Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BREYTINGAR Í LÍFRÍKI
Hitastig í sjónum við Norðurland
hefur hækkað um allt að 5 gráður á
undanförnum árum en það hefur
bæði jákvæð og neikvæð áhrif á líf-
ríkið. Ýsugengd hefur aukist en hún
unir sér vel í auknum hita. Loðnan
hopar hins vegar undan hlýja sjón-
um og það kemur niður á þorsk-
stofninum þar sem hann er afar háð-
ur loðnu í fæðu.
Harka í fíkniefnaheiminum
Magn fíkniefna í umferð er ekki
að aukast óeðlilega mikið þótt fréttir
af fíkniefnamálum hafi verið tíðar að
undanförnu, að mati Ásgeirs Karls-
sonar hjá fíkniefnadeild Lögregl-
unnar. Auknu eftirliti og samstarfi
lögregluembætta og tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli, ásamt meiri við-
búnaði lögreglu almennt, er fyrst og
fremst að þakka. Harkan í fíkniefna-
heiminum er hins vegar að aukast og
vopnaburður er orðinn algengari.
Áfengisneysla Íslendinga
Um fjórðungur Íslendinga á aldr-
inum 15–89 ára neytir ekki áfengis.
Flest bindindisfólk er í yngstu og
elstu aldurshópunum og sá hópur er
hlutfallslega stærri á landsbyggð-
inni. Þá eru konur líklegri en karlar
til að neyta aldrei áfengis. Áfeng-
isneysla er jafnframt algengari hjá
menntuðu fólki og fólki með háar
tekjur.
Staða Blairs veikist
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, á nú enn meir undir högg
að sækja en fyrr eftir verstu útkomu
ríkisstjórnarflokks úr sveitarstjórn-
arkosningum sem um getur í brezkri
stjórnmálasögu. Er úrslit voru kunn
úr nær öllum kjördeildum lá fyrir að
Verkamannaflokkurinn hefði tapað
464 fulltrúum úr sveitar- og borg-
arstjórnum í Englandi og Wales.
Y f i r l i t
Í dag
Skissa 6 Myndasögur 50
Sigmund 8 Bréf 50/51
Rispur 16 Dagbók 52/53
Listir 28/31 Staksteinar 52
Af listum 30 Þjónusta 52
Forystugrein 32 Auðlesið efni 54
Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 56
Minningar 34/37 Fólk 56/61
Hugvekja 37 Bíó 58/61
Þjónusta 46 Sjónvarp 62
Skoðun 38/45 Veður 63
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið Búum betur
frá Bygg. Blaðið fylgir í Reykjavík.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
hefur sent Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra bréf vegna fyrirhugaðrar
þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl-
miðlafrumvarpið. Þar er lögð áhersla
á að sveitarfélögin muni ekki greiða
kostnað af framkvæmd atkvæða-
greiðslunnar, sem forsætisráðherra
hefur sagt að geti numið 100–200
milljónum króna.
„Þessi afstaða sambandsins hlýtur
að teljast afar eðlileg og eftir sem áð-
ur er ekkert sem útilokar það að
sveitarfélögin annist framkvæmd
þjóðaratkvæðagreiðslunnar þótt
kostnaðurinn verði greiddur af öðr-
um,“ segir í bréfinu, sem undirritað
er af Þórði Skúlasyni, framkvæmda-
stjóra sambandsins. Einnig er í bréf-
inu vísað til tillagna og greinargerð-
ar verkefnastjórnar um eflingu
sveitarstjórnarstigsins, þar sem seg-
ir m.a. að ábyrgð á kostnaði við fram-
kvæmd forseta- og þingkosninga
verði alfarið á hendi ríkisins. Þórður
sagði við Morgunblaðið að sveitar-
félögin hefðu lengi barist fyrir laga-
breytingu um að þau þyrftu ekki að
kosta framkvæmd forseta- og þing-
kosninga. Ekkert stæði hins vegar í
lögum hverjir ættu að fjármagna
þjóðaratkvæðagreiðslu og því hefðu
sveitarfélögin vakið athygli forsætis-
ráðherra á stöðu mála.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
Sveitarfélögin
beri ei kostnað
BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, for-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, segist ekki trúa öðru en loðna
finnist við landið. Útlit er nú fyrir
að sumarloðnuveiðitímabilið muni
ekki hefjast 20. júní eins og fyr-
irhugað var þar sem loðnan hefur
enn ekki fundist. Björgólfur segir
að ef ekki verði af loðnuveiðum í
sumar, muni það hafa mikil áhrif á
atvinnu á stöðum á borð við Rauf-
arhöfn og sérstaklega Siglufjörð.
„Þetta mun auk þess hafa mikil
áhrif á tekjur og afkomu Síldar-
vinnslunar, bæði fyrir vinnslu og
útgerð,“ segir hann og telur að
áhrifin muni einnig koma fram á
lýsismörkuðum. „Það er auðvelt að
selja lýsisafurðir í dag og verð er
gott. Það er mikið lýsi í sumar-
loðnunni og ef engin loðna verður
veidd í sumar mun það hafa mikil
áhrif.“
Búist við 60 þúsund tonnum
af loðnu í sumar
Síldarvinnslan starfrækir fimm
bræðslustöðvar; í Helguvík, Nes-
kaupstað, á Raufarhöfn, Siglufirði
og Seyðisfirði. Bræðslurnar á
Siglufirði og Raufarhöfn taka nán-
ast eingöngu við loðnu að sögn
Björgólfs en á hina staðina fer síld
og kolmunni auk loðnu.
