Morgunblaðið - 13.06.2004, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hinn ögrandi titill bókar-innar „Endalok sög-unnar og hinn hinztimaður“ (The End ofHistory and the Last
Man), sem út kom árið 1992, ýtti
undir þá miklu athygli sem bókin
vakti á sínum tíma, en hún hefur
verið gefin út á yfir 20 tungumálum
og komst á metsölulista í Bandaríkj-
unum, Frakklandi, Japan og Chile.
Meginkenningin sem varð Fuk-
uyama tilefni til að velja þennan titil
gengur út á að eftir endalok kalda
stríðsins og hrun kommúnismans
stæði hið frjálslynda lýðræðis- og
markaðshagkerfi Vesturlanda eftir
sem sigurvegari sögunnar; ekkert
samfélagsmódel stæði nú eftir sem
veitti því kerfi samkeppni um árang-
ursvænlegustu uppskriftina að
þróuðu nútímaríki. Og reynsla sög-
unnar sýndi að þróuð lýðræðisríki
færu ekki í stríð við hvert annað. Í
þessum skilningi mörkuðu því tíma-
mótin við endalok kalda stríðsins
endalok sögunnar.
Langtímakenning um
nútímavæðingu
Fukuyama var fyrst spurður
hvort það sem gerzt hefði síðan hann
skrifaði þetta sýndi ekki að hann
hefði sýnt óhóflega bjartsýni á þró-
un heimsmálanna.
Fukuyama svarar að það verði að
hafa í huga að hann hafi skrifað
þetta sem langtímakenningu um nú-
tímavæðingu og hvort nútímavæð-
ing í heiminum beindist í átt að
frjálslyndu lýðræði eða einhverju
öðru, „því að síðustu 150 árin þar á
undan, fram til hruns kommúnism-
ans, höfðu framsæknustu mennta-
menn hins vestræna heims haldið
sig við að takmark nútímavæðing-
arinnar væri sósíalismi í einhverri
mynd,“ segir hann. „Mín röksemd
var sú að þetta virtist ekki lengur
gilda; nú væri ekki lengur neitt aug-
ljóst æðra samfélagsform sem gæti
tekið við af hinu borgaralega frjáls-
lynda lýðræðiskerfi. Það sem ég
boðaði í bókinni [um „Endalok sög-
unnar“] var því ekki bjartsýnt í þeim
skilningi að ég væri að fullyrða að
vestrænt lýðræði myndi nú fara
óhefta sigurgöngu um öll heimsins
lönd. Ég var öllu heldur að segja að
eins langt og nútímavæðing næði í
framhaldinu [eftir fall kommúnism-
ans og lok kalda stríðsins] myndi
hún líklegast taka á sig áþekka
mynd og í þróuðustu löndunum (í
V-Evrópu, Bandaríkjunum og Jap-
an). Og nú hefði myndazt breið sátt
um að frjálst markaðshagkerfi væri
bezta leiðin til að skapa velmegun.“
Fukuyama bætir því við að hann
hafi raunar upphaflega skrifað að
fyrirsjáanlegt væri að eftir endalok
kalda stríðsins myndu eiga sér stað
frelsisstríð, hryðjuverk og alls kyns
óreiða í heiminum. Þróunin í átt að
árangursríkri útbreiðslu hins frjáls-
lynda lýðræðiskerfis yrði hæg og
ófullkomin. En hugsuðir heimsins
sæju ekki lengur neitt kerfi sem
stefna bæri að sem væri betra en hið
frjálsynda lýðræði og markaðshag-
kerfi, og það væri mikilsvert.
En hvað með íslamska bók-
stafstrú, segir Fukuyama suma hafa
spurt, þ.e. hvað með íslamisma sem
hugmyndafræði að þjóðfélagsgerð
sem menn sem hana aðhyllast eru
tilbúnir að berjast af alefli fyrir?
„Ég verð að segja að íslömsk bók-
stafstrú er ekki sérlega tilkomumikil
hreyfing þar sem
hún höfðar aðeins
til taksmarkaðs
hluta mannkyns,
þ.e. múslima
[sem aðhyllast
afturhaldssama
útleggingu þeirra
trúarbragða].
Enginn í Banda-
ríkjunum, á Ís-
landi eða annars
staðar í hinum
þróaða hluta heimsins er ginnkeypt-
ur fyrir slíkri hugmyndafræði,“
bendir Fukuyama á. Jafnvel í hinum
íslamska heimi hafi þau lönd sem
hafa farið alla leið með að skipa sín-
um málum eftir vilja bókstafstrúar-
manna allt annað en skapað fordæmi
sem þorri manna í múslimalöndum
sé hneigður til að fylgja.
