Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 160. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Eins konar árshátíð Árni Sam hefur sótt kvikmynda- hátíðina í Cannes í 25 ár | 20 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÞESSI svifvængjamaður var hátt yfir Hafravatni er hann kom svífandi niður af Úlfarsfellinu, þaðan sem fé- lagar hans hlaupa fram af bjargbrúnum þegar vindar næða um fellið. Á fallega bláleitu vatninu brunuðu menn á sjóþotum í blíðunni og með gulu svifvængj- unum skapar myndin svolitla „sænska“ stemningu. Morgunblaðið/RAX Svifið hátt yfir Hafravatni HITASTIG sjávar fyrir Norðurlandi hefur hækkkað um allt að 5 gráður á undanförnum árum og hefur hlýn- unin haft mikil áhrif á lífríki hafsins. Hlýnunin er til komin vegna sterk- ari strauma við landið. Þannig berst nú meira af hlýjum og selturíkari Atlantssjó norður og austur fyrir landið en gert hefur frá árinu 1997. Áhrifin neikvæð og jákvæð Áhrifin á lífríki hafsins eru um- talsverð, bæði neikvæð og jákvæð, en almennt eru fræðimenn sammála um að flestar fisktegundir uni sér betur í hlýrri sjó. Hlýrri sjór hefur þó haft neikvæð áhrif fyrir þorsk- stofninn. M.a. hefur loðnan hopað undan hlýja sjónum og því hefur þorskurinn minna æti en áður en þorskur er afar háður loðnu í fæðu. Þorskurinn nær ekki að bæta sér upp loðnuskortinn og því er þorsk- stofninn nú léttari en í fyrra. Það er meginskýring þess að Hafrann- sóknastofnunin hefur lagt til 4.000 tonna niðurskurð á þorskkvóta næsta fiskveiðiárs. Aftur á móti unir ýsan sér vel í hlýjunni. Ýsa er ekki eins háð loðnu í fæðu og útbreiðsla hennar hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Er nú svo komið að sjómenn norðan- lands líta á hana sem plágu. Þá hefur útbreiðsla ýmissa annarra tegunda aukist til muna, s.s. skötusels sem nú er algengur norður af landinu en var þar afar sjaldgæfur áður. Þá finnast tegundir á borð við lýsu og kolmunna í meiri mæli fyrir norðan land. Getur breyst mjög snöggt Ekkert bendir til annars en að ástand sjávar verði með svipuðum hætti næstu árin en skilyrðin í sjón- um geta þó breyst mjög snöggt og hitastig sjávar snarlækkað, líkt og gerðist hafísárið 1965. Talið er að með viðvarandi hlýnun gætu botnfiskveiðar aukist, sem og síldveiðar. Kolmunnaveiðar myndu að öllum líkindum vaxa en á kostnað loðnuveiða sem aftur hlýtur þá að hafa áhrif á þorskveiðarnar. Eins er talið að bæði hörpuskelstofnar og rækjustofnar myndu minnka ef hlýnaði meira. Hitastig hefur hækkað um nær 5 gráður fyrir norðan land Hefur veruleg áhrif á lífríkið í sjónum  Öngþveiti/10–11 VARLA hefur sést fugl við Kol- beinsey í vor og sumar, enda ekkert æti þar fyrir hann að hafa, að sögn Óla Hjálmars Ólasonar, útvegs- bónda í Grímsey, sem segist ekki muna annað eins á ríflega 60 ára sjómannsferli. Óli, sem er á mynd- inni að ofan, segir að loðnan hafi ekki skilað sér upp á landgrunnið fyrir norðan land síðustu árin, eins og hún hafi gert áratugum saman. Þorskmagar séu hálftómir, þorsk- urinn sé farinn að éta undan sér í meira mæli og éti jafnvel þara. Þá sé meiri ýsugengd en áður, svo mik- il að til vandræða horfir. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Líflaust við Kolbeinsey Tímaritið | Væntumþykja til augnabliksins Sláttur á kylfingum Grill á góðum degi Atvinna | Svipaður fjöldi atvinnulausra Eftirlitsátak í byggingariðnaði Hvað gerir landvörður? Tímaritið og Atvinna í dag ÓÞEKKTIR byssumenn vógu í gærmorgun aðstoðarutanrík- isráðherra írösku bráðabirgða- stjórnarinnar, Bassam Qubba, er hann var á leið til vinnu. Sýndi tilræðið að lítið lát hefur orðið á árásum í Írak þótt nú styttist í valdaframsalið til heimamanna, en hernáms- ástandið í landinu á með því að taka enda um næstu mánaða- mót. Bráðabirgðastjórninni barst annars stuðningur úr óvæntri átt. Moqtada al-Sadr, umdeild- ur en áhrifamikill sjía-klerkur, hvers fylgismenn hafa veitt hernámsliðinu harða vopnaða mótspyrnu á síðustu mánuð- um, lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn að eiga samstarf við nýju bráðabirgðastjórnina ef hún reyndist fær um að vinna að því að binda enda á veru bandarísks herliðs í land- inu. Kom þetta fram í ávarpi sem lesið var fyrir fylgismenn hans í guðsþjónustu á föstu- dag. „Ég styð nýju bráðabirgða- stjórnina,“ sagði al-Sadr; „frá þessari stundu bið ég ykkur að taka þátt í því að opna ný tæki- færi fyrir Írak og fyrir frið.“ Aðstoð- arráð- herra veginn Bagdad. AP. VINSÆLDIR Ronalds Reagans heitins birtast nú með ýmsu móti er Bandaríkja- menn minnast þessa fyrrver- andi forseta síns, sem borinn var til grafar á föstudag. Til vitnis um vin- sældirnar er að á uppboðs- vefnum eBay eru nú yfir 11.000 minjagripir um hann til sölu, þótt víst þyki að varlegt sé að treysta fullyrðingum seljenda um að for- setinn vinsæli hefði farið um þá höndum. Ermahnappar, kúrekahattar, golfkúlur og eftirréttaskálar með forsetainnsigli Reagans eru meðal muna sem á boðstólum eru. Hár- lokkar sem seljendur fullyrða að séu af Reagan eru í boði á eBay á 150 og 350 dali, en í gær hafði ekkert tilboð borizt í þá. Minning Reagans mik- il söluvara San Jose í Kaliforníu. AP. Ronald Reagan TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, á nú enn meir undir högg að sækja en fyrr eft- ir verstu útkomu ríkisstjórnar- flokks úr sveitar- stjórnarkosning- um sem um getur í brezkri stjórn- málasögu. Er úrslit voru kunn úr næstum öllum kjördeild- um í gær lá fyrir að Verkamannaflokkurinn hefði tap- að 464 fulltrúum úr sveitar- og borg- arstjórnum í Englandi og Wales, en kosningarnar fóru fram á fimmtu- dag, samhliða kosningum til Evrópu- þingsins. Íhaldsflokkurinn vann 263 sæti, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Robin Cook, fyrrverandi utanrík- isráðherra í ríkisstjórn Blairs sem var mjög gagnrýninn á Íraksstefn- una, sagði kjósendur hafa veitt Blair ráðningu fyrir að hafa gengið þvert á vilja þeirra í Íraksmálinu. Blair í vörn eftir ósigur Tony Blair ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.