófst á fimmtu- dagskvöldið en um helgina verður fjöl- breytt dagskrá um allan Borgarfjörð. Dagskráin í dag hefst með morg- ungöngu á Hafnarfjall og hægt verður að grilla í Skallagrímsgarði í hádeginu. Markaðstorg hefst í Borgarnesi á gamla KB-planinu og verður margt til skemmtunar, svo sem söngur, sveita- fitness, samkvæmisdanssýning og Snorri á Fossum stórtenór úr Andakíl, tískusýning og fleira. Hægt verður að prófa sportköfun og sveitaböll eru á Búðarkletti og í Hreðavatnsskála. Frítt verður í allar sundlaugar í héraðinu. Öllum landsmönnum er svo t.d. á morgun boðið í morgunmat í Skalla- grímsgarði og í messu. Virkisborgin: Machu Picchu. www.bsi.is www.simnet.is/gardabakki ParísardamanKirstín Jóns-dóttir hefur að eigin sögn fest rætur í frönsku borginni þó að hún skreppi auðvitað heim til gamla föð- urlandsins Íslands öðru hvoru. Hún er gift frönskum manni og á með honum tvö börn og ekki stendur til að flytja í norðrið í nánustu framtíð. Kristín hefur verið leiðsögumaður í París undanfarin fimm ár á vegum ferðaskrifstof- unnar Terra Nova og farið um borgina með fjöldann allan af Íslendingum. En nú ætlar hún að gera þetta á eigin vegum og bjóða upp á tvo fasta göngutúra í viku hverri um dásemdarborgina París í sumar, nánar tiltekið í júní, júlí og ágúst. „Þessar ferðir eru opnar öllum Ís- lendingum sem eiga leið um borg- ina. Á fimmtudögum verð ég með svo- kallaðar Mýrarferðir sem ég kenni við Le Marais. Þá legg ég upp frá Bastillutorgi, og þeir sem ætla með þurfa að mæta klukkan tíu fyrir há- degi á tröppunum á nýja óperuhús- inu sem trónir yfir torginu. Metró- stöðin þar heitir BASTILLE og þangað er hægt að komast með línu 1, 5 og 8. Síðan göngum við í gegn- um matarmarkaðinn á Boulevard Richard Lenoir, en þetta er einn flottasti markaður í borginni og þangað er mjög gaman að koma. Þarna eru rosalega flott fiskborð og einn- ig hangir þar í röðum mikið úrval af villtum fuglum frá veiðimönn- um. Þaðan höldum við svo yfir í elsta og best varðveitta hverfi Par- ísar, Mýrina, þar sem úir og grúir af smá- höllum frá sautjándu öld, lágreistum hús- um og þröngum göt- um. Helstu viðkomu- staðir þar verða Place des Vosges eða bleika höllin, Rue des Rosiers eða gyð- ingagatan, Rue Vieille du Temple, Pompidou-nýlistasafnið og fleira. Ferðin endar svo við Notre Dame- dómkirkjuna.“ Sveitaþorpsstemning Föstudagsferðirnar kallar Kristín Montmartre-listamannahæðin og hvíta kirkjan Sacré Cæur. „Þá er líka mæting klukkan tíu fyrir há- degi, og staðsetningin er við eina út- ganginn á metróstöðinni ANVERS, en þangað gengur lína 2. Við göng- um síðan upp á hæðina, gefum okk- ur góðan tíma til að skoða vel kirkj- una og listamannahverfið en höldum síðan í litlu göturnar umhverfis, á slóðir Amelíu úr samnefndri vinsælli kvikmynd (Amelie). Þarna eimir enn eftir af sveitaþorpsstemningu, finna má gamla bóndabæi, myllu og ekki má gleyma kabarettum og vinnu- stofum listamanna. Lokahnykkur föstudagsferðanna er svo við Rauðu mylluna.“ Sjá borgina í nýju ljósi Kristín segir ekkert mál fyrir fólk að semja við sig um að fara í göng- urnar á öðrum dögum, sé þess ósk- að, eina skilyrðið sem þarf að upp- fylla er að ekki séu færri en fjórir í hópnum. „Ég legg mikið upp úr því að vera sveigjanleg og er þess vegna líka tilbúin að fara í annars konar ferðir ef fólk vill sjálft klæðskerasn- íða ferðir sínar eftir eigin höfði, fara til dæmis um Latínuhverfið, Belle- ville eða hvaða aðra staði eða svæði sem óskað er eftir. Einnig er hægt að panta sérstaka þjónustu og dekur hjá mér, eins og kampavín og rósir á hótelherbergi við komu til Parísar, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín. Hún hefur unun af því að vera leiðsögumaður í París og hefur lært mikið um sögu Parísar af því að vinna við leiðsögn þar um stræti. „Ég hef líka legið í heimildum og reyni að hafa þetta á persónulegum nótum, renni yfir konungana sem settu mark sitt á þessi hverfi, en ég legg áherslu á að hafa þetta létt og skemmtilegt, engar listgreiningar eða hámenntaðar flækjur. Þetta er hugsað fyrir hinn almenna borgara og margir sem hafa komið með mér í þessar ferðir lýsa yfir ánægju sinni og segjast sjá borgina í alveg nýju ljósi, þó svo að þeir hafi kannski komið þangað oft,“ segir Kristín og bætir við að áhugi Íslendinga á söguferðum sé mikið að aukast. Kristín hlakkar til að henda sér í djúpu laugina með þessar ferðir í sumar. „Ég er bjartsýn á þetta því ferðirnar mínar voru mjög vinsælar þegar ég vann hjá Terra Nova. Ef vel gengur þá held ég áfram með þetta næsta ár,“ segir Par- ísardaman Kristín sem er með heimasíðu um ferðirnar í smíðum. Að lokum má geta þess að bæði Terra Nova og Flugleiðir eru með beint flug til Parísar oft í viku yfir sumartímann.  FERÐALÖG|Frakkland Rölt um París með íslenskri leiðsögn Champs-Elysée: Í París. Morgunblaðið/Ómar Nýja hverfið: La défense í París með hinum nýja sigurboga L’ arc d’humanité. Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í 15 ár og þekkir borgina eins og lófann á sér. Hún sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur frá skemmtilegum gönguferðum um París, sem hún er með í boði fyrir íslenska ferðalanga. Nánari upplýsingar og pantanir: parisardaman@free.fr sími: 0033–67495–2002 Hver ferð tekur um tvær og hálfa klukkustund og kostar 15 evrur á mann eða um 1.300 íslenskar krónur. Börn yngri en 12 ára þurfa ekkert að borga en fyrir 12–20 ára kostar 8 evrur, eða um 700 íslenskar krónur. Fastar ferðir eru alla fimmtu- daga og föstudaga klukkan tíu fyrir hádegi og ekki er nauðsyn- legt að panta heldur nægir að mæta á rétta staðinn. Kristín Jónsdóttir: París- arbúi og göngugarpur. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.