„Ég tel reyndar að ríkisstjórn
George W. Bush hafi gerzt einum of
áköf í trú á að hægt væri að útbreiða
lýðræði með hervaldi,“ segir Fuk-
uyama. En að hans mati blasi jafn-
framt við að hluta ástæðunnar fyrir
því að Mið-Austurlönd eru jafn-
ólukkulegt svæði og raun ber vitni
sé að leita í þeirri staðreynd að þau
eru stöðnuð ríki, lúta einræðis-
stjórnum, almenningi er haldið utan
við þátttöku í stjórnmálum, efna-
hagslega gengur flest á aftur-
fótunum o.s.frv.
„Ég held að í þessum heimshluta
gildi það sama og annars staðar, að
lögmæti stjórnvalda er fyrst og
fremst komið undir því að fólkið
sjálft hafi tækifæri til að kjósa sér
ríkisstjórn. Að almenningi í þessum
löndum skuli meinað um slík tæki-
færi skýrir hve mikið er um pólitísk-
ar öfgar þar. Tyrkland er eina und-
antekningin,“ segir Fukuyama.
Aðalböl nútímans sprettur
frá misheppnuðum ríkjum
Í nýjustu bók sinni, State-build-
ing, Governance and World Order in
the 21st Century (Ríkjasmíði,
stjórnun og skipulag heimsmála á
21. öld), fjallar Fukuyama um þá ógn
sem heimsbyggðinni stafar af mis-
heppnuðum og veikburða ríkjum.
Þar segir hann að „veik eða ónýt
ríki“ séu „uppspretta margra alvar-
legustu vandamála heimsins“. Hann
rekur í bókinni það sem vitað er – og
oftar en ekki það sem minna er vitað
um – það hvernig hægt er að „flytja
út“ skilvirkar stofnanir sem nauð-
synlegar eru til að ríki geti virkað
sem ríki, til þróunarlanda þar sem
slíkar stofnanir skortir. Fukuyama
leggur sérstaklega áherzlu á þá
spurningu, hvernig slíkur „stofn-
anaútflutningur“ getur skilað varan-
legum árangri og bætt hag borgara
viðkomandi þróunarlands til lengri
tíma litið.
Fukuyama ræðir í bókinni þann
vanda sem veikburða ríki skapa
skipan heimsmála og ástæðurnar
fyrir því að réttlætanlegt sé að al-
þjóðasamfélagið grípi til íhlutunar í
slík ríki.
Fukuyama fer í bókinni nokkuð
ofan í þá lærdóma sem draga má af
arfleifð nýlendutímans í þróunar-
löndum. Þau þróunarlönd sem hafi
náð sér á strik á framfarabrautinni
séu í flestum tilvikum lönd sem hafa
lært af gömlu nýlenduherrunum;
þ.e. „erft“ stofnanir, stjórnsýslu-
hefðir og fleiri forsendur fyrir upp-
byggingu (þjóð)ríkis og nýtt þær sér
til framdráttar.
Eina leiðin að þróuð ríki flytji út
sitt kerfi, sínar stofnanir til viðkom-
andi þróunarlands, eins og evrópsku
nýlenduveldin gerðu, sé að þróaða
ríkið sé reiðubúið til þess og sjái til-
gang í þeirri langtímaskuldbindingu
sem í þessu felist. Þennan tilgang
sáu nýlenduveldin á sínum tíma auð-
vitað í þeim völdum og auði sem
fylgdi yfirráðunum yfir nýlendun-
um. Fyrirkomulag nýlendustjórnun-
ar var reyndar með ýmsum hætti og
arfleifð nýlendutímans eftir því mis-
jöfn. Dæmi um fyrrverandi nýlendu
þar sem tiltölulega vel hefur tekizt
til er Indland, en það var ekki fyrr
en með nýlenduyfirráðum Breta
sem það varð að þeirri pólitísku ein-
ingu sem nú er hið sjálfstæða þjóð-
ríki Indverja.
Fukuyama nefnir einnig Taívan
og Suður-Kóreu sem dæmi um
hvernig japanska nýlenduveldið,
eins harkaleg og nýlendustjórnun
þess annars var, áorkaði samt sem
áður því að skilja eftir sig stofnanir –
svo sem utan um stjórnun efnahags-
mála, bankakerfi o.s.frv. – sem
reyndust starfhæfar eftir að löndin
hlutu sjálfstæði. En þetta hjálpaði
óneitanlega til við þróun þeirra.
Það er að sögn Fukuyamas sem
sagt hægt að nefna ýmis dæmi um
það hvernig gömlu nýlenduveldin
skildu eftir stofnanir og stjórnsýslu-
hefðir sem hjálpuðu löndum á þró-
unarbrautinni eftir að þau hlutu
sjálfstæði.
