Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er merkilegt hvað fjöll geta stækkað mikið. Þegar lagt
er upp í ferðina er Esjan miklu minni en Volkswagen
Golf-skutbíll, en á áfangastað er bíllinn eins og skítur
undir tánögl Esjunnar. Á bílastæðinu við tærnar eru
glaðlegar konur að búa sig undir fjallgöngu. Þær hafa
farið þetta áður, allt frá klukkutíma á leiðinni upp í tvo og hálfan
tíma. Blaðamaður setur upp furðusvip og endurtekur spurningu
sem hann fékk frá föður sínum:
– Til hvers?
Þær hlæja bara, en ein miskunnar sig yfir blaðamann og svarar:
– Þetta er holl hreyfing. Og svo erum við að búa okkur undir
lengri göngu, Laugaveginn.
Það eru tuttugu bílar á stæðinu og þriðji hver bíll jeppi. Út úr
einum stígur maður, sem lítur á blaðamann og kallar:
– Það er ekki nóg að glápa á fjallið!
Hann er líka að fara í fyrsta skipti á Esjuna, eins og blaðamaður.
– Ég hef ekki þurft þess, segir hann.
– Þarftu þess núna? spyr blaðamaður undrandi.
– Nei, ætli ástæðan sé ekki sú að Esjan er of nálægt. Oftast er
skemmtilegra að fara hinumegin við lækinn.
Það er sannast sagna stutt í kyrrðina frá Reykjavík, þó borgin
minni á sig í beljandi bílaumferð. Flautan gellur á
þjóðveginum og fjarlægðin við stresshnúta umferð-
arinnar miklu meiri en metrarnir gefa til kynna.
Eftir að hafa borðað næstum allt nestið á bíla-
stæðinu er loks lagt á fjallið. Fram hjá girðingar-
staur með rauðan vettling og þumalinn upp, sem
verður að teljast jákvæður fyrirboði, sem og heið-
ríkjan, sólin og söngurinn í fuglunum. Frísklegur ungur maður
heldur á vendi með alaskalúpínum.
– Handa frúnni? spyr blaðamaður.
– Nei, ég er með kaffisamsæti á morgun, svarar ungi maðurinn.
Hann segir gönguna hafa sóst seint, því Dani hafi verið í hópnum,
sem ekki sé vanur 914 metra ójöfnum. Uppi á toppnum hafi hann
viljað láta taka mynd af sér fyrir ofan skýin.
– Slíkar myndir eru fátíðar í Danmörku, segir maðurinn og bros-
ir.
Það er ólíklegasta fólk sem maður rekst á í fjallinu. Þá er gjarn-
an skipst á lykilupplýsingum á mettíma. Maður sem mætir blaða-
manni er kominn í lögguna, á barn og skuldar lítið. Það tala líka all-
ir saman, þó að þeir þekkist ekki. Léttstíg eldri kona með
göngustafi og gráhvítt hár eins og hlíðar Esjunnar að vetri skíðar
nánast niður brekkuna, en gefur sér tíma til að ráðleggja blaða-
manni að fara upp austan megin, í skriðunum. Hún segist ekki búin
að fara nema nokkrum sinnum á Esjuna í vor.
Svo leiðist par niður brekkuna.
– Rómantísk ferð?
– Nei, pabbi er á undan, svarar stúlkan og hlær.
Hún er að fara í fyrsta skipti á Esjuna síðan hún var tíu ára. Og
blaðamaður tjáir henni að þetta sé sveinsferðin hans.
– Þú verður þá að gera eitthvað, – umskera þig, segir hún.
– Er boðið upp á það? spyr blaðamaður hissa.
– Hvassir steinar, svarar hún.
Eftir því sem blaðamaður þokast lengra upp á fjallið, þá verður
hann drýgri með sig.
– Er þetta ykkar toppur, kallar hann á göngufólk, sem er að hvíla
beinin í laut hjá stígnum.
Hann er ekki jafnöruggur með sig þegar hópurinn fer fram úr
honum skömmu síðar. Eins og dalalæðan sem situr makindalega
norðanmegin, en ræðst skyndilega til uppgöngu á fjallið og í því
kólnar mikið í hlíðunum. En nokkrum augnablikum síðar sígur hún
niður aftur og gufar hreinlega upp eins og dögg fyrir sólu.
