Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 16

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 16
16 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HELGINA 4. og 5. september verður mikið um dýrðir á víkingahátíð í Hró- arskeldu í Danmörku. Hápunktur há- tíðarinnar verður þegar stærsta lang- skipi heims, tæplega 30 metra að lengd verður hleypt af stokkunum frá nausti Víkingaskipasafnsins. Þegar smíði skipsins lýkur í haust er áætlað að það hafi tekið um 24.000 vinnu- stundir síðast- liðin 4 ár og not- að hafi verið timbur úr 14 metersþykkum eik- artrjám. Að undanförnu hafa átta smiðir starfað við gerð skipsins. Fyrirmyndin eru leifar Skuldelev 2, stærsta skipsins á Víkingaskipasafn- inu sem var langskip til hernaðar og tók um 100 manns, þar af 60 undir ár- um. Seglið verður 118 m2 og í góðum byr er búist við að ná 20 hnúta hraða og halda í við gámaskipin á heimshöf- unum. Gestir og gangandi geta komið og fylgst með smiðunum fullgera lang- skipið með verkfærum víkingatímans í bátanaustinu við bryggjuna hjá safn- inu. Einn tilgangurinn með smíðinni er að læra vinnubrögð skipasmiða á tímum víkinganna og viðhalda þeirri verkkunnáttu. Allir verkþættir smíð- innar eru kvikmyndaðir til að varð- veita þá reynslu sem fengist hefur. Árið 2007 er áætlað að sigla skipinu til Dublin á Írlandi þar sem fyrirmyndin var smíðuð árið 1042. Á víkingaskipasafninu eru leifar fimm skipa sem fundust í Roskilde- firði árið 1962. Um það bil árið 1050 var þeim sökkt framan við innsiglingu að höfninni til að hindra aðkomu óvinaskipa til bæjarins. Utan um skipin var byggt safnhús og eru þau til sýnis alla daga. Safnið hefur með árunum þróast í að verða fjölbreytt skipaminjasafn og hefur eignast ýmsar gerðir gamalla skipa, bæði endursmíðaðra og eftirlíkinga. Fyrir fimm árum var hafist handa að auka mjög við starfsemi safnsins. Gerð var eyja við vík skammt frá til að rúma veitingastað, bátanaust og rann- sóknastofu þar sem með hjálp tölvu- tækni er rannsakað hvaða verkfæri voru notuð við smíði víkingaskipanna. Við uppgröftinn í höfninni komu hvorki meira né minna en níu skip í ljós, það stærsta 36 metra langt og hefur nú Ivar Hansen verkefnisstjóri ærið verkefni að rannsaka skipin níu sem fundust við byggingu rannsókn- arstofu hans. Á vegum safnsins eru einnig farið dag- og kvöldsiglingar auk þess sem boðið er upp á siglinganámskeið, sem standa yfir í 1-5 daga. Nánari upplýs- ingar er að finna á vefsíðu safnsins: www.vikingeskibsmuseet.dk Morgunblaðið/Ómar Trénaglar: Við smíði skipsins er eingöngu notast við áhöld eins og tíðkuðust á tímum víkinga. Allir verkþættir eru kvikmyndaðir. Bátanaustið: Átta smiðir eru í fullu starfi að gera eftirlíkingu af stærsta skipinu á Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu. Víkingasafnið: Fyrirmyndin er hægra megin. Bátamenning: Við höfnina.Gestirnir: Öllum er velkomið að mæta á skikkjunum og láta mynda sig á þilfari víkingaskips. Víkingaskip í smíðum Rispur  Staðurinn | Hróarskelda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.