Langtímaskuldbinding mikil-
vægasti þáttur ríkjasmíði
„Þegar litið er á í þessu samhengi
hvað Bandaríkjamenn hafa skilið
eftir sig í þeim löndum sem þeir hafa
haft afskipti af blasir við mjög
blönduð mynd,“ segir Fukuyama.
Góður árangur hafi náðst í löndum
eins og Þýzkalandi, Japan og Suður-
Kóreu, en ekki í Víetnam og ýmsum
löndum Mið- og Suður-Ameríku.
„Málið er að Bandaríkjamenn
hafa lítt kært sig um hlutverk ný-
lenduveldis,“ bætir Fukuyama við.
Þegar Bretar voru á Indlandi til
dæmis þá hugsuðu þeir sér að vera
þar um alla framtíð; þeir voru inn-
stilltir á langtímaskuldbindingu
fylgjandi veru sinni þar, sendu menn
sem eyddu öllum embættisferli sín-
um þar o.s.frv. En Bandaríkjamenn
hafa verið mjög hikandi við slíka
langtímaskuldbindingu í kringum
afskipti af fjarlægum löndum.
„Ég er hræddur um að þetta sama
gerist í Írak; Bandaríkjamenn muni
þar ekki reynast reiðubúnir til lang-
tímaskuldbindingar til að fylgja eftir
þeim umbótum sem þeir vilja að
komist þar á. Þeir lærdómar sem
draga má af fyrri tilraunum til ríkja-
smíði eru að það tekur að minnsta
kosti áratug að koma einhverju til
leiðar sem von er til að verði var-
anlegt,“ segir Fukuyama.
SÞ geta aðeins gegnt
takmörkuðu hlutverki
Fukuyama nefnir í nýju bókinni
að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki vel
í stakk búnar til að gegna virku hlut-
verki við „ríkjasmíði“ af þessu tagi.
Þetta á að hans mati alveg sér-
staklega við um Írak eins og málum
er nú þar háttað. SÞ kynni að hafa
getað gegnt mikilvægu hlutverki í
Írak ef stofnunin hefði verið þar
höfð með í ráðum frá upphafi. En
undir núverandi kringumstæðum
breyti aðkoma hennar litlu. Vissu-
lega geti hún aðstoðað við ferlið sem
á að færa völd frá hernámsyfirvöld-
um í hendur lögmætrar stjórnar
heimamanna í Írak, við að halda
kosningar o.s.frv. En hún mun ekki
geta tekið yfir ábyrgðina á uppbygg-
ingarstarfinu, öryggismálunum
o.s.frv. Hana verði hernámsveldin að
axla enn um sinn, ef forðast eigi að
skilja landið eftir í stjórnleysi,
hryðjuverka- og borgarastríði.
Fangamisþyrmingarmálið gerði
að sögn Fukuyamas ástandið auðvit-
að hálfu verra, þ.e. rúði hernáms-
stjórnina trúverðugleika sem var
reyndar rýr fyrir (í augum Íraka), af
ýmsum ástæðum. En SÞ hafi ekki
upp á neinar töfralausnir að bjóða
þegar svona er komið.
Hann segir um Afganistan að það
sé nánast útópískt að ímynda sér að
hægt sé að byggja þar upp virkt lýð-
ræðisríki á fáeinum árum. Þar þurfi
að byggja allt upp frá grunni.
Að sögn Fukuyamas er auðvelt að
sjá fyrir sér að ástandið í Írak fari úr
böndunum og úr verði borgarastríð
og upplausn. Þetta sjái hann mun
síður gerast í Afganistan, undir nú-
verandi kringumstæðum.
Fukuyana segir fjölþjóðanálgun
að vandamálunum vissulega skipta
máli, en hún sé þó ekki úrslitaatriðið
hér. Langtímaskuldbindingin sé
mikilvægari.
Vekur hann í þessu samhengi sér-
staklega athygli á heimshluta-
bundnu samstarfi á borð við sex
ríkja hópinn sem nú starfar í kring
um Kóreumálin, þar sem Rússland,
Kína, Bandaríkin og Japan starfa
saman ásamt Suður- og Norður-
Kóreu að því að finna lausnir og bera
ábyrgð á framkvæmd þeirra. Slíkt
svæðisbundið samstarf geti verið
fyrirmynd að árangursríkari fjöl-
þjóðanálgun, hvort sem það sé undir
hatti SÞ eða ekki. Net slíkra heims-
hlutabundinna stofnana sé vænlegra
til árangurs í svona málum en SÞ
sem slíkar, segir Fukuyama.