Björgólfur segir að tæp 40 þús-
und tonn af loðnu hafi farið til
bræðslu á Siglufirði í fyrra, sem
hafi þýtt vinnslu í rúman mánuð
fyrir sextán til átján starfsmenn
þegar mest var. Milli 15 og 20 þús-
und tonn af loðnu fóru í bræðslu á
Raufarhöfn í fyrra en þar vinna yfir
sumartímann tólf starfsmenn í
bræðslunni. Björgólfur segir áætl-
anir Síldarvinnslunnar fyrir sum-
arið hafa gert ráð fyrir svipuðum
aflatölum, um 60 þúsund tonn í
heildina.
Hann segist þó vera bjartsýnn á
að loðnan finnist. „Ef maður er ekki
bjartsýnn í sjávarútvegi, þá væri
maður sennilega löngu kominn und-
ir græna torfu. Ég trúi ekki öðru en
loðnan finnist,“ segir Björgólfur.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar
„Trúi ekki öðru en
loðnan finnist“ ÍSLEIFUR VE er nú á leið ámiðin eftir að hafa landað 1100tonnum af síld í Vestmannaeyj-
um. Síldin er stór og góð og-
fékkst innan íslensku landhelg-
innar.
Helgi Valdimarsson, skip-
stjóri á Ísleifi segir að þeir hafi
fengið síldina í tveimur köstum
um 150 sjómílur norð-austur af
Langanesi og því vel innan ís-
lensku lögsögunnar. „Við vor-
um á leið á miðin eftir sjó-
mannadaginn þegar við
fundum síldina. Okkur gekk vel
en síðan hefur ekkert fundist
en það er alltaf af og til að fást
síld inni í landhelginni.“
Hann sagði lítið að frétta af
miðunum núna og telja sjó-
menn að síldin sé komin inn í
lögsöguna við Svalbarða.
Veiddi síld
innan
lögsögu
TÆPLEGA eitt hundrað ára gömul
hlutabréf í Fossafélaginu Ísland
hafa komið í leitirnar í Noregi og
verið keypt til Íslands. Þetta eru
fyrstu bréf þessa félags sem vitað er
um hér á landi, en félagið varð til
þegar fossafélögin Skjálfandi og
Gigant voru sameinuð í eitt félag ár-
ið 1909. Einar Benediktsson skáld
var einn aðalhvatamaður og stjórn-
armaður í fyrrnefnda félaginu.
Freyr Jóhannesson bygginga-
tæknifræðingur, eigandi bréfanna,
segir að verð bréfanna verði ekki
gefið upp en þau séu mikill happa-
fengur. Hann viti ekki til að bréf
þessa félags hafi verið til hér á landi
til þessa, hvorki á söfnum né í hönd-
um einkaaðila. Aftur á móti séu til
nokkur hlutabréf frá öðrum fossa-
félögum, svo sem Titan.
Fram kemur hjá Frey að bréfin
séu tvö, 500 kr. að verðgildi hvort,
númer 79 og 211, og séu gefin út á
frú Elísu Johnson, sem að öllum lík-
indum hafi verið eiginkona Samuels
Johnson, stjórnarformanns félags-
ins, en hann skrifi undir bréfin
ásamt öðrum stjórnarmönnum. Þá
fylgi bréfunum lög félagsins í sér-
stökum bæklingi. Johnson hafi verið
af íslenskum ættum og afar stoltur
af þeim uppruna, sem kunni að
skýra áhuga hans á landi og þjóð.
Hann hafi verið sagður af íslensku
höfðingjakyni, bróðursonarsonur
Jóns Espólíns sagnameistara og
bróðursonur Gísla Kr. Johnson, há-
skólakennara í Kristjaníu. Hann hafi
verið í miklu vinfengi við Einar
Benediktsson, að minnsta kosti í
fyrstu þótt síðar hafi slest upp á vin-
skapinn, og hafi heimsótt Ísland
margsinnis í tengslum við virkjana-
áform félagsins.
Réð yfir vatnsréttindum
Gullfoss
Fossafélagið Ísland réð yfir vatns-
réttindum í Skjálfanda og Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu. Það hafði að
markmiði að virkja í Hvítá og Sog-
inu og réð meðal annars um tíma
vatnsréttindum Gullfoss. Markmið
félagsins var fyrst og fremst virkjun
Sogsfossa með stóriðju að takmarki,
sölu á rafmagni til Reykjavíkur og
lagning járnbrautar austur yfir heið-
ar. Sótti það um sérleyfi vegna þessa
árið 1917 en deilur hér innanlands
urðu hins vegar til þess að ekkert
varð af framkvæmdum. Seinast
fréttist af félaginu sumarið 1927,
tæpum tuttugu árum eftir að það var
stofnað.
Fram kom hjá Frey að kærkomið
væri að að fá að vita ef hlutabréf í
þessu eða öðrum fossafélögum
leyndust einhvers staðar i fórum
manna. Sögulegt gildi bréfa af þessu
tagi væri ómetanlegt og oft og tíðum
hefðu þau einnig mikið fag-
urfræðilegt gildi. Fjárhagslegt verð-
mæti ylti hins vegar á mati hverju
sinni, eins og aldri bréfanna, ástandi,
fágæti, eftirspurn og öðrum slíkum
þáttum.
Hlutabréf í Fossa-
félaginu Ísland
komin í leitirnar
Freyr Jóhannesson með hlutabréfin
í Fossafélaginu Ísland.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hlutabréfin í Fossafélaginu Ísland sem gefin voru út árið 1909.