Morgunblaðið - 13.06.2004, Page 14
14 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir rúmri viku sat ég
við kvöldverðarborðið
hér í Kabúl í húsi
Handicap Inter-
national ásamt íbúum
hússins. Ég hafði
fengið sendan lax að
heiman sem vakti
gríðarlega lukku og við höfðum orðið
okkur úti um dýrindis hvítvín frá
franska herkampinum úti við flugvöll.
Handicap International er hjálpar-
stofnun sem sér um að eyða
ósprungnum sprengjum og jarð-
sprengjum, búa til gervilimi, endur-
hæfa fórnarlömb sprengjuárása og að
upplýsa almenning um hættuna sem
stafar af slíkum sprengjum. Allt í einu
hringir síminn og unnusti minn, Seb-
astian Fouquet, stekkur upp úr stóln-
um og fer að ganga um gólf í mikilli
geðshræringu. Ráðist hafði verið á bíl
frá Læknum án landamæra og allir
drepnir.
Árásin var nálægt borginni Herat,
á svæði sem hingað til hafði verið talið
öruggt fyrir hjálparstarfsmenn. Dag-
inn eftir kom í ljós að í bílnum voru
fimm starfsmenn frá Hollandsdeild-
inni. Um kvöldið fengum við þær
sorgarfréttir að vinkona Sebastians
hefði verið í öðrum bílnum. Hún hét
Helene de Beir og var alveg sérstak-
lega aðlaðandi stúlka og harðdugleg.
Hættulegustu svæðin
Það er erfitt að missa vini á svona
hrottalegan hátt. Eftir því sem ég
best veit þá var sprengju hent að bíln-
um og svo hófu menn skothríð með
AK 47-rifflum og skammbyssum. Í
hópnum var líka norskur læknir sem
hafði stundum tekið sér frí frá
vinnunni í Noregi til að hjálpa til í
sjálfboðavinnu. Næsta dag átti að
vera stórt samkvæmi hjá Alþjóða
Rauða krossinum en enginn var í
partískapi og hætt var við samkvæm-
ið. Læknar án landamæra hafa lagt
niður starfsemi í landinu tímabundið
á meðan þeir fara yfir stöðuna.
Kandahar, Zabul, Hilmand og
Uruzgan sem liggja í suður- og aust-
urhluta landsins og svæðin við landa-
mæri Pakistans eru talin hættuleg-
ustu héruðin því þar hafa flestar
árásir verið gerðar á útlendinga.
Flestar hjálparstofnanir hafa lagt
niður starfsemi á þessum svæðum en
Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðið til sín
verktaka til að fara inn á sum svæðin
til að undirbúa kosningarnar í sept-
ember næstkomandi. Tveir verktakar
frá Global Risk Strategies létust í
árás um daginn og stundum er reynd-
ar sagt að einungis séu um 50 prósent
líkur á að Global-menn komist aftur
til byggða. Flestir verktakarnir eru
fyrrverandi hermenn á stuttum
samningum með yfir milljón í mán-
aðarlaun og taka áhættuna til þess að
verða sér út um peninga í snatri.
Ég heyrði í morgun að 11 kínversk-
ir verktakar hefðu verið drepnir í árás
í borginni Kunduz í norðurhluta
landsins. Þetta er visst áfall því þýski
NATO-herinn er á svæðinu og borgin
var talin örugg. Árásarmennirnir réð-
ust meira að segja inn á heimili þeirra
og skiptust á skotum við verði áður en
hópurinn var drepinn.
Ég tók viðtal við Paul Barker fyrr í
vikunni en hann hefur verið hér á veg-
um hjálparstofnunarinnar CARE í
alls 6 ár. CARE er mjög stór stofnun
sem vinnur á fjölmörgum sviðum.
Barker segir að öryggi hjálparstarfs-
manna hafi verið mun meira á tímum
Talibana. CARE hætti reyndar starf-
semi tvisvar á tímabilinu en það var
meira til að mótmæla mannréttinda-
brotum fremur en að erlendir starfs-
menn hafi verið í hættu. Í fyrra skipt-
ið höfðu starfsmenn trúarráðuneytis-
ins stoppað bíl með afgönsku konum,
sem unnu fyrir CARE, og lamið þær
sundur og saman. Í seinna skiptið
fóru starfsmenn ráðuneytisins aftur
af stað og hófu að berja þá karlmenn
sem grunaðir voru um að hafa rakað
sig. Talibanar tóku meðal annars yfir
skrifstofu CARE um 40 kílómetra
fyrir utan Kabúl og breyttu henni í
fangelsi og þurfti Barker að beita
mörgum brögðum í bæði skiptin til að
fá allt í samt lag. Engu að síður var er-
lent starfsfólk hvorki í hættu né fann
til óöryggis.