Eftir nokkurt príl nær blaðamaður upp. Hann áttar sig á því að
hann er kominn í 780 metra hæð á Þverfellshorni og að Esjan er
hærri en flest fjöll í sjónmáli. Og verður svolítið lofthræddur við til-
hugsunina. Uppi á fjallinu situr kona með tvo göngustafi. Hún er
líka lofthrædd.
– Í alvöru talað, það þarf að panta þyrlu, segir hún. Ég kemst
ekki niður.
Þrír vanir fjallgöngumenn taka að sér að fylgja henni niður erf-
iðasta hjallann, úr klettabeltinu, og koma síðan upp aftur.
– Þið vitið að það eru þrjár konur eftir, segja samferðakonur
þeirra hlæjandi.
– Fjórar, kallar önnur.
Gestabókin á fjallinu er full, þrátt fyrir að fyrsta færslan sé að-
eins frá 20. maí. Um 1.600 manns sem hafa skrifað eða um 80 á
dag. Að síðustu er ágætt að það komi fram að það eru 26 kílómetr-
ar í Stóra-Kóngsfell frá Esjunni. Það veit enginn nema hann hafi
komið á Esjuna og skoðað útsýnisskífuna. Ættingi Jóns J. Víðis,
sem útsýnisskífan er helguð, réttir blaðamanni viskí á pela. Par er
búið að dekka upp næsta stein, dregur fram diska og kjúkling, glös
á fæti og bjór. Og það hefur verið hugsað fyrir kertaljósinu – rauðu
sólsetri.
Morgunblaðið/RAX
Sveinsferð
á Esjuna
SKISSA
Pétur Blöndal
skoðaði heim-
inn frá toppn-
um
ÍSLENSK stjórnvöld munu sækjast
eftir því að fá betri markaðsaðgang
fyrir lambakjöt og hross á fæti í Evr-
ópusambandsríkjunum í samninga-
viðræðum sem hefjast á næstunni við
framkvæmdastjórn ESB. Viðræð-
urnar munu snúast um endurskoðun
á skilyrðum fyrir viðskipti með land-
búnaðarafurðir en skv. EES-samn-
ingnum skal slík endurskoðun fara
fram reglulega í þeim tilgangi að
auka smám saman frjálsræði í við-
skiptum með landbúnaðarafurðir.
Af hálfu Íslands verður annars
vegar lögð áhersla á að auka toll-
frjálsan innflutningskvóta á lamba-
kjöti, að sögn Grétar Más Sigurðs-
sonar, skrifstofustjóra viðskipta-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Kvótinn er í dag 1.350 tonn og var
hann fullnýttur á síðasta ári í fyrsta
sinn. Hins vegar verður lögð áhersla
á það í viðræðunum að fjölga þeim
hrossum sem árlega má flytja toll-
frjálst til ESB-ríkjanna en slíkur inn-
flutningur takmarkast í dag við 100
hross á ári. Að sögn Grétars hefur
verið rætt um að fá þeim fjölgað í 500
hross. Mun Ísland jafnvel leggja til
að tollar á hross verði alveg felldir
niður.
Vaxandi útflutningur á lamba-
kjöti inn á markaði ESB
„Við fylltum innflutningskvótann á
lambakjöti í fyrra og hefur útflutn-
ingur á lambakjöti inn á markaði
Evrópusambandsins verið vaxandi.
Við höfum verið að heimsækja ein-
stök aðildarríki og Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra hefur tekið
þetta mál upp alls staðar þar sem
hann hefur komið,“ segir Grétar
Már.
„Við munum halda því fram að
Nýja-Sjáland er með 220 þúsund
tonna kvóta og það sé heldur mikið
bil þarna á milli Íslands og Nýja-Sjá-
lands að þessu leyti,“ segir hann.
Framkvæmdastjórn ESB lýsti sig
nýlega reiðubúna til að hefja samn-
ingaviðræður við Ísland skv. 19.
grein EES-samningsins, sem mælir
fyrir um þessa endurskoðun. Er und-
irbúningur viðræðnanna þegar haf-
inn.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
semjum við framkvæmdastjórnina
þar sem hún hefur umboð frá 25 að-
ildarríkjum,“ segir Grétar Már.