Þessi hugmynd um svæðisbundið
samstarf ríkja, sem er sniðið að þeim
vandamálum sem því er ætlað að
leysa, minnir nokkuð á frasa banda-
ríska varnarmálaráðherrans Don-
alds Rumsfelds um að „bandalagið
fari hverju sinni eftir verkefninu“
(„The mission defines the coal-
ition“). Spurður um þetta segir
Fukuyama að Rumsfeld hafi notað
þennan frasa eingöngu til að rétt-
læta einhliða íhlutunarstefnu
Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu.
Inntak hans eigi því ekkert sameig-
inlegt með áðurnefndum hugmynd-
um um gagnsemi svæðisbundins
samstarfs um lausn alþjóðamála.
„Við þurfum á skilvirkum alþjóða-
samstarfsstofnunum að halda, þurf-
um á því lögmæti að halda sem slík-
ar stofnanir njóta,“ segir Fukuyama.
„En ég held ekki að SÞ séu færar
um að gegna því hlutverki einar. Til
þess skortir þær einfaldlega getu.“
Þegar til kastanna kemur sé fram-
kvæmd alls þess sem ákveðið sé á
vettvangi SÞ komið undir því að að-
ildarríkin – og þá aðallega hin vold-
ugustu í þeirra hópi – axli ábyrgðina
af henni. Þegar um eins víðtæk verk-
efni og ríkjasmíði sé að tefla sé ár-
angurinn að mestu undir því kominn
að ríkin sem í hlut eiga séu reiðubúin
til langtímaskuldbindingar til að
koma viðkomandi þróunarlandi –
eins og Afganistan eða Írak – á sjálf-
bæra framfarabraut, borgurum þess
og heimsbyggðarinnar í heild til
heilla.
Ónýt ríki mesta ógnin
Bandaríski stjórnmálaheimspekingurinn Francis
Fukuyama varð víðfrægur er hann boðaði „enda-
lok sögunnar“ í kjölfar hruns kommúnismans,
með sigurgöngu hins frjálslynda lýðræðis og
markaðshyggjunnar. Í nýjustu bók sinni fjallar
hann hins vegar um „ríkjasmíði“. Auðunn
Arnórsson ræddi þessi viðfangsefni við Fukuyama
á háskólaskrifstofu hans í Washington.
’Þeir lærdómar semdraga má af fyrri til-
raunum til ríkjasmíði
eru að það tekur að
minnsta kosti áratug
að koma einhverju til
leiðar sem von er til
að verði varanlegt.‘
auar@mbl.is
FRANCIS Fukuyama er prófessor í al-
þjóðastjórnmálum við Paul H. Nitze
School of Advanced International
Studies (SAIS) við Johns Hopkins-
háskóla í Washington D.C.
Hann hefur víða komið við á fræði-
mannsferli sínum. Þekktasta verk
hans er bókin The End of History and
the Last Man, sem út kom 1992. Hann
hefur skrifað mikið um lýðræðisvæð-
ingu og alþjóða stjórnmálahagfræði
(international political economy). Á
síðustu árum hefur hann einkum beint
sjónum að hlutverki menningar og fé-
lagsauðs í efnahagslífi nútímaþjóð-
félags, og á félagslegar afleiðingar
tækniframfara, einkum að því er varð-
ar líftæknina. Áður hafði Fukuyama
einkum skrifað um utanríkisstefnu
Sovétríkjanna, einkum gagnvart þriðja
heiminum.
Meðal annarra helztu rita Fukuyam-
as eru þessi: Trust: The Social Virtues
and the Creation of Prosperity (1995),
The Great Disruption: Human Nature
and the Reconstitution of Social Order
(1999) og Our Posthuman Future:
Consequences of the Biotechnology
Revolution (2002). Nýjasta bók hans
er State-building: Governance and
World Order in the 21st Century
(2004).
Fukuyama, sem fæddist árið 1952,
er doktor í stjórnmálafræði frá Corn-
ell-háskóla. Á níunda áratugnum var
hann í rannsóknateymi RAND-
stofnunarinnar og var um skeið ráð-
gjafi í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu. Hann var prófessor við School of
Public Policy við George Mason-
háskóla 1996-2000 en hefur verið við
SAIS/Johns Hopkins-háskóla síðan ár-
ið 2000. Hann á sæti í ráðgjafarnefnd
Bandaríkjaforseta um siðfræði á líf-
tækniöld (bioethics). Hann er eftir-
sóttur fyrirlesari og nokkrir háskólar
hafa sæmt hann heiðursdoktorsnafn-
bót.
Einn þekktasti stjórnmálahugsuður Bandaríkjanna
Nýjasta bók Fuk-
uyamas fjallar um
„ríkjasmíði“.