Hermenn ekki alltaf í búningum
Barker segir að ástandið hafi
versnað heilmikið á stuttum tíma:
„Þetta hefur í raun stigmagnast frá
því í mars á síðasta ári þegar starfs-
maður Alþjóða Rauða krossins var
drepinn. Á síðasta ári voru 13 hjálp-
arstarfsmenn drepnir en á þessu ári
er talan komin hátt í 30. Það bætir
ekki úr skák að hermenn og jafnvel
verktakar á vegum hersins eru búnir
að færa sig yfir í alls kyns starfsemi
nátengda hjálparstarfinu og línurnar
milli hers og hjálparstarfs eru orðnar
óskýrar sem er í raun skelfilegt. Þess-
ir hermenn og verktakar eru ekki allt-
af í búningum til að aðgreina sig frá
hjálparstarfsmönnum og keyra um á
ómerktum hvítum jeppum og því erf-
itt að gera greinamun á því hvort
þarna fari hermenn eða hjálparstarfs-
menn. Þessir verktakar aka um í
borgarlegum klæðum með M16-skot-
vopn og haga sér eins og hermenn.
Við vitum ekkert hvaða stöðu þeir
hafa og það hefur heldur ekkert verið
skoðað.“
Barker segir að starfsmenn CARE
reyni að gera sig hálfósýnilega í starfi
og að menn keyri nú um á leigðum,
ómerktum bílum. „Hér áður fyrr ók-
um við um á stórum merktum jeppum
með blaktandi flögg og við fundum til
aukins öryggis ef menn vissu að við
vorum hjálparstarfsmenn en þessu er
núna öfugt farið. Um 30 þúsund Afg-
anar vinna fyrir hjálparstofnanir í
Kabúl. Við getum huggað okkur við
að ekkert fordæmi er fyrir að eins
margar stofnanir og nú hafi haldið
áfram starfsemi að átökum loknum.
En þessar árásir eru að verða til þess
að æ fleiri eru að koma sér úr landi.
Við förum hins vegar hvergi.“
Peningum dælt í kosningarnar
Barker hefur miklar áhyggjur af
því af hverju verið sé að þrýsta svona
mikið á að hafa kosningarnar í haust
og hann telur landið alls ekki undir
þær búið. „Við hefðum miklu fremur
átt að skapa hér stjórnvöld í ætt við
það sem Afganar eru vanir eins og
Jirga (afganskt þing) sem gekk mjög
vel og varð til án mikilla átaka. Síðan
hefðum við átt að koma á lýðræði í
þrepum en fyrst og fremst að venja
Afgana við hugmyndina.
Einungis 43 prósent karla og 4–14
prósent kvenna eru læs. Ómældum
peningum er dælt í að undirbúa kosn-
ingarnar en flestir telja að skynsam-
legra hefði verið að eyða peningum í
enn frekari uppbyggingu. Mennta-
kerfið líður svo skort á meðan því fjöl-
margir kennarar eru að vinna í
tengslum við kosningarnar.
Flestir erlendir hjálparstarfsmenn
eru farnir frá borginni Kandahar og
þykir það mikið áhyggjuefni. Þetta
ýtir sennilega undir enn frekari árásir
Talibana ef eitthvað er því þeir telja
sig vera að ná svo miklu fram með
þessum árásum. Markmiðið hjá þeim
er fyrst og fremst að koma á ójafn-
vægi, ekki bara vegna kosninganna,
heldur vegna þessa að þeir vilja öðlast
völd á ný og vantar til þess leikvöll.
Uppreisnarmenn eflast
Sebastian og starfsmenn Handicap
hafa eytt deginum í að meta ástandið
og ræða við höfuðstöðvarnar í Evr-
ópu. Stóra spurningin er hvort menn
þurfi að leggja niður starfsemi í
Kandahar. Handicap rekur sjúkra-
miðstöð og gervilimaverkstæði í
borginni og einungis einn til tveir út-
lendingar eru þar að meðaltali á
hverjum tíma. Við heyrðum frá vinum
okkar í dag, Quintin og Senad, sem
vinna fyrir hjálparstofnunina Prem-
ier Urgence. Yfirmenn þeirra hafa
ákveðið að leggja niður alla starfsemi
í Kandahar.
Því miður virðist sem árásir síðustu
vikna séu að borga sig. Uppreisnar-
mönnum hefur vaxið fiskur um hrygg
og allir þessir 20 þúsund Bandaríkja-
menn sem hingað eru komnir til að
elta uppi Talibanana hafa engan veg-
inn undan. Quintin og Senad voru síð-
ustu útlendingarnir í Kandahar sem
fóru reglulega út fyrir borgina og inn í
þorpin til að veita alls kyns aðstoð í
tengslum við vatn og mat. Þeir eru
ungir og hafa ef til vill ekki fundið fyr-
ir lífhræðslu en ég held að menn líti
svo á að ekkert vit sé í því að senda
þessa stráka út í þorpin.