„Þetta verður því nýtt reynsluferli
fyrir okkur þar sem þetta er öðruvísi
Evrópusamband við að semja og
verður bara að koma í ljós hvort það
verður erfiðara við að eiga en áður,“
segir hann.
Samningaviðræður að hefjast milli Íslands og
ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir
Sækjast eftir stærri kvóta
fyrir lambakjöt og hross
FRAMKVÆMDIR við færslu
Hringbrautar eru nú hafnar, og
hafa meðal annars í för með sér, að
svonefnd gullleitarhola frá 1922
hverfur af yfirborðinu, en þar var
borað eftir gulli fyrir rúmum 80 ár-
um. Boranirnar báru þó ekki ár-
angur á sínum tíma en fyrst var
borað í Vatnsmýrinni árið 1905 í
leit að köldu vatni.
Fljótlega komst sá kvittur á
kreik að gull væri að finna á svæð-
inu og með það í huga var önnur
hola boruð árið 1907 og sú þriðja
árið 1922 en þá var notast við þýsk-
an haglabor. Þær tilraunir báru þó
engan árangur, að sögn Þorgils
Jónassonar hjá Orkustofnun, en
þessi hluti Vatnsmýrarinnar fékk
þó fljótlega nafnið Gullmýrin. Um
er að ræða svæði sem er vestan við
gamla Suðurpólinn, sem eitt sinn
stóð við Flugvallarveg, að sögn
Þorgils.
Þrátt fyrir að þýski haglaborinn
sem notaður var 1922 hafi ekki
komið niður á gull, átti hann hins
vegar eftir að reynast Reykvík-
ingum gagnlegur. Hitaveita
Reykjavíkur keypti borinn árið
1928 og notaði hann í 40 ár við að
bora eftir heitu vatni. „Það var hið
raunverulega gull sem fannst,“ seg-
ir Þorgils. Borinn er nú geymdur á
Árbæjarsafni en Hitaveitan gaf
safninu borinn árið 1978 eftir að
hann var tekinn úr notkun.
50 metra djúp
Gullholan fræga var tæplega 50
metra djúp. Nokkrir starfsmenn
Orkustofnunar og Íslenskra orku-
rannsókna fóru niður í Vatnsmýr-
ina í vor þegar framkvæmdir við
Hringbrautina voru komnar í gang
vegna þess að auðséð var að holan
frá 1922 myndi hverfa af yfirborði
jarðar. Þorgils náði því að mynda
holuna áður en mokað var yfir hana
eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd.
Ljósmynd/Þorgils Jónasson
Þar sem rörið skagar út í loftið má sjá gömlu borholuna en þar var eitt sinn borað eftir gulli.
Gullholan hverfur undir gatnagerð
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
22 ára mann fyrir stórfellda líkams-
árás með því að ráðast á 16 ára dreng
3. apríl með þeim afleiðingum að
milta hans rifnaði og af hlaust lífs-
hættuleg innvortis blæðing. Ákærði
var nýkominn á reynslulausn eftir 10
mánaða afplánun 2 ára fangelsis-
dóms fyrir aðra grófa líkamsárás,
auk gæsluvarðhalds, þegar honum
lenti saman við piltinn og situr nú í
gæsluvarðhaldi.
Ríkissaksóknari krefst refsingar
yfir ákærða en allt að 16 ára fangelsi
liggur við brotum á 218. gr. al-
mennra hegningarlaga sem brot
ákærða er talið varða við. Þá er þess
krafist að ákærði verði dæmdur til
að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir
króna í miskabætur.
Þá eru ákærði og annar maður á
þrítugsaldri, ákærðir fyrir tvær lík-
amsárásir sem gerðar voru 5. apríl. Í
öðru tilfellinu eru mennirnir ákærðir
fyrir að hafa ráðist á og barið mann
sem lá í sófa í íbúð við Hverfisgötu og
að lokum fyrir líkamsárás gegn konu
í bíl. Tvær síðarnefndu árásirnar eru
taldar varða við 217. grein hegning-
arlaga sem varða allt að eins árs
fangelsi. Málið var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.
Ákærður fyrir stór-
fellda líkamsárás