Sebastian heldur að ástandið eigi
eftir að versna næstu vikur. Við heyr-
um af árásum á útlendinga nokkrum
sinnum í viku og Bandaríkjamenn
standa í stríði nánast daglega við upp-
reisnarhópa uppi í fjöllunum. Enn
hefur ekki verið gerð árás í Kabúl á
hjálparstarfsmenn en NATO er að
hirða alls kyns óæskilega menn inni í
borginni og hefur mjög strangt eft-
irlit.
Vinsæl skotmörk
Góður vinur okkar, Zak Johnson
sem vinnur fyrir Handicap í borginni
Herat, við landamæri Írans, þarf að
endurskipuleggja alla starfsemi
Handicap á svæðnu. Zak er sprengju-
sérfræðingur sem var í breska sjó-
hernum í fjölmörg ár. Hann sér um að
eyða vopnum og sprengjum og fer til
þess á milli þorpa í kringum Herat.
Eftir að starfsfólk Lækna án landa-
mæra var drepið í síðustu viku hefur
Zak þurft að fara ofan í saumana á
starfseminni. Hann er eini útlending-
urinn hjá Handicap í Herat en ferðast
gjarnan með 20 Afgönum sem þó eru
óvopnaðir. Flestir hjálparstarfsmenn
eru á móti því að fá í lið með sér vopn-
aða verði og Zak sagði reyndar í
morgun að það væri tilgangslaust að
vera að hreinsa upp jarðsprengjur og
aðrar bombur þar sem menn þyrftu
að vera vopnaðir. Slíkt hreinsun ætti
eingöngu við á svæðum þar sem átök
væru yfirstaðin.
Ekki veit ég hvernig fer fyrir hjálp-
arstarfinu hérna í landinu en ástandið
fer versnandi og flestar hjálparstofn-
anir sem vinna fyrir utan Kabúl sitja
nú á fundum og ræða um það hvort
menn eigi að koma sér úr landi. Seb-
astian er í hálfgerðri klemmu því það
er hans að meta hvort Handicap Int-
ernational eigi að draga sig út úr
Kandahar eða Herat. Ein kona er í
Kandahar á vegum Handicap þessa
stundina, Christine frá Bretlandi,
sem er sjúkraþjálfari. Hún vill vera
áfram og Zak vill alls ekki fara frá
Herat en ef eitthvað kemur fyrir
þetta fólk bera Sebastians og höfuð-
stöðvarnar ábyrgðina. Hver vill bera
ábyrgð á dauða eigin starfsmanna?
Haldin var minningarathöfnin fyrir
starfsfólk Lækna án landamæra síð-
astliðinn sunnudag og flestir voru
hálfsnöktandi. Það er sorglegt að
hjálparstarfsmenn skuli vera orðnir
svona vinsælt skotmark, fólk sem
fórnar öllu til þess að hjálpa öðrum.
Það er erfitt að segja til um fram-
haldið en þó að margar stofnanir séu
að draga sig út úr landinu er það
óæskileg þróun og eins og að skvetta
olíu á eldinn gagnvart uppreisnar-
mönnum. Það er komin þreyta í
marga erlenda starfsmenn því það
tekur á taugarnar að vera sífellt á
varðbergi og vita aldrei hvað er hand-
an við hornið.
Læknar án landamæra hafa lagt niður starfsemi í Afganistan í bili og æ fleiri eru að koma sér úr landi
Árásir á hjálparstarfs-
menn færast í aukana
Á árinu hafa þrjátíu hjálp-
arstarfsmenn í Afganistan
látist í árásum og ástandið
fer stigversnandi. Helen
Ólafsdóttir í Kabúl er ugg-
andi um fólkið sem fórnar
öllu til að hjálpa öðrum.
Íbúi í Kandahar býr til verkfæri úr sprengibrotum. Skortur er á hráefni og íbúar
verða að nýta það sem er fyrir hendi. Þetta er ein ástæðan fyrir því að börn og
unglingar hirða upp sprengjur þrátt fyrir að þau viti um skaðsemi þeirra.
Reuters
Óhug sló á hjálparstarfsmenn eftir að fimm starfsmenn Hollandsdeildar Lækna án landamæra létust í sprengju- og skot-
árás á bíl þeirra í Badghis-héraði fyrir skemmstu. Hér er lík eins þeirra borið úr þyrlu í sjúkrabíl í Kabúl.
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
vinnur að heimildamynd um Íslend-
ingana í NATO á Kabúl-flugvelli.
’Það er kominþreyta í marga er-
lenda starfsmenn því
það tekur á taug-
arnar að vera sífellt á
varðbergi og vita
aldrei hvað er hand-
an við hornið.‘